Morgunblaðið - 20.04.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.04.1995, Qupperneq 1
136 SIÐUR B/C/D/E/F/G 89. TBL. 83. ARG. FIMMTUDAGUR 20. APRIL1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Ottast að tugir manna hafi farist í sprengjutilræðinu í Oklahomaborg Mannskæðasta hermdarverk í allrí sögn Bandaríkjanna Clinton segir að tilræðismennirnir muni nást - Auk- in öryggisgæsla við opinberar byggingar Oklahomaborg, Washington. Reuter. GRÍÐARLEG sprenging varð í stjómsýsluhúsi í höfuðstað Okla- homaríkis, Oklahomaborg, í Banda- ríkjunum í gær og fórust að minnsta kosti 20 manns, þar af 17 böm, auk þess sem hundmð manna slösuðust. Óttast var að manntjónið væri mun meira. Janet Reno dómsmálaráð- herra sagði í gærkvöldi að 100-250 manns væri enn saknað. Sjúkrahús báðu fólk að gefa blóð og auglýst var eftir þjálfuðu hjúkmnarfólki. Talið var fullvíst að um tilræði væri að ræða, hið mannskæðasta í seinni tíma sögu landsins. Ekkert var hægt að fullyrða um hveijir hefðu verið að verki er síðast fréttist. Opinber bygging í Boston var rýmd vegna símahótunar skömmu eftir tilræðið en engin sprengja fannst þar. Öryggi^viðbúnaður við þinghúsið í Washington og fleiri mikilvæg hús var þegar stóraukinn og Bill Clinton forseti lýsti þungum áhyggjum sín- um vegna atburðanna. Hann sagði að tilræðismennimir væm „viðbjóðs- legir hugleysingjar" og hét því að þeir yrðu klófestir. „Þegar okkur hefur tekist það mun réttlætinu verða fullnægt hratt og af öryggi, dómurinn verður harður.“ Forsetinn lýsti yfir neyðarástandi í Oklahoma- borg. Talsmaður Clintons sagði að Reno dómsmálaráðherra hefði sent sér- staka sveit manna úr alríkislögregl- unni, FBI, á vettvang í Oklahoma- Oklahoma 100 km SEUTtR Reuter STJÓRNSÝSLUHÚSIÐ í Oklahomaborg, framhlið hússins er rústir einar. Óljóst er hve margir voru í húsinu er sprengingin varð, talið að þeir hafi verið 550 til 800. BJORGUNARMENN bera slasaða konu á brott. borg, einnig að Leon Panetta, skrif- stofustjóri forsetans, ætlaði að kalla saman fund til að undirbúa og sam- ræma viðbrögð stjómvalda. Nýkomnir til vinnu í stjómsýsluhúsinu, er nefnt er Alfred Murrah, em opinberar skrif- stofur og útibú af ýmsu tagi, þ. á m. FBI, þar var einnig dagheimili fyrir böm starfsfólks. Um 500 manns störfuðu í húsinu. Sprengingin varð um klukkan níu að morgni að þarlendum tíma, skömmu eftir að flestir starfsmenn vom komnir til vinnu. Framhlið hússins, sem er níu hæðir, sundrað- ist og gólf efstu hæðanna hmndu að hluta. Hálft húsið er sagt gereyði- lagt. Glerbrot þeyttust yfir nálægar götur, víða kviknaði í bílum. Þykkur reykjarmökkur steig upp frá húsinu, sprengingin var svo öflug að rúður brotnuðu á stóm svæði umhverfis staðinn. Fullyrt var að fólk í 50 km fjarlægð hefði orðið vart við sprenginguna. Á götum í grennd við húsið hljóp fólk um skelf- ingu lostið, með blæðandi skurðsár og tugir slasaðra fengu skyndihjálp á gangstéttum. Slökkviliðsmenn sögðust heyrðu hróp í fólki sem var fast undir braki í húsinu. Þrír eftirlýstir Fjölmiðlar höfðu eftir John Magaw, yfirmanni alríkisstofnunar er m.a. fjallar um skotvopn, að sprengjan hefði verið 450-550 kíló og verið í bíl sem lagt hefði verið við framhliðina. Fjölmiðlar fullyrtu að fundist hefði önnur sprengja í húsinu, er ekki hefði náð að springa. Hefði hún verið gerð óvirk. FBI lýsti í gær eftir þrem körlum sem gmnaðir era um aðild að tilræð- inu, að sögn sjónvarpsstöðva í borg- inni. Mennimir óku brúnum Chevro- let-pallbíl með dökklituðum rúðum. Sjónvarpsstöð í Texas sagði að bíll- inn hefði verið leigður á alþjóðaflug- vellinum Dallas/Fort Worth en þetta fékkst ekki staðfest. Tveir mann- anna vom sagðir dökkhærðir og skeggjaðir, sennilega ættaðir frá Miðausturlöndum. Annar farþeginn væri rúmlega tvítugur en hinn 35-38 ára gamall; ekki var send út lýsing á bílstjóranum. ■ Ólýsanleg martröð/32 Vestræn menning í Kína PEKINGBÚI virðir fyrir sér aug- lýsingaspjald með kynningu á bandarísku kvikmyndinni True Lies sem verður sýnd í kvik- myndahúsinu í dag. Kínversk stjórnvöld eru að aflétta kvóta sem verið hefur á innflutningi erlcndra kvikmynda en eftir sem áður munu ritskoðarar fylgjast með því að þær verði ekki of margar, einnig að innihald þeirra sé í lagi. Kommúnistastjórnin segist munu standa við alþjóðlega viðskiptasamninga sem kveða á um að Kínverjar skuli leyfa sýn- ingar á minnst 10 vinsælum myndum frá útlöndum árlega. Fríverslun ríkja við Norður-Atlantshaf Hvatt til stofn- unar TAFTA Bonn. Reuter. EVRÓPA og Norður-Ameríka ættu að sameinast um eitt frí- verslunarsvæði við Norður-Atl- antshaf eða TAFTA. Kom þetta fram hjá Klaus Kinkel, utanríkis- ráðherra Þýskalands, í gær en hann hvatti einnig til nánari, pólitískrar samvinnu Evrópu og Bandaríkjanna. Kinkel lýsti þessu yfir í Chicago þegar hann ávarpaði utanríkismála- ráð borgarinnar og hann lagði áherslu á, að nú á þessum óvissu- tímum væri meiri þörf á fríverslun- arbandalagi af þessu tagi en nokkm sinni fyrr. Sagði h'ann, að Bandarík- in yrðu að hafa frumkvæðið að því, stórveldið mætti ekki bregðast leiðtogahlutverkinu. Kinkel sagði, að nú þegar GATT- samningunum væri farsællega lokið ættu Evrópusambandið og Norður- Ameríka að vinna að stofnun frí- verslunarbandalags við Atlantshaf, TAF'TA. „Ekkert myndi binda betur saman örlög okkar en slíkt banda- lag. Viðskipti og verslun við N-Atl- antshaf eru hjarta heimsviðskipt- anna og ættu að ryðja frelsinu braut um allan heim,“ sagði Kinkel.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.