Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 25
LISTIR
Landslags-
myndir
Garðars
Jökulssonar
GARÐAR Jökulsson opn-
aði nýverið málverkasýn-
ingu í Café MUanó, Faxa-
feni 11, Rvík. Ásýningunni
eru 15 landslagsmálverk
máluð á síðustu árum.
Um er að ræða bæði
olíu- og vatnslitamyndir.
Þetta er 7. einkasýning
Garðars, en hann hefur
einnig tekið þátt í samsýn-
ingum. Málverkin eru öll
til sölu.
Sýningin er opin á opn-
unartíma Veitingahússins
næstu 4-5 vikur.
Namsfceið í maí
------——V>-------
Sumarkjólar, fatasaumur, 3.-31. maí,
miðvikudaga kl. 19.30-22.30.
Kennari: Herdís Kristjánsdóttir.
Knipl, 4.-31. maí,
mánudaga og fimmtudaga kl. 19.30-22.30.
Kennari: Anna Sigurðardóttir.
Ullarlitun, hönnun op vefnaður, 5.-30. maí,
mánud., þriðjud. og fimmtudaga kl. 19.30-22.30.
Kennari: Guðrún Kolbeins.
Þrykk oq málun; nytjalist í baðmull og silki,
laugard. 13. maí og sunudaginn 14. maí kl. 13-17.
Kennari: Hrönn Vilhelmsdóttir.
Sumarhattar, ymsar útfærslur.
sunnudagana 21. og 28. mai kl. 13-17.
Kennari: Helga Rún Pálsdóttir.
Allar upplýsingar og skráning á
skrifstofu Heimilisiðnadarskólans í síma 551-7800.
I
í
Norrænir
sjómenn í
seinni heims-
styrjöldinni
SÆNSK-danska kvikmynda-
gerðarkonan Maj Wechsel-
mann vinnur um þessar mund-
ir að gerð heimildarkvikmynd-
arinnar „Sjöfolk“ um norræna
sjómenn í seinni heimsstyijöld-
inni.
Mikill fjöldi norrænna sjó-
manna lokaðist utan við tund-
urduflagirðingar Þjóðverja eða
svokallaða „Skageraksparr"
1940 þegar Þjóðvetjar réðust
inn í Danmörku og Noreg.
Margir þeirra komust aldrei
heim, aðrir fyrst í stríðslok
eftir að hafa allt stríðið siglt
fyrir Bandamenn. Margir Is-
lendingar voru meðal áhafna
á erlendum skipum í stríðinu
og tóku þátt í þessum sigling-
um.
Maj Wechselmann, sem
mun verða við kvikmyndun á
Islandi dagana 9.-15. maí í
vor, vill komast í samband við
íslenska sjómenn sem tóku
þátt í siglingum skipalesta í
stríðinu (t.d. P.Q. skipalest-
anna frá Halifax til Mur-
mansk) eða aðila sem aðstoð-
uðu eða unnu við skipulagn-
ingu siglinga Bandamanna hér
á stríðsárunum. Nöfn, heimil-
isföng og símanúmer má
hringja inn eða skrifa til
Morgunblaðsins merkt „Sjö-
folk“ (1939-45).
Thor, Guðrún
o g fleiri á
sögukvöldi í
Kaffileikhúsinu
Miðvikdaginn 26. apríl
verður fjórða sögukvöldið í
Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpan-
um.
Sögukvöld er samvinnu-
verkefni Kaffileikhússins og
Rithöfundasambands íslands.
Tilgangur þeirra er að fá fólk
til að koma saman og segja
og hlýða á góðar sögur og
rækta um leið þá sagnahefð
sem býr með þessari þjóð.
Sögumenn og konur fjórða
sögukvöldsins verða:
Thor Vilhjálmsson rithöfund-
ur, Guðrún Ásmundsdóttir
leikkona, Lilja Valdimarsdótt-
ir hornleikari, Margrét Áka-
dóttir leikkona, Sigurður A.
Magnússon rithöfundur og
Þór Vigfússon skólastjóri.
Sögukvöldin verða annað
hvert miðvikudagskvöld fram
á sumar, það næsta verður
miðvikudaginn 10. maí. Boðið
er upp á kaffiveitingar á sögu-
kvöldum Kaffileikhússins.
Það hefst kl. 21. en húsið
verður opnað kl. 20.
Dagana 24. til 30. apríl
bjóðumi við notoða bíla
með vaxtalausu láni að
hámarki 600.000 kr. til
allt að 24 mánaða.
JíMÍLa
NOTAÐIR BÍLAR
SUÐURLANDSBRAUT 12
SÍMI: 568 1200 beínt 581 4060
Opíð laugardag kl. 10-17
og sunnudag kl 13-17.
_ __i_ ;;
s v U W « t .
NOTAÐIR BILAR • NOTAÐIR BILAR • NOTAÐIR BILAR • NOTAÐIR BILAR • NOTAÐIR BÍLAR