Morgunblaðið - 01.04.1995, Page 33

Morgunblaðið - 01.04.1995, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 33 Nemenda- tónleikar Rokk- skólans ROKKSKÓLINN heldur nemenda- tónleika sunnudaginn 2. apríl í Hinu húsinu, Brautarholti 22, kl. 20. Þar koma fram margir ungir tónlistarmenn sem margir hverjir eru að stíga sín fyrstu spor á tón- listarbrautinni. A efnisskránni eru lög með Stone Temple Pilots, Aretha Franklin, Ella Fitzgerald, Tappa tíkarrass o.fl. Rokkskólinn tók til starfa sl. áramót og hefur aðsóknin fullt til- efni til áframhaldandi starfsemi. Hugmyndin er að halda þijú nám- skeið á ári og verður það næsta fljótlega. Meðal kennara Rokkskólans eru Andrea Gylfadóttir, Gunnlaugur Briem, Guðmundur Pétursson, Ól- afur Hólm, Eiður Amarsson o.fl. Aðgangur á tónleikana er ókeypis og öllum heimill. -----♦ ♦ ♦--- Fjölskyldutón- leikar í Ráðhúsinu FJ ÖLSKYLDUTÓNLEIKAR Lúðrasveitar Reykjavíkur verða í dag laugardag 1. apríl í Tjarnarsal Ráðhússins í Reykjavík kl. 15. Lúðrasveit Reykjavíkur hefur fengið til liðs við sig þrjár aðrar sveitir þ.e. lúðrasveitir Vestmanna- eyja, Selfoss og Stykkishólms. Lúðrasveitirnar koma gagngert í þeim tilgangi að halda saman tón- leika og hafa þær einsett sér að vera með fjölbreytta efnisskrá með léttum lögum, segir í kynningu. í vetur hefur Lúðrasveit Reykja- víkur haldið fimm tónleika í Ráð- húsinu og eru allir þátttakendurnir áhugamenn um tónlist. Stjórnandi Lúðrasveitar Reykja- víkur er Guðmundur Norðdahl, Lúðrasveitar Vestmannaeyja er Stefán Sigurjónsson, Lúðrasveitar Selfoss er Asgeir Sigurðsson og Lúðrasveitar Stykkishólms er Daði Þór Einarsson. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. -----♦--♦■'♦- Kvásarvalsinn í Logalandi SKAGALEIKFLOKKURINN sýnir í félagsheimilinu Logalandi, Borg- arfirði, Kvásarvalsinn, sem er nýtt leikrit eftir Jónas Arnason, með hann sjálfan í aðalhlutverki á sunnudag kl. 21. Handhöfum Safnkorta bjóðast eftirtaldar smávörur með 10% afslætti auk 10% í formi punkta á bensínstöðvum ESSO Olíufélagið hf Be :ntu í ves tur... \ Wmbt |^J^| - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.