Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ að vera hjá ömmu og afa að Brekk- um. Þar fengum við tækifæri til að vera með afa við bústörfin í sveitinni, jafnframt því kenndi hann okkur að lesa en amma sá um pijónakennsluna og höfum við systur búið vel að kennslu þeirra hjóna æ síðan. Eftir að afi hætti búskap að ömmu okkar látinni, dvaldi hann um skeið á heimili foreldra okkar í Kópavoginum. Við systurnar, lífsglaðar og gáskafullar, bárum sérstaka lotningu fyrir afa og þeim sérstaka heimi sem opnaðist okkur þegar við komum inn í herbergið hans. Við forvitnar systurnar drukkum í okkur sögur hans, fróð- leik og visku en afí var mikill áhugamaður um íslenskar bók- menntir og kunni íslendingasög- unum betri skil en flestir aðrir. Afi hafði einnig mikinn áhuga á ættfræði og gat oft rakið ættir margra um marga ættliði og þegar hann hitti ókunnuga var hann oft spurull um átthaga og ætterni. Afi var fulltrúi aldamótakynslóð- arinnar sem byggði upp og skapaði það velferðarþjóðfélag sem okkur þykir sjálfsagt og eðlilegt nú á tím- um. Þrátt fyrir skamma skóla- göngu var hann vel menntaður maður, víðlesinn, með ljóð þjóð- skáldanna, ættfræði og íslendinga- sögurnar á hraðbergi. Hann var fulltrúi þeirrar kynslóðar sem færði okkur þjóðararfínn í hendur á þann lifandi og innilega hátt sem var einkenni samtímafólks hans. Þökk sé afa og hans kynslóð sem veitti okkur innsýn í forna menningu þjóðarinnar. Afí var glaðlyndur og félagslynd- ur, rólyndur og dagfarsprúður en þó ákveðinn og staðfastur. Alltaf var gaman að koma til hans og fór maður alltaf ríkari af hans fundi en maður kom. Hann átti auðvelt með að tala um lífíð og tilveruna og lá ekki á áliti sínu ef hann var inntur eftir því. Hann var úrræða- góður og alltaf var hægt að treysta þeim ráðum er hann gaf. Við horfum á eftir afa með sökn- uði en samt er okkur efst í huga þakklæti. Þakklæti fyrir náin kynni og veganesti út í lífíð. Þakklæti fyrir hve vel hann hélt utan um ijölskyldu sína alla tíð. Þökk sé afa fyrir fallegar minningar sem við geymum vel í hjarta okkar. Jónína og Guðbjörg. „Sá sáðmaður, gekk út að sá... En sumt féll í góða jörð og bar ávöxt, sumt hundraðfaldan, sumt sextugfaldan, en sumt þrítugfald- an.“ (Matteusar guðspjall.) Ofanritaður hluti úr texta Matt- eusar guðspjalls finnst mér eiga vel við um afa. Hann fór ekki var- hluta af ólgusjó lífsins, en lét aldr- ei bugast, þar sem hann bjó yfír miklum mannkostum sem ein- kenndust af æðruleysi, hógværð og jákvæðni. Það var gott að deila með honum hugleiðingum, sem ég geymi með mér til þess að auðga mína eigin lífssýn. Samræður okk- ar opnuðu méj dyr að víðari sjón- deildarhring. Ég fékk oft fróðleiks- mola um sögu þjóðar okkar og skynjaði, hve mikla áherslu afi lagði á að við varðveittum hana og menninguna. Afí hafði ríka rétt- lætiskennd og dró ekki dul á skoð- anir sínar um stöðu bóndans. Hann var ekki alltaf ánægður með þá stefnu, sem ríkti í landbúnaði og fannst menn stundum gleyma mik- ilvægi hans, ekki bara fyrir sveit- irnar, heldur ekki síður fyrir þétt- býlisstaði, sem byggja afkomu sína á landbúnaði. Afí sagði mér að rækta mig eins og ég væri og hafa heiðarleika ávallt í fyrirrúmi. Það bæri ríkuleg- asta ávöxtinn. Ég hef oft sann- reynt það á tímamótum í lífi mínu. Nú þegar afi hefur verið burt kallaður finn ég tómarúm, en ég veit að hvíldin er kær, því ævistarf- inu var lokið og sáningu hætt þegar sjónin dapraðist, þá tók biðin við. Ég sendi innilegar samúðarkveðjur til nánustu ættingja. Megi eilífur friður og guðs blessun fylgja afa. Valgerður Rut biður fyrir hinstu kveðju til langafa síns og þakkar innihaldsríkar samverustundir. Nína Edda Skúladóttir. Eins og vorið vekur mestan vonararð úr dýpstu hjami. Sárust minning getur gefíð gróða mestan tregans bami. (Matthías Jochumsson.) Nú þegar vorið er á næsta leiti lagði bóndinn Guðni frá Brekkum upp í sína hinstu för, hann lést að morgni föstudagsins langa tæplega 97 ára að aldri. Hann var fæddur og uppalinn að Brekkum í Hvol- hreppi, foreldrar hans voru merkis- hjónin Guðbjörg Guðnadóttir og Guðjón Jóngeirsson bóndi þar. Þau eignuðust níu börn. Það segir sig því sjálft að allir hafa mátt léggja sitt fram til að vinna heimilinu það gagn sem aldur og þroski framar- lega leyfðu og þá ekki síst þau elstu. Guðni var annað barn þeirra hjóna. Það var á þeim árum sem ég sem þetta skrifa kynntist þeim hjónum og bömum þeirra er ég kom með manni mínum, bróður Guðna, og settist að á heimili tengdaforeldra minna, sem þá voru orðin öldruð og hugðist veita þeim aðstoð. Við bjuggum þar í þijú ár. Oft var þröng á þingi á Brekkum, heimili Guðna þungt og börnin mörg, þrotlaus vinna og dugnaður var lífsnauðsyn ef komast átti af. í þá daga þekktust ekki styrkir né bamabætur, þá urðu allir að bjarg- ast af sínum búum einir og óstudd- ir. Lítill tími var til að blanda geði og kynnast svo náið sem skyldi. Það var löngu seinna sem ég kynnt- ist mannkostum og sálarþreki Guðna. Hann var greindur maður og fróður vel um margt frá liðinni tíð. Hann mundi tvenna tímana og kunni að segja vel frá. Hann las mikið á meðan sjón entist og ekki kæmi mér á óvart þó eftir hann lægi' eitthvað skrifað sem betur væri geymt en gleymt. Konu sína missti hann hinn 16. júní 1969 eftir fímm ára þrotlaust veikindastríð við banvænan sjúk- dóm, en þá höfðu þau hjón orðið fyrir þeirri sáru raun að missa son sinn Júlíus af slysfömm í blóma Hfs- ins aðeins 35 ára að aldri. Áður misstu þau dótturdóttur sína Önnu fjögurra ára, en hún hafði mestan hluta sinnar stutttu ævi dvalið á Brekkum hjá afa sínum og ömmu, hún lést einnig af slysförum. Svona er lífið stundum, hart og óvægið. Þau tóku áföllum sínum saman með stillingu og reisn. Eftir lán Jónínu var orðið hljótt á Brekkum, börnin flest farin til búskapar eða annarra starfa, hann brá því búi og flutti á Selfoss. Þeim hjónum til aðstoðar í veikind- um Jónínu var systir mín Guðný og honum síðar á Selfossi. Það er ef til viil vegna þess hvað allt það fólk, hjónin, börn þeirra og tengda- börn reyndust henni vel allt til enda að ég rifja upp þessa löngu liðnu tíð með innilegu þakklæti fyrir hennar hönd og mína. Hennar sem farin var að heilsu, en vildi gera sitt besta svo lengi sem unnt var. Lífíð hafði ekki rétt Guðna öll áfóll ævinnar. Hann mátti þola að missa dóttur sína Ágústu 52 ára með sviplegum hætti, yngsta son sinn Þorgeir 47 ára með hörmuleg- um hætti, og nú síðast 28. febrúar síðastliðinn fylgdi hann syni sínum Hafsteini til grafar. Öll sín áföll bar hann með æðruleysi og stillingu og virtist vaxa með hverri raun. Hann taldi sig vera mikinn gæfumann þrátt fyrir allt. Hann átti góð börn sem allt vildu fyrir hann gera, tengda- og barnabörn sem glöddu hann og gættu. Síðustu árin bjó hann á Hrafn- istu í Hafnarfirði, eignaðist þar vini og undi vel sínum hag. Nú er öllu þessu lokið og Guðni er kom- inn heim til vina sem bíða hans á ströndinni bak við gröf og dauða. Blessuð sé minning Guðna Guð- jónssonar. Ragnheiður Ólafsdóttir. ______________________________________ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL1995 39 MIIMIMIIMGAR INGIBJÖRGINDÍANA JÓNSDÓTTIR + Ingibjörg Indí- ana Jónsdóttir fæddist að Bakka í Brekkudal, Dýra- firði, 22. apríl 1919. Hún lést á Borgar- spitalanum að morgni föstudags- ins langa, 14. apríl sl. Foreldrar henn- ar voru Lilja Björnsdóttir, skáld- kona, d. 1971, og Jón Erlendsson, sjómaður, d. 1948. Hún var elst í hópi níu systkina þeirra hjóna, tvö létust í bernsku , en sjö komust upp. Systkinin eru: Jóhannes, vélstjóri, f. 16.4. 1925, d. 2.11.1989, Pétur Björn, skipherra, f. 26.6. 1927, d. 6.3. 1969, Hreiðar, múrari f. 8.6. 1929, d. 2.3 1991, ÚlfUótur, stýrimaður og starfsmaður Rafmagnsveitu Reylq'avíkur, f. 1.7. 1930, d. 11.5. 1992, Bjarni Vilmundur, vélvirki, f. 8.12. 1932, og yngst Gíslína, f. 2.10. 1937, d. 30.5. 1981. Ingibjörg ólst upp í Dýrafirði, fyrst á Bakka en síðar á Þingeyri. Hún flutti til Reykjavík- ur í lok 4. áratugar- ins. Hún eignaðist tvær dætur með Óskari Jónssyni frá Vopnafirði, Lilju, f. 29.1.1943, gifta Sig- urði Kr. Jóhanns- syni, og Kristinu, f. 25.2. 1945, gifta Þorsteini Hörgdal. Bamabörnin eru alls sjö og barna- barnabömin era orðin fimm. Árið 1951 giftist Ingi- björg Valdimar Traustasyni, sjómanni frá Grímsey, og fluttist þangað. Þar átd hún heima til 1962 . Þau slitu samvistir. Frá 1962 hefur Ingibjörg búið í Reykjavík. Hún var í sambúð með Finnboga Þorbergssyni frá Efri-Miðvík í Aðalvík um langt skeið eða allt til þess er Finnbogi lést 9.6. 1991. Þau bjuggu að Hátúni 10. Síðasta æviárið dvaldi Ingibjörg á Hrafnistu í Reykjavík. Ingibjörg verður jarðsungin frá Askirkju í dag, 25. apríl, og hefst athöfnin kl. 13.30. UM 12 ár eru síðan ég kynntist Ingu tengdamóður minni. Mér duld- ist ekki, að þessi myndarlega kona hafði mátt reyna margt á lífsleið- inni og fannst mér því fyrir vikið hún nokkuð alvarleg á svipinn, er hún heilsaði upp á væntanlegan tengdason sinn. Stutt reyndist þó í brosið og hláturinn, ef upp komu slík tilvik eða verið var að rifja upp kynni hennar af skemmtilegu fólki, en það þekkti hún margt í gegnum tíðina, ekki síst í eigin ættlegg. Á 3. áratuginum voru berklar landlægir á íslandi og lögðu þeir að velli tvö yngri systkyni hennar í bemsku. Sjálf fékk hún berkla, þegar hún var fjögurra ára gömul og þurfti að dveljast langdvölum á sjúkrahúsinu á ísafirði. Þangað heimsótti móðir hennar hana oft og fór þá gangandi í nokkur skipti frá Þingeyri yfír til ísafjarðar yfír tvær heiðar að fara. Þar endur- speglaðist sú seigla og dugnaðúr, sem þessu vestfirska fólki var í blóð borin og óblíð náttúruöflin höfðu meitlað í huga og hönd. Inga átti alla tíð eftir að búa við afleiðingar berklaveikinnar og var nokkuð fötluð upp frá því, þó svo að hún næði í rauninni undraverðum bata. Hennar leið lá, eins og fjöl- margra annarra ungra stúlkna á þessum árum í vist til Reykjavíkur um tvítugsaldurinn. Skömmu síðar fluttu foreldrar hennar til Reykjavík- ur og hjá þeim átti hún öruggt at- hvarf í húsinu Litlalandi við Sund- laugarveg. Faðir hennar, Jón Er- lendsson, var reyndar langdvölum á sjónum, sem matsveinn á vitaskipinu Hermóði, en móðir hennar, Lilja Bjömsdóttir annaðist bamahópinn, mannvænlega pilta, sem allir fóm til sjós strax og aldur leyfði og yngstu dótturina, sem þá var enn á bamsaldri. Má geta nærri, að oft hefur verið þröng á þingi. Þegar Inga eignaðist dætur sínar vom þær að sjálfsögðu boðnar velkomnar í hópinn og fengu sitt uppeldi að nokkm hjá ömmu sinni og móður- systkinum. Ekki síst féll það í hlut yngsta bróðurins, Bjama Vilmund- ar, að gæta litlu stúlknanna. Þama var sannkallað menningarheimili byggt á vestfírskri arfleifð sjósókn- ara aftur í aldir samfara mótandi sýn á uppbyggingu borgarsamfé- lagsins. Lilja móðir Ingu var afar virk í félagsstarfí einkum í Laugar- nessókn, auk þess sem hún var kunn fyrir kvæði sín við ýmis tímamót bæði þegar gleði og sorg knúðu dyra. Inga átti ánægjuleg ár í Grímsey með eiginmanni og dætmm og tók þar þátt í því samblandi sjósóknar og búskapar, er hver einasta fjöl- skylda í Grímsey stundaði á þeim árum. Þessi ár munu og oft hafa verið viðburðarík, ekki síst þegar síldarsöltun var við lýði í eynni og fjöldi skipa lágu á Grímseyjarsundi og slegið var upp balli í gamla skólahúsinu. Hún var meðaí stofn- enda Kvenfélagsins Baugs í Gríms- ey og fyrsti formaður þess. Árin hennar í Hátúni 10 vom henni einnig á margan hátt ánægju-. leg, þó að oft hafí slegið í baksegl- in varðandi heilsu hennar. Hún vann um margra ára skeið á Múlalundi og síðar hjá vinnustofu Örtækni í Hátúni. Ætíð var gott að sækja þau heim, hana og Finnboga og reynd- ist hann henni afar vel, enda ein- staklega hjálplegur og dagfarsprúð- ur maður. Missti hún mikils, er hann féll frá 1991. Skömmu fyrir jólin 1993 fékk Inga áfall og eftir það gat hún ekki búið ein. Hún flutti því á hjúkranardeild á Hrafnistu Reykjavík í apríl 1994 og dvaldi þar til dánardægurs. Ég vil fyrir hönd ættingja hennar þakka starfs- fólki E-2 á Hrafnistu fyrir skilning og velvilja í hennar garð. Hvíli hún í friði. Þorsteinn Hörgdal. Þig, ljómi guðs dýrðar, mig langar að sjá, er lífið að síðustu kveðja ég á. Ó, lyft mér í bæn yfir blekking og þraut, svo berist ég vonglöð í fóðurins skaut. (Lilja Björnsdóttir) Mig langar til að setja á blað nokkur kveðju- og þakkarorð til kærrar vinkonu, Ingibjargar Jóns- dóttur. Við andlát hennar koma fram í hugann margar góðar minn- ingar frá liðnum árum, en þau em orðin allmörg árin, sem kynni okkar hafa staðið, þar bar engan skugga~ á. , Ég tengdist Ingibjörgu er ég gift- ist Hreiðari, bróður hennar. Strax við fyrstu kynni mín af fjölskyld- unni varð ég þess vör að mikil sam- heldni var á milli systkinanna og þau tengd sterkum böndum. Ingibjörg var elst níu systkina, þar af komust sjö til fullorðinsára. Óll hafa þessi systkini kvatt á góð- um aldri og er nú Bjami Vilmundur einn eftir og án efa em það honum þung spor að fylgja systur sinni síðasta spölinn. - - Ung og óreynd kom ég inn í þessa fjölskyldu með tvær litlar telpur og em mér enn í fersku minni þær móttökur sem ég fékk hjá Ingu. Frá fyrstu tíð sýndi hún mér kær- leika og vináttu. Dætmm mínum tók hún opnum örmum og var aldrei annað að fínna, en þær væm henni jafntengdar og systir þeirra, sem yngri var, enda þótti þeim afar vænt um hana. Önnur þeirra sagði við mig fyrir nokkmm dögum: „Mér fannst Inga alltaf vera eins og amma okkar.“ Sannarlega hafði Ingibjörg djúpan skilning á manns- sálinni og var ákaflega fordómalaus kona. Ingu var mjög annt um fjölskyldu sína, dæturnar Lilju og Kristínu og þeirra fjölskyldur, systkini mín og þeirra fólk. Hún hélt ættingjunum saman, var ein skonar „miðpunkt- ur“. Oft var fjölmennt hjá henni og Finnboga í Hátúninu um helgar og á frídögum. Þar hittust íjölskyldu- meðlimir og var þá gjaman glatt á hjalla. Það var líka notalegt að líta inn til hennar í önn dagsins, þiggja kaffísopa og spjalla við hana. Alltaf fór ég hressari af hennar fundi, því að Inga hafði sérstakt iag á að sjff björtu hliðamar á lífínu, þrátt fyrir að hafa átt við margvíslega erfið- leika að stríða og lífíð ekki verið dans á rósum. Ég er þakklát fyrir að hafa feng- ið að njóta þeirrar umhyggju, sem Inga bar fyrir sínum nánustu. Um árabil töluðumst við við í síma mörgum sinnum í viku og oftar en ekki var það hún sem hringdi, spurði um líðan og hagi fjölskyld- unnar og sýndi einlægan áhuga á því sem hver og einn var að fást við í það sinnið. Inga veitti mér styrk, hlýju og vináttu á erfiðum stundum og einhvern veginn finnst mér að ég hafi aldrei getað tjáð henni þakk- ir mínar sem skyldi. Ingibjörg átti við mikla vanheilsu að stríða síðustu árin, en umvafín ást og umhyggju dætra sinna og fjölskyldu, hélt hún ávallt reisn sinni, var björt og falleg sem fyrr. Að lokum vil ég fyrir hönd dætra minna, Lilju Margrétar, Guðnýjar og Steinunnar, flytja Ingu hjartans þakkir fyrir alla þá ástúð og áhuga, er hún ætíð sýndi þeim, það veitti öryggi og gleði inn í bemskuárin og hefur yljað æ síðan. Innilegar samúðarkveðjur send- um við Lilju, Kristínu og fjölskyld- um svo og Bjama og Margréti. Jóna Lára Pétursdóttir. ERFIDRYKKJUR FERLAN sími 620200 Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusctt. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveidust er móttaka svokallaðra ASClI-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasiðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega iínulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skfrnarnöfn sln en ekki stuttnefni undir greinunum. Skilafrestur vegna minningargreina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingar- dag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að út- för hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.