Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Japanski sértrlíar- söfnuðurinn Einn yfir- mannanna myrtur Tókýó. Reuter. HÆGRISINNAÐUR öfgamaður stakk til bana í fyrradag annan æðsta mann japanska sértrúar- safnaðarins Æðsta sannleiks en söfnuðurinn er talinn hafa staðið að baki gasárásinni í neðanjarðar- lestinni í Tókýó í mars sl. Óttast lögreglan, að morðið geti tafið rannsókn málsins enda var hinn látni yfirmaður rannsókna- og tæknideildar safnaðarins og stjórnaði hugsanlega framleiðslu taugagassins. Hægriöfgamaðurinn, Yuko Jo, 29 ára gamall af kóreskum ættum, stakk Hideo Murai þrisvar sinnum úti fyrir aðalstöðvum safnaðarins í Tókýó og að viðstöddum fjölda fréttamanna. Jo gerði enga tilraun til að flýja af vettvangi og gaf þá skýringu á verknaðinum, að hon- um hefði verið farið að leiðast bið- in eftir réttlátri refsingu yfír þeim, sem báru ábyrgð á gasárásinni. Murai, sem var 36 ára gamall, er talinn hafa stjómað framleiðslu taugagassins sarins en að sögn japanskra fjölmiðla var það gert samkvæmt rússneskri aðferð. Er talið, að einhveijir rússneskir vís- indamenn hafi lagt söfnuðinum lið en í Rússlandi voru félagar í söfn- uðinum um 30.000, þrisvar sinn- um fleiri en í Japan. Starfsemi hans hefur nú verið bönnuð í Rúss- landi. Frá því í mars hefur japanska lögreglan handtekið meira en 100 frammámenn í Æðsta sannleik og var Murai í forsvari fyrir söfnuðinn þar sem leiðtogi hans, Shoko Asa- hara, fer huldu höfði. Japanska blaðið Mainichi sagði frá því á laugardag, að í dagbók, sem Murai hélt 1991, spáði hann því, að söfn- uðurinn myndi ráða öllu Japan fyrir aldamót. Mótmæla kjamorku- úrgangi JAPANSKIR kjarnorkuandstæð- ingar mótmæltu í gær væntan- legri komu bresks skips með fjórt- án tonn af kjarnorkuúrgangi. Greenpeace-samtökin segja þetta vera hættulegasta farm, sem nokkurn tímann hefur siglt um heimsins höf. Urgangurinn verð- ur geymdur í sérstakri stöð í borginni Rokkasho í hálfa öld en síðan grafinn í jörðu. Er um að ræða úrgang sem féll til er jap- önskum úraniumafgöngum var breytt i plútóníum í Frakklandi. Á næstu árum verða 3.000 tonn af úrgangi flutt aftur til Japans. Kosið um héraðsstjórnir á Ítalíu Italir í tvær fylkingar Rómaborg. Reuter. FRELSISBANDALAG Silvios Berlusconis fyrrverandi forsætis- ráðherra Ítalíu hlaut ekki þann stuðning í héraðskosningum um helgina sem hann hafði vonast eftir til þess að geta krafist nýrra þingkosninga. Talningu atkvæða í kosningum, sem fram fóru í 15 af 20 sýslum Ítalíu á sunnudag, var ekki lokið í gærkvöldi, en samkvæmt tölvu- spám, sem byggjast á upplýsing- um úr atkvæðatalningu í 950 kjör- deildum, benti allt til þess að Frelsisbandalagið, kosninga- bandalag þriggja mið- og hægri- flokka, fengi 42,3% atkvæða. Stjórnmálaskýrendur töldu ólík- legt, að Oscar Luigi Scalfaro for- seti tæki kröfur um skjótar þing- kosningar til greina en Berlusconi hefur óskað eftir fundi með forset- anum í vikunni til að knýja á um kosningar í júní. Flest benti til þess, að Frelsis- bandalagið færi með sigur af hólmi í sjö eða átta sýslum af 15. Kosn- ingabandalag fímm mið- og vinstriflokka fengi 40,6% at- kvæða, samkvæmt tölvuspánni, og sigraði í þeim sýslum sem Frelsis- bandalagið næði ekki meirihluta. Samkvæmt tölvuspám um úrslit kosninga til ítölsku héraðsstjórn- anna er gamli kommúnista- flokkurinn, Lýðræðislegi vinstri- flokkurinn, orðinn stærsti flokkur landsins með 25% atkvæða. Flokk- ur Berlusconis, Áfram Ítalía, fékk 23% atkvæða. Utanríkisráðherra Rússlands varar við stækkun Atlantshafsbandalagsins Einangi'iin Rúss- lands vatn á myllu þjóðemissinna Kaupmannahöfn. Morgnnblaðið. ANDREJ Kozyrev utanrík- isráðherra Rússlands lík- ar ekki við að þurfa inn- an skamms að skrifa um glötuð tækifæri í endurminningar sínar, sem hann að eigin sögn myndi vísast skrifa frá fanganýlendu í Síberíu. Á þennan hátt lýsti hann þeim aðstæðum sem gætu skapast, ef þrýst væri á um útvíkkun Atl- antshafsbandalagsins, áður en frið- arsamstarf þess fengi að þróast. Þessu sagði hann frá í tilfínninga- ríkri ræðu á fundi sérfræðinga og frammámanna í stjórnmálum og viðskiptalífínu frá Bandaríkjunum, Japan og Evrópu, sem funduðu í Kaupmannahöfn um helgina. Eitt helsta umræðuefnið var þróunin í Rússlandi. Kozyrev kom til fundarins með prentaða ræðu, sem síðan átti að dreifa til viðstaddra, en hann las aðéins upp úr ræðunni á stöku stað og talaði þess í stað til fundar- manna. Hann hóf tölu sína með því að rifja upp að þó fjögur ár væru síðan Sovétríkin liðuðust í sundur og kommúnisminn féll vantaði enn nýjar stofnanir, sem svöruðu nú- tímaaðstæðum. í staðinn fyrir kalda stríðið væri kominn kaldur friður, sem væri gróðrarstía fyrir alls kyns misskilning, er gæti haft ófyrirsjá- anlegar afleiðingar. Sem dæmi um misskilninginn nefndi hann viðbrögð við ummælum sínum í síðustu viku um að Rússar gætu neyðst til að grípa til vopna til að veija hagsmuni Rússa utan landamæra Rússlands. Þegar hann hefði gengið í salinn áðan, hefði Lennart Meri forsætisráðherra Eistlands, sem var á fundinum, hnippt í sig og spurt hvers vegna hann væri að hóta Eistlandi. „Hið rétta er,“ sagði Kozyrev, „að ég var hvorki að hóta Eistlandi né öðrum," en aðstæður væru þannig að þessi ummæli væru umsvifalaust lögð út á versta veg. Það sem hann hefði átt við væri að rétt eins og Frakkar hefðu notað hersveitir í Afríku til að bjarga frönskum þegnum á stríð- andi svæðum undanfarið, þá vildu Rússar geta gert hið sama. Þegar átök brutust út í Dagestan, hefði hann sjálfur verið staddur þar og þá um nóttina hefðu margir vest- rænir starfsbræður hringt í sig og beðið sig að gæta hagsmuna er- lends sendifólks, fréttamanna og annarra þegna og það hefðu Rússar gert með hersveitum sínum. Nýjar aðstæður kalla á nýjar stofnanir Um leið og Kozyrev minntist þess að fímmtíu ár væru liðin frá lokum seinni heimsstyijaldarinnar sagði hann að upp úr henni hefðu framsýnir menn lagt grundvöllinn að nýrri þróun, eins og sést hefði með Marshall-hjálpinni, Sameinuðu þjóðunum, Atlantshafsbandalaginu og Efnahagsbandalaginu. Nú vant- aði sömu framsýnina. Kozyrev áréttaði að rétt eins og önnur lýðræðisríki yrðu rússnesk stjórnvöld að taka tillit til vilja al- mennings. Þjóðernissinnar ættu uppgang sinn að þakka óánægju með hve litlu samstarfið við vestur- veldin hefði skilað. Þessi óánægja hefti ekki endilega sjálfar endur- bæturnar, en gerði lífíð erfítt fyrir endurbótasinna. I Ijósi þess að fyrir nokkrum árum hefðu þúsundir manna setið í fanganýlendum fyrir það eitt að láta sig dreyma um einkavætt atvinnulíf, væri það ekki slæmur árangur að 62 prósent at- vinnulífsins væri nú einkavætt, sem væri hærra hlutfall en til dæmis á Ítalíu. Á þessu ári, þegar kosningar færu í hönd í Rússlandi, væri var- hugavert að leggja þjóðernissinnum vopn í hönd með því að einangra Rússland. Atlantshafsbandalagið væri ekki lengur óvinur í hugum Rússa, nema kannski ólæknandi kommúnista, en það væri fjarlægt og óþekkt. Þar sem það hefði verið byggt upp gegn kommúnisma spyrðu Rússar sig gegn hveijum það beindist nú. Ef svarið væri að það beindist meðal annars gegn hryðjuverkahópum, þá væri spurn- ingin hvers vegna Rússar mættu ekki taka þátt í því. Friðarsamstarf- ið mætti einmitt nota til að efla öryggi í heiminum. Sjálfur fengi hann iðulega að heyra frá löndum sínum að hann væri heimskur að halda að breyttar aðstæður í Rúss- landi breyttu áliti umheimsins, sem héldi áfram að líta Rússland sömu augum og fyrr. Um þetta snerust kosningarnar meðal annars. Útfærsla í þágu sérhagsmuna Niðurstaða sín væri því að hann væri hlynntur friðarsamstarfínu, en á móti skyndilegri og fljótfærnis- legri útfærslu Atlantshafsbanda- lagsins. Áhersla á hana hefði ekk- ert í för með sér annað en sálarkval- ir fyrir Rússa, sagði- Kozyrev, og auglýsti eftir skynsemi og skiln- ingi. Rússar væru ekki að fara fram á að beita neitunarvaldi gegn út- færslunni. Þeir vildu ekki útiloka neitt og orð Jeltsíns frá 1991 um að ekki væri hægt að útiloka aðild eftir að friðarsamstarfið hefði verið reynt, stæðu enn. Síðustu orð utan- ríkisráðherrans voru að hann mætti ekki til þess hugsa að glata góðu tækifæri bara vegna þess að ein- hveijir þyrftu á útvíkkun Atlants- hafsbandalagsins að halda í þágu sérhagsmuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.