Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Hagsmunir barna eða kennara? í MORGUNBLAÐ- INU 6. apríl sl. veltir Laufey Jónsdóttir kennari því fyrir sér hvers vegna verið sé að fjölga kennsludög- um í grunnskólum og fækka sk. starfsdögum kennara á skólatíma. Hún telur að líklega sé verið „að koma til móts við kröfur fámenns þrýstihóps innan sam- takanna Heimili og skóli“. Laufey hefur áhyggjur af því að for- eldrar séu á rangri braut að vilja fá meiri samfellu í skólastarfið því það sé ekki gott fyrir blessuð börnin að dúsa í skólanum daginn út og inn. Ýmislegt í grein hennar má túlka sem áfellisdóm yfir skóla- starfmu og þykir mér slæmt ef kennarar hafa svona lítið álit á því starfi sem þeir eiga þó mestan þátt í að móta. Nokkurs misskilnings gætir í málflutningi Laufeyjar. í fyrsta lagi er ekki um það að ræða í nýsam- þykktum grunnskólalögum að lengja skólaárið, það verður áfram 9 mánuðir, frá 1. sept til 31. maí. Það er hins vegar stefnt að því að fjölga kennsludögum upp í a.m.k. 172 á ári innan þess tímabils, m.a. með því að nota íil skipulagsstarfa daga sem nemendur áttu áður frí í skólum. Starfsdagar kennara (án nem- enda) hafa verið allt að 12 á starfs- tíma skóla í 9 mánaða skólum, þar af 3 í upphafi skólaárs og 3 í lok skólaársins í maí. Sl. haust hófu skólar á Akureyri og á Selfossi t.d. ekki kennslu fyrr en viku af septem- ber vegna þess að kennarar þurftu fyrstu dagana til að undirbúa sig. Almenningur (m.a. 9.000 foreldrar í Heimili og skóla) hefur ekki skilið hvers vegna það mikilvæga undir- búningsstarf sem þama þarf að vinna getur ekki átt sér stað í lok ágúst, þ.e að kennarar komi til starfa fyrr á haustin. Sama máli gegnir um frágang og skýrslugerð sem hægt væri að sinna í byijun júní svo nemendur fái kennslu út maí og læri t.d. meira í náttúru- fræði en nú tíðkast. Breytingar eru Unnur Halldórsdóttir þú gerast stuðningsforeldri götubarns á Indlandi? Fyrir aðeins 1450 krónur á mánuði getur þú gefið nauðstöddu götubarni feði, kfeði, menntun, feknishjálp og heimili. Auajk Venkateswaramma Tadiparti 8 ára munaðarlaus indversk stúlka, eitt af styrktarbörnum ABC hjálparstarís. HJALPARSTARF Sigtúni 3 • 105 Rvk • Sími 561 6117 þó í vændum því í nýgerðum kjarasamn- ingum kennara og rík- is voru 6 af þessum starfsdögum færðir út fyrir skólaárið. Laufey er þá líklega að gæta hagsmuna kennara en ékki barna ef hún tel- ur það af hinu vonda að kennarar hefji störf fyrr að haustinu. Eftir standa 5-6 starfsdagar á starfs- tíma skóla og er ætl- unin að kennarar vinni hér eftir að undirbún- ingi skólastarfsins á dögum sem hvort sem er eru frídagar nemenda, þ.e. 1. desember og öskudag. Þetta eru ekki frídagar kennara og ljóst að þeir hafa vinnuskyldu þessa daga þótt þeim hafi hingað ti! verið í sjálfsvald sett hvernig, hvar og hvenær þeir sinntu henni. Að öllum líkindum verða áfram 3 starfsdagar kennara á skólatíma og enn um sinn fá börnin frí þessa daga og geta unað sér ein heima meðan foreldramir vinna fyrir húsbréfun- um. Laufey telur að nemendur á Norðurlöndum fái lengra páskafrí og jólafrí en íslensk böm en það er ekki rétt. Hvað Svíþjóð varðar er páskafrí annaðhvort dymbilvikan eða dagarnir eftir páska, mismun- andi eftir sveitarfélögum, og svipað er á hinum Norðurlöndunum. „Kartöfluupptökufrí" að hausti tíðkast ennþá í Noregi og Dan- mörku en þar vaxa þó engar kart- öflur upp úr malbikinu frekar en hér. Kennsludagar á Norðurlöndun- um eru fleiri en hér á landi en aldrei hef ég heyrt norræna foreldra eða börn tala um vinnuþrælkun í skól- um. Vetrarfrí em ágæt hugmynd en páskafríið okkar kemur að nokkm leyti í staðinn fyrir það. Löng helgi, frá fimmtudegi til þriðjudags, t.d. í byrjun nóvember myndi eflaust falla í góðan jarðveg hjá nemendum í grunn- og fram- haldsskóla og einhveijir foreldrar gætu betur nýtt þá daga til sam- vista við böm sín en núverandi frí- daga á stangli. Eg er hjartanlega sammála Lauf- eyju um að vinnuálag er alltof mik- ið á íslensku fjölskyldufólki og að það þyrfti að geta varið meiri tíma með bömum sínum. Eg hef hins vegar efasemdir um rósbleika drauma um valhoppandi börn í fijálsum leik á grænu engi og tel þá í litlu samhengi við íslenskan raunvemleika. Hversu mörg böm eru það sem eiga kost á því að hafa foreldra sína heima í þijá mánuði á sumri? Hvað kostar það Full búð af íallegum fötum ogskóm | - Fótin sem böinin vilja -1 EN&LABÖRNÍN BBcmkastiœti 10 sími 552-2201 | *********** (JNKX4 FQAM EUROBATEX PÍPU- EINANGRUN í sjálflímandi rúllum, plötum og hólkum. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 - REYKJAVÍK - SÍMI 38640 Foreldrar myndu ekki slá hendinni á móti skól- um, segir Unnur Hall- dórsdóttir, sem hefðu dans, tónlist og myndlist á stundaskrá. fjölskylduna í fé og fyrirhöfn að brúa bilið milli sumarleyfis barn- anna og foreldranna? Hver eru æf- inga- og keppnisgjöld, búninga- og skókostnaður fyrir 10 ára krakka í fótbolta? Þetta þurfa allflestar fjöl- skyldur í þéttbýíi að takast á við á hveiju sumri. Vissulega hafa marg- ir foreldrar, einkum í dreifbýli, tak- markaðan áhuga á því að lengja skólaárið, sérstaklega ef það á að byggjast á meira bóknámi. Þeir efast um að skólar muni breyta áherslum sínum í takt við árstíma, t.d. í þá átt að börnin fari út úr skólastofum. Laufey virðist sjálf líta á skólann sem skrudduskóla, þar sem börn eru látin sitja inni og læra vor og haust. Þeir sem hafa kynnt sér mál- flutning Heimilis og skóla í þessu efni vita væntanlega að samtökin hafa alltaf iagt áherslu á að taka þarf tillit til aðstæðna á hverjum stað. Fjölgun daglegra kennslu- stunda hlýtur að skapa möguleika á fjölbreyttara skólastarfi en nú tíðkast. Það er óiíklegt að íslensk böm þurfi ekki álíka margar kennslustundir á ári og jafnaldrar þeirra í nágrannalöndum og væri gaman að heyra sjónarmið íslenskra kennara á skólaskipulagi t.d. í Hol- landi eða Bretlandi. Víst er að for- eldrar myndu ekki slá hendinni á móti skólum þar sem öll börn fá tækifæri til að læra dans, tónlist og myndlist innan hefbundinnar stundaskrár. Vissulega er það æskilegt að vinnuveitendur sýni því skilning að foreldrar þurfa að sinna börnum sínum og skólagöngu þeirra. Mér finnst þeir raunar hafa gert það í sambandi við starfsdaga og for- eldradaga í skólum að ekki sé minnst á fjarstýringu upgeldis í gegnum vinnustaðasíma. Eg veit líka að margir foreldrar veigra sér við að biðja um frí vegna starfsdaga í skólum þegar harðnar á vinnu- markaði og margir eru um hvert starf. Nægar eru ljarvistirnar samt vegna annarra forfalla s.s. veikinda bama. Samtök foreldra þrýsta stöðugt á yfirvöld varðandi hámarksfjölda í bekkjardeildum og einnig að það sé metið sem fullt starf að annast eina bekkjardeild með öllu sem því tilheyrir. Kennarar hafa öflugt stéttarfélag með kröftugri forystu sem berst fyrir bættum kjörum kennara og vonandi koma þeir tímar brátt að kennarastarfið verð- ur eftirsóknarvert varðandi kjör og ekki síður vinnuskilyrði. A iands- fundi foreldra í Reykholti í fyrra- haust var ályktað að það væri grundvallaratriði að endurskoða kjarasamninga kennara frá grunni bæði með tilliti til vinnutíma kenn- ara og kjara þeirra þannig að tryggja megi hæfa starfskrafta sem geta helgað sig kennslustarfínu. Við Laufey erum væntanlega sam- mála um að það eigi að borga kenn- urum góð laun og gera faglegar kröfur til þeirra í samræmi við það. Margir hafa bent á að skóla- tíminn sé alltof naumur til þess að sinna þeim fjölmörgu verkefnum sem skólum er ætlað að sinna og hefði því mátt búast við að kennar- ar yrðu fegnir að fá fleiri stundir með nemendunum. Óskir foreldra um góðan skóla byggjast á hags- munum barna enda er menntun þeirra sem eiga að erfa landið lykil- atriði fyrir framtíð þjóðarinnar. Ef foreldrar mega ekki gera kröfur um að skólatími taki mið af breyttum þjóðfélagsaðstæðum án þess að vera sakaðir um að vera einungis að heimta meiri gæslu fyrir börnin sín er ekki von að neitt þokist í skólamálum þessarar þjóðar. Höfundur er formaður Heimilis og skóla. Ekkí benda á mig ÞÁ ERU kosningar að baki og Framsókn- arflokkurinn var sigur- vegari þeirra. Flokkur- inn tjaldaði nú nýjum formanni og lagði mikla áherslu á að þar færi duglegur, traust- ur og umfram allt heið- arlegur maður. Sú ímynd sem búið er að draga upp af þessum nýja formanni Fram- sóknarflokksins hefur án alls efa skilað flokknum einhveijum atkvæðum. Seint verð- ur þó sagt um Halldór Ásgrímsson að hann geisli af gleði og hressileika, því maður- inn er einstaklega dauflegur a.m.k. þegar hann birtist á skján- um. Allt um það, þá lofaði þessi nýi formaður landsmönnum betri tíð og bjartri framýíð ef hann kæm- ist í ríkisstjórn. Á meðan Halldór var bara varaformaður, tamdi hann sér að tala sem minnst og gefa þannig þá mynd af sér að hann byggi yfír óhemjumikilli visku. Eft- ir að hann tók við formennsku í flokknum, hefur hann þurft að tala meira og þá hefur okkur birst allt önnur mynd af honum, sem er mikl- um mun síðri. Þegar þetta er ritað bendir allt til að næsta ríkisstjórn verði skipuð framsóknar- og sjálf- stæðismönnum og því skulum við sjá hvemig þessi nýi formaður Framsóknarflokksins efnir þau lof- orð sem hann gaf fyrir kosníngarn- ar. Fyrsta loforðið þegar svikið Hinn trausti og heiðarlegi Hall- dór Ásgrímsson hefur nú þegar sýnt á sér hlið hins óheiðarlega foringja. Hann sveik það loforð, sem liann marg sinnis gaf í kosninga- baráttunni, að byrja á því að ræða stjórnarsamstarf við Alþýðubanda- lag og Kvennalista. Hann iét ein- ungis nægja að hringja í talsmenn þessara flokka og segja þeim að þeir hefðu ekki þingstyrk tii að mynda stjórn og því þyrfti hann að hugsa um Framsóknarflokkinn. Hann sagðist að vísu hafa rætt við Jón Baldvin, en hann mæti stöðuna svo eftir það samtal, að Alþýðu- Guðmundur Oddsson flokkurinn væri ekki tilbúinn í neitt sam- starf við ofannefnda. Hvað það var í samtal- inu við Jón Baldvin, sem olli því að hann ályktaði sem hann gerði, er nú varðveitt eins og ríkisleyndar- mál í hugskoti hins trausta og heiðarlega formanns Framsókn- arflokksins. Ætlaði alltaf með Davíð Það er nú orðið öll- um ljóst, að Halldór Ásgrímsson, hinn trausti og heiðarlegi, meinti aldrei neitt af því sem hann sagði fyrir kosningarnar um væntanlegt stjórnarsamstarf. Hann ætlaði sér alltaf í stjórn með Davíð, og þeir félagar voru búnir að undirbúa það samstarf löngu fyrir kosningar. Þessi trausti og heiðarlegi formaður Framsóknarflokksins var þá ekki merkilegri en þetta. Svona fram- koma er að sönnu mjög í anda Davíðs Oddssonar, en hann þóttist vera að semja við Alþýðuflokkinn, þegar hann í raun var búinn að semja við Framsóknarflokkinn. Það hallast því ekki á í heiðarleika þess- ara tveggja formanna. Hræðsla eða getuleysi Hinn nýi formaður brá sér af bæ um páskana og dvaldi í sumarbú- stað sínum. Þangað heimsótti Davíð hann, og sagði honum að hann hefði fengið vísbendingu um að Alþýðubandalagið væri tilbúið í samstarf með Sjálfstæðisflokknum og því þyrfti Halldór að svara því strax hvort Framsókn væri til í samstarf. Hinn trausti, heiðarlegi og umfram allt nýi formaður Fram- sóknarflokksins trúði því sem Davíð Oddsson sagði honum og þarna í sumarbústaðnum handsöluðu þeir félagar stjómarsamstarfíð og hinn trausti og heiðarlegi formaður Framsóknarflokksins lofaði Davíð því, að hann myndi ekki fyrir nokk- urn mun ræða við aðra flokksleið- toga. Þessi sigurvegari kosning- anna var svo hræddur um að missa Sjálfstæðisflokkinn frá sér, að hann Formaður Framsóknar- flokksins reyndist kjarklaus, segir Guðmundur Oddsson, og brást þeim sem höfðu trú á honum. færðist undan því að hitta talsmenn Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista í fyrstu, en mannaði sig loks og haldinn var einn fundur þessara aðila. Þar opinberaðist ótti eða getuleysi þessa trausta og heið- arlega formanns á að sýna hvað í honum býr. Ekki benda á mig Á þennan fund komu talsmenn flokka, sem ásamt Framsóknar- flokki eru með meirihluta þings á bak við sig, og buðu formanni Framsóknarflokksins að mynda með honum ríkisstjórn. Þeir sögðust tilbúnir að benda á þennan trausta og heiðarlega formann til að fá stjórnarmyndunarumboðið þegar þeir gengju á fund forseta lýðveldis- ins. Hvað gerðist? í stað þess að fagna því trausti sem honum var sýnt, virðist hinn trausti og heiðar- legi sigurvegari kosninganna hafa orðið hræddur og óskað eindregið eftir að ekki yrði bent á hann við forseta. Halldór Ásgrímsson, sem þóttist hafa lausnir á flestum vandamálum þjóðarinnar fyrir kosningar, þorði ekki að sýna hvers hann er megnugur og taka að sér stjórnarmyndun. Hann þorði ekki að axla ábyrgðina heldur kaus að gerast taglhnýtingur Davíðs Odds- sonar. Þannig hefur nú komið í ljós, að hinn duglegi, trausti og heiðar- legi formaður Framsóknarflokks- ins, reyndist kjarklaus þegar á reyndi. Svo hefur hann brugðist þeim sem höfðu einhverja trú á honum, að honum verður tæpast trúað fyrir stjórnarmyndun aftur. Hér eftir munu allir landsmenn benda á hann sem heldur lítinn karl, sem lítið sé treystandi á. Höfundur er bæjarfulltrúi Aiþýðufl. í Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.