Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.04.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1995 27 Opið hús í Islensku óperunni SUMARDAGINN fyrsta verð- ur líf og fjör í íslensku óper- unni. Húsið verður opið gestum og gangandi frá kl. 14-18. Kór og einsöngvarar úr La traviata verða á staðnum í búningum og munu bregða á leik og flytja atriði úr óperunni. Gestum gefst kostur á því að fylgjast með undirbúnings- vinnu söngvaranna allt frá því þeir eru komnir í búning og fara á svið. Sérstök áhersla verður lögð á börnin. Þau fá meðal annars að klæðast búningum, sem notaðir hafa verið í óperunni. Öllum verður boðið upp á veitingar og styrktarfélag ís- lensku óperunnar verður með kynningu á starfsemi sinni, einnig verða sýndar mynd- bandsupptökur frá eldri óper- um íslensku óperunnar. Um allt hús verður hægt að kynnast sögu hússins og óperu- flutnings íslensku óperunnar í máli og myndum. Kirkjuhvoll Akranesi Höggmyndir, olíuverk, vatnslita- myndir og teikningar PÁLL á Húsafelli opnar mynd- listarsýningu í Listasetrinu Kirkjuhvoli Akranesi í dag kl. 14. Á sýningunni eru högg- myndir, olíuverk, vatnslita- myndir og teikningar. Páll er fæddur árið 1959. Hann stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands og við Listaháskólann í Köln í Vestur-Þýskalandi. Hann hef- ur haldið 14 einkasýningar hér á landi og erlendis. Sýningin stendur til 7. maí og er opin daglega frá kl. 16-18 og um helgar 15-18. Gospelsystur Möggu Pálma GOSPEL-systur Möggu Pálma halda tónleika í Bústaðakirkju í kvöld, sumardaginn fyrsta, kl. 20.30. Þar koma fram Gosp- el-söngkonurnar Kristjana Stefánsdóttir og Anna Sigríður Helgadóttir og syngja negra- sálma og aðra trúartónlist við útsetningar og undirleik Aðal- heiðar Þorsteinsdóttur. Þeim til aðstoðar verður Gospel- systrahópur Margrétar Pálmadóttur stjórnanda Kvennakórs Reykjavíkur. Tón- leikarnir eru lokatónleikar hópsins eftir vetrarlangt og strangt nám í kórsöng. Viðgerðir á öllum tegundum af töskum. Fljót og góð þjónusta. TÖSKU- VIÐGERÐIN VINNUSTOFA SÍBS Ármúla 34, bakhús Simi 581 4303 ÖRN Ingi og nemendurnir á námskeiðinu. Listrænn Austri UNGMENNAFÉLAGIÐ Austri á Raufarhöf n hélt á dögunum nám- skeið fyrir verðandi listmálara, þrettán fullorðnirog átta börn. Listamaðurinn Örn Ingi frá Ak- ureyri veitti námskeiðinu forstöðu. Þetta er í annað skipti sem Öm Ingi veitir svona námskeiði for- stöðu og hafa þau bæði tekist vel. Afrakstur þessa námskeiðs em 37 málverk. Þau verða á sýningu sem haldin verður hér í sumar af tilefni 50 ára afmæli Raufar- hafnarhrepps. o Réttó - árgerð 1953 o Varst þú í Breiðagerðis- eða Réttarholtsskólanum og ert árgerð 1953? Nú ætlum við að hittast í tilefni þess að í vor eru 25 ár frá því að '53 árgerðin útskrifaðist úr 4. bekk í RÉTTÓ. Það eru allir úr „Hverfinu" fæddir 1953, hvattir til að mæta - við viljum sjá þig! Hafðu samband við okkur sem allra fyrst og í síðasta lagi 28. apríl, til að tilkynna þátttöku og fá upplýsingar. Hringdu strax - þetta verður pottþétt fjör! Ásdís R. s: 30653, Ágiist Már s. 73930. Hdda .1. s: 20601. Einar I.. s: 92-68137. Gimnar .1. s. 31841. Jónas Á. s: 667591. Páll G. s: 44814. HJA TITAN HF. 20.- 25. APRIL Frumsýnum Amerísku fellihýsin frá Jayco Kynnum nýja Iínu af COMBI-CAMP tjaldvögnum Hin sívinsælu COHWAY fellihýsi og tjaldvagna DESIGNER SERIE5 CARDINAL SD - 8 manna. Staðlaður búnaður - Rafknúinn lyftubúnaður, miðstöð, fullbúið eldhús með tvöföldum vask, heitu og köldu vatni, ísskáp, 3 hellna gaseldavél, fataskáp, salemi, sturtu, 65 Itr. vatnstank, innbyggt rafkerfi með rafgeymum og sólskyggni. FELLIHYSIN EINFALDLEGA FULLKOMIN -J <o :0 CONWAY Fellihýsin - söiuhæst á íslandi síðastjiðin 3 ár EAGLE 8-10 UD Einfaldur og ódýr JAY 1007 Þægilegur og hagstæður ]AY 1207 KB Rúmgóður og vel búinn KING 6 SD Fullbúið lúxus hýsi i CARDINAL Vandaður og rennilegur CRUISER Sá vinsælasti COUNTRYMAN Sá mjói ISLANDER tjaldvagn Sérframleiddur fyrir okkur COMBFCAMP NÝTT ÚTLIT OG NÝJIR LITIR Mest seldu vagnarnir íyfír 20 ár TÍTAN HF. LÁGMÚLA 7 - S. 581 4077 Sýningin opin frá kl. 10.00- 16.00 -úrvaiið hvergi meira TITANhf V__________/ Reyki'rolt Skorradalur - Laugardalur Þrngvellir - Laugarvan. hjo i saida I u r Landmannalaugar t_ial talæku r Skaftafell - K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.