Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ NÝ RÍKISSTJÓRN Björn Bjarnason menntamálaráðherra Haldið áfram á svipaðri braut o g fylgt hefur verið BJÖRN Bjarnason tók á sunnudag- inn við lyklavöldum í menntamála- ráðuneytinu af Ólafí G. Einarssyni, sem tekur við embætti forseta Al- þingis. Björn sagði að það væri búið að vinna mikið að stefnumótun á flestum sviðum menntamála í menntamálaráðuneytinu á síðustu árum. Það væri verkefni sitt að fylgja þessari stefnumörkun eftir. Björn er fimmtugur lögfræðing- ur. Hann hefur starfað sem blaða- maður stærstan hluta starfsaldurs síns, en var um tíma skrifstofu- stjóri í forsætisráðuiieytinu. Björn var kosinn á þing árið 1991. Hann er kvæntur Rut Ingólfsdóttur fiðlu- leikara og eiga þau tvö börn. Björn var spurður hvort búast mætti við að auknum fjármunum yrði varið til menntamála við valda- töku nýrrar ríkisstjómar. Stefnu Ólaf s G. fylgt eftir „Það er ríkisstjórnarinnar í heild og Alþingis að taka ákvörðun um hvernig fjármálum ríkisins verður hagað og hve miklum fjármunum er varið til menntamála. Það er hins vegar ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn eins og aðrir flokkar lagði ríka áherslu á mennta- og menningar- mál í sinni kosningayfirlýsingu þannig að við viljum efla þennan málaflokk. Einnig er mjög brýnt að standa vel að framgangi rann- sókna og vísindastarfsemi." Bjöm sagði að það ætti eftir að koma í ljós hvort miklar breytingar yrðu í menntamálaráðuneytinu við ráðherraskiptin. „Aðalatriðið er að á síðasta kjörtímabili var sjálfstæð- ismaður í foiystu fyrir þessu ráðu- neyti og hér hefur verið unnið mjög mikið starf varðandi stefnumótun í skóla- og menntamálum á öllum stigum skólanna. Það er því aug- ljóst að það verður haldið áfram á svipaðri braut og fylgt hefur verið.“ Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra Tilvísana- kerfið skoðað frá grunni „ÉG VEIT að þetta er mjög erfítt ráðuneyti en það leggst ekki illa í mig. Ég er tilbúin að takast á við þetta verkefni,“ sagði Ingibjörg Pálmadóttir, nýskipaður heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra. Sig- hvatur Björgvinsson, fráfarandi heilbrigðisráðherra, afhenti Ingi- björgu lykla að ráðuneytinu kl. 15 á sunnudag. Ingibjörg sagði í samtali við Morgunblaðið að þegar hefði verið ákveðið að fresta gildistöku tilvís- anakerfísins. „Það átti að taka gildi 1. maí en sérfræðingar hafa sagt upp samn- ingi sínum við Tryggingastofnun, sem þýðir það að ef samningnum er ekki frestað, þá þurfa sjúklingar að borga fleiri þúsund krónur fýrir komur til sérfræðinga og við erum ekki tilbúin til þess að ganga í svo harðar aðgerðir. Við ætlum að skoða þetta alveg frá grunni á ný,“ sagði hún. Aðalatriðið að nýta fjármagnið Aðspurð hvort hún hygðist ráð- ast í enn frekari spamað og niður- skurð í málaflokkum ráðuneytisins sagði Ingibjörg að enginn vafi léki á því að endurskoða þyrfti ýmsa hluti þegar takmarkaðir fjármunir væru til ráðstöfunar, „en það er aðalatriðið að nýta fjármagnið sem best,“ sagði hún. Ingibjörg er 46 ára gömul og er hjúkrunarfræðingur að mennt. Eig- inmaður hennar er Haraldur Stur- laugsson forstjóri og eiga þau fjög- ur börn. Hún átti sæti í bæjarstjórn Akraness 1982-1991 og var fyrst kjörin á Alþingi árið 1991. Ingi- björg er búsett á Akranesi og að- spurð sagði hún enga breytingu verða á því þrátt fyrir að hún tæki að sér ráðherrastarf. Einbýlis- og raðhús Gerðhamrar. Mjög gott 180 fm einb. á einni hæö. 2 stór barnaherb. (12 fm). Vandaðar innr. Parket, flísar. 40 fm innb. bílsk. Mikið áhv. Verð 14,8 millj. Jakasel. Einstakl. fallegt einb., hæð og ris, ca 180 fm auk 39 fm bílsk. 4 góö svefnh., sjónvstofa, stofa og boröstofa. Falleg ræktuð lóð. Skipti möguleg. Verð 14,5 millj. Esjugrund — Kjal. Mjög gott I34fm timburh. á einni hæð ásamt 50 fm bílsk. 4 stór barnaherb. Flísar og parket. Falleg lóð. Heiðvangur — Hf. Mjög gott einb- hús á einni hæð. 3-4 svefnherb., nýl. eld- hús, parket, flísar. Bílskúr. Mjög fallegur og sólríkur suðurgarður. Nesbali — Seltjn. Mjög fallegt ca 210 fm einb. á einni hæð með innb. tvöf. bílsk. 3-4 stór svefnherb. Forstofuherb., stofa, boröst., og sjónvarpsstofa. Arinn, parket, marmari. Falleg lóð og heitur pottur í garði. Hverafold. Vorum að fá sérstaklega fallegt 180 fm raðhús á einni hæð með innb. bílskúr. Fallegar stofur. Arinn. Áhv. 5 millj. Ásgarður — tvær íb. Mjög gott endaraðh. m. 2 íb. Stærri íb. er 130 fm á tveimur hæðum. 2 stofur, nýtt eldh. á neöri. hæð. 4 svefnherb. á efri hæð. Góðar suöur- svalir. Ca 30 fm bílsk. Minni íb. er 2ja herb. 56 fm kjíb. m. sérinng. Stofa og svefnherb. Heildarverð 13,8 millj. Seiðakvísl. Stórgl. og vandað einbhús á eínni hæð ca 155 fm auk 34 fm bílsk. 3 svefnherb. Parket, flís- ar. Nuddpottur i garðí. Mjög fallegt útsýní. Áhv. 1,7 millj. byggsj. Verð 16,8 miltj. Leiðhamrar — einb. Mjög fallegt og gott 195 fm einb. á einni hæð á fallegum útsýnisstað. 4 rúmg. svefnherb., 2 baö- herb., stofa og sjónvarpsstofa. Parket og flísar. 40 fm bílsk. Áhv. 9,6 millj. húsbr. Skipti mögul. Laus fljótl. Skólagerði — Kóp. Mjög gott ca 130 fm parh. á tveimur hæöum og mjög stór bílsk. 3 góö svefnherb. Parket og flfs- ar. Fallegur suðurgarður. Skipti mögul. á minni eign. Réttarholtsvegur. Vorum að fó gott 110 fm raðh. á tveimur hæðum. 2-3 svefnherb. Suðurgarður. Nýl. eldh. Áhv. 3,6 millj. Verð 8,2 millj. Klukkuberg - Hf. Stórgl. 258 fm parhús é tveimur hæðum á þessum fráb. útsýnisst. Eignln er öll hin-vandaðasta. Sérsmíðaðar innr. Góð gólfefnl. Innb. 30 fm bilsk. Sklpb mögul. Tungubakki. Mjög gott endaraöh. á pöllum. 2-3 svefnh. Stórar svalir. Nýjar flís- ar á gólfum. Falleg lóð. Bílsk. Eign í sérfl. Verð: Tilboö. Skipti mögul. á minni eign. 5 herb. og sérhæðir Glaðheimar. Nýtt í sölu: 118fm neðri sérhæð ásamt bílskúr á eftirsóttum stað. 2 stofur, 3 svefnherb. Suðursvalir. Aukaherb. í kj. Sólstofa. Heiðarhjaili — Kóp. Stórgl. 122 fm efri sérhaeð. Fráb. útsýni. Eign ekki fullb. Góður bílsk. Áhv. 5,8 millj. Verð 10,8 millj. Funafold — sérh. Mjög góð ca 130 fm efri sérhæð ásamt góðum bflsk. Fallegar innr. Góð gólfefni. Allt fullb. Áhv. 4,4 millj. Mögul. á skiptum á 2ja-3ja herb. íb. Melabraut. Sérl. björt og falleg 107 fm hæð m. aukaherb. ( risi. Parket, flísar. Mikið útsýni. Nýstandsett hús. íp?) FJÁRFESTING IbS FASTEIGNASALA f Sími 562-4250 Borgartúni 31 Sólheimar. Björt og falleg 85 fm íb. á 7. hæð. 2 svefnh. Parket. Suðursv. Fráb. útsýni. Skipti á stærri eign í hverfinu koma til greina. Laugavegur. Nýtt í sölu: 106 fm ný- standsett íb. á efstu hæð. Stofa, hol og 2 svefnherb. Parket. Nýtt þak. Áhv. 4,8 millj. Verð 6,5 millj. Geitland. Mjög góð ca 90 fm íb. á jarðh. Tvö stór svefnh. Fallegur sérgarður. Brædraborgarstígur. Mjög góð 156 fm efri sórhæð. 4 svefnherb., bókaherb., stofa og borð- stofa. Parket. Innb. 40 fm bílsk. Vlnnuherb. Blönduhlíö - sérhæð. Vel stað- sett 124 fm, góð íbúð á 2. hæð ásamt 40 fm bílskúr. Stór herb. Nýlegt eldhús. Kambsvegur. Vorum að fá í sölu góða 130 fm neðri sérh. ásamt 30 fm bílsk. 4 svefnherb., tvær saml. stofur. Parket. Gott verð. 4ra herb. Hvassaleiti. Vorum að fá falleg 100 fm íb. á 3. hæð ásamt bílsk. 3 svefnherb. Frostafold í einkasölu ein alglæsileg- asta íbúðin í Grafarvogi ca 80 fm. Merbau-parket, flísar. Sérþvottahús í íb. Sérgarður. Áhv. 4,1 millj. byggsj. Verð 7,3 millj. Fallegt útsýni. Suðursv. Seljabraut. Góð ca 100 fm íb. á 1. hæð. 3 svefnherb. Parket. Suöursvalir. Ný- standsett að utan. Stæði í bílgeymslu. Álfatún - Kóp. Vorum að fá stórglæsil. nýstands. 100 fm íb. ásamt 26 fm bilsk. Nýtt beykiparket á gólfum, nýtt eldh., 3 góð svefnherb., góð stofa. Stórar suöursv. Fráb. útsýni. Verð 10,5 millj. Suðurhólar. Góð endaíb. ca 100 fm. 3 svefnherb. Suðursv. Mikið útsýni. Stutt í skóla, sundlaug og verslanir. Laus fljótl. Hraunbær. Vorum að fá góða 105 fm ib. á 3. hæð. Stofa og borðst. Sérsvefnherbálma. 3 svefnherb. Verð 7,3 millj. Orrahólar - lyftuhús. Stórgl. 88 fm íb. á 6. hæð. 9 fm suður- svalir. Parket. Stór svefnh. Stórkostl. útsýni. Falleg sameign. Bjargarstígur. Á þessum eftirsótta stað góð talsvert endurn. 53 fm neðri sérh. Stofa og 2 svefnherb. Nýl. slípaöur gólfpan- ell. Góður suöurgarður. Áhv. 2,8 millj. Verð 5,2 millj. Bauganes. Nýuppg. björt og falleg 86 fm ib. á jaröhæö. 2 evefn- herb. Stórt nýtt eldhús. Nýtt gler, nýjar pipul. Allt nýmélað. Verð 6,0 mlllj. Áhv. 2,4 mlllj. byggsj. Flétturimi 4 - glæsiíb. - einkasala Betri frágangur - sama verð Til afhendingar strax. Fullbúnar glæsilegar íbúðir á frábæru verði. 3ja herb., verð 7,5-8 millj. 4ra herb. íb. m. stæði í bílgeymslu, verð 9.550 þús. (búðirnar afh. fullb. m. parketi, Alno- innr., skápum og flísal. baði, sérþvhús. Öll sameign fullfrág. Til sýnis virka daga kl. 13-17. Ljósheimar. Stór og góð ib. á 6. hæð í lyftuh. 3 góð svefnherb. Nýl. stórt eldh. Suövestursv. Bílsk. Grenimelur. Nýtt-nýtt: Falleg og mikíö endurn. 88 fm neðri sér- hæð. 2 svefnherb., saml. stofur. Nýl. eldh. og nýtt bað. Verð 7,7 millj. 3ja herb. Fellsmúli. Vorum að fá góða 87 fm fb. 2 svefnherb., mjög stór stofa. Suðursvalir, fallegt útsýni. Laus fljótl. Verð: Tilboð. Kópavogsbraut — nýtt. Mikiö endurn. og falleg 75 fm ib. á jarðhæð. Nýtt eldhús, nýtt bað, nýtt gólfefni. Sórinng. Áhv. 3 millj. Verð 6,5 millj. Irabakki. Vorum að fá mjög góöa og fallega (b. ð 2. hæð. Tvö svefnherb. Nýtt parket. Tvennar svalir. Verð 5,8 millj. Hraunbær. 3ja-4ra herb. mjög góð ca 100 fm (b. á 3. hæð. 2 svefnh. (mögul. á þremur). Suðursv. Fallegt útsýni. Verð aðeíns 6,5 millj. Opið mánud.-föstud. 9-18, lau. kl. 12-15 Hilmar Óskarsson, Steinþór Ólafsson. Sigurður Jónsson. Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hdl. 2ja herb. Garðhús. Nýtt i sölu: Gullfalleg 66 fm íb. é jarðhæð m. sérgarði. Hvitar flisar á gólfum. Sérþvhús og geymsla. Mjög góð 5,0 millj. byggsjlán áhv. Krummahóiar. Ein3takl. faileg 60 fm ib. á 6. hæð. Mjög stórar suð- ursv. Parket. Nýl. innr. Gervihnatta- sjónv. Frystigeymsla. Áhv. 3 m. Mávahlíð — ris. Nýtt í sölu 70 fm rishæð. Stór stofa og stórt svefnh., þvottah. á hæðinni. ib. mjög lítið undir súð. Vallarás. Falleg og góð 58 fm ib. á 5. hæð. Stórt svefnh. Vandaöar innr. Góð sam- eign. Suðursv. Fallegt útsýni. Vesturberg. Björt og rúmg. 60 fm ib. á efstu hæð. Stór stofa. Fráb. útsýni. Áhv. 2 millj. V. 4,9 m. Þórsgata. Vorum að fá ca 50 fm íb. á 1. hæð (ekki jaröh.). Stofa og svefnherb. Pvottah. í íb. Verð 4,3 millj. Hraunbær. Vorum að fá mjög fallega og bjarta íb. á jarðhæð. Eikarparket og flfs- ar. Skipti mögul. á 3ja-4ra herb. ib. í Bökk- um. Áhv. 2,4 millj. byggsj. Verð 5,2 millj. Nýjar ibúðir Tjarnarmýri — Seltjn. Glæsilegar fullbúnar 3ja, 4ra og 5 herb. ib. m. stæði í bilgeymslu. Eldhinnr. og skápar frá AXIS. Blomberg-eldavél. Flisal. baðherb. Sérl. vönduð sameign og frág. lóð. (b. eru til afh. nú þegar. Arnarsmári — Nónhæð. | jD° ° o | hd d i °d p. □ K |§2f H' O0 ‘j “Öí^! auiHira Fallegar 3ja og 4ra herb. íb. á góðu verði á þessum eftirsótta stað. Teikn. og nánari uppl. á skrifst. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra Mikilvægt að kynna sér- stöðu íslands í Evrópu „ÉG mun fyrst og fremst byggja á þeirri utanríkisstefnu sem Islend- ingar hafa fylgt í gegnum tíðina með áherslu á aðildina að Atlants- hafsbandalaginu og varnarsam- starfið við Bandaríkin. Ég hef mik- inn áhuga á að treysta betur sam- starfið við Bandaríkin. Það er jafnframt nauðsynlegt að treysta enn frekar samskiptin við Evrópusambandið. Ég hyggst líka reyna að koma á betra sambandi milli Norðurlandasamvinnunnar og Evrópusamvinnunnar og tel mig geta sinnt því, meðal annars vegna reynslu minnar af Norðurlandasam- starfi. Ég hef mikinn áhuga á sam- starfi við ríki við Norður-Atlants- hafið, auk þess skipta samskipti við aðrar heimsálfur, ekki síst Asíu, miklu máli. Verkefnin blasa því hvarvetna við í utanríkismálum," segir Halldór Asgrímsson, nýskip- aður utanríkisráðherra. Mikil þróun í utanríkismálum „Ég hef orðið var við að margir eru undrandi á því að ísland skuli ékki sækja um aðild að Evrópusam- bandinu og mér finnst að ekki hafi verið lögð áhersla á að útskýra okkar sérstöðu. Fiskveiðistefna Evrópusambandsins tekur mið af þröngum sérhagsmunum innan Evrópusambandsins vegna þess að fiskveiðimálin hafa afar litla þýð- ingu í heild fyrir þessi ríki. Sjávarút- vegurinn þar er rekinn með veruleg- um styrkjum en það er stefna sem engin iðnaðarþjóð myndi bjóða sín- um iðnaði. Þjóðveijar eða Svíar gætu aldrei hugsað sér að reka iðn- aðinn í gegnum styrktarsjóð. Ef þessi mál eru útskýrð þá fallast menn á okkar rök. Sama máli gegnir um þýðingu fiskveiðiauðlindarinnar fyrir ísland og þeirrar stefnu okkar að við get- um ekki hugsað okkur að aðrir stjómi henni eða hafi aðgang að fiskimiðunum. Þetta skilja menn þegar þessi mál eru útskýrð og mér fínnst full ástæða til að koma þess- um sjónarmiðum betur á framfæri," sagði Halldór. Hann var þá spurður hvort með áherslu á að skapa skilning á sér- stöðu Islands væri jafnframt verið að leggja grundvöll að hugsanlegri aðild að ESB síðar meir. Sagðist Halldór ekki ætla að taka afstöðu til þess á þessari stundu. „Ég hef sagt að ísland sæki ekki um aðild að ESB á kjörtímabilinu. Það er mikilvægt að við kynnum okkar sjónarmið, Það veit enginn hvað getur gerst í Evrópu um næstu aldamót. Múrinn féll á stuttum tíma án þess að allir sæju það fyrir. Það er mikil þróun í utanríkismálum sem ekki er gott að sjá fyrir," svar- aði hann. Halldór sagðist vonast eftir að framþróun yrði í viðræðunum um Barentshafsveiðamar milli íslend- inga, Norðmanna og Rússa en við- ræður embættismanna þjóðanna halda áfram á miðvikudag og standa fram á föstudag. „Það er allt of snemmt að segja til um ár- angurinn," sagði hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.