Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Hótanir Árna Sigfússonar NOKKUÐ er um liðið síðan það málefni sem hér verður fjallað um var á dagskrá í borgarráði og borg- arstjórn Reykjavíkur og í fréttum fjölmiðla. Fyrst voru það öll lætin i kosningabaráttunni og síðan pásk- amir sem gerðu að verkum að þessu greinarkomi seinkaði. Þessi seink- un kemur þó ekki að sök. Málið er þess eðlis, að það hlýtur að verða til umfjöllunar lengi enn. Hér á ég við þá yfirlýsingu odd- vita Sjálfstæðisflokksins í borgar- stjórn að þeir embættismenn sem ráðnir verða til borgarinnar af nú- verandi meirihluta verði umsvifa- laust reknir þegar og ef sjálfstæðis- menn komist þar til valda á ný. Menn skulu gefa því gaum að hér flytur boðskap leiðtogi Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn og fyrrver- andi borgarstjóri. Hér kveður vissu- lega við nýjan tón sem ég hef ekki orðið var við áður þrátt fyrir löng kynni af borgarmálefnum. Hér talar reiður og hefnigjam maður sem ekki ætlar að víla fyrir sér, fái hann til þess völd, að bijóta samninga á fólki sem ekki hefur annað til saka unnið en að verða ráðið til starfa af tilteknum meirihluta. Hér talar ekki sá yfirvegaði og virðulegi leið- togi sem sæmir þeim stóra flokki sem hann er málsvari fyrir. Satt Hótanir Árna Sigfús- sonar eru, segir Kristján Benedikts- son, grafalvarlegar og hljóta að vekja fólk til umhugsunar. að segja_ átti ég von á að flokks- bræður Árna Sigfússonar í borgar- stjórn mundu reyna að milda þessi ummæli hans og jafnvel fá hann til að biðjast afsökunar á þessu frumhlaupi. Svo hefur ekki orðið. Þannig virðist óum- deilt að þessi brott- rekstrarstefna er orðin mál borgarstjórnar- flokksins. Ekki einu sinni enn Eins og flestum mun í fersku minni tapaði Sjálfstæðisr flokkurinn meirihluta í borgarstjórn Reykja- víkur fyrir tæpu ári þegar Reykjavíkurlist- inn lagði hann að velli. Fram til þess tíma hafði hann stjórnað borginni að undanteknu kjörtímabilinu 1978-82. Ekki fer milli mála að svo langur valdafer- ill setti flokkslegt mark á alla starfsemi og starfshætti hjá borginni sem gjarnan voru miðaðir við hags- muni flokksins hveiju sinni. Þetta kom eink- ar glöggt fram þegar um mannaráðningar var að ræða. Fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar 1974 lét ég þess getið í blaðagrein að af 40 æðstu emb- ættismönnum borgar- innar væru 39 annað tveggja flokksbundnir eða yfirlýstir sjálfstæðismenn. Þetta olli nokkrum vangaveltum hjá þeim sjálfstæðismönnum og reynt var að fínna út hver þessi eini væri sem sigldi undir „fölsku flaggi". Vitanlega bar sú leit engan árang- ur. Þessi eini var ekki til. Embættis- mannakerfið var einlitt. Þannig var ástatt varðandi emb- ættismennina þegar nýr meirihluti tók við stjórn borgarinnar á vordög- um 1978. Tryggir og flokkshollir sjálfstæðismenn sátu í hveijum stóli og á hveijum kolli. Enginn var samt rekinn. Slíkt hvarflaði ekki einu sinni að hinum nýja meirihluta. Kenning Áma Sigfússonar um brottrekstra var ekki komin fram. Samkvæmt henni hefði sá meiri- hluti sem stjórnaði árin 1978-82 átt að losa sig við þá embættismenn sem þá voru hjá borginni. Þetta er rifjað upp hér fyrir Ama Sigfússon sem nú fer mikinn og hneykslast mjög yfír því að fleiri en sjálfstæðis- menn skuli ráðnir í embætti hjá Rey kj avíkurborg. Hvað segja „sjálfstæðar konur“? Fyrst ætlar Árni Sigfússon að reka nýráðinn borgarritara, Helgu Jónsdóttur, komist hann til valda. Staða borgarritara losnaði þegar Jón Tómasson, sem gegnt hafði henni með ágætum um alllangt skeið ákvað að gerast lögmaður rík- isins. Var Helga valin úr hópi all- margra umsækjenda. Engan hef ég heyrt draga í efa hæfni hennar til að gegna þessu starfi, ekki heldur Árna Sigfússon. Slíks er líka engin von. Hún hefur bæði þá menntun og reynslu sem til þarf. Ekki hef ég heldur heyrt að aðrir umsaékj- endur um stöðuna hafí verið taldir henni fremri. Varla byggist afstaða Áma Sigfússonar á því að um konu er að ræða. Ekki getur hinn glað- beitti hópur innan Sjálfstæðis- flokksins. sem kallar sig „sjálfstæð- ar konur" lagst gegn því að kona sé ráðin í starf borgarritara. Mér kemur helst í hug að Árni hafi lært það í Stjórnmálaskóla Sjálfstæðis- flokksins að embættismenn borgar- innar ættu að vera sjálfstæðismenn og haldi sig við þá kenningu. Þær hótanir sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni eru í eðli sínu grafalvarlegar og hljóta að vekja fólk til umhugsunar um það sem að baki býr. Er tilgangurinn að hræða eða er um að ræða stórfelld- an siðferðisbrest hjá því fólki sem þannig hugsar og talar. Á ég þá við þá borgarfulltrúa sem nú skipa minnihluta borgarstjórnar. En hver svo gem ástæðan er þá er hitt víst að Árni Sigfússon og félagar hans hafa á eftirminnilegan hátt brotið blað með einstæðum viðhorfum sín- um og málflutningi. Höfundur erfyrrv. borgarfulltrúi. - kjarni málsins! Næstu daga munum við bjóda prentara með stórfelldum afslætti á meðan birgðir endast. Líttu við hjá okkur og gerðu kaup ársins! Heppinn kaupandi getur unnið Sony GSM síma í verðlaun. U' láuotlr PRENTARAR A ALLT AÐ HÁLFVIRÐI NÆSTU SEX DAGA IBM 4039 16L laser kr. 454.500 Hraðvirkur 600x600 dpi laserprentari -16 bls/mín TEGUND VERÐ TILBOÐS- ÁOUR VERÐ STAR LC-100 color 9 nála Htaprentari kr. 18.900 kr. 13.990 STAR LC-24-100 24 nála prentari kr. 24.900 kr. 15.900 STAR LC-24-20 24 nálaprentari - 210 st/sek kr. 35.900 kr. 16.900 STAR SJ-48 kr. 34.900 kr. 20.900 360X360 dpi bleksprautuprentari STAR SJ-144 „Full-Color“ kr. 36.900 kr. 25.000 Prentar á boli og glærur FACIT E-620 / 0” öflugur listaprentari kr. 56.900 kr. 24.900 FACIT E-630 kr. 68.900 kr. 29.900 15" hraðvirkur listaprentari 360 st/sek FACIT P-8020 kr. 39.900 kr. 25.900 Mjög hraðvirkur bleksprautprentari FACIT E-950 kr. 365.900 kr. 169.900 15" öflugur listaprentari 720 st/sek IBM 4039 I0R laser kr. 169.900 kr. 139.900 600x600 „a!vöru“ laserprentari - / 0 bls/mín kr. 265.900 OPIÐ laugardaga 10:00 - 14:00 360x360 litaprentari htaprentari. dpi upp/auSn ía matari. >°l' og g/aerur. HEPPINN KAUPANDI GETUR UNNIÐ SONY GSM SÍMA Að tilbodsdögunum loknum verður nafn eins kaupanda dregið út og fær sá SONY GSM síma að launum! PÖNTUNARSEÐILL - SENDIST í FAX 568 7373 NAFN HEIMILI: SÍMI:____ FAX: VINSAMLEGAST SENDIÐ MER AF GERÐINNI . STK. PRENTARA NÝHERJI SKAFTAHLÍÐ 24 - SÍMI 569 7700 Alltaf skrefi á undan NANARI UPPLÝSINGAR Á HEIMASÍÐU NYHERJA: http://www.ibm.is UMBOÐSMENN NYHERJA: TÖLVUBÓNDINN - Hvammi, Norðurárdal Sími: 93-50045 / Fax: 93-500$6 J.B.A. Umboðs- og bókhaldsþjónusta - Hólmavík Sími: 95-13443 / Fax: 93-13444 RAFBÆR sf. - Siglufirði Sími: 96-71128/ Fax: 96-71477 Kristján Benediktsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.