Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 43 Athugasemd frá Guðrúnu Zoega Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi athugasemd frá Guðrúnu Zoega borgarfulltrúa: „MIÐVIKUDAGINN 12. apríl sl. (daginn fyrir skírdag) birtist í Morgunblaðinu frétt um að borgar- stjórn hefði samþykkt nýjar reglur um fjárhagsaðstoð frá Félagsmála- stofnun Reykjavíkur. í fréttinni var röng tilvitnun í bókun sjálfstæðis- manna. Undirrituð hefur gert tvær árangurslausar tilraunir til að fá fréttina leiðrétta í blaði yðar, í fyrra skiptið með samtali við blaða- mann sama morgun og fréttin birt- ist, í síðara skiptið með því að ræða við fréttastjóra 21. apríl sl. Eg leyfi mér að gera enn eina til- raun til þess að koma leiðrétting- unni á framfæri í trausti þess að Morgunblaðið vilji þrátt fyrir allt heldur hafa það sem sannara reyn- ist, og standa undir orðum fram- kvæmdastjóra síns, sem vitnað er til í Reykjavíkurbréfí Morgun- blaðsins í dag: „Smám saman hef- ur fólk áttað sig á, að hér er ekki á ferðinni flokksblað, heldur vand- aður fréttamiðill, sem allir geta treyst“. (Leturbreyting GZ.) I fréttinni segir svo: „í bókun Sjálfstæðisflokks segir meðal ann- ars að skýrsla endurskoðenda sýni að ráðstöfunartekjur fjölskyldu með þijú börn verða allt að 145 þús. kr. eftir skatt.“ (Skv. nýju reglunum.) Þá segir „Til þess að hafa sömu ráðstöfunartekjur þurfa hjón með þrjú börn að hafa að minnsta kosti 220 þús. kr. í laun á mánuði. 40% hjóna á vinnumark- aði á íslandi voru með tekjur und- ir þeim mörkum á síðasta ári“. Þama á að standa 55% en ekki 40%, þ.e.a.s. 55% hjóna á vinnu- markaði höfðu tekjur undir þessum mörkum á síðasta ári. Síðar í frétt- inni segir að bótagreiðslur frá rík- inu svo sem bamabætur og barna- bótaauki hafi „engin áhrif á fjár- hagsaðstoðina samkvæmt lögum“. Þarna á að sjálfsögðu ekki að standa samkvæmt lögum, heldur samkvæmt tillögunum. Þær hafa nú verið samþykktar í borgarstjórn með 8 atkvæðum fulltrúa R-listans gegn 7 atkvæðum sjálfstæðis- manna. (í umræddri frétt kom ekki fram hvemig atkvæði hefðu fallið.) Glöggir lesendur hafa ef til vill tekið eftir því að ekki er samræmi milli talna sem Vinnuveitendasam- bandið hefur birt og þeirra talna, sem borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins hafa nefnt, og em töiur Vinnuveitendasambandsins mun hærri. Skýringin á því er sú að í útreikningum Vinnuveitendasam- bandsins er reiknað með að öll bömin séu á dagvistaraldri, en í þeirri tölu sem hér hefur verið nefnd er aðeins reiknað með að greiða þurfi dagvist fyrir eitt barn af þrem. Ef fleiri börn eru á dag- vistaraldri, þurfa tekjur hjónanna sem eru á vinnumarkaðnum að vera enn hærri en áður segir, til að þau hafi sömu ráðstöfunartekj- ur og fjölskyldur með jafn mörg börn, sem fá fulla fjárhagsaðstoð frá Félagsmálastofnun Reykjavík- ur, samkvæmt nýsamþykktum reglum." Aths. ritstj.: í upphaflegri frétt Morgunblaðsins var byggt á bókun í fundargerðum Félags- málaráðs. Sú bókun mun hafa verið röng og hana leiðrétti Guðrún Zoega úr ræðustól í borgarstjórn. Borgarstjórnar- fréttaritari Morgunblaðsins var ekki viðstaddur, þegar borgar- fulltrúinn vakti athygli á því, sem rangt var í bókuninni. Það voru mistök, að leiðrétting var ekki birt strax og borgarfulltrú- inn hafði samband við blaðið og er hér með beðizt velvirðingar á því. Hins vegar er það rangt hjá Guðrúnu Zoega að önnur tilraun hennar til þess að koma leiðrétt- ingu á framfæri föstudaginn 21. apríl hafi engan árangur borið. Leiðrétting birtist í blaðinu dag- inn eftir, laugardaginn 22. apríl sl., á bls. 46. Hins vegar tókst ekki betur til en svo, að þar var talað um 53% hjóna í stað 55% og skal þessi tala nú enn leiðrétt. Hins vegar benti borgarfulltrúinn hvorki blaðamanni né vakthaf- andi fréttastjóra á aðra missögn í hinni upphaflegu frétt, þ.e. að í stað laga væri vísað til tillagna. Ritstj. Jóhann Hjartarson komst áfram SKAK Grand Hótcl Rcykjavík SKÁKÞING NORÐURLANDA AUKAKEPPNI UM ÞRIÐJA SÆTIÐ 19.-23. apríl JÓHANN Hjartarson tryggði sér sæti á millisvæðamóti FIDE með sigri í auka- keppninni um þriðja sætið á Skákþingi Norður- landa, sem jafn-' framt var svæða- mót. Jóhann hlaut þrjá og hálfan vinn- ing af fimm mögu- legum. Danski stórmeistarinn Lars Bo Hansen hlaut jafnmarga vinninga, en var lægri á stigum á Norðurlandamót- inu og verður því að sitja heima. Jó- hann tryggði sér sætið með jafntefli við Jonathan Tisdall frá Noregi í síðustu umferð. Með sigri hefði Tisdall getað komist áfram, en hann féllst snemma á jafntefli, hann var þá með ívið lakari stöðu auk þess sem talið er að það hafi dugað honum til að hreppa stórmeistaratitil. Það er nú ljóst að íslendingar munu eiga þijá fulltrúa á milli- svæðamótinu, en hinar Norður- landaþjóðirnar aðeins einn, sem er Norðurlandameistarinn sjálf- ur, Curt Hansen frá Danmörku. Urslitin um helgina urðu sem hér segir: 4. umferð: Helgi - L.B. Hansen V2-V2 Pia Cramling - Jóhann V2-V2 Tisdall - Djurhuus V2-V2 5. umferð: Jóhann - Tisdall V2-V2 Djurhuus - Helgi 0-1 L.B. Hansen - Pia Cramling 1-0 Lokastaðan: 1. Jóhann Hjartarson 3‘/2 v. 2. LarsBoHansen 3 '/2 v. 3. Jonathan Tisdall 3 v. 4. Helgi Ólafsson 2 v. 5. RuneDjurhuus 2 v. 6. PiaCramling 1 v. Við skulum líta á spennandi skák úr aukakeppninni: Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Helgi Ólafsson Sikileyjarvörn 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 — Rf6 5. Rc3 - a6 6. Be2 - e5 7. Rb3 - Be7 8. Be3 - Be6 9. 0-0 - 0-0 10. Rd5 - Rbd7 11. Dd3 - Bxd5 12. exd5 — Dc7 Markvissari áætl- anir eru 12. — He8 og síðan Bf8, eða 12. — Re8 með hugmynd- inni Bg5. 13. c4 - g6 14. f4 - exf4 15. Bxf4 — Re5!? Tapar manni, en svartur fær tvö peð og vel teflandi stöðu. 16. Bxe5 — dxe5 SJÁ STÖÐUMYND 17. d6 - e4 18. Dd4 — Bxd6 19. Dxf6 — Bxh2+ 20. Khl - Be5 21. Dh4 - f5 22. Hadl - Had8 23. Hxd8 - Hxd8 24. Dg5! - Hf8 25. Hdl - Bf4?! Svartur hefur fengið tvö peð og sterka stöðu fyrir manninn. Hér og reyndar einnig í 22. leik gat hann tekið þriðja peðið með Bxb2, sér að meinalausu. 26. Dh4 - Bg3 27. Dh6 - Bf4 28. Dh3 - Hd8 29. Hxd8+ - Dxd8 30. g4! Hvíti hefur tekist að bæta stöðuna mikið og er kominn með frumkvæði. 30. - Df6 31. gxf5 - gxf5 32. c5 - Bc7 33. Kgl - Be5 34. Bc4+ - Kg7 35. Dg2+ - Kh6 36. Bd5 - Bxb2 37. Bxb7 - a5 38. Dh2+ - Kg6 39. Dg3+ - Kh5 40. c6 - Be5 41. Dh3+ - Kg6 42. Bc8 - Dg5+ 43. Kfl - Bg3 44. Ke2 - Df4 45. Bxf5+ - Kf6 46. Rd2 - Df2+ 47. Kdl - Del+ 48. Kc2 - Bf4 49. Rxe4+ - Ke5 50. Rc3 - Df2+ 51. Kbl - Dd2 52. a4 - Be3 53. Dg4 og svartur gafst upp. Samhliða aukakeppninni fór fram æfingaeinvígi undirritaðs við skákforrit. Fyrst Chessica frá Tasc BV í Hollandi. Það tapaði 0-3 og var þá ákveðið að prófa önnur til að fá samanburð. Fyrst tapaði nýtt bandarískt forrit WChess, en í síðustu skákinni kom að því að mannlegi þátturinn sagði til sín. Gegn Chess Genius 3 missti ég fyrst vænlega stöðu niður í jafntefli, teygði mig síðan of langt í endatafli og tapaði. Þetta var afar fróðleg tilraun sem Rökver hf. stóð fyrir. Forritin voru öll keyrð á 90 MHz Pentium tölvu. Kasparov efstur í Riga Nú á aðeins eftir að tefla eina umferð á minningarmótinu um Mikhail Tal í Riga í Lettlandi. Vassilí ívantsjúk byijaði vel, en gerði síðustu sex skákir sínar jafntefli. Hann situr yfír í síðustu umferðinni og getur því í mesta lagi náð öðru sæti. Gary Ka- sparov, heimsmeistara atvinnu- mannasamtakanna, nægir jafn- tefli við Boris Gulko í síðustú umferð til að tryggja sér sigur, en Gulko er sá skákmaður sem bestum árangri hefur náð gegn honum. Kasparov vill örugglega reyna að bæta stöðuna gegn Gulko, en taki hann of mikla áhættu gæti hann teflt sigrinum í tvísýnu. Staðan fyrir síðustu umferð: 1. Kasparov 7 v. af 9 2. ívantsjúk 6V2 v. 3. Anand 6 v. 4—5. Kramnik og Short 5V2 v. 6. Gulko 4 V2 v. 7. Júsupov - 4 v. 8. Ehlvest 3 '/2 v. 9—11. Timman, Vaganjan og Kengis 2 '/2 v. Margeir Pétursson Jóhann Hjartarson WtÆKWÞAUGL YSINGAR Veitingastaður Vorum að fá í einkasölu mjög góðan og sér- hæfan veitingastað á besta stað í Reykjavík. Hér er um að ræða mikla möguleika fyrir aðila, sem áhuga hafa á veitingareksri. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrif- stofu. Hér er á ferðinni einstakt tækifæri fyrir fjársterka aðila. Fyrirtækjasalan, Skipholti 50b, símar 19400-19401, fax 622290. Málverkauppboð 4. maí Tökiim á móti verkum til föstud. 28. apríl. BORG Sogæðanudd „Aldrei aftur megrun*1 Sogæðanudd Öflugt sogœðanuddtæki og cellolite-olíunudd losar líkama þinn við uppsöfnuð eiturefni, bjúg, aukafitu og örvar ónæmis- kerfiö og blóðrásina. Trimm Form og mataræðisráögjöf inni- falin. Acupuncturemeðferð við offitu, reykingum og tauga- spennu. Norðurljósin, heilsustúdíó, Laugarásv. 27, s. 91 -36677. □ Hamar 5995042519 - I Lf. I.O.O.F. Rb.1 = 1444258 - 9.II □ HLÍN 5995042519 IVA/ LF. □ EDDA 5995042519 III 1 frl. □ FJÖLNIR 5995042519 I Lf. FRL. AD KFUK, Holtavegi Ut i óvissuna AD KFUK, Holtavegi Afmælisfundur KFUK í kvöld kl. 20.30. Guðrún Ásmundsdótt- ir, leikkona, flytur þátt um Kaj Munk. Guðrún Óskarsdóttir leik- ur á sembal. Starfsstúlkur Vind- áshlíðar taka lagið. Hugleiöingu hefur sr. María Ágústsdóttir. Allar konur velkomnar. FEIWAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Kvöldvaka miðvikudags- kvöldið 26. aprfl Hekla í máli og myndum Kvöldvakan er í tilefni útkomu árbókar F.í. 1995 um Heklu (kemur út í maí) í umsjá Árna Hjartarsonar, jarðfræðings og höfundar árbókarinnar, og Grét- ars Eirikssonar. Kvöldvakan verður í nýja salnum í Mörk- inni 6 og hefst kl. 20.30 stund- víslega. Myndagetraun. Kaffi í hléi. Aðgangur kr. 500. Allir veikomnir félagar og aörir. 28. aprfl-1. maí: Óræfajökull- Skaftafell. Gist í svefnpoka- plássi að Hofi. Brottför föstudag kl. 18.00. 29. aprfl-1. maí: Fimmvörðu- háls-Þórsmörk. Gist á Fimm- vörðuhálsi. Brottför kl. 09.00 laugardag. Ferðafélag islands. HMiðillinn Sigurð- ur Geir Ólafsson einkafundi hjá fé- laginu. Hann er sambands- og sannanamiðill og gefur ráðgjöf og leiðbeiningar sé þess óskað. Einnig býður hann uppá einka- fundi í fyrri lífum. Sérstök kjör eru í boði f. ellilífeyrisþega, ör- yrkja og atvinnulausa gegn fram- vísun skírteina eða vottorðs. Upplýsingar og bókarnir eru í símum 18130 og 618130. Stjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.