Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 35 MINNINGAR þegar við borgarbörnin komum með „gáfulegar" hugmyndir um búskap- inn. Þessar athugasemdir fékk mað- ur oftast að heyra þegar hann tróð sér í eina góða „half & half“ pípu frammi í kompu eftir góðan kvöld- verð. Við munum ekki þann morgun er Steinþór svaf yfir sig eða bað um frí frá bústörfum enda var hann ósér- hlífinn. Steinþór var góður við menn og skepnur og sýndu hann og Dísa okkur ótakmarkað traust í hverju sem við tókum okkur fyrir hendur. Okkur fundust sumrin í Skuggahlíð ávallt vera of stutt, og óskaði maður þess oft að þau teygðust fram í októ- ber. Við vildum óska þess að það væri ekki svona langt síðan við hittum hann síðast. Maður telur sér trú um að það sé „nægur tími“ og er alltaf á leiðinni en tíminn er takmarkaður. Elsku Steinþór, við vitum að það verður tekið á móti þér á betri stað- með þínum orðum: „Þú ert alltaf velkominn hvenær sem er.“ Endurminningin merlar æ í mána silfri hvað sem var, yfir hið liðna bregður blæ blikandi ljarlægðar, gleðina jafnar, sefar sorg. (Grímur Thomsen) Kæra Dísa, við vottum þér og fjölskyldunni allri samúð okkar. Guð veri með ykkur og styrki. Lúðvík og Linda. Góður vinur og traustur, Steinþór Þórðarson bóndi í Skuggahlíð, Norð- firði, er nú allur eftir erfitt sjúkdóms- stríð. Ætlunin var að fylgja honum er hann var kvaddur frá sóknar- kirkju sinni, Norðfjarðarkirkju þriðjudaginn 18. apríl sl. en því mið- ur gat svo ekki orðið og því langar mig að kveðja hann með nokkrum orðum hér. Ekki hafði ég dvalið lengi í Nes- kaupstað er ég kynntist Steinþóri. Hann var þá í sóknamefnd Norð- fjarðarkirkju og þvi eðlilegt að vegir lægju saman. Alla mína prestsska- partíð á Norðfirði um 15 ár var Stein- þór f sóknamefnd og síðustu árin var hann formaður. Steinþór var alla tíð mjög áhugasamur um allt kirkju- starfið, söng reyndar líka í kirkju- kórnum um langt árabil og var um tíma meðhjálpari. Síðustu árin hefur söfnuðurinn á Norðfirði staðið í miklum fram- kvæmdum, m.a. við byggingu safn- aðarheimilis, stækkun og endursmíð kirkjunnar ásamt kaupum á nýju orgeli. Við þessar framkvæmdir allar kom Steinþór mikið við sögu, var einlægur hvatamaður og einstaklega dugmikill við daglegan rekstur þess- ara fíamkvæmda. Það var honum mikið kappsmál að kirkjan og um- hverfi hennar bæri virðulegt yfir- bragð ásamt því að þjóna sem best safnaðarstarfinu og þar dró hann aldrei af sér. Lagði hann þar alltaf sínar jákvæðu hliðar til málanna og var stórhuga. ^ Steinþór var fæddur á Múla á Barðaströnd en fluttist til Norðíjarð- ar og giftist þar eftirlifandi eiginkonu sinni, Herdísi V. Guðjónsdóttur frá Skuggahlíð. Var hjónaband þeirr far- sælt og ástúðlegt og jafnræði með þeim hjónum. Ég veit að umhyggju konu sinnar naut Steinþór ríkulega síðustu árin þegar heilsu hans hrak- aði. Þau hjónin stofnuðu bú sitt í Skuggahlíð, fyrst í sambýli við for- eldra Herdísar, Valgerði Þorleifsdótt- ur og Guðjón Hermannsson. Síðar tóku þau við búinu, en síðustu árin höfðu tvær af dætrum þeirra Herdís-' ar og Steinþórs hafið búskap. í Skuggahiíð. Steinþór var góður bóndi og búnaðist vel. Hann var einstak- lega vinnusamur alla tíð og tók virk- an þátt í lífi og starfi sveitunga sinna. Steinþór og Herdís eignuðust saman fimm böm, en einn son átti Steinþór fyrir hjónaband sitt. Börnum sínum var Steinþór góður og tryggur faðir, umhyggjusamur og þau Herdís höfðu bæði mikinn metnað fyrir þeirra hönd. Eru þau systkinin frá Skugga- hlíð öll mikið manndómsfólk og hefur alltaf ríkt þar í milli mikil samheldni og traust fjölskyldubönd. Ég minnist margra ánægjustunda á heimilinu í Skuggahlíð. Þangað var alltaf gott að koma, gestrisni mikil' og góður heimilisbragur. Eftir að ég flutti að austan höfðum við Steinþór alltaf gott samband sem er mér mik- ils virði. Það var auðheyrt síðustu misserin að heilsu Steinþórs fór mjög hrakandi en andinn og krafturinn óbugaður. Þeir eru margir sem kveðja Steinþór með söknuði. Hann var vinmargur og sérstaklega átti hann gott með að umgangast börn og unglinga. Veit ég að margir sem annars áttu á brattann að sækja í lífinu dvöldu oft í Skuggahlíð um lengri eða skemmri tíma og fundu í Steinþóri góðan vin og einlægan sem gaf þeim hollt veganesti út í lífið. Góðum vini bið ég blessunar Guðs nú að leiðartokum, þakka honum samfylgdina. Ég mat mjög mann- kosti Steinþórs, einlægni hans, vin- áttu og sérstaka tryggð. Ég veit að hann trúði staðfastlega á frelsara sinn, krossfestan og upprisinn Drott- in og því kveið hann ekki endalokun- um. Megi sá upprisni Kristur taka látinn bróður í faðm sinn til eilífs fundar við Guð. Guð gefi dánum ró, hinum líkn sem lifa. Við Auður og börnin okkar send- um fjölskyldunni í Skuggahlíð sam- úðarkveðjur og þökkum margar ánægjustundir. Svavar Stefánsson. + Steinþór Þórðar- son var fæddur 13.7. 1926 á Innri- Múla í Barðastrand- arhreppi. Hann lést á Pjórðungssjúkra- húsinu í Neskaup- stað 7. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þórður Ólafsson og Steinunn Björg Júl- íusdóttir. Steinþór var næstyngstur níu systkina sem voru: Björg, f. 10.10. 1916, Ólafur Kr., f. 21.8. 1918, Jóhanna, f. 4.1. 1920, Júlíus Ó., f. 29.4. 1921, Björgvin, f. 9.9. 1922, Karl, f. 16.10.1923, d. 17.12.1991, Krist- ján P., f. 14.5. 1925, og Sveinn J., f. 13.12. 1927. Árið 1956 kvæntist Steinþór eftirlifandi konu sinni Herdísi V. Guðjóns- dóttur, f. 6.7. 1936, og fluttist það sama ár að Skuggahlíð í Norðfjarðarhreppi þar sem hann bjó til dauðadags. Hjónin eignuðust fimm börn auk sonar sem Steinþór átti fyrir hjóna- band. Þau eru: Sigursteinn, f. 29.3. 1954, í sambúð með Hug- rúnu Svavarsdóttur, á 3 börn; Guðjón, f. 26.12. 1955, kvæntur Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur, á 3 börn; Steinunn Björg, f. 15.6. 1957, gift Önundi Erlingssyni, á 2 börn; Jón Þorleifur, f. 20.9. 1958, ókvæntur og barnlaus, Valgerður, f. 17.7. 1961, ógift og barnlaus, og Jóna Jóhanna, f. 15.4. 1965, gpft Sigurði Krist- jánssyni, á 2 börn. Útför Steinþórs fór fram frá Norðfjarðarkirkju 18. apríl síð- astliðinn. SNEMMA á sjötta áratugnum er ég orðinn einn af heimilismönnum í Skuggahlíð í Norðfjarðarhreppi, þá drengstauli, einatt til lítils gagns í þeim verkum sveitabúskaparins sem hver dagur ber í skauti sínu. Við erum um það bil að fá rafmagn frá samveitu, é hlaðinu stendur einn af þeim traustu smátrukkum sem Bandaríkjamenn fluttu hingað í stríð- inu, og margir bændur keyptu. Önn- ur vélknúin tæki eru ekki á búinu. Hestar eru notaðir við heyskap, kýr handmjólkaðar, hey bundið í bagga með gömlu lagi. En við stöndum á þröskuldi nýrra tíma, nýr Land Ró- ver-jeppi stendur dag einn á hlaðinu, Farmall-club er tekinn upp úr köss- + Guðmundur Ágúst Leósson fæddist í Reykjavík 28. des- ember 1969. Hann lést 8. apríl síðastliðinn. Útför hans fór fram frá Bústaðakirkju 21. apríl sl. ELSKU Gummi er látinn, það er sárt að hugsa til þess að hann sé horfinn úr lífi okkar sem þótti vænt um hann. Þegar mér barst þessi frétt fannst mér hún langt frá því að vera sannleikur, en því miður reynd- ist þetta vera staðreynd. En við eig- um þó eftir minningar og þær minn- ingar munu lifa og verða sterkari eftir þetta áfall. Ég hugsa til baka og minnist margra góðra stunda á Réttarholtsveginum, við vinimir vor- um tíðir gestir þar og alltaf vorum við velkomin, bæði af Gumma og foreldrum hans. Það var gott að eiga Gumma sem vin bæði í blíðu stríðu, þó við værum ekki alltaf sammála, en fyrir bragðið urðum við bara betri vinir. Þegar leiðir okkar lágu saman urðu ferðirnar ekki fáar í Þórsmörk og á rúntinn í bæinn og var mikið ferðast í bílnum „Rósu frænku" sem var einnig samkomustaður. Það má segja að það hafi oft verið kátt á hjalla og þegar Gummi brosti gat ég ekki annað en brosað líka. En um og skrúfaður sam- an. Nýtt skref inn í vélaöldina er stigið. Heimilislífíð er í föst- um skorðum, hver árs- tími fylgir sínum regl- um, hver tími dagsins á sín verk sem vinna þarf, veðrið ræður lífi okkar, sker úr um afkomu og erfíði. Upp úr áramót- um hefjast hefðbundnir þjóðflutningar þegar allir karlmenn sem mögulega geta, fara suður á vertíð. Þeir koma heim eftir loka- dag. Fáeinar ungar konur fara líka suður, til að vinna í fiski eða gerast ráðskonur við vertíð- arbáta. Meðal þeirra sem fara á þess- um árum er Herdís V. Guðjónsdótt- ir, eldri dóttir hjónanna í Skugga- hlíð, þá ung stúlka. Þessi ferð ræður lífí hennar og örlögum næstu áratug- ina, því vestan af Barðaströnd kemur Steinþór Þórðarson í sömu erinda- gjörðum, hugirnir falla saman. Ungum dreng þykja það mikil tíð- indi og í meira lagi spennandi, þegar í ljós kemur að dóttir hjóna er trúlof- uð manni af hinum enda landsins. Og þegar hann kemur í heimsókn til okkar vill svo til að hann er manna fyrstur til að heilsa gestinum. Það fylgdi gestinum gáski og sú tegund af lífsgleði sem einkennir ástfangið fólk. Fyrr en varði voru þau gift og komin bamsgrátur í bæinn. Með Steinþóri Þórðarsyni kom nýr andblær inn í líf okkar. Hjá honumn sátu kætin og vinnugleðin í öndvegi. Ég hef engan mann hitt sem hafði slíka unun af sjálfri vinnunni, jafn gaman af að takast á við erfið verk- efni, og hann. Maður smitaðist, hljóp kapp í kinn, og reyndi að gera svo vel sem maður gat, reyna af veikum mætti að leika eftir. í sumu flutti hann með sér nýtt verklag og hafa mátti af því ómælda ánægju að met- ast um landkosti og fjárkyn Aust- fjarða og Vestfjarða. í upphafi sjöunda áratugarins hvarf ég af yettvangi sveitalífsins og árin liðu. í erli daganna er eins og sambandið við gamla heimilið sé að rofna. Tíminn líður. Lífið í Skuggahlíð breytist eins og annar- staðar. Börnunum fjölgar, vaxa úr grasi á stóru heimili, en ég hef af þessu lífi litlar spumir í aldarfjórð- ung. Þá er gamall þráður tekinn upp aftur með gagnkvæmum heimsókn- um. Við Steinþór áttum stundum auðvitað erum við ekki alltaf bros- andi þó það væri ekki verra. Ég mun minnast Gumma eins og hann var og allt gamalt og gott. Við söknum þín, Gummi, sem þóttum vænt um þig, ég þakka fyrir þau ár sem við áttum saman í blíðu og stríðu. Hvíl í friði, Gummi minn. Megi góður Guð styrkja alla hans nánustu sem eiga um sárt að binda þessa stundina. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Hafdís Ósk Karlsdóttir. Hann Gummi Leó er dáinn. Hvernig á maður að trúa því að ungur maður í blóma lífsins hverfi löng samtöl um lífíð og tilveruna, engu síður það sem erfiðleikum veld- ur en hitt sem haft er að gamanmál- um. Börnin eru orðin fullorðin og hann dregur upp fyrir mér myndina af lífi fjölskyidunnar, þau ár sem ég hef verið fjarri. Ég sé nýja hlið á manninum, sem ég hafði ekki kynnst áður. Þau hjónin starfa af miklum dugnaði að málum kirkjunnar, hafa afskipti af sveitarstjórnarmálum og ýmsum framfaramálum byggðarinn- ar. Þó liðnir séu meira en þrír áratug- ir síðan við hittumst fyrst, er lífs- krafturinn og áhuginn á búskapnum á sínum stað. En ég skil að lífið hefur ekki alltaf verið auðvelt og veit hversu ómetanlegt það er að hafa glaða lund og jákvæða afstöðu í farteski lífsins.' Hugurinn stendur til þess að fleyta búinu yfir þá erfíð- leika sem landbúnaður nútímans glímir við, til nýrrar kynslóðar. Dótt- ir og tengdasonur eru að taka við. Aftur er kominn bamsgrátur í bæ ungra hjóna. Svo er það á björtum sumardegi fyrir tveimur árum. Við erum að skíra dóttur okkar í Eyrarbakka- kirkju. Hún fær nafnið Valgerður, eftir fóstru minni, tengdamóður Steinþórs. Hveijir standa þá ekki á hlaðinu í Merkisteinu, óforvarindis og án þess að hafa hugmynd um að yfir standi skímarveisla: Jú, Stein- þór, Dísa og Valgerður Steinþórs- dóttir. Það verða fagnaðarfundir, sem þó ber þann skugga á að Stein- þór er orðinn alvarlega veikur, og getur ekki staðið lengi við. Tilviljan- ir verða ekki útskýrðar. Steinþór Þórðarsyni og Herdísi konu hans á ég margt að þakka frá mínum bernskudögum. Það vom til að mynda þau sem með lífi sínu og daglegu háttemi vöktu athygli ungs drengs á mikilvægi ástar og kærleika í samlífi fólks. Fyrir það og alla þá vináttu sem þau sýndu mér verð ég þeim þakklátur alla ævi. Ég sendi Dísu, afkomendum og ástvinum öllum mínar dýpstu sam- úðarkveðjur. Helgi Guðmundsson. Trúarinnar traust og styrkur tendrar von I dðpru hjarta. Eilífðin er ekki myrkur, eilífðin er ljósið bjarta. (Helgi Sæmundsson) Það hefur alltaf snert okkur jafn mikið að fá sorglegar fréttir úr Skuggahlíð, nú síðast að heyra að Steinþór okkar væri látinn. Steinþór var hjartahlýr maður og tók hann okkur eins og við værum hans eigin börn, þegar við .komum í sveit f Skuggahlíð fyrir mörgum árum. Hann var gamansamur og hafði hnyttnar athugasemdir á takteinum svo skyndilega og óvænt? Við svona atvik fer maður ósjálfrátt að hugsa til baka og rifja upp gamlar og góð- ar minningar. Gleði, sorg og reiði veltast um í kollinum á mér. Gummi Leó var svo lífsglaður og kátur og undantekningalaust fékk hann okk- ur til að brosa, og hláturinn var ekki langt undan. Minningarnar eru margar og góðar, en það er of langt mál að koma þeim öllum niður á lít- ið blað. Ég veit bara að Gumma verður sárt saknað og ég hugsa til hans með þakklæti í huga. Þakklæti fyrir að hafa þekkt hann. Elsku Gyða, Leó, Addi, Raggi og aðrir aðstandendur, megi Guð veita ykkur styrk í þessari miklu sorg. Þess óskar, Sýlvía B. Ólafsd. (Silla). Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Gyða, Leó, Arnar, Ragnar og Ingibjörg og aðrir aðstandendur. Megi Guð fylgja\onum Guðmundi okkar um ókunna slóð. Okkar dýpstu samúðarkveðjur. Nína og Valdimar. Kæri Gummi. Hugur einn það veit, er býr hjarta nær, einn er hann sér um sefa; ðng er sótt verri hveim snotrum manni en sér engu að una. Sonur er betri, þótt sé síð um alinn eftir genginn guma; Sjaldan bautarsteinar standa brautu nær, nema reisi niður að nið. (Úr Hávamálum.) Elsku Ingibjörg. Við biðjum gxið og góða vætti að vernda þig og styrkja á þessum erfiðu sorgartím- um. Einnig viljum við votta fjöl- skyldu Gumma og aðstandendum samúð okkur. Rúnar, Hugrún og Unnar litli. Mig langar til að kveðja þig með nokkrum orðum, elsku vinur. Lífíð er nú einu sinni þannig að þegar maður verður að horfast í augu við það að sjá á bak vini, að eiga ekki von á að hittast á förnum vegi eða tekið upp símann til að spjalla, þá verður manni litið til baka, elsku Gummi minn. Það rifjaðist upp fyrir mér helgin sem ég, þú og Nína mín vorum í sumarbústað við Álftavatn í yndis- legu veðri, ég hafði það eins og prinsessa, þú stóðst við grillið eða eldavélina og ég sat úti og lét sólina sleikja mig. Þetta var yndisleg helgi. Alltaf varst þú reiðubúinn að snú- ast með eða fyrir kerlinguna ef þú hafðir tök á. Þegar ég stóð í flutning- um, sem var tvisvar á meðan þú og. Nina mín voruð trúlofuð, varst þú fyrsti maður á staðinn til að aðstoða. Elsku vinur, þó leiðir ykkar Nínu ættu eftir að skilja, voru það aldrei nein leiðindi, eins og þú sagðir við mig að þú óskaðir henni alls hins besta í lífinu, og ég veit að það kom beint frá hjartanu. Ég bið góðan Guð að vera með þér, elsku vinur. Elsku Gyða mín, Leó, Arnar, Ragnar, Ingibjörg og aðrir aðstand- endur, Guð gefi ykkur styrk í þess- ari miklu sorg. Ég vil kveðja með þessum sálmi. Nú legg ég aupn aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Ragna Guðrún Atladóttir. STEINÞÓR ÞÓRÐARSON GUÐMUNDUR ÁGÚST LEÓSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.