Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 57 UINIGLINGAR Hvar eru þau og hvað eru þau að gera? Algjör steypa Sirkushópurinn í Arseli SÍÐUSTU árin hefur verið starfandi sirkus- hópur í félagsmiðstöðinni Árseli í Árbæn- um í Reykjavík. Hópurinn sérhæfir sig í hvers- kyns sirkusatriðum eins og að ganga á stultum, gleypa eld og ganga á glerbrotum svo eitthvað sé nefnt. Hjalti Parelíus Sveinsson 16 ára er einn af trúðunum í hópnum og hann segir okk- ur frá starfi hans hér. „Ég kom inn í hópinn í fyrra, ég og vinur minn fórum bara að ganga á stultum og feng- um svo að vera með í skrúðgöngunni á sumar- daginn fyrsta og ég hef verið í sirkushópnum síðan. Það felst í þessu að að gera ýmis sirkus- atriði, vera trúðar og fíflast. Ég fór í þennan hóp af því mér fannst þetta svo gaman, kannski trúðurinn sem er inni í mér hafi dregið mig hingað, ég vil helst alltaf vera að fíflast. Við erum í Árseli flest alla daga og æfum okkur, svo höldum við fundi og undirbúum okkur eins mikið og við getum. Félagsskapurinn í hópnum er mjög góður og svo vekur maður óneitanlega athygli á stultunum. Ef maður dettur þá dettur maður bara, það er ekkert hægt að gera við því. Ég ætla samt ekki að verða trúður þegar ég er orðinn stór, heldur stefni ég á lyfja- eða læknisfræði eða jafn- vel ljósmyndun,“ sagði þessi vaski trúður á stultum að lokum. Stúlka kveikir bál með hugarorkunni Hún er hugguleg unglings- stúlka með fallegt bros og hluttekningin skín úr augum hennar en allir forðast hana eins og heitan eldinn. Þar liggur ein- mitt hundurinn grafinn Julie Gilman er aðeins 13 ára og ef hún starir á einhvern hlut hlýst venjulega af hið versta bál. Yfirvöld hafa náð að tengja 34 eldsvoða við hana, ekki það að hún taki upp eldspýtur og kveiki í, heldur er hugarorka Julie svo öflug að hún kveikir elda með henni. Það sem hefur orðið eldi að bráð af hennar völd- um eru nokkrar byggingar og nokkrir hundar og ótrúlegt en satt þá kveikti hún í ömmu sinni. „Betty amma brenndist aðeins en hún hefur náð sér alveg núna“ segir Julie sorg- mædd, “ég var að dást að nýja náttkjólnum hennar þegar hann allt í einu fuðraði upp. Þetta er sama gamla sagan, ég horfi á ein- hvern hlut og hann endar sem öskuhrúga. Eg vildi að ég réði við þetta, en ekkert virðist hafa áhrif á þennan kraft“. Foreldrar Julie, Brad og Nancy Gilman, hafa haft sam- band við marga sérfræðinga í yfirskilvitlegum hlutum, en eng- inn þeirra hefur getað hjálpað þeim með Julie. Nú er svo kom- ið fyrir henni að hún er útlagi í hverfinu sem hún býr í í Los Angeles. Vinir hennar hættu að heimsækja hana þegar dúkku- húsið í garðinum varð eldinum að bráð og nærri lá að allir létu lífið. Julie sjálf er skelkuð vegna þessara hæfileika sinna og vildi ekki koma í viðtal nema í gegn- um síma. „Ég er hrædd við að drepa einhvern með þessum krafti“ segir hún og er vissulega orðin einmana því allir forðast hana. Nancy segir að Julie hafi fyrst kveikt í þegar hún var þriggja ára, þá fuðruðu gardínumar í herberginu hennar upp. „Ég fann reykjarlykt og hljóp upp“ segir hún.“Gardín- urnar skíðlog- uðu en Julie sat bara hlæjandi á gólfínu og var ekki einu sinni hrædd". Gilmanheim- ilinu hefur verið breytt í eldvarn- arbyrgi og þar inni er ekkert sem getur brunnið, eins hefur Julie lært að vera með augun á stöðugri hreyfíngu og koma þannig í veg fyrir að kveikja óvart í. Hún hefur ekki farið í skólann árum saman en þess í stað kemur hugrakkur sjálboðaliði heim til hennar og kennir henni. Leikkonan fræga Drew Bar- rymore lék stúlku sem svipað var ástatt fyrir í Hollywood mynd, en Julie (minni myndin) þarf að lifa við þennan ótta.að kveikja í sínum nánustu, hvern einasta dag. Þýtt úr SUN. Julie Gilman Ungur samkvæmisdan$ari Dans er eins og hver önnur íþrótt \ HUGI á dansi hefur aukist mikið síðustu ár og nú er haldið íslandsmót í samkvæm- isdönsum og pör fara jafnvel til útlanda á dansmót. Kári Örn Óskarsson er 13 ára og hann æfír samkvæmisdansa fimm sinnum í viku. Hann býr í Kefla- vík, en fer nánast á hveijum degi til Hafnarfjarðar til að komast á æfingu. „Sumum fínnst hallærislegt að æfa dans, en mér finnst það ekki, þetta er holl og góð hreyf- ing eins og í öðrum íþróttum. Ég æfi fimm sinnum í viku einn og hálfan tíma í senn. Þetta er voða skemmtilegt og ég og stelpan sem ég dansa vip stefn- um að því að ná langt. Á næsta ári förum við vonandi til Eng- lands, nánar til tekið Blackpo- ol, að keppa í dansi. Dansinn er eina áhugamál mitt fyrir utan tölvur. Mamma og pabbi keyra mig á dansæfingar eða þá að ég tek rútu. Þetta er ekki rosalega dýrt sport en það kostar allt sitt.“ Sagði þessi ungi piltur sem ætlar að dansa „standarda“ í gegnum lífið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.