Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 27 AÐSENDAR GREINAR Sjálfstæðis- stefna og siðferði RÝMINGARSALA VEGNA FLUTNINGS Góður afsláttur -nýjar vörur \<#HUSIÐ LAUGAVEGUR 21 SÍMI 25580 SKÖMMU fyrir þinglok varði Alþingi einum af sínum dýr- mætu dögum í að ræða siðferði í pólitík. Um- ræðan átti að halda sósíalistum að sögu- legri fortíð sinni og leggja áherslu á ófarir sósíalismans um allar jarðir. Þetta er ein áhersla á siðferði í póli- tík. Nokkru fyrir kosn- ingar skrifaði Björn Bjamason alþingis- maður grein í Morgun- Ingólfur S. blaðið, „Kjósendur Sveinsson móta siðferðiskröfurn- ar“. Sagði þar: „hugmyndafræði- legur ágreiningur sem byggðist á átökum sósíalista annars vegar og markaðshyggjumanna hins vegar er úr sögunni. Sósíalistar sjá að ekki dugar að ganga fyrir kjósend- ur undir merkjum ríkisforsjár og ríkisrekstrar." Eitt andartak staldr- aði ég við, en hugsað svo, líklega er þetta satt. Það kannast enginn lengur við að vilja ríkisrekstur. En hverskonar siðferði er það þá þegar allir stjórnmálamenn ástunda ríkis- rekstur endalaust? Auðvitað er asnalegt að trúa á jólasveininn langt fram á fullorðins- ár. Sænskir kratar hafa nú viður- kennt mistök sín. En hugmyndin heldur áfram að hrífa einlægar manneskjur sem dreymir um heim með jöfnuði og réttlæti og mögu- leikum líka fyrir þá „sem minnst mega sín“. Þetta eru tilfinninga- tengdar hugsjónir og þrátt fyrir allar upplýsingar um mistök og jafnvel verstu svik heldur fólk áfram að kjósa sósíalistíska fiokka. Hvers vegna þvert ofan í alla skyn- semi? Jú, sösíalisminn lofar samfé- lagslegri ábyrgð öllum til handa. Er sjálfstæðisstefnan trúverðug? Sjálfstæðisstefnan er það sem gefur Sjálfstæðisflokknum mest aðdráttarafl. Stefnan leggur áherslu á frelsi einstaklingsins til að annast eigin mál og hafnar for- ræðishyggju af öllu tagi sem og ríkisrekstri. Einstaklingsfrelsi inni- felur atvinnufrelsi og viðskipta- frelsi, þar eru hugtökin val- frelsi/samkeppni órjúfanleg hvort frá öðru. Andstæða stefnunnar er sósíalisminn, félagshyggjan með ríkisforsjá, ríkisrekstur, oft ríkisein- okun, skattpeningarekstur. Svo ein- föld og rökrétt fyrir fijálst fólk sem sjálfstæðisstefnan er þá virðist hún ótrúlega erfið í framkvæmd. Og menn misstíga sig helst yfir til vinstri. Sjálfstæðismenn hafa aldrei út- fært sjálfstæðisstefnuna í verki i þeim málum sem hlotið hafa þann mjög vafasama sess að kallast vel- ferðarmál. Þau hafa orðið verkefni ríkisins. Þetta hefur gerst með sam- þykki sjálfstæðismanna, oft að beinni tilstuðlan þeirra. Þarna má nefna skólamál, heilbrigðismál og tryggingamál. Sjálfstæðismenn eru ekki sérlega þekktir fyrir að hafa áhuga á þessum mikilvægu mála- flokkum lifandi fólks. Þau hafa því verið kennd við vinstri stefnur með- an Sjálfstæðisflokkurinn hefur í augum margra verið flokkur hinna ríku fyrst og fremst, flokkur auð- söfnunar og auðvalds. Vonandi hili- ir undir birtingu í skólamálum með flutningi grunnskólans nær neyt- endum sínum. í heilbrigðismálum er aðra sögu að segja. Virðingarverð saga framan af Sú var tíð að menn sinntu heil- brigðismálum hverjir í sínu héraði. Frumkvæði að uppbyggingu heil- brigðisstofnana kom mest allt frá heima- mönnum sjálfum. Rík- ið var aðeins til aðstoð- ar. Tryggingafélög al- mennings (sjúkrasam- lögin) voru einnig sam- tök heimamanna og ríkið var haft með til öryggis með þriðjungs aðild kostnaðar. Með samþykki og þátttöku sjálfstæðismanna fékk trúin á jólasveininn að ráða og þessum málum hefur að nær öllu leyti verið komið yfir til ríkisins. Sjálfstæðis- ráðherrar sem sinnt hafa heilbrigðismálum hafa ekki verið síðri en aðrir í að þvinga heil- brigðisþjónustuna inn í skilnings- lausan, óvinsælan og dýran ríkis- reksturinn. Þar skiptist á bruðl og óhóf, kosningavíxlar og fáránlega miklar niðurgreiðslur þjónustu ann- ars vegar og svo hins vegar skiln- ingslaus og ábyrgðarlaus og þar með skaðlegur niðurskurður. Stund- um er hvort tveggja í gangi í einu eins og einmitt þessa kosningadaga. Heilbrigðisstofnanir eru svo ósjálf- stæðar að þær geta ekki einu sinni stjórnað eigin tilveru frá degi til dags og lagað sig eftir sviptivindun- um. Veðurspáin er alltaf vond, þó þurfa þær að lifa og það sem meira er, þær verða að vera það burðugar að geta hjálpað öðrum til lífs og heilsu. Sjálfstæður rekstur lækna utan stofnana er það eina sem hefur náð að þrífast við eðlileg skilyrði og hefur þurft mjög að verja sitt athafnafrelsi. Síðasta kjörtímabil hefur ríkisstjórn undir forystu Sjálf- stæðisflokksins leitt hjá sér heil- brigðismál méð því að afhenda þau samstarfsflokki sem sinnti þeim með aðferðum sem varla þýðir að bjóða upp á meir. Stjórnarmyndun. Síðustu kosn- ingar gáfu Sjálfstæðisflokknum nægilegt fylgi til að leiða stjórnar- myndun. Von mín og krafa er að sjálfstæðismenn annist heilbrigðis- ráðuneytið í komandi stjórn og það með vinnubrögðum sem hæfa sjálf- stæðisstefnunni og íslenskri þjóð. Þegar er mótuð þokkalega skýr stefna í heilbrigðismálum í lands- fundarályktunum og kosningayfir- lýsingum. Stefna sem byggist á sjálfstæðisstefnunni. Auk þess eig- um við íslenska sögu heilbrigðis- og tryggingamála frá því fyrir 1970, sem vel er vert að nota fremur en innflutt rusl frá löndum sem standa okkur verulega að baki. Hvernig er hægt að losna við ríkisreksturinn? Það þarf ekki að gerast á morg- un, en viljinn þarf að vera til og stefnan getur verið til á morgun. Hvenær á að breyta heilbrigðisráðu- neytinu úr því ríkisrekstrarfyrirbæri sem það er? Hvenær á að að aflétta ríkiseinokun sjúkratrygginga? Það var verk stjórnmálamanna að reyra þau bönd svo fast. Nú þurfa aðrir stjórnmálamenn að leysa þau. Hver verður stefnan í að flytja verkefni aftur til sveitarfélaganna þar sem heilbrigðismál auðvitað eiga heima að langmestu leyti? Sé einhvers staðar til byggð sem enn vill lifa á ríkisforsjá fer hún fljótlega í eyði, enda eins gott. Opinber forsjá eyði- leggur fólk. Hvernig væri að fara að selja sjúkrahús og heilsugæslu- stöðvar? Það tókst að selja Skipaút- gerð ríkisins. Að vísu fyrir lágt verð, en það margborgaði sig. Það eina sem ríkið þarf að ann- ast varðandi heilbrigðismál er að halda í lögum lágmarksskyldu- tryggingu svo að engir séu ótryggð- ir. Einstaklingarnir eiga hins vegar að vera ábyrgir fyrir tryggingum Ríkisrekstur er sam- komulag um, segir Ingólfur S. Sveinsson, að enginn beri ábyrgð á neinu. sínum hver og einn. Þeir fáu sem kynnu að eiga erfitt með að greiða tryggingu sína þurfa að fá til þess styrk samfélagsins. Samkvæmt ís- lenskri hefð er slíkt verkefni sveit- arfélags. Ætti það að hvetja hvert sveitarfélag að vanda mannrækt sem allra best. Allt þetta má gera án þess að minnka samfélagslega ábyrgð, heldur auka hana í raun einmitt með því að færa ábyrgðina nær einstaklingnum sjálfum. Ríkis- rekstur er samkomulag um að eng- inn beri ábyrgð á neinu eins og við þekkjum. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að sýna að hann geti sinnt bæði heil- brigðismálum, tryggingamálum sem og skólamálum með fullri ábyrgð í anda hinnar mjög svo ís- lensku sjálfstæðisstefnu, fyrr hefur sjálfstæðisstefnan ekki verið kynnt. Þetta er nauðsynleg þjónusta við þjóðina svo að fólk sem í einlægni er annt um að smáir einstaklingar geti notið bestu möguleika til vaxtar og stækkunar þurfi ekki endalaust að kjósa vinstra liðið. Höfundur er læknir í Reykja vík. | Bókhaldsnám, 72 klst. Markmiðið er að verða fær um að starfa sjálfstætt og annast bókhaldið allt árið. Byrjendum og óvönum bókhaldi gefst kostur á grunnnámskeiði. Námið felur m.a. í sér: • Dagbókarfærslur og uppgjör í mánaðarlok. • Launabókhald, gerð launaseðla og þeir bæði hand- og tölvuunnir. Gengið er frá skilagreinum m.a. um staðgeiðslu og tryggingargjald. • Útreikning skuldabréfa og tilheyrandi færslur. • Lög og reglur um bókhald og virðisauka, gerð virðisaukaskýrslna. • Afstemmingar. • Merking fylgiskjala, gerð bókunarbeiðna. • Fjárhagsbókhald í tölvu. Innifalið er m.a. skóiaútgáfa fjárhags- og viðskiptamanna- bókhalds og 30% afsláttur frá verðskrá Kerfisþróunar að 45.000 kr. Innritun er hafin. Tölvuskóli Reykiavíkur Boráartúni 28. sími 561 6699 ----r-r-j Sjábu hlutina í víbara samhengi! -kjarni málsins! •• 14" SVGAlággeisla litaskjár 16 bita víðóma SB samhæft hlióðk H Geisladnf 2ja hraða 0 Magnari og HiFi 20 W hátalar •0 Tengi fyrir myndsbandtæki, ví M og stýripinna / /§? Tengi fyrir hljóðnema og heyry ú Lvklaborð og mús ;.... tt * Tgmr “ tv&tt i)--------------------------------------------- . ^ — Tft Ll _ MHz stæ verh ‘v&u~‘^r,Ve- Þessi nunm sti ,a,doSimem Bcu V.S7 °nd 12 Sími - '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.