Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Yeiðar bannaðar á Stöðvarfirði í ár vegna tilrauna Fóðrun á villtum þorski rannsökuð Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Þröng í Grundarfjarðarhöfn SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur nú með reglugerð bannað allar fiskveiðar í Stöðvarfirði vegna tilraunafóðrunar á villtum þorski. Veiðamar verða bannaðar í eitt ár að svo stöddu en gert er ráð fyrir mögulegri framlengingu bannsins í ár til viðbótar. Hafrannsókna- stofnun hefur staðið að tilraunum þessum og er gert ráð fyrir því að hún fái sjómenn á Stöðvarfirði sem verktaka til að veiða fiskinn. Hafrannsóknastofnun » hefur undanfarin tvö sumur staðið að undirbúningsrannsóknum á því, hvort sú hugmynd að fóðra villtan þorsk á grannslóð sé raunhæf. Nið- urstöður vaxtarathugana í kvíum í Stöðvarfirði benda til að unnt sé að auka vaxatarhraða villts þorsks umtalsvert með reglubundinni fóðr- un. Þá benda niðurstöður fóðrun- artilrauna á Stöðvarfirði síðastliðið sumar til þess að villtur þorskur safnist í nokkrum mæli að fóðrun- arstað. Nauðsynlegt að friða allan fjörðinn Hafrannsóknastofnun hefur nú gert ítarlega rannsóknaáætlun til næstu þriggja ára þar sem gera á tilraun með reglubundna fóðrum á villtum þorski í eitt og hálft ár. Er meðal annars áætlað að gera samanburð á fiski og umhvefi í Stöðvarfirði og tveimur nærliggj- andi fjörðum, Berufirði og Fá- skrúðsfirði. Sveitarsljórnin fylgjandi tilrauninni í frétt frá sjávarútvegsráðun- neytinu segir að til þess að af þess- um rannsóknum gæti orðið, hefði verið nauðsynlegt að fá Stöðvar- §örð algerlega friðaðan fyrir öllum veiðum öðrum en þeim, sem eru hluti af verkefninu. Hefði hugur sjómanna og útvegsmanna á Stöðv- arfirði til þessa máls verið kannað- ur og hefðu allir, sem spurðir voru, verið fylgjandi friðun fjarðarins í þessu skyni. Jafnframt óskaði Hafrannsókna- stofnun eftir samstarfi við sveitar- stjóm Stöðvarhrepps um verkefni þetta og samþykkti hún að mæla með því að fjörðurinn yrði friðaður fyrir öllum veiðum vegna þessarar tilraunar. Heimamenn verktakar við veiðar Hluti rannsóknarinnar felst í því að kanna hve veiðanlegur þorskur- inn er í lok fóðrunartímabils, fylgj- ast með stærð hans og holdgæðum og kanna hvaða verð fæst fyrir hann. Ver.ður Hafrannsóknastofn- unn veittur óskertur réttur til nýt- ingar á þeim fiski, sem veiddur verður í verkefninu. Gert er ráð fyrir því að stofnunin fái sjómenn á Stöðvarfirði sem verktaka til að veiða fiskinn fyrir umsamið verð og verði söluhagnaði varið til að fjármagna rannsóknina að hluta, meðal annars til kaupa á fóðri og til að greiða fundarlaun fyrir merktan fisk. ÞAÐ hefur verið þröng á þingi í Grundarfjarðarhöfn undan- farna daga. Togarinn Ocean Hunter, sem landað hefur út- JAN Henry T. Olsen, sjávarútvegs- ráðherra Noregs, telur, að norskur sjávarútvegur og fiskvinnslan verði að ná betri tökum á markaðsmálun- um og hann sér fyrir sér, að út- flutningurinn verði í höndum færri og stærri sambanda en nú er. Þá leggur hann til, að Norðmenn „kaupi sér markaðsáhrif“ í Evrópu. Á ráðstefnu í Tromsö nýlega sagði Olsen, að útflytjendur væru allt of margir og verulega skorti á hafskarfa hjá Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar og Guðmundi Runólfssyni hf, liggur við festar auk beggja togara HG, Klakks samstöðu þeirra í markaðsmálun- um. Afleiðingin væri sú, að lægra verð fengist fyrir afurðirnar en ella vegna þess, að kaupendur gætu att þeim saman hveijum gegn öðr- um._ „Ég spái því, að útflytjendur sameinist loks í fimm eða tíu stór- um sölusamtökum," sagði Olsen á ráðstefnunni og hann lagði áherslu á, að vinnslustöðvarnar yrðu að hafa miklu nánara samstarf með og Drangs, en einnig liggja bátar Soffaníasar Cecilssonar hf. við bryggju, Grundfirðingur og Fanney. sér hvað varðaði framleiðslu fyrir ákveðna markaði. Olsen talaði einnig um, að fisk- vinnslan yrði að „kaupa sér mark- aðsáhrif11 án þess að vilja skýra það nánar en vitað er hvað hann átti við. Hann var að leggja til, að Norðmenn keyptu hlut í stóru mat- vælakeðjunum í Evrópu eða dreif- ingarfyrirtækjum á borð við Unile- ver og Néstle til að styrkja stöðu sína. Norðmenn kaupi markaðsáhrif þrefaldun fyrsti vinningur! ujjjjjújj]jj I'f.T Er pöðin homin að þép? LtTTtt Sölu í Víkingalottóinu lýkurá miðvikudag kl. 16:00, dregið verður í Sjónvarpinu um kvöldið. Freistaðu gæfunnar!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.