Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 13
AKUREYRI
Akureyrarbær verður brátt minnihlutaeigandi í ÚA
Tekur ekki þátt
í hlutafj áraukningu
JAKOB Björnsson, bæjarstjóri á
Akureyri, boðaði á aðalfundi Út-
gerðarfélags Akureyringa í gær að
brátt kæmi að því að bærinn yrði
minnihlutaeigandi í félaginu. Akur-
eyrarbær á nú rúm 53% hlut í ÚA.
Á aðalfundinum var samþykkt
heimild til að auka hlutafé um 150
milljónir króna þannig að það verði
918 milljónir í heild. Jakob Björns-
son sagði að Akureyrarbær myndi
ekki taka þátt í þessari fyrirhuguðu
hlutaíjáraukningu og eins gæti
komið til greina að selja hluta af
hlutabréfum bæjarins í félaginu.
Jakob nefndi að miklar umræður
hefðu farið fram um eignaraðild
Akureyrarbæjar í félaginu í vetur
og um málið hefði verið frjallað í
bæjarráði. Þegar væri ákveðið að
hlutur bæjarins myndi minnka svo
sem þróunin hefði verið á undan-
fömum ámm. „Það em skiptar
skoðanir um það hversu hratt verð-
ur gengið fram í þessu máli, það
verður kannað á næstunni," sagði
Jakob en Akureyrarbær mun leita
sér faglegrar ráðgjafar í þessum
efnum og hafa hagsmuni bæjarins
og félagsins að leiðarljósi er ákvörð-
un verður tekin.
Jakob tók skýrt fram að formleg
ákvörðun um minnkandi eignar-
aðild Akureyrarbæjar í ÚA hefði
ekki verið tekin í bæjarstjóm. Sú
skoðun væri þó ríkjandi að þegar
að sölu hlutabréfa bæjarins í félag-
inu kæmi myndi fyrir tilstuðlan
Akureyrarbæjar komið í veg fyrir
að einn stór aðili eignaðist meiri-
hluta í félaginu heldur yrði eignar-
aðildin dreifð.
Fýsilegur kostur
Gunnlaugur Briem frá Draupnis-
sjóðnum sagði að yfirlýsing bæjar-
stóra á aðalfundinum gengi ekki
eins langt og hann hefði vænst en
vonaði að málinu yrði fýlgt eftir.
Hlutabréf í ÚA væru fýsilegur kost-
ur en framganga bæjarstjórnar í
byijun árs þegar upp kom tog-
streita um sölumál fyrirtækisins
hefði sett þar skugga á.
Á aðalfund ÚA í gær var sam-
þykkt að greiða hluthöfum út 10%
arð, þá var samþykkt heimild til
stjómar að auka hlutafé um 150
milljónir króna og eins var sam-
þykkt útgáfa jöfnunarhlutabréfa að
upphæð rúmlega 127 milljónir
króna. Hagnaður af rekstri nam
155 milljónum króna. Heildarvelta
félagsins var rúmlega 3 þúsund
milljónir króna og er það í fyrsta
sinn í hálfrar aldar sögu þess sem
það gerist.
Arkað
a aðal-
fimd
JAKOB Björnsson bæjarstjóri
boðaði minnkandi eignaraðild
bæjarins í Útgerðarfélagi
Akureyringa á aðalfundi í gær.
Hann fer hér fremstur í flokki,
en að baki honum eru frá
vinstri Gísli Konráðsson fyrr-
verandi framkvæmdastjóri, Jón
Þórðarson sem nýr formaður
sljórnar ÚA og Jóhannes Geir
Sigurgeirsson nýr stjórnarmað-
ur í félaginu.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Betri tíma vænst
í rekstri MHF
Fjárfest fyrir
tæpan milljarð
ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa
fjárfesti fyrir tæplega milljarð á
síðasta ári, en í upphafi árs hafði
verið áætlað að fjárfesta fyrir um
170 milljónir króna.
Frystitogari
Stærsti hluti fjárfestingarinnar
er tilkominn vegna kaupa á frysti-
togara frá Kanada í apríl á liðnu
ári, kaupverðið var um 500 milljón-
ir en heildarfjárfesting í skipinu var
um áramót 779 milljónir króna.
Þá voru gerðar endurbætur á króna.
Aflaskerðing bætt
með kvótakaupum
Kaldbak EA í Póllandi fyrir um 90
milljónir, flotvörpubúnaður var sett-
ur í Harðbak EA fyrir 26 milljónir
og fest kaup á nýju spilkerfi í Slétt-
bak EA fyrir rúmar 11 milljónir auk
þess sem ýmis búnaður var keyptur
í Sólbak fyrir svipaða upphæð.
ÚA gerði síðan samning við
þrotabú Kaldbaks hf. á Grenivík
um kaup félagsins á frystihúsi
þrotabúsins, kaupverðið var 27,6
milljónir en auk þess var keyptur
ýmis búnaður fyrir um 5 milljónir
REKSTUR þýska útgerðarfélags-
ins Mecklenburger Hochseefische-
rei, MHF, dótturfélags Útgerðar-
félags Akureyringa, hefur gengið
erfiðlega, en þess er nú vænst að
betri tímar séu í vændum hjá fé-
laginu eftir endurskipulagningu
fjárhags þess.
Félagið var á krossgötum um
mitt síðasta ár, en var þess þá
freistað að finna því traustari
rekstrargrundvöll. Eftir að samn-
Ný stjórn
NÝ stjórn var kjörin á aðalfundi
Útgerðarfélags Akureyringa í
gær.
Þeir sem kjörnir voru í stjórnina
eru Jón Þórðarson, forstöðumaður
sjávarútvegsdeildar Háskólans á
Akureyri, formaður stjórnar, Pét-
ur Bjamason, framkvæmdastjóri
Félags rækju- og hörpudiskfram-
leiðenda, Halldór Jónsson fram-
kvæmdastjóri Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri, Kristján Aðal-
steinsson, framkvæmdastjóri Sæ-
plasts á Dalvík, og Jóhannes Geir
Sigurgeirsson bóndi á Öngulsstöð-
um.
Akureyrarbær sem fram til
þessa hefur tilnefnt alla stjórnar-
menn félagsins tilnefndi einungis
þrjá þeirra nú.
ingar tókust við sjómannasamtök-
in og atvinnutryggingasjóð um
grundvallarbreytingar á launa-
kerfi var rekstrargrundvöllur ann-
ar en áður. Þá tókst einnig að fá
niðurstöðu varðandi fjárhagslega
endurskipulagninu sem fólst í því
að lagt verður til nýtt fé í rekstur-
inn að upphæð 6,1 milljón þýskra
marka, felldar verða niður skuldir
sem nema 5,3 milljónum þýskra
marka og þá er áætlað að selja
eitt af skipum félagsins fyrir um
2,7 milljónir þýskra marka.
Við þessar aðgerðir eykst eigið
fé félagsins um 12,8 milljónir
þýskra marka og verður i heild
um 19 milljónir þýskra marka að
þeim loknum.
Betri tímar framundan
Veiðar hafa farið vel af stað á
þessu ári og verðlag á afurðum
fer hækkandi, þá er gert ráð fyrir
að úthaldsdagar verði fleiri vegna
fækkunar frídaga og eins verður
hægt að ljúka veiðum við hentug-
leika næsta haust en þá tekur at-
vinnutryggingasjóður við launa-
greiðslum til sjómanna. í ljósi
þessa vænta forsvarsmenn ÚA að
betri tímar séu framundan í rekstri
félagsins. Hins vegar sé ljóst að
gangi reksturinn ekki við þessi
nýju skilyrði hafí tilraunin mistek-
ist og nauðsynlegt sé að draga
saman seglin áður en fé tapast.
AFLAHEIMILDIR Útgerðarfélags
Akureyringa sem voru 20.656 tonn
árið 1988 voru komnar niður í
11.788 tonn á yfirstandandi fisk-
veiðiári.
Félagið hefur hins vegar keypt
varaniegar aflaheimildir sem eru
um 4.100 tonn eftir skerðingu
þannig að grunnheimildir þess eru
um 15.900 tonn. Þá fékkst 690
tonna úthlutun úr jöfnunarsjóði og
aðgangur að veiðiheimildum vegna
samvinnu við Grenvíkinga sem
nema um 500 tonnum. Um 2.500
tonn voru flutt á milli fískveiðitíma-
bila og hefur félagið því til ráðstöf-
unar um 19.500 tonn á þessu fisk-
veiðiári.
Búið var að ráðstafa um 5.600
tonnum um síðustu áramót þannig
að um 13.900 tonn voru til ráðstöf-
unar frá 1. janúar síðastliðnum til
30. ágúst næstkomandi. Talið er
að með veiðum utan kvóta ætti að
vera hægt að halda starfseminni
áfram ótruflaðri á árinu og að afl-
inn verði svipaður og var á síðasta
ári.
Verðlaun
úr minn-
ingarsjóði
DR. HANNE Foss Hansen við
stjómmálafræðideild Kaup-
mannahafnarháskóla mun
þriðjudaginn 25. apríl veita við-
töku verðlaunum úr Minningar-
sjóði Katrínar Friðjónsdóttur
(1945-1990).
Dr. Katrín var aðstoðarpró-
fessor í félagsfræði við félags-
fræðideild Lundarháskóla er
hún lést árið 1990 langt um
aldur fram. Af verkum hennar
má nefna doktorsritgerð hennar
„Vísindi og stjórnmál“ (Lundur
1983) og greinasafnið „Sænsk
féiagsfræði" (Stokkhólmur
1987) sem hefur að geyma fyr-
irlestra hennar við Lundarhá-
skóla um samnefnt efni.
Dr. Katrín hafði lagt drög
að viðamiklu verki um þróun
félagsvísinda í Svíþjóð og
hvemig sú þróun mótast af
samspili sjálfsskoðunar visinda-
manna, háskólasamfélagsins og
þjóðfélagsins. Dr. Katrín Frið-
jónsdóttir var dóttir Maríu Þor-
steinsdóttur og Friðjóns heitins
Stefánssonar.
Minningarverðlaun Katrínar
Friðjónsdóttir eru nú veitt í
fyrsta sinni. Þau em veitt þriðja
hvert ár ungum skandinavísk-
um fræðimanni á sviði félags-
vísindanna, einkum þó fyrir
rannsóknir á því hvemig þekk-
ing mótast af samspili rann-
sókna, rannsóknarstofnana,
rannsóknarstefnu og samfé-
lagsþróunar. Verðlaunin veitir
Félagsvísindadeild Uppsalahá-
skóla að fengnum tillögum frá
prófessorum í félagsfræðum við
háskólann í Lundi og Uppsöl-
um.
Olís tekur
þátt í að
reka gasstöð
MORGUNBLAÐINU hefur bor-
ist eftirfarandi athugasemd frá
Thomasi Möller, framkvæmda-
stjóra hjá Olís, við frétt sem
birtist í Morgunblaðinu 13. apríl
undir yfirskriftinni Gasstöð reist
í Straumsvík:
Það er ekki Skeljungur og
Olíufélagið og ísal sem er að
opna 1.000 rúmmetra gasstöð í
Straumsvík í byijun júní heldur
Skeljungur, Olíufélagið og Olís.
„Úm er að ræða fiárfestingu
upp á annað hundrað milljónir
sem skiptist jafnt milli eignarað-
ilanna þriggja." Þetta er ekki
rétt, stöðin er reist af íslenskum
aðalverktökum og verður í eigu
íslenskra aðalverktaka. Hún er
leigð til Olís, Esso og Skeljungs
sem munu reka saman rekstrar-
félag sem sér um móttöku á
gasi og áfyllingu á kúta.
■ ÆSKULÝÐS- og tóm-
stundaráð Hafnarfjarðar og
Filmur og framköllun, Fjarð-
argötu 13-15, standa fyrir ljós-
myndamaraþoni er hefst þriðju-
daginn 25. apríl kl. 16 í félags-
miðstöðinni Vitanum með því
að keppendur fá afhenta 12
mynda filmu og jafnmörg verk-
efni. Á miðvikudag 26. apríl kl.
17 á síðan að skila filmunni á
sama stað til framköllunar. Á
fimmtudag 27. apríl fá keppend-
ur myndimar aflientar til upp-
setningar og sýningar sem verð-
ur í Miðbæ Hafnarfjarðar frá
fóstudeginum 28. apríl. Keppnin
er opin ungu fólki á öllum aldri.
■ SAMVERUSTUND fyrir
aðstandendur verður í kvöld kl.
20-22 í húsi Krabbameinsfé-
lag^s íslands, Skógarhlíð 8.
Kaffi og meðlæti verða á staðn-
um.