Morgunblaðið - 20.04.1995, Side 26

Morgunblaðið - 20.04.1995, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 LISTIR MÓRGUNBLAÐIÐ Ný blómaverslun Verið velkomin í nýja blómaverslun í húsnæði Blóma og Ávaxta íHafnarstræti Aldrei meira úrval af blómum, blómaskreytingum og gjafavörum Kynnið ykkur vikuleg tilboð okkar! ^aíoáiBLój^ Hafnarstræti 4 4f 551 -21^ Gleðilega páska GLEÐILEGT SUMAR Píta með buffí, frönskum og sósu kr. 490,- Hamborgari, franskar og sósa kr. 400,- HUGURINN starfar best þegar líkaminn er vel hvíldur og fullur af náttúrulegri orku. GINSANA G 115 styrkir þessa þætti; eykur úthald og eflir andlegt og líkamlegt þrek sem gerir þér betur kleift að standast álag. GINSANA G 115 inniheldur vísindalega prófað ginseng þykkni úr völdum ginseng rótum. Efldu huga og hold með GINSANA G 115 Élh Eilsuhúsið Skólavörðustíg & Kringlunni MYNDLIST Gallcrí Sævars Karls BLÖNDUÐ TÆKNI SAMSÝNING Opið mánud.-föstud. kl. 10-18 og laugard. kl. 10-14 til 3. maí. Aðgangur ókeypis PÁSKAR eru mikil helgitíð í hugum kristinna manna um allan heim, og myndlistin hefur vissu- lega leitað mikið í þann örlaga- þrungna brunn kristnisögunnar um myndefni sem tengjast lífi Krists. En í lista- sögunni er einnig til önnur tenging við páska, sem minnir öðru fremur á and- stæða þætti — verald- legan munað, ríki- dæmi og spillingu, sem um síðir átti sinn þátt í að móta tuttugustu öldina meir en flest annað. Hér er átt við hin keisaralegu páskaegg, sem gullsmiðurinn og listamaðurinn Carl Fa- bergé smíðaði fyrir , rússnesku keisarana Alexander III og Nikulás II frá 1884 allt til 1917. Sú hefð skapaðist að keisarinn færði frú sinni á páskadagsmorgun nýtt egg gert af Fabergé, en þessi listaverk áttu eftir að lifa í listasög- unni — að nokkru fyrir eigin list- ræna verðleika, en ekki síður fyrir að vera gyllt og glæsileg tákn um þá fjarlægð sem var orðin milli alþýðu Rússaveldis, sem barðist daglega fyrir lífi sínu, og þeirrar ógnarstjórnar valdhafa, sem mátu slíkt glingur öllu meira en velferð þegna sinna. Lengi eftir að þessi firrta valdstjóm féll loks 1917 var ekki síður litið á Fabergé-eggin sem pólitísk tákn en listaverk, og svo mun víst enn. Páskaeggið er vissulega eldra í sögunni en sem þessu nemur. Egg- Sævar Karl Ólason. ^ af fallegum fötum w ^ og skóm ^ J - Fötin sem börnin vilja -1 S EN&LABÖRNÍN ® Bankastrœtl 10 síml 552-2201 /////////y/a ið hefur í aldanna rás orðið sígilt tákn fyrir ftjósemi (og þar með endurfæðingu vorsins), hreinlífi og upprisuna í kristinni trú; egg strútsins hefur jafnframt verið notað sem tákn meyfæðingarinnar, hinnar guðlegu sköpunar. Súkkul- aðið sem flestir hafa verið að borða undanfarið á sér þannig ríka sögu, sem rétt er að minna á annað veif- ið. Það er gert með þessari litlu sýningu, sem stendur vel fyrir sínu þó páskar séu liðnir. Hugmyndin er bæði einföld og árangursrík; hér hefur Sævar Karl kallað til tuttugu og sjö listamenn sem hafa sett upp einka- sýningar í galleríinu undangengin fimm ár, og hver leggur til lítið verk í tilefni pá- skanna. Hér er samankom- inn stór hópur ólíkra listamanna, og það er óvenjulegt að listunn- endur fái tækifæri til að bera saman nálgun þeirra við jafn þröngt markað viðfangsefni. Niðurstaðan er afar fjölbreytt, og verkin bera oftar en ekki með sér að umtalsverðar bollaleggingar liggja að baki, bæði hvað varðar tákngildi og útlit verkanna. Það er t.d. langur vegur á milli hins einfalda gulleggs Hólmfríðar Sig- valdadóttur og samlímingar Sigur- borgar Stefánsdóttur, þar sem þeir eru hlið við hlið, Jesú Kristur frá gamla heiminum og guðir æsku okkar tíma, hinir fræknu körfubol- takappar frá nýja heiminum. ímyndir Stefáns Geirs Karlssonar og Æju Þ. Magnúsdóttur minna á pínu Krists með áberandi hætti, en Sæmundur Valdimarsson sýnir að það er einnig hægt að gera á hógværari máta. Þannig mætti halda áfram að benda á gildi framlags hvers um sig, en rétt að láta gestum eftir að njóta sýningarinnar, sem þrátt fyrir fjölda verka nýtur sín nokkuð vel á þessum fáu fermetrum. Nafnalisti sýnenda er einnig góð upprifjun á, hveiju þetta litla gall- erí hefur fengið áorkað á undan- förnum árum, á meðan stærri sýn- ingarstaðir hafa komið og farið. Um leið er sýningin áminning um að það er ekki endilega stærð slíkra staða sem ræður mestu, heldur skipta þrautseigja, úthald, vandað val á sýnendum og góð samvinna við listafólk sköpum. Það er alveg óhætt að þakka slíkt öðru hveiju. Eiríkur Þorláksson [v¥ ¥¥ V »y»Vt»UlryT V V 'Ý v y v v y V Viljir þú skila vönduðu verki þá velur þú ESAB J=SAB Allt til rafsuðu == HÉÐ3NN == VERSLUN SEUAVEGI 2 SÍMI 562 4260 Útí vorið SÖN GKV ARTETTINN Út í vorið heldur tónleika dagana 20. - 23. apríl norðan heiða og sunnan. í kvöld 20. apríl verður sung- ið í Deiglunni (Listagilinu) á Akureyri kl. 20.30, á morgun í Skjólbrekku í Mývatnssveit kl. 21 og sunnudagskvöldið 23. apríl verður sungið í Islensku óperunni, Gamla bíói í Reykja- vík, kl. 20.30. Miðar á tónleika í íslensku óperunni eru til sölu frá kl. 15-19 daglega. Kvartettinn var stofnaður 1992 og hélt fyrstu opinberu tónleika sína í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar 1993. Síðan hef- ur kvartettinn haldið tónleika í öllum landsfjórðungum, nema Austurlandi. S.l. sumar kom hann fram á sex tónleikum víða á Englandi. Efnisskráin mótast mjög af þeirri hefð, sem ríkti meðal íslenskra karlakvartetta fyrr á öldinni og hefur helst ver- ið sótt í sjóði Leikbræðra og M.A. kvartettsins. Kvartettinn skipa þeir Einar Clausen, Haildór Torfason, Þor- valdur Friðriksson og Ásgeir Böðvarsson, sem allir hafa verið félagar í Kór Langholtskirkju. Við hljóðfærið er Bjarni Þ. Jóna- tansson, sem jafnframt er aðal- þjálfari og leiðbeinandi kvart- ettsins. Bjarni starfar sem píanókennari og organisti í Reykjavík og hefur starfað með fjölda einsöngvara og kóra. Grafík í útvarps- húsinu ELÍN P. Kolka, Gréta Mjöli Bjarnadóttir og Gréta Ósk Sig- urðardóttir hafa opnað grafík- sýningu í Útvarpshúsinu, Efsta- leiti 1. Myndirnar eru unnar í kopar og ál og þrykktar á pappír. Sýn- ingin stendur yfir í 180 sólar- daga. BJARNI Ingvarsson og Gunnar Helgason í hlut- verkum sínum í Umferð- arálfinum Mókolli. Astarsaga og umferðar- álfur TVÆR leiksýningar fyrir börn verða í dag, sumardaginn fyrsta, í Möguleikhúsinu við Hlemm, Ástarsaga úr fjöllunum og Um- ferðarálfurinn Mókollur. Ástarsaga úr fjöllunum bygg- ist á sögu Guðrúnar Helgadótt- ur. Þar segir frá tröllskessunni Flumbru. Sýningar á Umferðarálfinum Mókolli hafa legið niðri um nokk- urt skeið, en hefjast nú að nýju. Verkið sem er unnið í samvinnu við Umferðarráð, var frumsýnt fyrir rúmu ári síðan og hefur verið sýnt víðsvegar um landið. í leikritinu er bömunum kennt að varast þær hættur sem helst kunna að verða á vegi þeirra í umferðinni. Ástarsaga úr fjöllunum er sýnd kl. 15 og Umferðarálfurinn Mókollur kl. 17.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.