Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Gæti alltaf
veríð pláss
fyrir einn
Islending
Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran er komin til
landsins frá Danmörku og mun syngja ein-
söng á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands á fímmtudag. í samtali við Orra Pál
Ormarsson ræðir hún meðal annars um
tónleikana, tækifærin í heimi óperunnar,
virlgun hæfíleika og kynni sín af hinni virtu
söngkonu Ileanu Cotrubas.
Morgunblaðið/Kristinn
„ÉG ER komin á sporið þar sem ég er komin í samband við fólk sem er annt um mig og
hefur trú á því sem ég er að gera,“ segir Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran.
ÞETTA er ómetanlegt
tækifæri og mikil viður-
kenning fyrir mig. Það
er mjög þýðingarmikið
að fá að syngja hér heima og jafn-
framt mikilvægur þáttur í því að
þroska sig og öðlast reynslu sem
skiptir mann þegar öllu er á botn-
inn hvolft mestu máli. Við búum
öll yfir einhveijum hæfileikum.
Það þarf hins vegar að virkja þá
og þroska," segir Ingibjörg Guð-
jönsdóttir sópran sem er komin
heim frá Kaupmannahöfn með það
fyrir augum að syngja einsöng á
tónleikum Sinfóníuhljómsveitar
íslands á fimmtudagskvöld.
Hljómsveitarstjóri er Bretinn Owa-
in Arwell Hughes.
Ingibjörg hefur einu sinni áður
sungið með sinfóníuhljómsveitinni.
Það var í Söngkeppni Sjónvarpsins
árið 1985 en þar fór hún með sig-
ur af hólmi og ávann sér þátttöku-
rétt í alþjóðlegu söngkeppninni í
Cardiff í Wales sama ár. Ingi-
björg, sem var þá kornung, vakti
við það tækifæri mikla athygli.
Síðan hefur hún notað tímann
vel; lagt stöðuga rækt við söngfer-
ilinn og búið sig af kostgæfni
undir átökin í hinum harða heimi
óperunnar.
Lærði í Bloomington
Ingibjörg lagði stund á söng-
nám við Indiana University í Blo-
omington í Bandaríkjunum og hef-
ur látið að sér kveða -----------
annað veifið eftir að hún
heim árið 1990.
vangur og ánægjan vegna tónleik-
anna er því ennþá meiri en ella.“
Ingibjörgu þótti valið á efnis-
skránni vandasamt enda af mörgu
að taka fyrir lýriskan sópran. Hún
ákvað að leggja áherslu á aríur
sem hún hefur ekki mikið sungið
opinberlega til þessa en lengi lang-
að að spreyta sig á. Ingibjörg mun
byija á því að syngja tvær Mozart-
aríur á tönleikunum, önnur er kon-
sertarían „Vado ma dove“ en hin
„Fior di ligi“ úr óperunni Cosi fan
tutte. „IWeð þessu má segja að ég
sé að færa mig yfir í aðeins meiri
dramatík en ég held að það verði
minn vettvangur þegar fram líða
stundir." Síðan ætlar Ingibjörg að
syngja Gimsteinaaríuna úr Fást
en það hlutverk hefur lengi heillað
hana.
sneri
Hún var til að mynda
fulltrúi íslands í Nor-
ræna tvíæringnum í
Puccini í
uppáhaldi
Eftir hlé hyggst söngkonan
flytja aríu Mikaelu úr Carmen.
Hún mun síðan ljúka tónleikunum
á aríu úr Madame Butterfly. „Ég
var ákveðin í að enda á Puccini
enda hefur hann verið mitt uppá-
hald. Þetta er reyndar annað en
ég hef verið með áður en mig lang-
aði einmitt að sýna á mér nýja
hlið á þessum tónleikum.“
Eftir að Ingibjörg kom heim úr
námi fékkst hún við ýmis verk-
efni; kenndi, söng einsöng með
kórum og tókst sitt fyrsta óperu-
------- hlutverk á hendur. Það
Tækifærin eru var hlutverk Mimiar í
ekki mörg hér uppfærslu Óperusmiðj-
heima
unnar á La Boheme í
Borgarleikhúsinu árið
1992.
Stokkhólmi árið 1993. Þar fékk
söngkonan tækifæri til að syngja
með hljómsveit og var gerður góð-
ur rómur að frammistöðu hennar.
Leiddi það öðru fremur til þess
að henni var boðið að syngja með
Sinfóníuhljómsveit Islands.
Tónleikarnir leggjast einkar vel
í Ingibjörgu. „Hér heima verður
tónlistarmaður að vera tilbúinn að
flytja allar tegundir tónlistar því
hann verður að nýta sér öll tæki-
færi sem bjóðast. Óperutónlist er
hins vegar minn uppáhalds vett-
Ingibjörg segir að tækifærin séu
ekki mörg hér heima og þess
vegna hafi hún meðal annars flutt
til Kaupmannahafnar. Vegur
hennar hefur þó farið jafnt. og
þétt vaxandi hér heima en á liðnu
ári fékk hún listamannalaun í sex
mánuði og á dögunum hlaut hún
heiðurslaun Brunabótafélags ís-
lands 1995. Hún segir að þetta sé
í senn ómetanlegur stuðningur og
viðurkenning sem auðveldi henni
að sinna þeim verkefnum sem
framundan séu.
INGIBJÖRG ásamt Iærimeistara sinum, hinni
nafntoguðu söngkonu Ileanu Cotrubas.
Starfsgrundvöllur ytra
Ingibjörg flutti til Kaupmanna-
hafnar á síðasta ári ásamt unn-
usta sínum Andra Kárasyni sem
leggur þar stund á nám. Hann ku
vera óþreytandi við að stappa í
hana stálinu og bregða sér í hlut-
verk umboðsmanns. Söngkonuna
langar að finna sér starfsgrun-
dvöll ytra og horfir ekki síst til
Norðurlandanna í því sambandi.
Mið-Evrópa er einnig sterklega
inni í myndinni.
„Ég geri mér alveg grein fyrir
því hvemig þessi harði heimur
óperunnar virkar í dag svo ég tali
ekki um mitt lýriska sópranfag.
Það gæti hins vegar alltaf verið
pláss fyrir einn íslending! Mig
langar því að gefa mér tíma enda
er ég bara rétt að byija. Ég var
nefnilega svo lánsöm, öfugt við
marga íslendinga, að átta mig
snemma á því að mig langaði út
í þetta. Það er mjög mikilvægt að
finna farveginn strax enda snýst
söngur_ ekki eingöngu um hæfi-
leika. Ég hef fengið mikinn með-
byr til þessa þannig að ég þarf
ekki að kvarta enn.“
Að sögn Ingibjargar dreymir
flesta unga tónlistarmenn um að
komast í kynni við listafólk sem
hefur fetað braut frægðar og
frama. Árið 1993 rakst hún á
auglýsingu í óperublaði þar sem
auglýst var árlegt námskeið hjá
hinni heimskunnu rúmensku
óperusöngkonu Ileanu Cotrubas í
Vínarborg. Ingi-
björg beið ekki
boðanna heldur
skellti sér í prufu
og komst að.
Eins og
vítamínsprauta
Cotrubas, sem
er hætt að syngja
opinberlega, hefur
hvatt Ingibjörgu
óspart til dáða og
er reiðubúin að
leggja henni lið eft-
ir föngum. Ingi-
björg segir að það
hafi verið eins og
vítamínsprauta fyrir sig að kynn-
ast þessari reyndu listakonu. „Hún
hefur eiginlega alveg tekið mig
upp á sína arma og ber hag minn
virkilega fyrir bijósti."
Ingibjörg segir að Cotrubas sé
algjört gull af manni. Hún komi
til dyranna eins og hún sé klædd
og varist alla sýndarmennsku.
„Hún er náttúrulega mikil „diva“
í sér en um leið mikil manneskja.
Það má eiginlega segja að ég líti
á hana sem mína fyrirmynd enda
finnst mér svo mikið atriði að lista-
maður geti jafnframt verið hann
sjálfur. Cotrubas ber svo mikla
virðingu fyrir því sem hún er að
gera auk þess sem hún býr yfir
gríðarlegri visku og þekkingu sem
erfítt er að komast í kynni við hér
á landi.“
Ingibjörg sótti annað
námskeið hjá Cotrubas í
fyrra og fyrr á þessu ári
efndi hún loforð sitt við
lærimeistara sinn og
sótti hann heim til Nice í Frakk-
landi. Stöllumar eru í stöðugu
sambandi og hefur Cotrubas, auk
faglegrar ráðgjafar, bent Ingi-
björgu á marga virta fagmenn í
óperuheiminum. „Hún hefur kom-
ið mér virkilega vel. áleiðis og ég
er mjög stolt af því hvernig hún
hefur tekið mér.“
Ingibjörg metur ráðgjöf Cotru-
bas mikils. Á liðnu ári var henni
óformlega boðið aðalhlutverkið í
Madame Butterfly í uppfærslu
óperunnar í Malmö. „Það má segja
að þetta hlutverk sé toppurinn á
toppnum. Ég bar tilboðið undir
Cotrubas og hún sagði mér að
taka hlutina í réttri röð. Ef ég
ætlaði mér stóra hluti skyldi ég
byija á byijuninni. Ákvörðunin var
afar erfíð en ég ákvað að afþakka
boðið. Það er hins vegar ekki sér-
lega vinsælt þegar maður er að
byija í þessum bransa þannig að
ég bað Cotrubas að skrifa umboðs-
skrifstofunni bréf og gera grein
fyrir ástæðunum að baki. Hún
skrifaði síðan eitt fallegasta bréf
sem ég hef lesið þannig að þeir
sýndu afstöðu minni skilning. Ég
á því ef til vill eftir að fá annað
tækifæri í Malmö.“
Ingibjörg kveðst vera fyllilega
sátt við ákvörðunina enda skipti
reynslan öllu máli. Nauðsynlegt
sé að gera réttu hlutina í réttri
röð. „Röddin er brothætt og söngv-
arar verða að hlú að henni. Við
förum ekki strax í splitt; við verð-
um að byija á öðrum æfingum. í
dag þrái ég að fá að byija ein-
hvers staðar og vinna mig upp.
Ég er hins vegar komin á sporið
þar sem ég er komin í samband
við fólk sem er annt um mig og
hefur trú á því sem ég er að gera.“
Nýkomin frá
Búdapest
Ingibjörg hefur haft í mörg
horn að líta eftir að hún flutti
utan og nýverið var hún fulltrúi
Islands á Vorhátíðinni
í Búdapest ásamt Erni
Magnússyni og Mörtu
Halldórsdóttur. Hátíð
þessi er ein af virtustu
tónlistarviðburðum
Evrópu og var að þessu sinni til-
einkuð norrænni menningu og
listum.
Sú mikla rækt sem Ingibjörg
hefur lagt við hæfileika sína á síð-
ustu misserum virðist ætla að skila
árangri. Hún hefur beðið átekta
eftir réttum tækifærum og er þeg-
ar farin að uppskera í samræmi
við það. í hennar augum er þolin-
mæðin dyggð. „Frami í heimi óper-
unnar er ekkert sem gerist á
skömmum tíma en vonandi verða
örlögin mér hliðholl."
Sýni á mér
nýjahliðá
tónleíkunum