Morgunblaðið - 01.04.1995, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 01.04.1995, Qupperneq 68
68 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Dýraglens Grettir i I \ f i THEN YOU'LL BE A LONELV PER50N WHO KW0W5 HOÍa) T0 PANCE 'IRr ( y TpÉ POCfOg Ki 15 M ^ Ég veit ekki... ég er bara einmana flest- um stundum... Hvers vegna Danstíma? En hvað ef eng- Þá verður maður ein- reynir þú ekki að inn vill dansa mana einstaklingur sem fara í danstíma? við mig kann að dansa. Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 5691329 LEIKHÓPURINN Perlan haustið 1994. Hvað er LEO? Frá Önnu Maríu Geirsdóttur: LEO er unga fólkið í Lionshreyf- ingunni. Leo stendur fyrir Lead- ership, Experience og Opportun- ity, eða Forysta, Reynsla og Tæki- færi. Fyrsti Leoklúbburinn var stofnaður í Pennsylvaníu í Banda- ríkjunum árið 1957 og í dag eru nærri 5000 Leoklúbbar í 122 lönd- um, með 120 þúsund félaga. Allir Leoklúbbar eru blandaðir strákum og stelpum á aldrinum 14-28 ára. Á íslandi eru starfandi þrír Leo- klúbbar, Leokl. Perla í Reykjavík, Leokl. Siggi á Suðurnesjum og Leokl. Mjölnir í Kópavogi. Leoklúbburinn Siggi var stofnaður 23. okt. 1988 og eru félagsmenn þar um 10 talsins. Leoklúbburinn Perla var stofnaður 31. maí 1992 og eru félagsmenn í dag 28 talsins, (þess má geta að eftir áramót hefur félagsmönn- um í Leokl. Perlu fjölgað um 50%) og svo loks Leokl. Mjölnir sem var stofnaður 16. mars síðastliðinn með 28 stofnfélaga. í Leoklúbbum starfar ungt fólk sem hefur áhuga á félagsstarfi og er tilbúið að axla ábyrgð. Við vinn- um að mannúðarmálum eins og Lions og má geta þess að dagana 31. mars til 2. apríl nk. munum við taka þátt í Landssöfnun Lions , „Rauðu fjöðrinni“, og skal ágóða af sölunni varið til gigtarrann- sókna. í desember síðastliðnum út- nefndi svo Leoklúbburinn Perla Björk Guðmundsdóttur söngkonu „Melvin Jones-félaga“, en það er æðsta viðurkenning Lionshreyf- ingarinnar. En Leoklúbbar vinna ekki ein- ungis að mannúðarmálum. Við leggjum áherslu á að auka þekk- ingu og reynslu í félagsstörfum t.d. með þjálfun í ræðumennsku og fundarstjórn og aukum þannig sjálfsöryggi og samstarfshæfileika okkar. Leo er góður og traustur félags- skapur sem hittist hálfsmánaðar- lega og er venjan að hafa annan fundinn formlegan. Á hinum fund- inum er gert eitthvað skemmtilegt eins og að fara í keilu, kaffihús, Bláa lónið o.s.frv. Einnig förum við í ferðalög og má þess geta að Leoklúbburinn Perla fór í ferð nið- ur Hvítá síðastliðið sumar. Fyrir utan gott samstarf milli Leoklúbba á Islandi höfum við verið að stuðla að góðu samstarfi milli Leoklúbba á Norðurlöndun- um. í janúar síðastliðnum var haldið Norðurlandaþing Lions í Helsingor í Danmörku. Þangað fóru í fyrsta sinn fjórir Leomeðlim- ir frá íslandi og sátu þeir Leonám- stefnur á þessu þingi. Það heppn- aðist með afbrigðum vel og mun verða framhald á þessu á næstu árum. Einnig eru haldin alþjóða- þing en okkur Leofélögum finnst réttara að byggja upp gott sam- starf milli norðurlandanna áður en lengra er haldið. Leofélagar taka einnig þátt í unglingaskiptum Lions og sérstökum Leobúðum. Margir Leoklúbbar eiga vinaklúbb í öðrum löndum sem þeir skrifast á við og jafnvel heimsækja, en svo hefur þó ekki enn verið gert á íslandi. Allt ungt fólk á aldrinum 14-28 ára getur orðið Leofélagar. Ungt fólk sem vill hafa nóg að gera og fást við félagsstörf getur fengið ný tækifæri til að þroska forystu- hæfileika sína í Leoklúbbi. Leo er framtíð Lions. ANNA MARÍA GEIRSDÓTTIR, nemi í VÍ. Yfirlýsing frá Veru Frá Sonju B. Jónsdóttur: ÞAÐ LEIÐA atvik átti sér stað við útgáfu síðasta tölublaðs Veru að í þemaumfjöllun blaðsins, sem snýst um konur og kosningar, var birt mynd af Þóru Þórarinsdóttur. Myndin var sótt i myndasafn Veru og hafði þann eina tilgang að sýna konu við vinnu sína. Vera harmar að þessi myndbirt- ing hafi valdið óþægindum og sár- indum og biður hlutaðeigandi af- sökunar. f.h. Veru, SONJA B. JÓNSDÓTTIR, ritstjóri. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.