Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 21 LISTIR Flaututónar í Gerðubergi „Agnes“ hlýtur 1,3 milljón- ir franka KVIKM YND AFYRIRTÆ KIÐ Pegasus hf. hlaut í gær styrk frá Evrópska kvikmyndasjóðn- um að upphæð 1,3 milljónir franskra franka til gerðar kvik- myndarinnar „Agnes“. Áður hefur Pegasus fengið styrk frá Kvikmyndasjóði Is- lands að upphæð 30 milljónir króna og Norræna kvikmynda- sjóðnum að upphæð 2 milljónir sænskra króna. Heildarfram- leiðslukostnaður myndarinnar er áætlaður 155 milljónir. Framleiðandi myndarinnar er Snorri Þórisson sem einnig er handritshöfundur ásamt Jóni Ásgeiri Hreinssyni og leikstjóri er Egill Eðvarðsson. Kvikmyndin er framleidd í samvinnu við Journal Film í Þýskalandi og Zentropa Ent- ertainment’s í Danmörku. Vetr- artökur hófust í byijun apríl og er þeim nú lokið. Tökur hefjast aftur 1. maí. Handrit kvikmyndarinnar byggist á atburðum sem leiddu til síðustu aftökunnar á ís- landi, árið 1830, þegar Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sig- urðsson voru tekin af lífi fyrir morðið á Natani Ketilssyni. Með helstu hlutverk fara María Ellingsen, Baltasar Kor- mákur og Egill Olafsson. Áætl- að er að frumsýna myndina i desember. Nýlistasafnið og Mokka Einskonar kyrralíf MYNDLISTARSÝNING Stein- unnar G. Helgadóttur „Eins- konar kyrralíf’ verður opnuð í neðri sölum Nýlistasafnsins og Mokka laugardaginn 22. apríl. Á sýningunni eru málverk, inn- stillingar og myndbandsmál- verk. Við opnunin flyta Kolbeinn Bjarnason flautuleikari og Guð- rún Óskarsdóttir semballeikari tónverkið „Dans fyrir tvo“ eftir Svein Lúðvík Björnsson. Sýn- ingin stendur til 7. maí. Nýlistasafnið er opið frá kl. 14-18. Andrés í Listhúsinu ANDRÉS Magnússon opnar málverkasýningu í Listhúsinu í Éaugardal, laugardaginn 22. apríl kl. 14. Andrés var á námskeiði hjá Finni Jónssyni og Jóhanni Bri- em og lærði olíumálun hjá Jó- hannesi Jóhannessyni í Mynd- listarskóla Reykjavíkur. Hann hefur haldið sýningar í Reykjavík, Vestmannaeyjum og Akranesi. Sýningin í List- húsinu er opin á laugardögum og sunnudögum frá kl. 13-19 og á virkum dögum frá kl. 14-18. Sýningunni lýkur 1. maí. vu m GAS-BOOSTER BENSÍN - EFLIR Sérhannaður segull sem sparar allt að 20% bensín. Auðveld ísetning 3.990 kr. í póstkröfu MEIRI KRAFTUR - HREINNA UMHVERFI PÓSTVERSLUN - UPPLÝSINGAR 91- 651402 HALLFRÍÐUR Ólafsdóttir flautu- leikari kemur fram á síðustu tón- leikum Gerðubergs í vetur, ásamt Miklós Dalmay píanóleikara, í Menningarmiðstöðinni laugardag- inn 22. apríl kl. 17. Hallfríður stundaði nám í Tón- listarskólanum í Reykjavík og var aðalkennari hennar Bernharður Wilkinson. Að loknu einleikara- prófi 1988 stundaði hún fram- haldsnám í Royal Northern Col- lege of Music í Manchester hjá Trevor Wye og Royal Academy of Music í London hjá William Bennett. Eftir námið í Englandi tók Hallfríður leiðsögn í franskri tónlist hjá Alain Marion í París þar sem hún einnig dvaldi í Kjarv- alsstofu. Hallfríður hefur komið fram með hljómsveitum íslensku óper- unnar, íslenska dansflokksins og Þjóðleikhússins auk þess að spila með Sinfóníuhljómsveit íslands, Kammersveit Reykjavíkur og Ca- merarctica. Hún hefur haldið ein- leiks- og kammertónleika erlendis og kom síðast fram á tónleikum í St. Martin in the Fields-kirkjunni í London. Meðleikari Hallfríðar, Miklós Dalmay, stundaði tónlistarnám við Bartók Konservatorium og Franz Liszt-tónlistarháskólann í Búda- pest undir handleiðslu Zoltans Benkös og Sándors Falvais. Miklós lauk einleikaraprófi 1987 og stundaði framhaldsnám 1989-91 hjá László Simon við tónlistarhá- skólann í Stokkhólmi. Hann hefur unnið til ýmissa alþjóðlegra tón- listarverðlauna og gaf hann út fyrsta geisladisk sinn 1993 þar sem hann leikur píanóverk eftir Ludwig von Beethoven. Á efnisskrá tónleikanna í Gerðubergi eru Joueurs de Flute eftir Albert Roussel, Chant de Lin- os eftir André Jolivet, Goldfish Through Summer Rain eftir Anne Boyd, Þrjár andrár eftir Atla Ing- ólfsson, Partita í a-moll fyrir ein- leiksflautu eftir Johann Sebastian Bach og Sónata fyrir flautu og píanó op. 94 eftir Sergej Prokofíev. Gerðuberg veitir nemendum í flautu- og píanóleik 50% afslátt af aðgöngumiðum gegn framvísun skólaskírteinis. Miðaverð með af- slætti er kr. 600 og er miðasala við innganginn. J O G FELA6A „Nú er kominn tími til að tœma!" Þaö er spennandi oð spara meö Georg og félögum. Þegar barniö kemur oð láta tœma baukinn sinn í fyrsta skipti, fœr þaö límmiöa til aö setja á plakat og óvæntan glaöning frá Georg. í hvert sinn sem baukurinn er tœmdur eftir þaö fœr -7' ' barniö nýjan límmiöa. Plakatiö fyllist þvíjafnt og þétt og innstœöan vex. Þegar búiö er aö fylla plakatiö meö 5 límmiöum sýnir barniö þaö í bankanum og fœr sérstök verölaun. ISLANDSBANKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.