Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ fHrcjputÞfofeife STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. NÝ RÍKISSTJÓRN HIN NÝJA ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks, sem tók við völdum í fyrradag, er að því leyti til áþekk ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, að skipting ráðuneyta á milli núverandi stjórnarflokka er nánast hin sama og var á síðasta kjörtímabili, að því undanskildu, að landbúnaðarráðuneytið verður nú í höndum Framsóknar- manna. Æskilegt hefði verið, að meiri breytingar yrðu gerðar á skiptingu ráðuneyta. Það hefði veitt þeim fjórum ráðherrum, sem sátu í ríkisstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn á síðasta kjör- tímabili og gegna ráðherrastörfum áfram, tækifæri til að tak- ast á við ný viðfangsefni. Síðustu daga voru töluverðar umræður um það, hvort breyt- ingar yrðu í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins. Niðurstaða þing- flokksins varð sú, að Ólafur G. Einarsson, menntamálaráð- herra, vék úr stjórninni og Björn Bjarnason kom í hans stað. Nokkurrar óánægju hefur gætt meðal Sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi yfir því, að annað stærsta kjördæmi lands- ins eigi ekki fulltrúa á vegum Sjálfstæðisflokks í ríkisstjórninni. Á hinn bóginn er ljóst, að þeir fimm þingmenn úr Reykjanes- kjördæmi, sem sitja á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, létu ekki á það reyna í atkvæðagreiðslu í þingflokknum, hvort full- trúi þeirra hefði fylgi til þess að sitja áfram í ráðherrastól. Úr því að þingmennirnir voru ekki tilbúnir til þess ristir óánægja þeirra varla djúpt. Ólafur G. Einarsson hefur legið undir margvíslegri gagn- rýni fyrir störf sín í menntamálaráðuneytinu. Þó er hægt að vísa til þess, að hann hafi náð fram mörgum mikilvægum málum og verið afkastameiri í þeim efnum, en sumir forverar hans. Engin spurning er um, að Þjóðarbókhlaðan væri ekki komin í notkun nema vegna þeirrar forystu, sem hann tók um að ljúka þeirri framkvæmd. Menntamálaráðuneytið er hins vegar erfitt ráðuneyti og miklar kröfur m.a. gerðar til ráð- herra um viðtöl við ýmsa þá aðila, sem heyra undir ráðuneytið. í einu tilviki stóð nýr menntamálaráðherra frammi fyrir því á fyrstu dögum í ráðuneytinu, að allir viðtalstímar hans voru bókaðir tvo mánuði fram í tímann! Það er áleitin spurning, hvort menntamálaráðherra og einstaka aðrir ráðherrar eins og t.d. fjármálaráðherra, þurfi ekki á fleiri pólitískum aðstoðar- mönnum að halda til þess að sinna þeirri gífurlegu ásókn, sem ráðherra menntamála bersýnilega verður fyrir. Björn Bjarnason, hinn nýi menntamálaráðherra, er vel und- ir það búinn að taka að sér þetta vandasama embætti. Hann á að baki starfsferil í stjórnarráðinu og þekkir þar vel til. Hann hefur starfað mikið að stjórnmálum, fjallaði í rúman áratug um stjórnmál hér á síðum Morgunblaðsins og hefur setið á Alþingi sl. fjögur ár. Ólafur G. Einarsson tekur nú við embætti forseta Alþingis. Það er rétt, sem Davíð Oddsson, forsætisráðherra, hefur sagt, að það embætti er a.m.k. ígildi ráðherraembættis. Hins vegar hafa menn ekki umgengizt þetta embætti á þann veg en von- andi verður nú breyting á því. Þess hefur einnig gætt, að konur í Sjálfstæðisflokknum eru óánægðar yfir því, að engin úr þeirra hópi situr í ríkisstjórn. Með sama hætti og varðandi Reyknesinga má færa rök að því, að úr því að engin kona gaf formlega kost á sér til ráð- herradóms í þingflokki Sjálfstæðismanna og lét á það reyna í atkvæðagreiðslu hvaða stuðning hún hefði, sé sú óánægja varla djúpstæð. Ráðherraval þingflokks Framsóknarflokksins vekur ekki athygli utan það eitt, að enginn þeirra forystumanna flokks- ins, sem hafa umtalsverða reynslu að baki í stjórnmálum eða stjórnsýslu, tekur að sér það embætti í ríkisstjórninni, sem nú er augljóslega eitt erfiðasta ráðherraembættið og er þá átt við embætti heilbrigðis- og trýggingaráðherra. Hin nýja ríkisstjórn stendur frammi fyrir kröfu um mikinn niðurskurð ríkisútgjalda, m.a. til þess að koma í veg fyrir verulega vaxtaþækkun. Opinn fjármagnsmarkaður og afnám hafta vegna fjármagnsflutninga á milli landa valda því, að ríkisstjórn hefur afar takmarkaða möguleika á að ráða vaxta- stiginu. Umtalsverður niðurskurður ríkisútgjalda næst ekki nema með verulegum niðurskurði í heilbrigðiskerfinu og trygg- ingakerfinu. Reynslan sýnir hins vegar, að þrýstihóparnir í heilbrigðiskerfinu rísa upp af mikilli hörku, ef einhverju á að breyta. Er sanngjarnt að fela þetta erfiða ráðherraembætti þing- manni, sem hefur mjög takmarkaða þingreynslu að baki? Guð- mundur Bjarnason hefur reynslu úr þessu ráðunejdi og Finnur Ingólfsson hefur reynslu að baki í stjórnkerfinu eftir að hafa starfað sem aðstoðarmaður ráðherra. Páll Pétursson hefur áratuga reynslu í stjórnmálum og þingstörfum. Hvað veldur því, að enginn þessara manna tekur að sér eitt erfiðasta ráðu- neytið í ríkisstjórninni en leggja það í þess stað á herðar Ingi- bjargar Pálmadóttur, sem hefur mun minni reynslu en fyrr- nefndir þrír ráðherrar, að axla þessar þungu byrðar? Nýrri ríkisstjórn og nýjum ráðherrum fylgja óskir um far- sæld og árangur i starfi. Ávöxtunarkrafa á spariskírteinum á Verðbréfaþingi hækkaði um 0,55% ENGIN útboð hafa farið fram á spariskírteinum siðan í fyrra. Útboð á spariskírteinum til 10 ára fór síðast fram í júli og útboð á 5 ára spariskírteinum fór síðast fram í september. ECU-bréfin koma að einhverju leyti í staðinn en útboð á þeim fór fyrst fram í október. Engin við- skipti með spariskírteini * Akvörðun Seðlabanka Islands að hækka ávöxtunarkröfu á spariskírteini ríkissjóðs á ■ ■ Verðbréfaþingi Islands um allt að 0,55% á föstudag er viðurkenning á þeim veruleika sem ríkt hefur í vaxtamálum hérlendis síðustu mánuði og tilraun til að hefja þau aftur til vegs sem grunnviðmiðun fyrir vexti á verð- tryggðum fjárskuldbindingum. Hjálmar Jóns- son kynnti sér hvað er á ferðinni. STAÐAN í vaxtamálum á ís- lenska fjármagnsmarkaðn- um er afar athyglisverð í kjölfar ákvörðunar Seðla- bankans að hefja öfluga viðskipta- vakt fyrir spariskírteini á markaðs- kjörum, en um nokkurra mánaða skeið hafa kaup hans á spariskírtein- um einungis verið til málamynda. Spariskírteini hafa heldur ekki selst í útboðum við þá 5% kröfu sem stjórn- völd hafa haft að viðmiði og því hef- ur sala þessara langtímaverðbréfa legið niðri. Þess verður greinilega vart að það ríkir mikil ánægja á fjár- magnsmarkaðnum með þessa ákvörðun bankans og menn binda vonir við að ástandið sé að færast í eðlilegt horf, þó það kunni að taka einhvern tíma fyrir spariskírteinin að vinna sér fyrri sess sem grunviðm- iðun varðandi vexti á langtímaverð- bréfum, þar sem trú manna á þau hafi beðið hnekki í þessum svifting- um. Hér eftir muni vextirnir endur- spegla skilyrði á markaðnum og þjóni þannig því hlutverki í efnahagslífinu sem þeim sé ætlað. Spariskírteini hafa ekki selst í út- boðum frá því í fyrrahaust vegna þess að stjórnvöld hafa haldið fast í það viðmið sitt að taka ekki tilboðum um hærri ávöxtunarkröfu en 5% á sama tíma og ýmsir aðrir fjárfesting- arkostir hafa verið fyrir hendi þar sem hærri ávöxtun var í boði. Þar má bæði nefna húsbréf og svo, skuldabréf sveitarfélaga og fyrir- tækja, sem hafa í auknum mæli leit- að út á verðbréfamarkað til að afla sér Ijármuna. Eftirspurnin frá þess- um aðilum var miklu meiri en ráð var fyrir gert fyrirfram. Bæði varð húsbréfaútgáfa meiri á síðari hluta ársins í fyrra en ráð var fyrir gert og einnig er talið að lánsfjárþörf sveitarfélaga hafi verið 5-6 milljarðar króna á síðasta ári og þess fjár hafi að stærstum hluta til verið aflað hér innanlands. Ávöxtunin hefur verið frá 5,7% og upp í hátt á sjöunda prósent eftir tíma og áhættu og því hafa ijár- festar snúið sér að þessum kostum og ríkissjóður setið á hakanum. Ekki náð að afla sér lánsfjár Niðurstaðan hefur orðið sú að rík- issjóður hefur ekki náð að afla sér lánsfjár á innlendum lánamarkaði og hefur þurft að treysta í stórauknum mæli á erlenda lántöku. Þess er hins vegar að vænta að í útboði á spari- skírteinum á morgun, miðvikudag, muni ríkissjóður fylgja í kjölfar Seðlabankans og verði tilbúin til þess að taka tilboðum um hærri ávöxtun- arkröfu en þau 5% sem miðað hefur verið við. Hver krafan verður að lok- um er aftur erfíðara að átta sig á, ekki síst vegna þess að engin við- skipti áttu sér stað á Verðbréfaþing- inu í gær með spariskírteini, þrátt fyrir hækkun ávöxtunarkröfunnar. Það bendir til þess að ijárfestar telji að krafan sé í hærra lagi og þeir muni tapa fé á því að selja spariskír- teini á henni. Áuk þess ríkir óvissa um niðurstöðu útboðsins á morgun og væntanlega vilja menn sjá niður- stöðuna varðandi það áður en þeir ákveða framhaldið. Mikillar óvissu gætir um hver vaxtaþróunin verður á' næstunni. Almennt voru viðmælendur Morgun- blaðsins á íjármagnsmarkaðnum á því að ekki væru efni til þess að vænta hér mikilla vaxtahækk'ana næstu vikurnar. Öllu heldur mætti búast við lítilsháttar hækkun og sum- ir töldu að vextir gætu jafnvel lækk- að við það að markaðsviðmiðun á vöxtum spariskírteina yrði virk á nýjan leik. Það hefði verið mjög óheppilegt að eftirmarkaður spari- skírteina lagðist niður. Þetta hefði verið mikilvægasta viðmiðunin um vexti á langtímaverðbréfum, sem væri mikilvægasti hluti verðbréfa- markaðarins. Viðmiðunin hefði færst yfir á ávöxtunarkröfu húsbréfa, en þau hentuðu ekki vel til þeirra hluta vegna þess hvemig þau væru úr garði gerð. Til dæmis væru bréfín með útdráttarfyrirkomulagi og ávöxtunarkrafan sveiflukennd. Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Líf- eyrissjóðs verslunarmanna og for- maður Landssambands lífeyrissjóða, lýsti í samtali við Morgunblaðið ánægju sinni með ákvörðun Seðla- bankans og sagðist hafa fulla trú á því að fjárfestar muni á nýjan leik taka af krafti þátt í útboði spariskír- teina á morgun. Hann sagði að það hefði verið ljóst að það vaxtastig sem miðað hefði verið við í útboðum ríkis- sjóðs hefði ekki haldið lengur. Ástandið hefði verið orðið slæmt þar sem markaðasviðskipti hefðu legið niðri, en spariskírteini ættu að vera auðseljanleg og mynda vaxtagrunn- inn á markaðnum. „Þegar Seðla- bankinn færir ávöxtunarkröfuna upp og til samræmis við vaxtastigið sem er í landinu þá er að mínu mati ekki um vaxtahækkun að ræða, það er einfaldlega verið að taka mið af stað- reyndum og veruleika," sagði Þor- geir. Hann sagðist aðspurður alls ekki telja þessa breytingu marka upphaf vaxtahækkunartímabils með ein- hverjum hætti. Þvert á móti ætti þessi ákvörðun að stuðla að stöðug- leika, gera markaðinn sveigjanlegri og liðka fyrir að vextir haldist þar sem þeir eru eða geti hugsanlega lækkað. Afkoma banka versnar Bankar miðuðu kjörvexti sína á verðtryggðum útlánum við vexti spariskírteina á eftirmarkaði á með- an sú viðmiðun var virk. Tilboð Seðla- bankans í nýjustu flokka 5 og 10 ára spariskírteina eru 5,80-5,85%, en kjörvextir á verðtryggðum útlánum bankanna eru 5,45-5,50%. Valur Valsson, bankastjóri íslandsbanka, sagði að hækkun markaðsvaxta að undanfömu hefði .slæm áhrif á af- komu banka og sparisjóða. Vaxta- hækkun ylli því að verð á markaðs- verðbréfum lækkaði og þannig yrði tap hjá eigendum slíkra verðbréfa. Þá hefðu vextír á bankavíxlum hækkað að undanförnu og það ylli auknum vaxtagjöldum. „Það er aug- ljóst að bankar og sparisjóðir verða að taka tillit til markaðarins ekkert síður en ríkissjóður og Seðlabankinn. Við búumst því við vaxtabreytingum um mánaðamótin og verðum með okkar vaxtamál til endurskoðunar í þessari viku,“ sagði Valur. Aðspurð- ur sagði hann að ekki væri á þessu stigi hægt að segja til um hver vaxta- breytingin yrði. Bankinn myndi fylgj- ast náið með þróuninni í þessari viku og taka síðan ákvörðun í lok hennar. Brynjólfur Helgason, aðstoðar- bankastjóri í Landsbanka íslands, segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar um breytingar á vöxtum bankans, en menn fylgist náið með þróuninni. Það sé hins vegar ekki rökrétt að kjörvextir verðtryggðra útlána séu lengi undir þeim vöxtum sem gildi á eftirmarkaði með spari- skírteini. Meðalvextir bankanna hækkað um 0,7% Yngvi Örn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri peningamálasviðs Seðlabanka íslands, sagði aðspurður að það væri ljóst nú að stefna stjórn- valda um 5% vaxtaviðmiðun væri ekki raunhæf ef það ætti að afla fjár fyrir ríkissjóð á innlendum markaði og það væri ekki skynsamlegt að ganga lengra í erlendri lántöku að svo stöddu. Tilraun Seðlabankans til að treysta á aðra aðila á markaðnum til að mynda markaðsverð á spari- skírteinum hefði. mistekist og það gæti tekið ákveðinn tíma að endur- vinna það traust sem spariskírteinin hefðu notið. Hann sagði að meðalvextir á verð- tryggðum útlánum bankanna hefðu þokast upp á við um 0,7 prósentu- stig síðustu 12 mánuði, þó bankarnir hefðu ekki breytt kjörvöxtum sínum. Þetta hafi gerst með breytingum á kjörvaxtaflokkunum. Bæði hafi flokkum fjölgað og einnig í sumum tilvikum hafi álagið í efri flokkunum hækkað. Þannig hefðu bankarnir kannski að nokkru leyti þegar fylgt eftir hækkun sem orðið hefði á ávöxt- un húsbréfa. Að hans mati væri því ekki ástæða fyrir bankanna til að hækka verðtryggða vexti sína í hlut- falli við þá hækkun sem hefði orðið á kauptilboðum í spariskírteini, þó einhver hækkun á kjörvöxtum ætti rétt á sér miðað við að ávöxtun hús- bréfa og spariskírteina yrði svipuð því sem núværi. Yngvi Örn sagði aðspurður að það væri ekki ástæða til að ætla að vext- ir á skuldbindingum til skamms tíma hækkuðu vegna hækkunar ávöxtun- arkröfu spariskírteina. Þvert á móti benti ýmislegt til að fremur væru skilyrði til lækkunar vaxta þar en hækkunar. Vextir á ríkisvíxlum hefðu verið háir vegna óvissu í tengslum við kjarasamninga og kosn- ingar. Verðlagsbreytingar í kjölfar samningana hefðu verið aðrar og minni en vænst hefði verið og þetta samfara batnandi lausafjárstöðu bankanna gæfi vonir um að vextir þar gætu lækkað fremur en hitt. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, sagði að efnahagsað- stæður nú væru að ýmsu leyti með þeim hætti að það væri ekki óeðlilegt að vextir hneigðust til hækkunar um tíma. Það væri vaxandi eftirspurn og umsvif f efnahagslífinu og ákveð- inn slaki í ríkisfjármálum og með þessu móti væru vextirnir að gegna hlutverki sínu sem hagstjórnartæki. Þessi þrýstingur til vaxtahækkana yrði fyrir hendi þar til í augsýn yrði afkomubati í opinberum fjármálum. Hann teldi vaxtahækkun ekki skaða efnahagslífið að því tilskyldu að trú- verðug áætlun um aðgerðir í ríkis- fjármálum yrði sett fram í haust eins og stefnt væri að. ~r ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 31 Óvænt úrslit fyrri umferðar frönsku forsetakosninganna Möguleikar Jospins á lokasigri takmarkaðir Það sannaðist enn einu sinni um helgina í Frakk- landi, segir Steingrímur Sigurgeirsson, að þó skoðanakannanirgefi vísbendingu um strauma almenningsálitsins koma þær ekki í staðinn fyrir niðurstöður kosn- inga. Þrátt fyrir að allar kannanir bentu til yfír- burðasigurs Jacques Chiracs í fyrri umferð forsetakosninganna var það frambjóðandi sósíal- ista, Lionel Jospin, sem öllum að óvörum hlaut flest atkvæði. Reuter JOSPIN sem öllu jafna þykir ekki mjog brosmildur maður gat ekki leynt ánægju sinni með niðurstöðu kosn- inganna. Hér sést hann flylja ræðu á kosninganóttinni í hópi stuðningsmanna. Lengst til vinstri má sjá Delors. ÞAÐ ER ávallt mikið líf og dramatík í kringum kosningar í Frakklandi og var fyrri umferð forsetakosninganna um helgina þar engin undantekning. Um allt Frakkland áttu sér stað uppá- komur, skipulagðar jafnt sem óvænt- ar, þegar tugir milljóna Frakka mættu á kjörstað. I fyrri umferð kosninganna eru Frakkar ekki bara að kjósa sér forseta heldur einnig í mun ríkara mæli en þeirri síðari, sem fer fram eftir tvær vikur, að láta sínar eínlægustu, pólit- ísku hugsjónir ráða ferðinni. Fjöldi frambjóðenda er ávallt mik- ill, níu í þetta skipti, þó að vitað sé að fæstir þeirra eiga einhvern mögu- leika á að komast áfram í síðari um- ferðina. Franskir kjósendur geta venjulega valið á milli nokkurra af- brigða af kommúnisma og umhverf- isverndarstefnu (þó að nú hafi „ein- ungis“ einn græningi verið í fram- boði) auk mismunandi útfærslu hægri- öfgastefnu. Meðal þess sem setti svip sinn á kjördaginn var yfirlýsing bæjarstjóra og bæjarfulltrúa þriggja smábæja í Búrgundarhéraði um verkfall til að mótmæla áformum um að fækka skóla- stofum í héraðsskólanum. Vegna „verk- fallsins" sögðust þeir ekki geta opnað kjörstaði. A síðustu stundu féllst hins vegar menntamálaráðherra Frákklands á að eiga fund með fulltrúum bæjanna þriggja eftir kosningar og bæjarbúar gátu gengið að kjörborðinu. í héraðinu Auvergne féll 71 árs gamall maður niður örendur er hann kom út úr kjörklefanum. Kjörsókn var um 80%, sem er örlít- ið lægra hlutfall en í síðustu forseta- kosningum fyrir sjö árum, en þá nýttu 81,5% Frakka kosningarétt sinn. Hugsanlega kann það að stafa af því að kjósendur voru pirraðir á helstu frambjóðendunum og oft keimlíkum, útþynntum og slagorðakenndum stefnumálum þeirra. Skoðanakannanir sýndu fram á að viku fyrir kosningar voru 34% kjósenda ekki enn búin að gera upp hug sinn. Óákveðnir kusu Jospin Svo virðist sem þessi óákveðni þriðj- ungur kjósenda hafi í töluverðum mæli ákveðið að veita hinum trausta en fremur þurra sósíalista Lionel Josp- in atkvæði sitt fremur en hægrimann- inum Jacques Chirac, sem talinn hafði verið nær öruggur um sigur. Þegar talið hafði verið upp úr kjör- kössunum var niðurstaðan sú að Josp- in sigraði með rúmum 23 prósentum atkvæða. Næstir á eftir komu þeir Jacques Chirac með um 20,5 prósent og Edouard Balladur forsætisráðherra með um 18,5 prósent atkvæða. Síðustu vikurnar fyrir kosningar leit lengi vel út fyrir að hugsanlega kynnu tveir hægrimenn að eigast við í síðari umferðinni, þeir Chirac og Balladur. Jospin hvatti hins vegar á loka- spretti kosningabaráttunnar kjósend- ur á vinstrivængnum ítrekað til að kasta ekki atkvæði sínu á glæ með stuðningi við vonlausa vinstrifram- bjóðendur heldur nýta það til að tfyggja að vinstrimaður kæmist áfram í síðari umferðina. Þá telja sumir fréttaskýrendur að þessi úrslit sýni að margir þeirra kjós- enda sem voru orðnir þreyttir á Frangois Mitterrand og stjórn sósíal- ista í síðustu þingkosningum hafi þrátt fyrir það ekki sagt skilið við sósíalis- mann sem slíkan. Þó að flokkur sósíal- ista hafi liðið fyrir fjölmörg spillingar- mál í þingkosningunum dregur enginn heiðarleika Jospins í efa og hann hef- ur að auki aldrei tengst Mitterrand nánum böndum. Stuðningur Delors mikilvægur Jospin naut lika ekki síst góðs af stuðningi Jacques Delors, fyrrverandi forseta framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins. Delors er sá vinstrimað- ur í Frakklandi sem nýtur mestra vin- sælda meðal atmennings. Voru það því mikil vonbrigði fyrir þá er hann lýsti því yfir í lok síðasta árs, að hann gæfi ekki kost á sér í forsetakosning- unum. Delors hefur hins vegar verið í for- ystu stuðningsmannaliðs Jospins og dóttir hans, Martine Aubry, fyrrum vinnumálaráðherra, skipulagði kosn- ingabaráttuna. Ganga má út frá því sem vísu að Aubry verði áberandi í frönskum stjórnmálum ef Jospin vinn- ur sigur eftir tvær vikur. Faðir hennar er jafnvel sagður vera að íhuga að endurskoða þá ákvörðun sína að hætta FYRRI UMFERÐ FRÖNSKU FORSETAKOSNINGANNA Kosið er á milli þeirra / \ Lionel Jospin og / \ Jacques Chirac, sem fek hlutu flest atkvæði í fyrri umferöinni, r, | í síðari umferð, “ kosninganna r sunnudaginn 7. mai. m Flokkar Mkvæðahlutfall Sósíalistaflokkurinn Lionel Jospin: 23.21% RPR - flokkur nýgaullista Jacques Chirac: 20.47% RPR - tlokkur nýgaullista Edouard Balladur: 18.54% Þjóöarfylkingin Jean-Marie Le Pen: 15.27% PCF - Kommúnistaflokkurinn Robert Hue: 8.73% Trotkíistar Arlette Laguiller: 5.37% Hægriþjóöernissinnar Philippe de Villiers: 4.80% Græningjar Dominique Voynet: 3.35% Óháðir Jacques Cheminade: 0.27% afskiptum af stjórnmálum og gefa kost á sér sem forsætisráðherra. Hvort sem áð'fótur er fyrir þeim orðrómi eða ekki er ljóst að vangaveltur af þessu tagi spilla ekki fyrir framboði Jospin. 60% kusu hægrimenn Það á þó eftir að koma í ljós hversu mikla möguleika hann á á sigri eftir tvær vikur. Samkvæmt skoðanakönn- unum, sem framkvæmdar voru strax á sunnudagskvöldið, ætla 60% Frakka að kjósa Chirac í síðari umferðinni en um 40% Jospin. Raunar er það nokk- urn veginn sama hlutfall og frambjóð- endur hægri- og vinstrimanna fengu samtals á sunnudag. Umskipti síðustu daga, vikna og mánaða í frönskum stjórnmálum sýna þó fram á að allt getur gerst. Sigur Jospins mun vafalít- ið hleypa nýju lífí í kosningabaráttu vinstrimanna. Helsta fórnarlamb þessara um- skipta er Balladur forsætisráðherra.' Þegar Chirac bað hann um að taka við forsætisráðherraembættinu fyrir tveimur árum var það vegna þess að borgarstjóri Parísar hugðist einbeita sér að framboði sínu fyrir forsetakosn- ingarnar í ár. Treysti hann vini sínum og fyrrum efnahagsmálaráðherra fyrir því að halda þjóðarskútunni stöðugri á meðan. Þá datt engum í hug að hinn virðu- legi Balladur myndi láta sér detta í hug að fara sjálfur í framboð. Hann þótti hins vegar standa sig vel í emb- ætti á erfiðum tímum og yfírstéttar- bragur hans vakti upp traust í hugum Frakka. Þó að hann hefði aldrei orðað framboð sýndu skoðanakannanir fram á að hann nyti mun meiri stuðnings en Chirac og í janúarmánuði greindi hann frá því að hann byði sig fram. Ósigur Balladurs á sunnudag mark- ar eflaust endalok stjómmálaferils hans. Þó að þeir Chirac hafí áður lýst því yfir að vinátta þeirra hefði varað í þijátíu ár eimir lítið eftir af henni eftir hina harðvítugu kosningabaráttu. Le Pen sigurreifur Mikið fylgi þjóðernissinnans Jean- Marie Le Pen kom nokkuð á óvart en rúm 15% Frakka greiddu honum at- kvæði. Hann var að vonum sigurreifur í gær og lýsti því yfir að hann myndi greina frá því á mánudag í næstu viku hvern hann styddi í síðari umferðinni. Varaði hann Chirac við því að hann^ gæti ekki gengið út frá því sem vísu að hann hlyti stuðning sinn og tók fram að hann virti Jospin fyrir heiðar- leika. Gaf hann í skyn að hægrimenn yrðu að koma til móts við hann ef hann ætti að hvetja stuðningsmenn sína til að kjósa Chirac. Það er þó ólíklegt að sú verði raun- in. Þrátt fyrir að Le Pen hafi mýkt ímynd sína verulega upp á síðkastið myndi enginn stjómmálamaður með sjálfsvirðingu bendla sig við hann og stefnu hans. Má raunar færa sterk rök fyrir því að stuðningsyfirlýsing frá Le Pen myndi fæla fleiri kjósendur frá frambjóðanda en hún myndi afla hon- um. Kannanir benda að auki til að fylgismenn Le Pens séu ekki ósjálf- stæð hjörð er fylgir skipunum leiðtog- ans. Þannig mun helmingur kjósenda Le Pens að öllum líkindum kjósa Chirac óháð yfirlýsingum Le Pens. Þá er búist við að 20% stuðningsmanna hans rnuni kjósa sósíalista vegna stétt- arvitundar sinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.