Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 23
(# LOWARA 60RH0LU DÆLUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 2 LISTIR Morgunblaðið/Sig. Jóns FLYTJENDUR Föstu- sálma Elínar Gunnlaugs- dóttur í Selfosskirkju. Nýtt tón- verk flutt í Skálholti og á Selfossi Selfossi. Morgunblaðið. Nýtt tónverk, Föstusálmar, eftir Elínu Gunnlaugsdóttur tónskáld á Selfossi, var flutt á föstudaginn langa í Selfoss- kirkju og í Skálholti. Verkið er í reynd þrír sálmar við texta úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Það var samið á árunum 1991 til 1994. Tveir sálmanna hafa verið fluttir áður en sá þriðji var frum- fluttur. Sálmarnir voru fluttir við messu í Skálholti og síðan í Selfosskirkju eftir að árlegum Passíusálmalestri var lokið. Það var kammerkór undir stjórn Egils Gunnarssonar sem flutti Föstusálmana og þótti flutningurinn takast vel og verkið vera eftirtektarvert í alla staði. Elín Gunnarsdóttir er frá Laugarási í Biskupstungum. Hún útskrifaðist úr tónfræði- deild Tónlistarskóla Reykja- víkur vorið 1993 og stundaði þar tónsmíðanám hjá Þorkeli Sigurbjörnssyni, Hróðmari Inga Sigurbjörnssyni og Guð- mundi Hafsteinssyni. I vetur hefur hún stundað nám hjá Theo Loevendie við Konung- lega tónlistarháskólann í Den Haag í Hollandi. KVIKMYNPIR Bíóborgin, Sagabíó RIKKI RÍKI („RICHIE RICH“) + + Leikstjóri Donald Petrie. Aðalleik- endur Macauley Culkin, John Larro- uqette, Christine Ebersole, Edward Herrman, Claudia Schiffer. Banda- risk. Warner Bros 1994. HÉR segir af .hinum barnunga Rikka (Macauley Culkin), erfingja o'kasta manns á jarðríki. Hann býr við allsnægtir og virðist ekkert skorta í þessari öfundsverðu að- stöðu. Eða hvað? Það er reyndar ekki allt sem sýnist. Hann fær nefnilega ekkert tækifæri til að lifa eðlilegu lífi tólf ára stráks. Litli ríkur Einkaþjónninn víkur ekki frá hon- um og þar fyrir utan umgengst hann eiginlega enga aðra en for- eldrana (Edward Herrman, Christ- ine Ebersole) og hundinn sinn. Jafnaldrar Rikka eru nánast geim- verur í hans augum. Þetta á eftir að breytast þegar vondi kallinn Van Dough (John Larrouqette) hyggst sölsa undir sig ríkidæmið og koma foreldrum Rikka fyrir kattarnef. Eru þau talin af um sinn og hangir líf stráksa á blá- þræði. Nýir vinir koma honum þá til hjálpar. Óneitanlega talsverð Aleinn he/ma-lykt af þessu öllu saman, strák-kægill lendir í slæm- um málum og verður að beita öllu sínu mikla hyggjuviti til að hafa betur en skúrkarnir. Það örlar á boðskap; ekki er allt falt fyrir pen- inga en sá broddur er reyndar ósköp daufur, tæpast við öðru að búast úr smiðju Joels Silvers. Framleiðslan er hressileg og ekk- ert til sparað að gera Rikka ríka að líflegri skemmtun. Draumaver- öldin hans Rikka, með sínum inn- byggða Makkdónalds, einkarússí- bana og tæknibrellum nær örugg- Gæðavara, mikið úrval, hagstætt verð, örugg þjónusta. = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260 lega til yngri barnanna á bænurr en bregst nokkurn veginn boga- listin er hún miðar á fjölskyldu- markaðinn. Til þess að hitta hefði Rikki ríki þurft að vera fjölskrúð- ugri skemmtun, krydduð bragð- meiri persónum og leikurum. Svo er að sjá sem tími barnastjörnunn- ar Culkins sé liðinn undir lok, hva.ð svo sem gerist þegar pilturinn kemst úr mútum. Hann getur ósköp lítið hresst uppá Rikka og ekki frítt við að rembingstaktarnir í drengnum séu orðnir þreytandi. Aðrir leikarar eru heldur daufir. John Larrouquette tekur þó smá spretti og breskur leikari í hlut- verki einkaþjónsins er bráðfyndinn á köflum. Slarkfær fjölskyldu- skemmtun, góð fyrir ungviðið. Sæbjörn Valdimarsson ÁSLAUG MAGNUSDOTTIR LÖGFRÆÐINGUR, UM LÍFEYRISSJÓÐINN EININGU Lífeyrissjóðurinn Eining er sereignarsjoður. Það þýðir að framlag hvers sjóðfélaga og mótframlag atvinnurekanda er séreign sem erfist Auk þess fær sjóðfélagi í sinn hlut vaxtatekjur og verðbætur vegna eignar sinnar í lífeyrissjóðnum. Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 568 9080 og fáðu sendar nánari upplýsingar. KAUPÞING HF Löggilt verðbréfafyrirtœki í eigu Búnaðarbankans ogsparisjóðanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.