Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÆVAR ÞOR VALDSSON + Ævar Þor- valdsson fædd- ist á Landspítalan- um 3.12. 1986. Hann Iést 14. apríl sl. Foreldrar hans eru Þorvaldur Friðþjófsson, f. 31.1. 1959, og Bryndís Ævars- dóttir, f. 26.11. 1959. Systkini Æv- ars eru Gyða Þor- valdsdóttir, f. 14.9. 1982, og Sigurður Oli Þorvaldsson, f. 3.10. 1988. Ævar verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 25. april, og hefst athöfnin kl. 13.30. Vertu sæl, vor litla, hvita lilja, iögð í jörð með himnaföður vilja, leyst frá lífi nauða; ljúf og björt í dauða lést þú eftir litla rúmið auða. Vertu sæl, vor litla ljúfan blíða, lof sé Guði, búin ertu’að striða. Upp til sælu sala saklaust bam á dvala. Lærðu ung við engla Guðs að tala. (Matth Jochumsson.) Elsku litli drengurinn minn takk fyrir allt. Guð geymi þig og sofðu rótt. Amma Ragnheiður. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll bömin þín svo blundi rótt. (Matth. Jochumsson.) * Síðastliðinn föstudag, hinn 14'. apríl, fengum við þær sorglegu fréttir að hann Ævar, litli frændi \ 1RNRBEHG "II Glæsilegur salur, góð þjónusta og veglegt kaffihlaðborð kr. 7fl0- F iRFIS D RYKKÍAN Veislusalur Lágmúla 4, sími 588-6040 Btómastofa Fnöfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öli kvöld tíl kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. % okkar, væri fallinn frá. Þrátt fyrir fötlun hans og oft mikil veikindi á unga aldri var fráfall hans mikið reiðarslag fyrir alla. Ævar var iífsglaður lítill drengur sem veitti nærstöddum ávallt gleði með góðu skapi og innileika sínum. Hann hafði mikla unun af tónlist og var „tæk- ið“ hans fasti punktur í tilverunni. Elsku Ævar okkar, við viljum þakka þér fyrir brosið, hláturinn og allar góðu minningarnar. Það er okkur mikil huggun að vita að þú ert ekki einn, hann afi þinn Diddó gætir þín. Við kveðjum þig með tár í augum en minnumst þín með bros í hjarta. Elsku Valdi, Didda, Gyða og Siggi. Guð veiti ykkur styrk því missir ykkar er mikill. Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin ljúfu og hljóðu kynni af alhug þökkum vér. Þinn kærleikur í verki, var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum sem fengu að kynnast þér. Friðþjófur, Thelma og Friðsemd. Sæll ert þú, er saklaus réðir sofna snemma dauðans blund, eins og lítið blóm í beði bliknað fellur vors um stund. Blessað héðan barn þú gekkst, betri vist á himni fékkst, fyrr en náðu vonska’ og villa viti.þínu’ og spilla. (Þýð. Ólafur Indriðason) Við viljum kveðja litla frænda okkar, Ævar Þorvaldsson, sem lést að morgni föstudagsins langa. Kall- ið kom fyrirvaralaust, litli sólar- geislinn var búinn að vera að bíða eftir sumrinu. Bíða eftir því að fara í hjólatúr með Ævari afa og týna sumarblóm handa mömmu og pabba. Elsku Ævar, með þessum fátæk- legu orðum viljum við kveðja þig að sinni. Guð geymi þig. Legg ég nú bæði líf og önd, Ijúfi Jesú, í þína hönd, BRHSDRyKKJUR Glæsilegir salir, gott verb .„oggóbþjónusta.^ Æfk VEISLUELDHUSIÐ ALFHBMUM 74 - S. 568-6220 I Krossar J áleiði I vi&arlit og máloSir. Mismunandi mynsfur, vönduo vinna. Simi 91-35929 oq 35735 Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 FLUGLEIDIR MINNINGAR síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgnmur Pétursson.) Elsku Valdi, Didda, Gyða og Siggi, ömmur, afi og fjölskyldan öll. Missirinn er mikill og megi Guð gefa okkur öllum styrk til að tak- ast á við þessa miklu sorg. Blessuð sé minning hans. Svava, Hafsteinn, Berglind, Guðjón og börn. Af okkar kynnum fagra birtu ber bestu þakkir geymi í huga mér. Lífsins gjafir skærast lýsa nú Ijós í myrkri er gefa nýja trú. Sólarylinn bros þitt sendir hér frá sálu þinni hvar sem lifað er allt það góða er blundar bijóstum í blíður geislinn vekur það á ný. (J.E.) í dag kveðjum við nemanda okk- ar, fallega drenginn hann Ævar. Er hann kvaddi okkur fyrir páska, glaður að vanda, renndi engan í grun að við mundum ekki hittast á ný. Átta ár eru ekki löng ævi, og ekki voru sporin hans alltaf jafn létt og átakalaus. En einstök um- hyggja og ást foreldra og systkina umvafði hann og endurspeglaðist í öllu hans lífi. Erfiðir dagar og tímar gleymdust svo undur fljótt við geisl- andi bros hans og ljúfa lund. Ævar var sólargeisli sem gerði líf okkar ríkara og bjartara, og hann skilur eftir sig minningu sem heldur áfram að hlýja og auðga líf okkar um ókomin ár. Við kennarar og bekkj- arfélagar Ævars kveðjum vin okkar og félaga með söknuði og þökkum fyrir þann tíma sem við áttum sam- an. Við sendum foreldrum, systkin- um og öðrum ættingum samúðar- kveðjur. Heiður Vigfúsdóttir, Jórunn Elídóttir. Á föstudaginn langa barst okkur sú sorgarfrétt að Ævar litli hafði kvatt þennan heim. Það kom okkur á óvart hve fljótt hann kvaddi okk- ur, hann sem var svo fullur af lífs- orku og gleði. Elsku Ævar, við þökkum þér fyrir samverustundirnar sem við áttum með þér. Minning þín mun ávallt vera í hjörtum okkar. Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin ljúfu og hljóðu kynni af alhug þökkum vér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum sem fengu að kynnast þér. (Davíð Stefánsson) Elsku Þorvaldur, Bryndís, Gyða Hrund og Sigurður Óli. Megi Guð gefa ykkur styrk í sorg ykkar. Starfsfólk Skammtíma- vistunar Hnotubergi. Skilafrest- ur vegna minningar greina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. + Ágústa Frí- mannsdóttir fæddist í Reykjavík 4. september 1958. Hún lést í Landspít- alanum 15. apríl sl. Ágústa var jarð- sungin frá Akur- eyrarkirkju 24. apríl sl. ÉG tók andláti Ágústu þegjandi. Ótal minn- ingar þutu um huga minn, minningar sem ekki verða teknar í burtu. Ég er stoltur yfir því að hafa fengið að kynnast henni. Kveðja mín er stutt en hlý, söknuði verður ekkilýst með orðum. Einar Orn Jónsson. Þegar við starfsfólk sjúkrahúss og heilsugæslu á Blönduósi fréttum lát Ágústu 15. apríl sl. eftir aðeins tveggja vikna veikindi þar sem eng- inn mannlegur máttur fékk neitt við ráðið, var sem ský drægi fyrir sólu. Einn ágætur samstarfsmaður okkar, félagi og vinur var horfinn úr hópnum, óvænt og miskunnar- laust. Við sátum eftir með harm í huga. Það var óskiljanlegt að Ág- ústa, þessi lífsglaði og góði félagi okkar sem rúmum hálfum mánuði áður hafði, hress og áhugasöm, tek- ið þátt í önn dagsins, væri nú ekki lengur á meðal okkar. Öllum var okkur svipað farið er við heyrðum þessi hörmulegu tíðindi. En svona er nú lífið einu sinni, skin og skúr- ir, gleði og sorg, stundum óskiljan- legt með öllu. Ágústa starfaði sem hjúkrunar- fræðingur við Héraðssjúkrahúsið á Blönduósi, frá því hún flutti til Blönduóss árið 1989 ásamt fjöl- skyldu sinni. Okkur sem unnum með Ágústu verður ailtaf ofarlega í huga glaðvær og góður félagi og vinur. Hún var hjartahlý, hress og ákveðin, alltaf vakandi í starfi sínu, árvökul um allt sem til betri vegar mátti horfa. Hún var miklu oftar veitandi en þiggjandi I lífi sínu og starfi. Ágústa hafði flesta þá kosti til að bera sem prýða mega góðan hjúkrunarfræðing. Það var lán okk- ar að fá að njóta þess að eiga hana að samstarfsmanni, félaga og vini. Starf sitt vann hún af hlýju, metn- aði og öryggi. í félagsstörfum innan stofnunarinnar lét hún sitt ekki eft- ir liggja, s.s í skemmtinefndum, starfsmannaráði, launanefnd hjúkr- unarfræðinga og öllu því sem máli skipti. Alltaf vildi hún að hinn mannlegi þáttur og réttlæti væru virt. Ágústa bar ávallt hag fjölskyldu sinnar fyrir bijósti og fóru kærleik- ar og samheldni þeirra hjóna ekki framhjá neinum er til þekkti. Enn eigum við erfitt með að átta okkur á að Ágústa skuli vera dáin. Ung kona, full af vonum og draum- um um lífið, er hrifin burt frá okk- ur. Hennar er sárt saknað, en sár- astur harmur er þó kveðinn að eig- inmanni hennar Omari og börnum; Eydísi, Unni og Frímanni, foreldr- um hennar og tengdaforeldrum. Við samstarfsmenn Ágústu heit- innar færum öllum ástvinum henn- ar okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau í sorginni. Öll þökkum við henni sam- fylgdina og samstarfið, og einnig það fordæmi sem hún í lífi sínu og breytni gaf okkur samfylgdarmönn- um sínum. Við biðjum henni bless- unar á ókomnum vegum. Samstarfsfólk Héraðs- sjúkrahúss og Heilsu- gæslu, Blönduósi. Laugardagur fyrir páska, árla morguns, kyrrð í höfuðborginni. Við vorum að leggja af stað norður í land að heimsækja vini eins og oft áður um páska. - Á Kjalarnesi hvasst, Hvalfjörðurinn úfinn. Á Holtavörðu- heiði vermdi sólin fann- hvíta víðáttuna og feg- urðin virtist ríkja ein. Blönduós var í augsýn og hugurinn reikaði til Águstu vinkonu og bekkjarsystur í Menntaskólanum á Akureyri, sem þar bjó. Ég sá hana fyrir mér háa og spengilega. Dökka hárið vel greitt og fötin klæðileg. Þannig hafði hún alltaf verið og væri enn. Minnti brosið hennar Ágústu ekki dálítið á órætt bros Monu Lisu? Ég gat stundum lesið úr því glettni og ákveðna dulúð. Enn var Ágústa rpér fyrir hugskotssjónum. Hún var að sýsla við heimilisstörf, fumlaus handtök, hver hlutur á sínum stað eins og á skrifborðinu hennar í Álfa- byggðinni. Þá mundi ég eftir latínu- glósunum hennar. Þær voru lista- verk sem við bekkjarsystkinin dáð- umst að og tókum okkur til fyrir- myndar. Ágústa var bæði iðjusöm og hafði gott lag á að skipuleggja vinnu sína enda sóttist henni námið vel. Erfiðustu verkefni leysti Ág- ústa áreynslulítið að því er virtist. Kannski blekktu okkur hógværðin og hennar fágaða framkoma. Eitt er víst að lífið hafði skammtað vin- konu minni vandasöm viðfangsefni. Gaman væri að líta inn til henn- ar Ágústu, hugsaði ég. Þó mörg ár væru liðin síðan við hittumst, þóttist ég viss um að við hefðum ekki fjarlægst með árunum og fær- um fljótt að spjalla um heima og geima. Ég rifjaði upp að við höfðum ætlað saman til Frakklands eftir stúdentspróf. Sennilega þótti okkur á sínum tíma óhugsandi annað en líf okkar héldi áfram í sama far- vegi. En svo fór að við áttum ekki oft samleið eftir að menntaskóla lauk. Síðustu árin hafði ég spurnir af skólasystur minni og mér finnst sem vinaböndin hafi aldrei slitnað þó þau hafi einungis verið til í hug- skotinu. Nei, það gafst ekki tími í þetta sinn, við næðum ekki á áfangastað á tilsettum tíma. Ef til vill næst. Ferðin gekk að óskum, dýrðar- dagur var framundan. Um kvöldið barst mér fregnin um að Ágústa hefði kvatt þennan heim þennan sama dag. Það gæfíst líklega tóm síðar en Ágústa yrði ekki á sínum stað. Að skilnaði hef ég valið Ágústu vinkonu ljóð Hannesar Péturssonar úr Ijóðabókinni Innlöndum: Farvegir Utan þessa dags bak við árin og fjallvegina streyma fram lindir mínar. Ef ég legg aftur aupn ef ég hlusta, ef ég bíð heyri ég þær koma eftir leyninpnum grænu langt innan úr tímanum hingað, hingað úr fjarska. Þær hljóma við eyru mér þær renna gegnum lófa mína ef ég legg aftur augun. Þórhildur Pétursdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. Það cru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk Á-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ÁGÚSTA FRÍMANNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.