Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 19 Major reynir sættir í flokknum TALIÐ er, að John Major, for- sætisráðherra Bretlands, sé að , reyna að sættast við þing- mennina, sem vikið var úr þing- fiokknum vegna ágreinings um Evrópu- málin, og fá þá aftur til liðs við stjórnina. Eru þeir átta auk þess níunda, sem sagði sig úr þingflokknum til að mótmæla brottrekstrinum. Var rætt við þá um helgina og í gær var jafnvel búist við, að Major skýrði frá endurkomu þeirra í þingflokkinn. Tyrkir ekki á förum TALSMAÐUR tyrkneska hersins sagði í gær, að 41 skæruliði Kúrdíska verka- mannaflokksins hefði verið felldur í átökum í Norður-írak á sunnudag. Sagði hann, að herförinni yrði haldið áfram enn um hríð en Tansu Ciller, forsætisráðherra Tyrklands, sagði í Washington í síðustu viku, að henni myndi ljúka „mjög fljótlega". Tyrkir segja, að um 500 skæruliðar hafi verið felldir frá því innrásin í Norður-írak hófst 20. mars. Fær NATO friðar- verðlaun? NATO, Atlantshafsbandalag- ið, hefur verið tilnefnt til frið- arverðlauna Nóbels á þessu ári fyrir að gæta friðarins í Evrópu á dögum kalda stríðs- ins. Það eru tveir Norðmenn, sem standa að tilnefningunni en auk þess hafa verið tilnefnd 35 samtök önnur og 85 ein- staklingar. Kjaradeilur í Svíþjóð SAMTÖK vél- og málmsmiða í Svíþjóð höfnuðu í gær öðru tilboði atvinnurekenda um kauphækkun og ítrekuðu, að yfirvinnubann gengi í gildi frá og með 14. maí næstkomandi. Smiðirnir eða þrenn samtök þeirra krefjast 4% kauphækk- unar en atvinnurekendur hafa boðið 1,2% um mitt næsta ár. Hentifána- skipin burt TVEIR togarar undir henti- fána en líklega í eigu Spán- veija og Portúgala virðast hafa komið sér burt af grá- lúðumiðunum við Nýfundna- land eftir hótanir Kanada- manna um aðgerðir gegn þeim. Sigldu þeir undir fána Belize en Brian Tobin, sjávar- útvegsráðherra Kanada, sagði fyrir nokkrum dögum, að það yrði ekki liðið, að samkomu- lagið við Evrópusambandið yrði sniðgengið með henti- fánaskipum. ERLENT Milovan Djilas látinn í Belgrad Belgrad. Reuter. MILOVAN Djilas, fyrrverandi varaforseti Júgóslavíu en síðar einn kunnasti andófsmaður landsins og ótrauður andstæð- ingur kommúnismans, er látinn. Djilas var á 84. aldursári er hann lést sl. fimmtudag í Belgrad. Hann var einn nánasti samstarfsmaður Josips Broz Titos forseta en gerðist síðar afhuga kommúnismanum og féll í ónáð er hann gagnrýndi stefnu Titos opinberlega. Djilas bjó eins og úrhrak í Belgrad í rúma þrjá áratugi en hlaut uppreisn æru og fékk fyrri heiðursmerki afhent í des- ember 1992. Þá höfðu flestir spádómar hans um þróun kommúnistaríkisins orðið að veruleika. Djilas var einn kunnasti and- ófsmaður heims en júgóslav- neskir andófsmenn og baráttu- menn fyrir mannréttindum van- treystu honum og sniðgengu þar sem þeim var flestum vel í minni af hve miklu kappi hann stjórnaði sókn stjórnar Tito gegn meintum andstæðingum hennar eftir stríð. Ahrifa Djilas gætti hins vegar utan heimalandsins vegna bóka hans, Hin nýja stétt og Samtöl við Stalín. Þar fjallaði hann um og gagnrýndi stjórn Titos með þeim afleiðingum að hann hlaut fangelsisdóma fyrir. Milovan Djilas 2.050.000 TILBÚINN Á GÖTUNA ! MITSUBISHI MITSUBISHI L200 4x4 STERKUR OG STÆÐILEGUR MITSUBISHI L 200 ER STERKBYGGÐUR BILL, MEÐ MARGREYNDUM OG VIÐURKENNDUM ALDRIFSBÚNAÐI. HANN ER KRAFTMIKILL, EINKAR ÞÆGILEGUR OG EINSTAKLEGA RÚMGÓÐUR. í HONUM SAMEINAST MÝKT OG MIKIÐ BURÐARÞOL, SEM GERIR HANN JAFNVÍGAN Á VEGUM EÐA VEGLEYSUM. L 200 ER ÞVÍ GÓÐUR KOSTUR HVORT SEM HANN ER ÆTLAÐUR TIL ALMENNRA NOTA EÐA SEM VINNUÞJARKUR. L 200 4X4 KOSTAR A MITSUBISHI MOTORS m HEKLA -t///æ//Æi áe&t/ Laugavegi 170-174, sími 569 5500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.