Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær bróðir okkar, EYMUNDUR SVEINSSON frá Stóru-Mörk, lést á dvalarheimili aldraðra, Hvolsvelli, fimmtudaginn 30. mars. Guðrún Sveinsdóttir, Sigfús Sveinsson, Pálína Sveinsdóttir. t Elskulegur faðir okkar, GUÐJÓN G. GRÍMSSON, Miðdalsgröf, lést þann 30. mars. Guðfriður Guðjónsdóttir, Sigríður Guðjónsdóttir. t Móðir mfn, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Stóra-Dal, Byggðavegi 115, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar föstudaginn 31. mars. Guðrún Ingólfsdóttir og fjölskylda. t Bróðir minn, RAGNAR ÓLAFSSON kaupmaður, Vesturbrún 2, lést 30. mars 1995. Fyrir hönd vandamanna, Sigrún Ólafsdóttir. t Konan mín og móðir okkar, SIGRÍÐUR SfMONARDÓTTIR, Rauðarárstíg 3, andaðist á Droplaugastöðum þriðju- daginn 28. mars . Erlendur Sigmundsson, Ragnhildur Ragnarsdóttir, Simon Ragnarsson. + Okkar ástkæri faðir og tengdafaðir, VALDIMAR PÉTURSSON bóndi, Hraunsholti, Garðabæ, lést í St. Jósefsspftala, Hafnarfirði, að morgni 30. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Jakob Valdimarsson, Ástráður Valdimarsson, Margrét Guðmundsdóttir. t Sonur minn, faðir okkar, afi og bróðir, GÍSLI HALLDÓRSSON DUNGAL, lést í Víðinesi 27. mars sl. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 5. apríl kl. 11.30. Nanna Ólafsson Dungal, Páll H. Dungal, Höskuldur H. Dungal, Halldór G. Dungal, Ævaró.G. Dungal, Davfð L.G. Dungal, barnabörn og aðrir aðstandendur. HOLMFRIÐUR HALLDÓRA MAGNÚSDÓTTIR + Hólmfríður Halldóra Magn- úsdóttir fæddist í Vatnsdalshólum í A-Húnavatnssýslu 23. nóvember 1915. Hún lést á Hvamms- tanga 24. mars síð- astliðinn. Foreldrar henna.r voru hjónin Magnús Vigfússon frá Vatnsdalshólum og Guðrún Jóhann- esdóttir. Hólmfríð- ur var eina stúlkan og næstelst í sex systkina hópi. Bræður hennar eru: Sigurður, f. 1913, búsettur á Siglufirði; Jóhannes, f. 1919, búsettur á Ægisíðu; Vigfús, f. 1923, d. 1987, var búsettur á Skinna- stöðum; Þorgeir, f. 1927, bú- settur á Húsavík; Jósep, f. 1920, d. 1995, var búsettur á Hvoli. Eiginmaður hennar var Sigurð- ur Halldórsson, f. 12. septem- ber 1915 á Efri-Þverá í Þverár- hreppi í V-Húnavatnssýslu, d. 21. júlí 1980. Þau bjuggu þar þangað til Sigurður féll frá. Hólmfríður fluttist til Hvamms- tanga árið 1981. Hólmfríður og Sigurður eignuðust átta börn sem öll komust upp. Þau eru: Ingibjörg, búsett í Rvík, hún á sex börn; Guðrún, búset í Rvík, hún á sex börn; Guðlaug Pálína, búsett á Bergsstöðum, gift Hjálmari Pálma- syni, og eiga þau tvær dætur; Krist- ján, búsettur á Breiðabólstað, hann á þrjá syni; Maggý Stella, bú- sett í Borgarnesi, gift Birgi Pálssyni, hún á fimm börn; Halldór Pét- ur, búsettur á Efri-Þverá, kvæntur Margréti Guðmunds- dóttur, og eiga þau þijár dæt- ur; Jónína, búsett á Kolugili, gift Sigurði Björnssyni, eiga þau fjögur böm; Sverrir, bú- settur í Lækjarhvammi, kvænt- ur Sigrúnu Þórðardóttur, og eiga þau tvö börn. Barnabörnin eru orðin 31 og barnabarna- börnin 22 og eru afkomendurn- ir því 61. Utför Hólmfríðar fer fram frá Breiðabólstaðarkirkju í Vesturhópi í dag og hefst at- höfnin kl. 14.00. ER ÉG kom til starfa hér í Vestur- hópinu fyrir tæpum sex árum var það einkum tvennt sem fangaði huga minn, en það voru bömin og aldraða fólkið. Börnin fyrir fallega framkomu og námfýsi og hinir eldri fyrir fagurt málfar, alúð og áhuga á því sem var að gerast í samfélag- inu. Fljótlega gekk ég í kvenfélag sveitarinnar, Ársól, og tók þá eftir roskinni, gráhærðri konu, sem ljómaði af góðvild. Hún var alltaf reiðubúin til að leggja góðu máli lið og vinna fyrir félagið sitt, sem hún átti þátt í að stofna árið 1944 við ýmis tækifæri, svo sem kaffi- sölu í réttum, erfisdrykkju, kosn- ingakaffi o.fl. Ég varð undrandi er ég komst að því að hún var orðin 74 ára og það sannaði enn einu sinni hve þeir öldruðu geta verið virkir og duglegir og miðlað okkur sem yngri erum af dýrmætri reynslu sinni. Þessi elskulega kona hét Hólm- fríður Magnúsdóttir frá Efri-Þverá í Vesturhópi og hana kveðjum við í dag. Bregðumst aldrei bróðurheiti. Bresti aldrei kærleiksþel. Sérhver öðrum aðstoð veiti. Öll vor störf þá lánast vel. Þegar góðvild geði stjómar, göfgar jafnvel minnsta verk. Þegar viljinn þjónar, fómar, þá er sveit vor heil og sterk. (Pétur Sigurðsson) Þetta fallega erindi gæti verið ort um hana. Hennar vilji þjónaði og fórnaði. Hún kom upp stórum bamahópi ásamt eiginmanni sín- um, Sigurði Halldórssyni, bónda. Hún vann hörðum höndum við bú- skapinn og heimilisstörfin á tímum þegar nútíma þægindi vom nánast óþekkt, tók farskóla sveitarinnar inn á heimilið, þar sem alltaf var rúm fyrir börn og unglinga. Hún var velvirk og sístarfandi og hún lagði sitt af mörkum til að efla sveitina og vildi sjá hana heila og sterka. Kærleiksþel hennar brast aldrei. Fríða, eins og hún var oftast nefnd, hafði reyndar flust til Hvammstanga stuttu eftir að hún varð ekkja og bjó í hlýlegu, gömlu húsi með fallegum garði, sem hún ræktaði af sömu alúð og jurtagarð Drottins. Hún hélt tryggð við sitt gamla félag og sína gömlu sveit- unga og tók þátt í lífínu með okkur af áhuga og einlægni. Hún varð heiðursfélagi í kvenfélaginu Ársól á síðasta ári og var vel að því kom- in. Hún var aufúsugestur hér í skól- anum okkar á hátíðarstundum, hún er mér ógleymanleg fyrir það að hún lét okkur alltaf finna hve vænt henni þótti um að vera með okkur; ógleymanleg fyrir það hve falleg og fín hún alltaf var og nú er hún horfin okkur, svo skyndilega, tæp- lega áttræð að aldri. Ég gestur er í heimi hér, tíðin líður, boð ei bíður. Senn ég heim til feðra fer. Já, við erum gestir í heimi hér, en hennar dvöl var löng og giftu- rík. Hún lifði með reisn til síðustu stundar, gat annast um sig sjálf og barnabömin hennar áttu at- hvarf hjá henni. Hún var bræðrum sínum tveimur stoð og stytta, en fylgdi öðrum þeirra, Jósef, bónda frá Hvoli í Vesturhópi, síðasta spöl- inn fyrir fjórum vikum. Ó, ljúfi faðir, lít til mín, að ég megi, ég þótt deyi, koma heim til þeirra og þín. (V. Briem) Hún verður lögð til hvíldar við hlið ástríks eiginmanns í kirkju- garðinum á Breiðabólstað í Vestur- hópi. Þar hvíla einnig Jósef bróðir hennar og hans mæta kona, María Hjaltadóttir, sem lést fyrir tæplega þremur árum. Ég kveð þau öll með virðingu og þökk fyrir samfylgdina og bið algóðan Guð um að taka þau til eilífs samfélags við sig og blessa og styrkja börnin þeirra og allan frændgarðinn, sem er afar stór. Þau skildu mikið eftir sig og er framlag þeirra til samfélagsins ómælt og ómetanlegt. Veri þau kært kvödd í eilífri náðinni. Kristín Árnadóttir. Elsku amma mín, með söknuði kveð ég þig. Er mamma hringdi á laugar- dagsmorgun 25. mars og bar mér fréttir um andlát þitt fyllist hugur minn sorg og trega. Elsku amma, er ég hugsa til þín sé ég hvað þú hefur verið mikil kona og gædd mikilii lífsorku. Nú þegar kveðjustundin rennur upp sækja á mig margar yndislegar minningar um þig, elsku amma, og geymi ég þær vei í hjarta mínu. Amma var heilsuhraust og mikil athafnakona og sat aldrei með hendur í skauti sér. Alltaf var jafn yndislegt að koma til þín, þú sem alltaf tókst svo vel á móti okkur barnabömunum. Amma átti virkilega fallegan garð og var hún iðin við að rækta hann. Það hefur oft verið ansi margt um manninn hjá ömmu og alltaf var borið fram veisluborð. Amma var mikil handverkskona og eru ófáir munirnir sem hún hef- ur búið til handa fjölskyldunni og verða þeir vel geymdir. Hún heklaði fjöldann allan af fallegum dúkum, púðum og litlum höttum. Og oft var var spurt hvort einhvem vantaði ekki sokka og vettlinga. Um hver jól fékk ég alltaf eitt- hvað sem hún hafði búið til sjálf, heklað, prjónað eða saumað. Hennar létta lund og mikli lífs- vilji einkenndi hana. Og veit ég nú að afí tekur vel á móti henni. Elsku amma mín, ég vil með þessum orðum mínum þakka þér af öllu hjarta fyrir þær stundir, sem við höfum átt saman. Ég geymi minningar um þig í mínu hjarta og ég sendi þér kveðjukoss. Elsku mamma, Nína, Gulla, Bíbi, Inga, Stjáni, Dóri og Sverrir, ég votta ykkur samúð mína. Guð geymi ykkur. Ásthildur M. Reynisdóttir. Elskuleg amma og langamma okkar. Með miklum söknuði kveðj- um við þig. Þegar Guðlaug móður- systir mín hringdi og bar okkur sorgartíðindin um andlát þitt, fyllt- ist hugur okkar trega. Ég heyrði síðast í ömmu 22. mars, var hún þá hress eins og hún var alltaf. Er hugsa ég til ömmu sé ég konu sem var mér ekki bara amraa, heldur móðir og minn besti vinur. Amma ól mig upp og kenndi mér svo margt. Amma var hörkudug- leg, hún lét aldrei á sér bilbug finna. Þegar ég kom til ömmu fannst mér ég alltaf vera komin heim og ékki stóð á kræsingunum. Það var hennar mesta ánægja að veita fólki mat og húsaskjól. Enginn fékk að fara þaðan svangur. Amma var aldrei iðjulaus. Eftir að hún hætti að vinna á sjúkrahúsinu á Hvammstanga, lét hún ekki hug- fallast. Alls kyns föndur lék í hönd- um hennar. Þetta var henni með- fætt, t.d. heklaði hún mikið af dúk- um og höttum og pijónaði vettlinga og sokka. Þetta voru hlutir sem amma gaf börnum sínum, barna- bömum og vinum. Ég minnist þess að við amma áttum margar góðar stundir saman. Oft var amma gest- ur hjá mér og var það mér mikils virði. Við áttum yndislegar sam- verustundir í þau skipti. Við systkinin minnumst þess að amma hafði mikið dálæti á að rækta garðinn sinn enda er hann mjög fallegur. Þar kenndi margra grasa. Þar var ýmislegt gómsætt að fínna, t.d. graslaukur og góm- sæt jarðarber. Amma hafði það fram yfír marga að hún var snillingur í að búa til heimalagaðan mysing og var hann í miklu uppáhaldi hjá okkur systkinunum. Yngstu langömmu- börnunum þótti ætíð mjög spenn- andi að heimsækja ömfnu. Auðséð var að það voru ekki bara bömin sem nutu samvistanna heldur lifn- aði yfir henni sjálfri að fá litlu englana sína í heimsókn, og aldrei þreyttist hún á að tala um þau. I dag kveðjum við yndislega, hjartahlýja og lífsglaða konu sem var okkur svo mikið. Elsku besta amma mín, og lang- amma, við þökkum þér fyrir þá ást og visku sem þú hefur gefíð okk- ur, og biðjum góðan guð að geyma þig- Hólmfríður Karlsdóttir, Hólmfríður, Bertha, Hrefna, Guðrún Inga og Sigurður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.