Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ÁRSFUNDUR SEÐLABANKANS
Birgir ísleifur Gunnarsson, formaður
bankastjórnar Seðlabanka íslands
Verðbréfa-
markaður þarf
enn stuðning
ÞAÐ er ljóst að um sinn verður
ekki haldið öllu lengra í að veija
þá vaxtalækkun sem varð á láns-
fjármarkaði haustið 1993. Þetta
sagði Birgir ísleifur Gunnarsson,
formaður bankastjórnar Seðla-
bankans, á ársfundi bankans í
gær. Hann sagði að eitt af megin-
einkennum á stefnu bankans I
peningamálum á síðasta ári hefði
verið að veija lækkunina, en mikið
útstreymi gjaldeyris og erfiðleikar
ríkissjóðs við að afla lánsfjár
innanlands bentu til þess að ekki
yrði haldið lengra að sinni.
Birgir sagði það mat Seðlabank-
ans að reynsla síðustu mánuða
hefði leitt í ljós að verðbréfamark-
aðurinn þyrfti enn um sinn að
njóta stuðnings bankans. Síðast-
liðinn föstudag hefði bankinn því
ákveðið að setja fram ný tilboð á
eftirmarkaði fyrir spariskírteini og
í mun hærri fjárhæðum en hann
hefði gert frá því á sl. hausti.
„Avöxtun í tilboðum bankans
var hækkuð nokkuð frá því sem
verið hefur að undanfömu, og í
því sambandi hefur verið tekið
mið af ávöxtun ýmissa annarra
bréfa á langtímamarkaðnum.
Hyggst bankinn í framhaldi af
þessu halda uppi öflugri viðskipta-
vakt fyrir spariskírteini. Nauðsyn-
legt er að í framtíðinni verði vext-
ir sveigjanlegri með tilliti til mark-
aðsaðstæðna," sagði Birgir.
Birgir sagði ennfremur að með
þessari aðgerð vildi Seðlabankinn
leggja sitt af mörkum til að efla
innlenda lánsfjáröflun ríkissjóðs,
og ljóst væri að ríkissjóður mun
um sinn þurfa að sætta sig við
hærri vexti á uppboðum spariskír-
teina. Bankinn teldi mjög brýnt
að gera spariskírteini aftur að kjöl-
festu innlends verðbréfamarkaðar
og vaxtamyndunar á honum.
Stöðugt gengi forsenda
stöðugs verðlags
Auk þeirrar viðleitni Seðlabank-
ans að veija eftir föngum þá
vaxtalækkun sem varð á lánsijár-
markaði haustið 1993 sagði Birgir
helsta markmið bankans í stjórn
peningamála vera að stuðla að
stöðugu verðlagi, enda væri það
mikilvæg forsenda hagvaxtar og
aukinnar atvinnu þegar til lengri
Morgunblaðið/Þorkell
SALUR Sedlabankans var þéttsetinn á ársfundi bankans í gær.
tíma væri litið. Á alþjóðamarkaði
nyti þetta markmið mjög eindreg-
ins stuðning og hvarvetna væri
það efst á stefnuskrá seðlabanka.
Birgir sagði að kjölfesta stöðugs
verðlags í opnu hagkerfí eins og
því íslenska væri stöðugt gengi.
„Raungengi krónunnar er eins og
það hefur lægst orðið og ekki horf-
ur á breytingum,“ sagði Birgir.
Birgir fjallaði einnig um þær
breytingar sem gerðar voru á
skipulagi Seðlabankans á síðasta
ári þar sem það var lagað að þeim
nýju aðstæðum að bankinn fram-
fylgdi nú peningamálastefnu sinni
að langmestu leyti með óbeinum
aðgerðum á markaði í stað beinna
ákvarðana.
Erfiðleikar sveitarfélaga
Birgir gerði jákvæða þróun í
þjóðarbúskapnum að umtalsefni
en sagði síðan að sitt hvað veldi
áhyggjum. Þar mætti nefna at-
vinnuleysið og halla hins opinbera.
„Auk ríkissjóðshallans hefur nú
bæst við mikill halli sveitarfé-
laga,“ sagði Birgir. „Samkvæmt
þeim upplýsingum sem fyrir liggja
var halli sveitarfélaga á árinu nær
fímm milljörðum króna sem er
svipað og 1993. Þessi halli er um
eða yfír 15% af tekjum sveitarfé-
laga. Nauðsynlegt er að sveitar-
stjómir í landinu taki á þesum
vanda. Það kann ekki góðri lukku
að stýra ef sveitarfélögin eru rek-
in með halla árum saman. Rétt
er að minna á að halli sveitarfé-
laga hefur sömu áhrif á lánsfjár-
markað og halli ríkissjóðs."
í lokin þakkaði Birgir ísleifur
Sighvati Björgvinssyni, fyrrver-
andi viðskiptaráðherra, gott sam-
starf. Hann bauð Finn Ingólfsson
velkominn til starfa.
i
i
i
Ávarp Finns Ingólfssonar, iðnaðar-
og viðskiptaráðherra
Vaxtalækkun
erbrýn
Þröstur Olafsson, formaður
bankaráðs Seðlabankans
Breyta þarf
starfsumgjörð
bankans
Á ÁRSFUNDI Seðlabanka íslands
sagði Finnur Ingólfsson, nýskipað-
ur iðnaðar- og viðskiptaráðherra,
að aðgerðir bankans fyrir helgina
til að endurreisa eftirmarkað með
spariskírteini ríkissjóðs væru skilj-
anlegar enda tefði það framþróun
íslensks verðbréfamarkaðar að
spariskírteini ríkissjóðs seldust
ekki. Þó aðgerðimar fælu í sér
hækkun á ávöxtunarkröfu spari-
skírteina, teldi hann að vextir á
verðbréfamarkaði og aðrir vextir
í þjóðfélaginu gætu lækkað á ný
í náinni framtíð. Brýnt væri að
skapa aðstæður fyrir slíka vaxta-
lækkun.
„Með því að hækka ávöxtunar-
kröfuna og taka upp virka við-
skiptavakt að nýju vonast Seðla-
bankinn til að líf færist í eftir-
markðinn og það leiði síðan til
þess að frummarkaðurinn taki við
sér,“ sagði Finnur. Hann sagði
ennfremur að með þessari hækkun
væri í raun verið að viðurkenna
að ávöxtunarkrafa spariskírteina
væri orðin óeðlilega lág miðað við
aðra vexti á verðbréfamarkaði og
miðað við þá hækkun vaxta sem
orðið hefði erlendi. Ávöxtunar-
krafa spariskírteina væri því að
færast upp að markaðsvöxtunum
en ekki upp fyrir þá.
Finnur sagðist byggja þá skoð-
un sína að vextir á verðbréfamark-
aði og aðrir vextir í þjóðfélaginu
gætu lækkað á ný í náinni fram-
tíð á þrennu. í fyrsta lagi hefði
óvissu um launa- og verðlagsþróun
verið eytt og áframhaldandi stöð-
ugleiki í verðlagsmálum og geng-
ismálum tryggður. „Ég bendi sér-
staklega á að kjarasamningar sem
gerðir voru á almennum markaði
í febrúar sl. hafa ekki leitt til
hækkunar á verðlagi, þvert á móti
hefur verðlag lækkað milli mán-
aða,“ sagði Finnur.
Finnur nefndi í öðru lagi að
óvissu um landsstjórnina hefði
verið eytt með myndun sterkrar
ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks og í þriðja lagi
að ríkisstjómin hefði einsett sér
að ná jöfnuði í ríkisfjármálum á
kjörtímabilinu. „Með ýmsum að-
gerðum í ríkisfjármálum og ekki
síst vegna þess efnahagsbata sem
hafínn er hér á landi verður unnt
að ná þessu markmiði. Þótt horfur
í ríkisfjármálum á næsta ári séu
dökkar, mun ríkisstjórnin taka þau
mál föstum tökum við gerð fjár-
lagafrumvarps fyrir það ár. Þá er
ekki síður mikilvægt að ríkis-
stjórnin mun taka upp viðræður
við sveitarfélögin um alvarlegan
hallarekstur þeirra og leiðir til að
bregðast við þeim vanda.“
„Með því að fylgja traustri og
skynsamlegri efnahagsstefnu, sér-
staklega í ríkisfjármálum og beita
þeim stjómtækjum sem þau hafa
yfír að ráða mun ríkisstjórnin og
Seðlabankinn á ný skapa aðstæður
fyrir vaxtalækkun," sagði Finnur.
Breytingar á
fjármagnsmarkaði
Finnur sagði að aukin sam-
keppni á fjármagnsmarkaði hefði
Morgunblaðið/Þorkell
FINNUR Ingólfsson, iðnaðar-
og viðskiptaráðherra, sagði á
ársfundi Seðlabanka íslands
að peningamálin væru eitt af
stærstu úrlausnarefnum rík-
isstjórnarinnar og þau yrðu
tekin föstum tökum.
beint sjónum að samkeppnisskil-
yrðum fyrirtækja á þessum mark-
aði, sérstaklega að mismunandi
samkeppnisskilyrðum ríkisvið-
skiptabankanna og einkabankans.
í nýlegri greinargerð sem Seðla-
bankinn tók saman hefði komið
fram að í sumum atriðum hallaði
á einkabankann, en í öðrum á ríki-
sviðskiptabankana. Til að jafna
muninn væri nærtækast að breyta
rikisviðskiptabönkunum í hlutafé-
lagsbanka. Að þessu yrði unnið á
kjörtímabilinu ásamt því að breyta
rekstrarformi fj árfesti ngarlán a-
sjóða.
Af öðrum breytingum á fjár-
magnsmarkaði nefndi Finnur þau
áform að flytja almenna húsnæðis-
lánakerfið frá Húsnæðisstofnun
yfír í bankakerfið. Þar væri í raun
um hefðbundna lánastarfsemi að
ræða sem óþarfi væri að sérstök
ríkisstofnun sinnti.
„HALLINN á opinberum fjármálum
er erfiðasta hindrunin á leiðinni til
lækkandi vaxta og betra jafnvægis
á innlendum peningamarkaði," sagði
Þröstur Ólafsson, formaður bankar-
áðs Seðlabankans á ársfundi bank-
ans í gær.
Þröstur sagði að íslensk stjórnvöld
hefðu lengi átt í erfiðleikum með að
gera greinarmun á faglegri hag-
stjórn og pólitískri stefnumótun og
hefðu því í of ríkum mæli skipt sér
af faglegri hagstjóm, en látið lengri
tíma stefnumótun reka á reiðanum.
„Ástæðan fyrir þessu er sú að af-
skiptasemi og inngrip inn í niður-
rStöður markaðarins hafa átt sterkan
hljómgmnn í hugmyndafræði stjóm-
málafíokkanna."
Þröstur sagði að þegar krafan um
aukið sjálfstæði Seðlabankans væri
til umræðu væri það þessi aðgreining
milli faglegrar hagstjórnar og pólití-
skrar stefnumótunar sem menn vildu
hafa skýrari.
Hagnaður fjórða árið í röð
„Það er óviðunandi í nútíma al-
þjóðlegu efnahagsumhverfi að bíða
í marga mánuði með nauðsynlegar
markaðslegar leiðréttingar. Það get-
ur gert lítilfjörlega leiðréttingarþörf
að peningapólitískum vanda sem
leiðir til ójafnaðar á fjármálamark-
aðnum," sagði Þröstur og einnig að
leggja þyrfti áherslu á að starfsum-
gjörð Seðlabankans yrði breytt og
bætt með aukið sjálfstæði hans í
huga sem leiddi til betra jafnvægis
og meiri stöðugleika á fjármála-
markaði.
Afkoma Seðlabanka íslands var
hagstæð í fyrra fjórða árið í röð.
Hagnaður fyrir skatt til ríkissjóðs
var 1.325 milljónir króna samanbor-
ið við 2.721 árið 1993. Að sögn
Þrastar skýrðist hagnaðurinn bæði
árin að mestum hluta af endurmati
erlendra eigna. Skattur Seðlabank-
ans til ríkissjóðs var 1.197 milljónir
á síðasta ári og nettóhagnaður því
128 milljónir á sl. ári.
Erlendar eignir bankans minnk-
uðu úr 31,3 milljörðum króna í 24,3
milljarða á síðasta ári. Eign bankans
í markaðsverðbréfum ríkissjóðs og
fjárfestingarlánasjóða, þ.m.t. hús-
bréfum, jókst hins vegar úr 12,3
milljörðum í 28,6 milljarða.
Míkil rýrnun gjaldeyrisforðans
Gjaldeyrisforði Seðlabankans var
20.344 milljónir og rýrnaði um 11
milljarða á síðasta ári. Kröfur Seðla-
bankans á ríkissjóð tvöfölduðust á
sama Líma, voru 12.864 milljónir í i
árslok 1993, en 24.526 milljónir um I
síðustu áramót. „Eins og þessar töl- •
ur bera með sér hefur fyrnun gjald-
eyrisforðans verið mikil og er það
ekki síst vegna endurgreiðslna á
erlendum lánum, en einnig vegna
erlendra verðbréfakaupa íslend-1
inga,“ sagði Þröstur.
Þröstur sagði ennfremur að kröf- ;
ur bankans á ríkissjóð hefðu náð því !
hámarki sem réttlætanlegt gæti tal- j
ist. Mikið kapp hlyti að verða lagt '
á að lækka kröfurnar þar sem þær !
rýrðu möguleika bankans til penin- 1
gapólitiskra aðgerða á öðrum svið- j
um.