Morgunblaðið - 01.04.1995, Page 77

Morgunblaðið - 01.04.1995, Page 77
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 77 Allir uppreisn- armennirnir eru látnir | FRÆGASTA dauðasena Sals i Mineos átti sér stað þegar hann var fimmtán ára. Hann var þá í hlutverki Platos, vandræðaunglings sem var að fikta við byssur og hnífa, og var skotinn af löggum í örmum James Dean í mynd- inni Uppreisnarmaður án málstaðar eða „Rebel Without . a Cause“ frá árinu 1955. Dauðdagi Mineos sjálfs i kom síðar og var ámóta átak- I anlegur og óvæntur. Hinn 12. febrúar árið 1976 var hann stunginn til bana fyrir utan heimili sitt í vesturhluta Hollywood. Hann var þá 37 ára. Það má því segja að ferli hans hafi lokið snemma, en þrátt fyrir það var hann óvanalega langur. Mineo steig sín fyrstu skref í á leiklistarbrautinni ellefu ára | gamall með smáhlutverki í | myndinni „The Rose Tattoo“. ’ Árið 1955 lék hann í mynd- inni Sex brýr ófarnar eða „Six Bridges to Cross“ og sama ár var hann tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í Uppreisnarmanninum. Eftir það náði Mineo ekki að standa undir þeim vænt- ingum sem gerðar voru til J hans. Hann var með fastan | dálk í slúðurblöðunum og náði I aldrei að hrista orðspor vand- * ræðaunglingsins af sér. Hann var þó tilnefndur til óskars- verðlauna fyrir túlkun sína á ísraelskum hryðjuverkamanni í myndinni „Exodus" frá árinu 1960 og fékk góða dóma fyr- ir leikstjórn sína á myndinni „Fortune and Mens’ Eyes“ frá árinu 1969. Mineo var að undirbúa upp- færslu á leikritinu P.S. Kött- urinn þinn er dauður, þegar hann var stunginn til bana. Fimmtán mánuðum síðar heyrðu fangelsisverðir í Mic- higan fangann Lionel Will- iams hreykja sér af því að hafa drepið Mineo. Árið 1979 var Williams dæmdur fyrir morðið og tíu alvarleg rán í 51 árs fangelsi. LEIKARINN Sal Mineo var alltaf í hlutverki vandræðaunglings. Morðið á Mineo þykir samt enn vera ráðgáta og um það hefur verið samin morðgáta og leikrit. Dean dó eftir glannaakstur á Porsche- bif- reið sinni mánuði áður en Uppreisnarmaðurinn var frumsýndur og þegar Natalie Wood drukknaði fimm árum eftir að Mineo var myrtur, voru allir uppreisnarmennirn- ir látnir. GALLERI REGNBOGANS: TRYGGVI OLAFSSON SIMI 19000 Rlta Hayworth & Shawshank-fangelsið Lífsreynsla og barátta í hinu rammgerða Shawshank-fangelsi lætur engan ósnortinn. Sagan er áhrifamikil, opinská og hörkuspennandi, framvindan óvænt, leikurinn er stórkostlegur og umgjörð myndarinnar eins og sannkallaðri stórmynd sæmir. Hér er á ferðinni sannkölluð Óskarsveisla! Aðalhlutverk: Tim Robbins (The Player, Short Cuts, The Hudsucker Proxy) og Morgan Freeman (Driving Miss Daisy, Unforgiven, Glory). Leikstjóri: Frank Darabont Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 14 ára. REYFARI HIMMESKAR VERUR Tilnefnd til 7 Óskarsverðlauna ★★★★ H.K.DV ★★★ Ó.T. Rás2 ★★★1/2 Ö.M. Tíminn. ★ ★★ s.v. MBL ★★★Vi Heilland i, frum- leg og selð- mögnuð. ATþ. Dagsljós ★★★★★ E.H. Helgarp. • Sýnd kl. 5 og 9. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. B.i. 14. LILLI ER TÝNDUR Sýnd kl. 3 KÖTTURINN FELIX Sýnd kl. 3 TILBOÐ KR: 100. í BEINNI Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. ‘INOTUBRJÓTS- PRJNSINN Sýnd kl. 3 TILBOÐ KR: 100. FOLK Hrinti konu sinni ávegg ► LEIKARINN Eric Roberts, bróðir Júlíu, var bókaður af lög- reglu eftir að hann hrinti eigin- konu sinni, EIizu, á vegg á heim- ili þeirra í Los Angeles. Lögreglan brást við neyðarkalli hennar og handtók Roberts, sem var seinna látinn laus gegn um þriggja miHj- óna króna tryggingu. Hann hefur áður verið settur í skilorð í sex mánuði eftir að hafa veist að konu sem hann hitti í veislu. Hér eru Eric og Liza er alit lék í lyndi einhvern tímann í fyrra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.