Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Móðir mín, KATRÍN GUÐMUNDSDÓTTIR WELCH frá Flekkuvík, andaðist í sjúkrahúsi í Glenrothes, Skotlandi, laugardaginn 22. apríl. Fyrir hönd aðstandenda, David Welch. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR B. ÞÓRÐARSON kjötiðnaðarmaður, Neðstaleiti 4, lést í Borgarspítalanum 21. apríl. Fyrir hönd vandamanna, Eva S. Bjarnadóttir. t Faöir okkar, FRIÐJÓN JÓHANNSSON frá Skálum á Langanesi, tit heimilis á Hrafnistu, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum þann 22. apríl. Haraldur Friðjónsson, Jóhann Gunnar Friðjónsson, Edda Gundersen, Sigurdór Friðjónsson, Tómas Friðjónsson. t Eiginkona mín, BJÖRNEY HALLGRÍMSDÓTTIR, Kópavogsbraut 1 b, áðurtil heimilis á Öldugötu 12, Hafnarfirði, andaðist í Landspítalanum 22. april. Fyrir hönd afkomenda, Jón Jónsson. t ‘ Systir okkar, VALGERÐUR TRYGGVADÓTTIR, Laufási, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 26. apríl kl. 13.30. Klemens Tryggvason, Þorbjörg Tryggvadóttir, ÞórhallurTryggvason, Björn Tryggvason, Agnar Tryggvason, Anna Guðrún Tryggvadóttir. Móðir okkar, fósturmóðir og tengda- móðir, GUÐRÍÐUR ÁRNÝ ÞÓRARINSDÓTTIR, áðurtil heimilis á Hjallavegi 1, Reykjavík, lést á Skjóli við Kleppsveg 23. apríl sl. Þórunn Klemensdóttir, Þröstur Ólafsson, Þórarinn Klemensson, Ásdís Sigurgestsdóttir, Ólöf Inga Klemensdóttir, Grétar Hjartarson. t Elskuleg dóttir okkar og systir, INGA BIRNA PÉTURSDÓTTIR, Vallarbraut 9, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju fimmtudaginn 27. apríl kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir, sem vilja minnast hennar, láti Styrktar- félag krabbameinssjúkra barna eða Barnadeild Hringsins njóta þess. Pétur Jóhannsson, Sigurveig Kristjánsdóttir, Jóhann Pétur Pétursson, Berglind Ósk Pétursdóttir, Sigrún Svansdóttir, Þórir Þórarinsson, Þórey Svana Þórisdóttir. MARGRÉT KONRÁÐSDÓTTIR + Margrét Konráðsdóttir fæddist 25. febrúar 1908. Hún Iést 6. apríl síðastliðinn og var jarðsungin frá Fossvogs- kapellu 18. apríl si. En handan við fjöllin og handan við áttimar og nóttina rís tum ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er fórinni heitið. (Snorri Hjartarson) LÍTILL sjö ára pottormur skundar að heiman ofan úr Álfheimum með poka um öxl til að lifa sjálfstæðu lífí. Strax þegar komið er niður að Suðurlandsbraut gerist þó hinn stóri heimur all ógnvænlegur svo kúrsinn er tekinn í skyndingu á Stigahlíð 22 til að þiggja ráð hjá afa og ömmu fyrir frekari heims- reisu. Á móti honum Óla sínum tekur þar síðan amma Margrét, brosandi, hlý og mjúk og hlustar þolinmóð á áform Óla síns um vænt- anlegt ferðalag um heiminn. Hann væntir þess þó að amma muni skjóta skjólshúsi yfir hann, svona fyrstu nóttina og því er áfallið mik- ið þegar amma laumast til að hringja í mömmu og láta vita um litla strokufangann. Til að sefa ósigurinn er þó boðið upp á heitar kleinur og eftir heimspekilegar vangaveltur er komist að þeirri nið- urstöðu að líklega sé best að láta heiminn bíða um sinn, hann yrði hvort eð er kyrr á sínum stað um ókomin ár. Amma okkar, Margrét Konráðs- dóttir, sem nú er öll, skilur eftir sig stórt skarð í lífi okkar systkinanna, sem og flestra sem kynntust henni. Af sínum andlega gnægtabrunni jós hún dýrum gjöfum sem hafa mótað okkur öll og gert okkur að betri manneskjum. Hún opnaði augu okkar fyrir hinni raunverulegu auð- legð lífsins og að una glaður við sitt, leita ekki langt yfir skammt og kunna að skilja kjarnann frá hisminu. Oft þegar umræður fóru fram við kaffiborðið og málin virt- ust flókin og í óleysanlegum hnút kom amma í gættina og kastaði fram lausninni í einni setningu og sagði síðan: „Elsku, fáið ykkur meira kaffí.“ Samkvæmt óskráðri lífsspeki hennar var það nefnilega afskaplega óviturlegt að ræða al- varleg málefni nema yfir góðum kaffíbolla og nokkrum listilega gerðum kökum, einkum marengs- kökum. í minningunni eru það reyndar marengs-tertur sem skipa sinn veg- lega sess. Þegar við systkinin dvöld- umst oftlega í gæslu hjá afa og ömmu komum við jafnan bústin og sæl og einhveijum kílóum þyngri úr vistinni. Þar var okkur nefnilega kennt að það væri ósiður og ókurt- eisi að smakka ekki á öllum sortum og þar sem marengs-tertur voru í sérstöku uppáhaldi hjá Steina afa, voru jafnan nokkrar tegundir slíkra á borðum, ásamt pönnukökum og öðru góðgæti, sem við urðum að gera skil, ættum við að teljast sæmi- lega vel upp alin. Þar fengum við líka að horfa á Lassí, Roy Rogers og íjölbragðaglímu með afa í kana- sjónvarpinu, þó amma segði með vissu millibili: „Heldurðu að bömin hafí nú gott af þessu, Steini minn?“ Löngu seinna þegar við komum með börnin okkar í heimsókn voru sams konar dásamlegar marengs- tertur á borðum, sem ungviðinu þótti nákvæmlega jafn góðar og okkur forðum. Umhyggjusemin var einnig söm fyrir þessum kálfum okkar sem voru að byija að fóta sig: púðar hér og þar, dúkkur galdr- aðar fram, Mackintosh og ekki mátti neinum verða of kalt. Við sem nú syrgjum ömmu okkar minnumst hennar sem tignarlegrar konu sem fram undir það síðasta gekk í háhæluðum skóm á tyllidög- um með reisn og þokka hefðardöm- unnar. Fötin hennar voru valin af smekkvísi, þó þau væru kannski heimasaumuð af henni sjálfri sem reyndar var líka fræg hannyrða- kona. Aldrei gat ókunnugur séð að þar færi alþýðukona sem lengi framan af þurfti að beijast hörðum höndum fyrir lífsviðurværi sínu. Hún harmaði þó aldrei hlutskipti sitt, heldur brosti og þakkaði, ekki minnst þegar forsjónin leiddi Steina afa, eftirlifandi eiginmann hennar, til hennar. Öll höfum við systkinin dvalið langdvölum erlendis og saknað heimahaganna og ekki síst ömmu. Hefur þá jafnan ein minning um hana skotið oftar upp kollinum en aðrar: í fjölskyldukartöflugarðinum í Skammadal stendur amma, sæl og brosandi, albúin að hefja upp- skerustörfín. Hún horfir kankvís á lág grösin í garði foreldra okkar og smælkið sem undan þeim kem- ur. Síðan stingur Steini afi forknum af festu undir fyrsta grasið í þeirra garði og undan því velta stórar vænar kartöflur í tugatali af teg- undinni Ólafsrauður. Stundin er lotningu blandin og meðan amma tínir kartöflurnar fimlega upp í föt- una og strýkur moldinni í leiðinni, segir hún fyrir munni sér: „Þær hafa nú aldeilis fengið í sig ljósið í sumar, blessaðar." Og líkt og kartöflurnar, sem hún amma okkar setti niður í fóstuijörð- ina kærleiksríkum höndum á vorin, náðu að vaxa og dafna, náðu flest- ir sem á vegi hennar urðu, að vaxa af visku og dáð. Fyrir ljós hennar sem mun lýsa okkur um ókomna tíð erum við takmarkalaus þakklát. Dúa, Ólafur og Eiríkur. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, SIGURÐUR KRISTINN ÞÓRÐARSON, Hátúni 19, lést í Borgarspítalanum 21. apríl. Sesselja Víglundardóttir, Þórhildur Vigdís Sigurðardóttir Helga Sigurðardóttir, Hörður Pétursson. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA KRISTÍN GUÐJÓNSDÓTTIR, Vallargötu 29, Þingeyri, sem lést 13. apríl, verður jarðsungin frá Þingeyrarkirkju á morgun, miðvikudag- inn 26. apríl, kl. 14.00. Sigurjón Andrésson, Sólveig Sigurjónsdóttir, Matthias Guðjónsson, Kristján Sigurjónsson, Ólaffa Sigurjónsdóttir, Guðberg Kristján Gunnarsson, Andrés Sigurjónsson, Elínborg G. Sigurjónsdóttir, Þórður Arason, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær systir okkar og frænka, ÁSA HJALTESTED, Austurbrún 6, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík á morgun, miðvikudaginn 26. apríl, kl. 10.30. Birna Hjaltested, Guðriður B. Hjaltested, Anna L. Hjaltested og frændsystkini. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KJARTANS R. GÍSLASONAR, Sunnuvegi 11, Selfossi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkrahúss Suðurlands, Selfossi. Þórleif Guðjónsdóttir, Ársæll Ársælsson, Sigurbjartur Kjartansson, Arndis Gísladóttir, Eygló Kjartansdóttir, Laufey Kjartansdóttir, Ingvi R. Sigurðsson, Ásta Kjartansdóttir, Haukur Sigurðsson, Erla Kjartansdóttir, Óskar Björnsson, Sigurborg Kjartansdóttir, Pétur H. Birgisson, Guðjón Kjartansson, Brynhildur Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.