Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ UIVIGLINGAR Það er spurning Fékkst þú stórt páskaegg? Berglind Númer 5. Guðmundur Nei, ég fékk númer 12. Erna Sif Nei, ég borða ekki páskaegg. Arnar Já, númer 18, það var sérframleitt í Nóatúni. Leikari með hestadellu Margir ungir leikarar eru að hasla sér völl innan og utan leikhúsanna, einn af þeim er Hinrik Ólafsson sem m.a. lék Bukofsky í söng- leiknum Hárinu sem var sýndur í íslensku Óper- unni í sumar og langt fram á vetur. Ég var ansi góður unglingur, ég var mikið í íþrótt- um, handbolta og fótbolta. Eg var einnig í tónlist- arskóla alveg frá því ég var lítið barn, íþróttirnar tóku síðan yfir í fimm sex ár en svo sneri éjg mér aftur að tónlistinni og hætti í íþróttunum. Eg var þannig unglingur að ég gerði allt fyrir áhugamál- in og stundaði engan skóla, svo stóð ég allt í einu uppi hættur í öllu og hafði ekki klárað neitt. Ég var semsagt alveg á kafi í áhugamálunum, þau voru alltaf mikilvægari en skól- inn. Ég var svo á kafi í áhugamál- unum að ég meira að segja klúðr- aði menntaskólanum, ég hætti bara og fór til Danmerkur. Þar ætlaði ég að fara að læra tannsmíð- ar, en áður en ég vissi af var ég kom- inn í tónlistarskóla og farinn að læra söng. Ég er alinn upp í Reykjavík, í Frammarahverfinu, en var alltaf í sveit í Borgarfírðin- um langt fram á ungl ingasárin. Þar kynntist ég hestum og hef alla tíð síðan haft áhuga á þeim og þeir eru mitt líf og yndi, fyrir utan starfið auðvitað. Fermingardagurinn er mér mjög minnis- stæður. Ég fermdist á afmælisdaginn minn og vildi ékki halda veislu, því ég vildi vera einn með hljómflutningstækjunum sem mér voru gefín en ég fékk það ekki alveg í gegn. En aðalatriðið þennan dag var að fá að vera einn með græjunum og spila þá tónlist sem mig langaði að hlusta á, inni í mínu herbergi. Ég sé eftir aðhafa ekki stundað það sem ég tók mér fyrir hendur nógu vel. Ég var í öllu, ég vildi vera íþróttakappi og standa mig’vel í skólanum en ég vildi líka vera músíkant, en það gengur bara ekki upp. Það er bara eitt sem gildir og maður verður að einbeita sér að einu í einu, svo getur maður tekið eitthvað annað seinna. Mig langaði til að verða bóndi þegar ég var ungl- ingur. Það er fjölbreytt starf og það á vel við mig að vinna fjölbreytt störf. Ég var búinn að strengja þess heit að ef ég kæmist ekki inn í Leiklistarskól- ann þá færi ég á bændaskóla. Það er svona Jéttur bóndi í mér. Ég er með svolítið sérstakan feril áður en ég byija í skólanum, ég var búinn að vera að vinna aðeins við leikhús, í einu verkefni hjá Þjóðieikhúsinu og hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Ég hafði líka farið í gegnum þrjú inntökupróf áður en ég spreytti mig á prófínu hjá Leiklistarskólanum. Ég hafði farið í inntökupróf fyrir tónlistarskólann í Danmörku og komst þar inn, svo fór ég inn í Söngskólann í Reykjavík og svo tónlistarháskólann í Vínarborg. Þannig að ég var orðinn svolítið sjóaður í inntökuprófum. Eftir á að hyggja fundust mér prófín sjálf ekkert svo erfíð, skólinn aftur á móti var gífur- lega erfiður og reynir á mann á öllum sviðum bæði líkamlega og and- lega. Inntökuprófin eru bara smásýnishorn af því sem koma skal. Er ekki erfitt að vera iitli bróðir hans Egils? Jú, það er erfítt, en ekki opinberlega, það er meira þegar við erum bara tveir. Þegar ég hitti hann þá er hann alltaf að segja mér hvemig ég eigi að vera og hvemig ég eigi ekki að vera. Hann hafí gert hlutina svona og hinsegin og ég eigi að gera þá nokkurnvegin eins og hann gerði þá. En útávið er ekkert erfítt að vera bróðir hans, því mér fínnst við vera svo ólíkir bæði sem listamenn og karakter- ar. Varstu spéhræddur? Já, ég var gífurlega spéhræddur, ekki vegna þess að ég væri illa vaxinn eða neitt þannig, mér fannst líkami minn bara vera svo mikið leyndarmál og ætti að vera það. Einu sinni fór ég í skólaferðalag í Þórsmörk og um nóttina ákváðum við að velta Hinrik Ólafsson okkur upp úr dögginni. Við stálumst út, framhjá kennurunum, og svo sá ég að allir fóru að klæða sig úr og fóm að velta sér. Ég var kominn úr öllum spjörunum nema nærbuxunum og þorði ekki að fara úr þeim. Ég hljóp þá hinumegin við húsið og klæddi mig úr þeim þar og velti mér upp úr dögginni, aleinn. Hvað er unglingur? Það er einstaklingur sem er alveg ótrúlega fijór, skemmtilegur, viðkvæmur, íhaldssamur um leið og hann er ótrúlega fijálslyndur. Það er það skemmtilega við unglinga, það eru ólík öfl sem beijast í þeim. Bæði að halda í barnið sem er inni í þeim og villinginn sem er þar líka, svoleiðis var ég allavega. Ég myndi ráðleggja ungl- ingum að halda sínu striki og einbeita sér að einum hlut í einu. Hlusta á þá sem eldri eru, það gerði ég ekki, ég hlustaði aldrei nema á sjálfan mig. Unglingar í dag eru miklu heilsteypt- ari en þegar ég var unglingur. En um leið fara þeir á mis við margt, sérstaklega hvað varðar náttúruna, ég er viss um að það eru til unglingar sem vita ekki hvað fjóshaugur er. En það er ekki þeim að kenna heldur okkur fullorðna fólkinu. Unglingar ættu að snúa sér meira að náttúrunni af því hún segir okkur allt sem við þurfum að vita. STJÖRNUR G ST ' F F SKAR Plötusnúður ársins 1995 NOKKRIR keppendiur um titilinn „Plötusnúður ársins 1995“. Bjarki vann ann- aö anð 1 roð Arleg plötusnúðakeppni félags- miðstöðva fór fram í Félags- miðstöðinni Frostaskjóli föstudags- kvöldið 24. mars. Þetta var í 9. ,_skiptið sem Frostaskjól stóð fyrir þessari keppni. Markmið keppninn- ar er að gefa ungum skífuþeyturum tækifæri á að sýna snilli sína og skemmta áhorfendum. Flestir kepp- endur voru frá reykvískum félags- miðstöðvum, þ.e. Tónabæ, Þrótt- heimum, Frostaskjóli, Hólmaseli, Árseli, Fjörgyn og Bústöðum, en Vitinn (Hafnarfírði) og Dynheimar (Akureyri) sendu einnig fulltrúa. Fjöldi ungmenna skemmti ser kon- unglega og vonaði að sín hetja bæri sigur af hólmi. Dómnefndin var skipuð þeim Margeiri, Frímanni og Grétari, en þeir eru allir kunnir í heimi íslenskrar danstónlistar. Þeir áttu úr vöndu að ráða við að velja sigurvegara en komust að þeirri niðustöðu að veita fulltrúa Fjörgynjar, Bjarka Sveinssyni, titil- inn „Plötusnúður ársins 1995“. Bjarki vann keppnina einnig í fyrra og er þetta í fyrsta skiptið sem sami keppandi sigrar tvö ár í röð. Um 250 unglingar mættu á plötu- snúðakeppnina og var hegðun og umgengni til fyrirmyndar. Begga vinkona hallæris- legust Nafn: Erna Dís Brynjúlfsdóttir Aldur: 14 ára Heima : Reykjavík Skóli: Árbæjarskóli Hvernig finnst þér skólinn? Mér finnst skólinn ágætur, sérstak- lega félagslífið, en ég nenni ekkert að læra. Hvert er uppáhaldsfagið þitt í skóla? Stærðfræði. Hvernig finnst þér fé- lagslíf unglinga? Mér fínnst það galli hvað við megum vera stutt úti, en annars finnst mér félags- lífíð ágætt. Hverju hefur þú áhuga á? Tónlist, að skemmta mér og strákum, ég hef áhuga á svo ógeðslega mörgu. Hverju hefur þú ekki áhuga á? Ég hef ekki áhuga á stelpum. Hvað er nauðsynlegt fyrir ungling að eiga? Góðan vin. Á hverju þurfa unglingar ekki að halda? Foreldrum sem eru alltaf kvartandi og treysta þeim ekki. Hvað er mikilvægast í lífinu? Að vera heilbrigður. Hvað er í tísku hjá unglingum? Hvað er það hallærislegasta sem þú veist um? Það er hún Berglind vinkona mín. Lest þú dagblöð eða fylgist með fréttum? Nei, bara ef ég hef ekkert að gera þá fylgist ég með fréttum og ég les dagblöð ef þau eru til heima. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég veit það ekki, mig lang- ar til að verða íþrótta- kennari. Hvaða þrjú orð lýsa þér best? Frekja, opin og hlátur- mild. Finnst þér fullorðnir ósanngjarnir gagnvart ungling- um? Já, Mér finnst sumir foreldrar ógeðs- lega strangir við börnin sín og of- vernda þau. Eru unglingar í dag dekurrófur? Jú sumir, ef þeir fá ekki það sem þeir vilja verður allt brjálað, eins og bróðir minn ef hann fær ekki það sem hann vill þá verður hann brjálaður. Hver er munurinn á sokkum og klukku? Klukka tifar en það er táfýla af sokk- Allt. um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.