Morgunblaðið - 20.04.1995, Side 14

Morgunblaðið - 20.04.1995, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Morgunblaðið/Silli ÞÓRARINN Vigfússon við mokstur fyrir framan heimili sitt. Eg moka nú samt „ÉG moka nú samt þó alltaf snjói,“ sagði 85 ára gamall Húsvíkingnr, Þórarinn Vigfússon, áður þekktur skipstjóri og aflamaður. Þórarinn hefur í allan vetur haldið gangstéttinni framan við hús sitt á Mararbraut 11 snjólaúsri þó mikið hafí snjóað og beggja megin við hafí oft verið illfært. „Þetta hafa verið morgunverkin í vetur og margar eru skóflurnar sem ég hef kastað frá mér út á götuna en hana hreinsa bæjar- starfsmenn með stórvirkari tækj- um.“ Það myndi mikið sparast í snjó- mokstri ef allir hreinsuðu frá dyr- um sínum eins og Tóti í Jörfa gerir. Nýjung fyrir aldraða á Höfn í Hornafirði og nágrenni Líknarfélög bjóða fólki neyðarhnappa f Morgunblaðið/Sigrún Sveinbjömsdóttir VILBORG Valgeirsdóttir sýnir dótturdóttur sinni, Áróru Snorra- dóttur, verndarann. Höfn - Líknarfélögin Lion, Kiwanis og Rauði krossinn á Homafirði hafa í samvinnu við þjónustuhóp aldraðra á staðnum sett í umferð neyðarhnappa fyrir fólk sem hugs- anlega þyrfti á neyðaraðstoð að halda. Kerfið vinnur á stafræna síma- kerfínu en ef handhafi tækisins verður ósjálfbjarga ýtir hann á rauðan hnapp á tækinu sjálfu eða á hnapp sem er í festi um hálsinn á viðkomandi og er fjarstýrður inn á sama kerfi. Neyðarkallið setur af stað hring- ingar í fyrirfram ákveðin símanúm- er, í mörgum tilfellum hjá vanda- mönnum en hringing stendur yfir í 40 sek. í hvert númer og ef ekki er svarað eða einhverra hluta vegna ekki kvittað fyrir móttekin skilaboð þá flyst hringingin yfir í næsta númer. Algengt er að fjögur síma- númer séu notuð, þrjú hjá ættingj- um en síðast hringir hjá Öryggis- vörslunni hf. en það fyrirtæki er með opinn síma allan sólarhringinn. Ef svo ólíklega vildi til að enginn væri við símann á þeirri stundu þegar hringir heldur ferlið áfram næstu 24 klst. Þegar slíku kalli er svarað er hægt að tala við þann sem biður um aðstoðina beint án þess að sím- tól sé hreyft á þeim enda línunnar, en kvitta þarf fyrir móttekin skila- boð til að stöðva hringferlið. Lánað að kostnaðarlausu Þessi tæki eru keypt af fyrr- nefndum líknarfélögum, tvö tæki á hvert félag, og eru lánuð út til not- enda þeim að kostnaðarlausu, en þjónustuhópur aldraðra á Horna- firði sér um að ákveða hvar þörf þeirra er mest þegar deilt er út. Tryggingastofnun ríkisins tekur ekki þátt í kostnaði við uppsetningu eða vöktun á þessu kerfi líkt og er á suðvesturhorni landsins en einka- leyfissamningur Securitas við þá mun koma í veg fyrir það næsta árið. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson BJARNI ásamt tveimur af samstarfsmönnum sínum við flugvöll- inn, Einari Steingrímssyni, til vinstri og Ingibergi Einarssyni, starfsmanni flugmálastjórnar við flugvöllinn, í miðið. Hættir eftir 40 ár í flugturninum Sorphirðu ábótavant á Austur- landi Egilsstöðum - Verkfræði- atoHönnun og ráðgjöf á Reyð- arfirði hefur gert úttekt á stöðu sorphirðumála á Austur- landi. Sorphirða er verkefni sveit- arfélaga og hafa 5 hreppar á Austurlandi leyfi til móttöku og förgunar á úrgangi. í þess- um 5 hreppum búa um 35% íbúar svæðisins, en í öðrum sveitum Austurlands telst ástand þessara mála ekki við- unandi. Kom fram einróma álit sveitarstjómarmanna um að koma þurfi þessum málum í viðunandi horf. Aukinn kostnaður Mælt er með því að úrgang- ur verði urðaður eftir að hann hefur verið flokkaður og end- urnýtanlegur hluti hans verði fluttur til þess aðila sem getur endurnýtt úrgang. Gert er ráð fyrir að kostnaður við meðferð úrgangs hækki og verði á bil- inu 5.800-6.900 kr. á íbúa á ári. Vestmannaeyjum - Eftir að hafa starfað sem flugumferðarstjóri í rúm 40 ár lét Bjami Heijólfsson, flugum- ferðarstjóri í Eyjum, af störfum fyrir skömmu vegna aldurs, en flugumferð- arstjórar mega ekki vinna lengur en til 63 ára aldurs. Bjami, sem er fæddur og uppalinn Eyjamaður, hóf störf við flugumferð- arstjóm í Reykjavik árið 1954, en til Eyja kom hann árið 1966 og hefur starfað í flugtuminum þar síðan, eða í 29 ár. Stærsta hluta starfsævinnar hefur hann því starfað í flugtuminum í Eyjum og hefur þess vegna oft ver- ið kenndur við vinnustað sinn í dag- iegu tali í Eyjum og kaliaður Bjami í flugtuminum. Eftir að Bjami lauk sinni síðustu vakt voru honum þökkuð góð og heilladijúg störf við flugvöllinn í 29 ár. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, færði Bjama bókargjöf og blóma- skreytingu frá Vestmannaeyjabæ sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf. Flugmálastjóm sendi Bjama blóm og samstarfsmenn hans þökk- uðu honum fyrir samstarfíð. Samsýning fyrirtækja og handverka- fólks á Austurlandi undirbúin Sýningin Drekinn 95 í fjórða skipti á Egilsstöðum Egilsstöðum - í und- irbúningi er samsýn- ing fyrirtækja og handverksfólks á Austurlandi undir yf- irs'kriftinni Drekinn 95. Það eru Atvinnu- þróunarfélag Austur- lands og Egilsstaða- bær sem standa að sýningunni, en þetta er í fjórða sinn sem slík sýning er haldin á Egilsstöðum. Markmið Drekans 95 er að kynna fjöl- breytt atvinnulíf á Austurlandi í þeim til- gangi að auka sam- keppnishæfni fyrirtækja og sam- kennd atvinnurekenda og neyt- enda. Ennfremur að auka skilning almennings á vægi öflugs at- vinnulífs á lífskjör. • Um eitt hundrað sýnendur Aðalsýningarsvæði Drekans 95 er íþrótta- húsið á Egilsstöðum og verður skipulagt sýningarsvæði utan- dyra. Að auki verða sýningarbásar í kennsluhúsnæði menntaskólans. Fjöl- breytt skemmtidag- skrá verður á öllum sýningarsvæðum fyrir alla aldurshópa. Mikil aðsókn er að sýning- unni og er að verða fullbókað í sýningar- bása í íþróttahúsi. Gert er ráð fyr- ir að um 100 aðilar verði þátttak- endur. Framkvæmdastjóri Drekans 95 er Hrefna Hjálmarsdóttir og er hún að ljúka námi í markaðsfræði. Hrefna Hjálmarsdóttir Ertu með bólur eða óhreina Krem sem verndar og nærir Aromatherapy protective moisturing lotion Fitulaust krem sem vinnur á móti myndun baktería Formule B er ilmolíumeðferð þar sem vinna saman 3 einingar FORMUI. niB arnRE FOBSPOÍS Éúmmmi rwówes the futune K* SPCH5 Fæst í apótekum APOAAT HE fíAPV PfíOTECirvE & MOtSUJRlSING IOTON Atnr pmei AíKDMAFHERAP'f PRE'ÆNTfíÆ FACE WASH Fyrirbyggjandi andlitshreinsun Aromatherapy preventive face wash Sápa sem vinnur gegn bólum og verndar húðina Bólupenni Aromatherapy blemish pen Penni sem eyðir bólum og fílapenslum rwfatrmps Ífíffl , aL'« pjjj ; •Á‘‘

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.