Morgunblaðið - 20.04.1995, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 21
LISTIR
Flaututónar
í Gerðubergi
„Agnes“
hlýtur
1,3 milljón-
ir franka
KVIKM YND AFYRIRTÆ KIÐ
Pegasus hf. hlaut í gær styrk
frá Evrópska kvikmyndasjóðn-
um að upphæð 1,3 milljónir
franskra franka til gerðar kvik-
myndarinnar „Agnes“.
Áður hefur Pegasus fengið
styrk frá Kvikmyndasjóði Is-
lands að upphæð 30 milljónir
króna og Norræna kvikmynda-
sjóðnum að upphæð 2 milljónir
sænskra króna. Heildarfram-
leiðslukostnaður myndarinnar
er áætlaður 155 milljónir.
Framleiðandi myndarinnar
er Snorri Þórisson sem einnig
er handritshöfundur ásamt Jóni
Ásgeiri Hreinssyni og leikstjóri
er Egill Eðvarðsson.
Kvikmyndin er framleidd í
samvinnu við Journal Film í
Þýskalandi og Zentropa Ent-
ertainment’s í Danmörku. Vetr-
artökur hófust í byijun apríl
og er þeim nú lokið. Tökur
hefjast aftur 1. maí.
Handrit kvikmyndarinnar
byggist á atburðum sem leiddu
til síðustu aftökunnar á ís-
landi, árið 1830, þegar Agnes
Magnúsdóttir og Friðrik Sig-
urðsson voru tekin af lífi fyrir
morðið á Natani Ketilssyni.
Með helstu hlutverk fara
María Ellingsen, Baltasar Kor-
mákur og Egill Olafsson. Áætl-
að er að frumsýna myndina i
desember.
Nýlistasafnið og
Mokka
Einskonar
kyrralíf
MYNDLISTARSÝNING Stein-
unnar G. Helgadóttur „Eins-
konar kyrralíf’ verður opnuð í
neðri sölum Nýlistasafnsins og
Mokka laugardaginn 22. apríl.
Á sýningunni eru málverk, inn-
stillingar og myndbandsmál-
verk.
Við opnunin flyta Kolbeinn
Bjarnason flautuleikari og Guð-
rún Óskarsdóttir semballeikari
tónverkið „Dans fyrir tvo“ eftir
Svein Lúðvík Björnsson. Sýn-
ingin stendur til 7. maí.
Nýlistasafnið er opið frá kl.
14-18.
Andrés í
Listhúsinu
ANDRÉS Magnússon opnar
málverkasýningu í Listhúsinu í
Éaugardal, laugardaginn 22.
apríl kl. 14.
Andrés var á námskeiði hjá
Finni Jónssyni og Jóhanni Bri-
em og lærði olíumálun hjá Jó-
hannesi Jóhannessyni í Mynd-
listarskóla Reykjavíkur.
Hann hefur haldið sýningar
í Reykjavík, Vestmannaeyjum
og Akranesi. Sýningin í List-
húsinu er opin á laugardögum
og sunnudögum frá kl. 13-19
og á virkum dögum frá kl.
14-18. Sýningunni lýkur 1. maí.
vu m
GAS-BOOSTER
BENSÍN - EFLIR
Sérhannaður segull sem sparar allt
að 20% bensín. Auðveld ísetning
3.990 kr. í póstkröfu
MEIRI KRAFTUR - HREINNA UMHVERFI
PÓSTVERSLUN - UPPLÝSINGAR
91- 651402
HALLFRÍÐUR Ólafsdóttir flautu-
leikari kemur fram á síðustu tón-
leikum Gerðubergs í vetur, ásamt
Miklós Dalmay píanóleikara, í
Menningarmiðstöðinni laugardag-
inn 22. apríl kl. 17.
Hallfríður stundaði nám í Tón-
listarskólanum í Reykjavík og var
aðalkennari hennar Bernharður
Wilkinson. Að loknu einleikara-
prófi 1988 stundaði hún fram-
haldsnám í Royal Northern Col-
lege of Music í Manchester hjá
Trevor Wye og Royal Academy
of Music í London hjá William
Bennett. Eftir námið í Englandi
tók Hallfríður leiðsögn í franskri
tónlist hjá Alain Marion í París
þar sem hún einnig dvaldi í Kjarv-
alsstofu.
Hallfríður hefur komið fram
með hljómsveitum íslensku óper-
unnar, íslenska dansflokksins og
Þjóðleikhússins auk þess að spila
með Sinfóníuhljómsveit íslands,
Kammersveit Reykjavíkur og Ca-
merarctica. Hún hefur haldið ein-
leiks- og kammertónleika erlendis
og kom síðast fram á tónleikum í
St. Martin in the Fields-kirkjunni
í London.
Meðleikari Hallfríðar, Miklós
Dalmay, stundaði tónlistarnám við
Bartók Konservatorium og Franz
Liszt-tónlistarháskólann í Búda-
pest undir handleiðslu Zoltans
Benkös og Sándors Falvais. Miklós
lauk einleikaraprófi 1987 og
stundaði framhaldsnám 1989-91
hjá László Simon við tónlistarhá-
skólann í Stokkhólmi. Hann hefur
unnið til ýmissa alþjóðlegra tón-
listarverðlauna og gaf hann út
fyrsta geisladisk sinn 1993 þar
sem hann leikur píanóverk eftir
Ludwig von Beethoven.
Á efnisskrá tónleikanna í
Gerðubergi eru Joueurs de Flute
eftir Albert Roussel, Chant de Lin-
os eftir André Jolivet, Goldfish
Through Summer Rain eftir Anne
Boyd, Þrjár andrár eftir Atla Ing-
ólfsson, Partita í a-moll fyrir ein-
leiksflautu eftir Johann Sebastian
Bach og Sónata fyrir flautu og
píanó op. 94 eftir Sergej Prokofíev.
Gerðuberg veitir nemendum í
flautu- og píanóleik 50% afslátt
af aðgöngumiðum gegn framvísun
skólaskírteinis. Miðaverð með af-
slætti er kr. 600 og er miðasala
við innganginn.
J
O G FELA6A
„Nú er kominn tími til að tœma!"
Þaö er spennandi oð spara meö Georg og félögum.
Þegar barniö kemur oð láta tœma baukinn sinn í fyrsta skipti, fœr þaö
límmiöa til aö setja á plakat og óvæntan glaöning frá Georg.
í hvert sinn sem baukurinn er tœmdur eftir þaö fœr
-7' ' barniö nýjan límmiöa. Plakatiö fyllist þvíjafnt og þétt
og innstœöan vex. Þegar búiö er aö fylla plakatiö
meö 5 límmiöum sýnir barniö þaö í bankanum og
fœr sérstök verölaun.
ISLANDSBANKI