Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B 92. TBL. 83. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter LIONEL Jospin, óvæntur sigur- vegari fyrri umferðar frönsku forsetakosninganna sem fram fór á sunnudag, hóf í gær kosninga- baráttu sína fyrir seinni umferð- ina sem verður þann 7. maí. Josp- in, frambjóðandi sósíalista, hlaut 23,3% atkvæða og mun etja kappi við Jacques Chirac, borgarstjóra Parísar sem hlaut 20,8%. Edouard Balladur forsætisráðherra hlaut aðeins 18,5% og féll út. Jospin sigurvegari Franskir fréttaskýrendur full- yrtu í gær að Jospin hefði notið góðs af klofningi innan raða Gaullista, sem Chirac og Balladur tilheyra. Balladur lýsti þegar í gær yfir stuðningi við Chirac. A myndinni er Jospin í hópi stuðningsmanna sinna á kosninga- fundi í Valence í Suðaustur- Frakklandi í gær. Sagðist hann myndu koma á óvart í seinni um- ferðinni eins og hinni fyrri og sakaði Chirac um að vera tækifær- issinna sem nyti ekki trausts. ■ Möguleikar Jospins/31 Karadzic ákærður fyrir stríðsglæpi SÞ í Bosníu óttast áhrif á friðarviðræður Saríyevo. Reuter. SAMEINUÐU þjóðirnar (SÞ) í Bosníu lýstu í gær yfir áhyggjum sínum vegna þeirrar ákvörðunar stríðsglæpadómstólsins í Haag að saka Radovan Karadzic, leiðtoga Bosníu-Serba, um stríðsglæpi. Telja SÞ hætt við að það hafi áhrif á viðræður um vopnahlé í Bosníu. „Við vonum að ákvarðanir sem teknar voru í Haag muni ekki hafa áhrif á friðarferlið eða yfirstandandi tilraun til að framlengja vopnahléð," sagði Alexander Ivanko, talsmaður SÞ. stólsins í Haag afar óheppilega, þar sem hún komi á sama tíma og afar litlir möguleikar virðist á því að ná samningum um framlengingu vopnahlésins sem rennur út um næstu mánaðamót. Sögðu þeir að næsti mánudagur hefði verið mun heppilegri. Hins vegar væri dóm- stóllinn sjálfstæður og að SÞ í Bosn- íu hefðu ekki beitt þrýstingi til að fá þessari ákvörðun breytt. Bosníu-Serbar telja yfirlýsingu dómstólsins vera að undirlagi Bandaríkjamanna og að hún tengist ákvörðun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá því í síðustu viku um að herða refsiaðgerðir gegn Bosníu- Serbum. Stríðsglæpadómstóllinn, sem komið var á fót árið 1993 til að rannsaka ásakanir um stríðsglæpi í lýðveldum fyrrum Júgóslavíu, til- kynnti í gær að hann hygðist lýsa því yfir að Karadzic og Ratko Mladic, yfirmenn hers Bosníu-Serba, væru grunaðir um stríðsglæpi. Sagði Ric- hard Goldstone dómari við réttinn að þeir kynnu að verða ákærðir fyr- ir þjóðarmorð, morð, nauðganir, pyntingar og „þjóðernishreinsanir". í gær var Bosníu-Serbinn Dusan Tadic fluttur frá Þýskalandi til Hol- lands þar sem hann kemur, fyrstur sakborninga, fýrir réttinn. Embættismenn SÞ í Bosníu hafa sagt tímasetningu ákvörðunar dóm- Drápin í Kib- eho fordæmd Genf. Addis Ababa. Kibeho. Reuter. SADAKO Ogata, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna (SÞ), fordæmdi í gær af mikilli hörku drápin á þúsundum hútúa í flóttamannabúðum í Rúanda á Iaugardag. Einingarsamtök Afríkuríkja (OAU) gerðu slíkt hið sama og kröfðust þess að málið yrði rannsakað og þeim sem ábyrgðina bæru yrði refsað. Oljóst er hversu margir létu lífið í Kibeho-búðunum á laugardag er stjórnarherinn hóf skothríð á flóttamennina sem þar hafast við. Voru karlar, konur og börn drepin með vélbyssuskothríð, sprengju- varpi, byssustingjum eða að þau tróðust undir er menn reyndu að hlaupa í skjól undan hermönnum. Fulltrúar gæslusveita SÞ (UN- AMIR) sögðu í fyrstu, að um 8.000 manns hefðu týnt lífi. Pasteur Bizi- mungu forseti heimsótti búðirnar á sunnudag og hélt því hins vegar fram eftir það, að um 300 manns hefðu látist. Skömmu eftir það sendu UN- AMIR frá sér óundirritaða yfirlýsingu þar sem tala látinna hafði verið stór- lega lækkuð, í 2.000 manns. Þolinmæði á þrotum Stjórnin í Rúanda heldur því fram, að harðsvíruðustu liðsmenn bar- dagasveita hútúa hafist við í búðun- um í Kibeho. Gæsluliðar SÞ fullyrða hins vegar, að vopnaburður hafi ekki verið sjáanlegur meðal hútúa í búðunum að undanförnu. Fulltrúi stjórnarhersins sagði í gær, að sveitirnar í Kibeho-búðunum væru þess tilbúnar að flæma burt um þúsund hútúa sem enn væru eftir í búðunum. „Þolinmæði okkar gagnvart þessu fólki er á þrotum. Annað hvort gefst það upp og við stingum því í fangelsi eða við förum inn og sækjum það. Við bíðum ein- ungis fyrirmæla frá Kigali," sagði , talsmaðurinn. I minningu hinna látnu BJÖRGUNARMAÐUR í Okla- homaborg leggur blómsveig þar sem bíll hlaðinn sprengiefni sprakk við stjórnsýsluhús í borg- inni fyrir tæpri viku. Enn er ekki vitað hversu mörg fórn- arlömbin eru, stjórnvöld hafa staðfest að 81 lík hafi fundist en um 150 manns er enn saknað. Útfarir þeirra sem fundist hafa voru flestar gerðar í gær. Talið er fullvíst að hægriöfga- menn, sem leggja hatur á stjórn- völd, hafi staðið að sprenging- unni og hvatti Bill Clinton Banda- ríkjaforseti til þess að menn egndu ekki til óhæfuverka með öfgafuilum áróðri gegn ríkis- valdinu. ■ Varar við ofstækisfullum/20 Reuter BLÓMSVEIGUR frá Alabamaríki var í gær lagður við stjórn- sýsluhúsið í Oklahomaborg í minningu hinna látnu. Ráðherra ræðir við Sinn Fein Samþykkt að ræða vopnabúr IRA London. Reuter. BRETAR lýstu því yfir á mánudag að ráðherra úr bresku stjócninni, Michael Ancram, hygðist eiga við- ræður við fulltrúa Sinn Fein, stjórn- málaarms írska lýðveldishersins (IRA). Er þetta talið eitt stærsta skrefið sem stigið hefur verið í friðarumleitunum á Norður-írlandi. Yfirlýsing Bretanna barst í kjölfar þess að Sinn Fein samþykkti að ræða það að vopnabúr IRA yrði leyst upp. Sinn Feinn hótaði því á sunnu- dag að efna til mótmæla á götum vegna þess að stjórnvöld neituðu að veita þeim aðild að friðarviðræðum eins og öðrum flokkum á Norður- Irlandi. Stirt á milli Breta og Sinn Fein Þrátt fyrir að friður ríki enn á Norður-írlandi í kjölfar vopnahlés IRA í fyrrahaust, hefur verið stirt á milli breskra yfirvalda og Sinn Fein. Hafa Bretar átt í viðræðum við full- trúa mótmælenda, sem lýstu yfir vopnahléi í kjölfar IRA en neitað að ræða við Sinn Fein. Bretar sögðust í gær telja að grundvöllur væri fyrir friðarviðræð- um, þar sem Sinn Fein hefði sam- þykkt að ræða öll þau málefni sem Bretar kynnu að bera upp, þar með talið að leysa upp vopnabúr IRA. Sinn Fein hefur krafist þess að slík- ar umræður nái einnig til vopna breskra hermanna á Norður-írlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.