Morgunblaðið - 20.04.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 20.04.1995, Síða 1
136 SIÐUR B/C/D/E/F/G 89. TBL. 83. ARG. FIMMTUDAGUR 20. APRIL1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Ottast að tugir manna hafi farist í sprengjutilræðinu í Oklahomaborg Mannskæðasta hermdarverk í allrí sögn Bandaríkjanna Clinton segir að tilræðismennirnir muni nást - Auk- in öryggisgæsla við opinberar byggingar Oklahomaborg, Washington. Reuter. GRÍÐARLEG sprenging varð í stjómsýsluhúsi í höfuðstað Okla- homaríkis, Oklahomaborg, í Banda- ríkjunum í gær og fórust að minnsta kosti 20 manns, þar af 17 böm, auk þess sem hundmð manna slösuðust. Óttast var að manntjónið væri mun meira. Janet Reno dómsmálaráð- herra sagði í gærkvöldi að 100-250 manns væri enn saknað. Sjúkrahús báðu fólk að gefa blóð og auglýst var eftir þjálfuðu hjúkmnarfólki. Talið var fullvíst að um tilræði væri að ræða, hið mannskæðasta í seinni tíma sögu landsins. Ekkert var hægt að fullyrða um hveijir hefðu verið að verki er síðast fréttist. Opinber bygging í Boston var rýmd vegna símahótunar skömmu eftir tilræðið en engin sprengja fannst þar. Öryggi^viðbúnaður við þinghúsið í Washington og fleiri mikilvæg hús var þegar stóraukinn og Bill Clinton forseti lýsti þungum áhyggjum sín- um vegna atburðanna. Hann sagði að tilræðismennimir væm „viðbjóðs- legir hugleysingjar" og hét því að þeir yrðu klófestir. „Þegar okkur hefur tekist það mun réttlætinu verða fullnægt hratt og af öryggi, dómurinn verður harður.“ Forsetinn lýsti yfir neyðarástandi í Oklahoma- borg. Talsmaður Clintons sagði að Reno dómsmálaráðherra hefði sent sér- staka sveit manna úr alríkislögregl- unni, FBI, á vettvang í Oklahoma- Oklahoma 100 km SEUTtR Reuter STJÓRNSÝSLUHÚSIÐ í Oklahomaborg, framhlið hússins er rústir einar. Óljóst er hve margir voru í húsinu er sprengingin varð, talið að þeir hafi verið 550 til 800. BJORGUNARMENN bera slasaða konu á brott. borg, einnig að Leon Panetta, skrif- stofustjóri forsetans, ætlaði að kalla saman fund til að undirbúa og sam- ræma viðbrögð stjómvalda. Nýkomnir til vinnu í stjómsýsluhúsinu, er nefnt er Alfred Murrah, em opinberar skrif- stofur og útibú af ýmsu tagi, þ. á m. FBI, þar var einnig dagheimili fyrir böm starfsfólks. Um 500 manns störfuðu í húsinu. Sprengingin varð um klukkan níu að morgni að þarlendum tíma, skömmu eftir að flestir starfsmenn vom komnir til vinnu. Framhlið hússins, sem er níu hæðir, sundrað- ist og gólf efstu hæðanna hmndu að hluta. Hálft húsið er sagt gereyði- lagt. Glerbrot þeyttust yfir nálægar götur, víða kviknaði í bílum. Þykkur reykjarmökkur steig upp frá húsinu, sprengingin var svo öflug að rúður brotnuðu á stóm svæði umhverfis staðinn. Fullyrt var að fólk í 50 km fjarlægð hefði orðið vart við sprenginguna. Á götum í grennd við húsið hljóp fólk um skelf- ingu lostið, með blæðandi skurðsár og tugir slasaðra fengu skyndihjálp á gangstéttum. Slökkviliðsmenn sögðust heyrðu hróp í fólki sem var fast undir braki í húsinu. Þrír eftirlýstir Fjölmiðlar höfðu eftir John Magaw, yfirmanni alríkisstofnunar er m.a. fjallar um skotvopn, að sprengjan hefði verið 450-550 kíló og verið í bíl sem lagt hefði verið við framhliðina. Fjölmiðlar fullyrtu að fundist hefði önnur sprengja í húsinu, er ekki hefði náð að springa. Hefði hún verið gerð óvirk. FBI lýsti í gær eftir þrem körlum sem gmnaðir era um aðild að tilræð- inu, að sögn sjónvarpsstöðva í borg- inni. Mennimir óku brúnum Chevro- let-pallbíl með dökklituðum rúðum. Sjónvarpsstöð í Texas sagði að bíll- inn hefði verið leigður á alþjóðaflug- vellinum Dallas/Fort Worth en þetta fékkst ekki staðfest. Tveir mann- anna vom sagðir dökkhærðir og skeggjaðir, sennilega ættaðir frá Miðausturlöndum. Annar farþeginn væri rúmlega tvítugur en hinn 35-38 ára gamall; ekki var send út lýsing á bílstjóranum. ■ Ólýsanleg martröð/32 Vestræn menning í Kína PEKINGBÚI virðir fyrir sér aug- lýsingaspjald með kynningu á bandarísku kvikmyndinni True Lies sem verður sýnd í kvik- myndahúsinu í dag. Kínversk stjórnvöld eru að aflétta kvóta sem verið hefur á innflutningi erlcndra kvikmynda en eftir sem áður munu ritskoðarar fylgjast með því að þær verði ekki of margar, einnig að innihald þeirra sé í lagi. Kommúnistastjórnin segist munu standa við alþjóðlega viðskiptasamninga sem kveða á um að Kínverjar skuli leyfa sýn- ingar á minnst 10 vinsælum myndum frá útlöndum árlega. Fríverslun ríkja við Norður-Atlantshaf Hvatt til stofn- unar TAFTA Bonn. Reuter. EVRÓPA og Norður-Ameríka ættu að sameinast um eitt frí- verslunarsvæði við Norður-Atl- antshaf eða TAFTA. Kom þetta fram hjá Klaus Kinkel, utanríkis- ráðherra Þýskalands, í gær en hann hvatti einnig til nánari, pólitískrar samvinnu Evrópu og Bandaríkjanna. Kinkel lýsti þessu yfir í Chicago þegar hann ávarpaði utanríkismála- ráð borgarinnar og hann lagði áherslu á, að nú á þessum óvissu- tímum væri meiri þörf á fríverslun- arbandalagi af þessu tagi en nokkm sinni fyrr. Sagði h'ann, að Bandarík- in yrðu að hafa frumkvæðið að því, stórveldið mætti ekki bregðast leiðtogahlutverkinu. Kinkel sagði, að nú þegar GATT- samningunum væri farsællega lokið ættu Evrópusambandið og Norður- Ameríka að vinna að stofnun frí- verslunarbandalags við Atlantshaf, TAF'TA. „Ekkert myndi binda betur saman örlög okkar en slíkt banda- lag. Viðskipti og verslun við N-Atl- antshaf eru hjarta heimsviðskipt- anna og ættu að ryðja frelsinu braut um allan heim,“ sagði Kinkel.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.