Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181.
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Hugmyndir Norðmanna og Rússa um lausn á deilunni um Smuguveiðar
ísland fái yfir 15.0001.
þorskkvóta í Smugnmii
NORBGUR og Rússland hafa viðrað við íslenzka embættismenn hugmynd-
ir, sem ríkin telja að geti greitt fyrir lausn deilunnar um þorskveiðar ís-
lenzkra skipa í Smugunni í Barentshafi. Heimildir Morgunblaðsins herma
að hugmyndir þessar feli í sér að íslendingar fái 15.000 tonna þorskkvóta
í Smugunni, miðað við núverandi heildarafla, og jafnvel meira ef samið
yrði um gagnkvæmar veiðiheimildir á pappírunum. Viðræður embættis-
manna um veiðar í Smugunni og Síldarsmugunni hefjast í Ósló á morgun.
Morgunblaðið/Rax
Niðurrif á Bessastöðum
Ijósmynd/Gunnar Þór Hallgrímsson
Klappar-
máfur
finnst
hérlendis
KLAPPARMÁFUR hefur sést í
Amarnesvogi og rhun það vera
í fyrsta sinn sem hann finnst
hérlendis að sögn Gunnars Þórs
Hallgrímssonar fuglaáhuga-
manns.
Þekkja má klapparmáf á gul-
grænum löppum, dökkgráu baki,
svörtum vængendum, litlum
hvítum blettum, rauðum hring í
kringum augu og sterklegum
goggi. Við fyrstu sýn líkist hann
helst sílamáfi ef hann er sitjandi
en fætur sílamáfs eru appelsínu-
gulari og bak hans dekkra. Á
flugi þykir klapparmáfur líkur
silfurmáfí en bak þess síðar-
nefnda er ljósara og hvítu blett-
imir stærri.
Klapparmáfar eiga heimkynni
allt frá austurströnd Afríku og
vestur til Mongólíu. Gesturinn í
Amarnesvogi er að líkindum
paraður við sílamáf. Sé svo má
ætla að fuglinn haldi sig hérlend-
is og því hugsanlegt að tegund-
imar tvær komi ungum á legg
í sameiningu.
HAFIST var handa við niðurrif
á svokölluðu Ráðsmannshúsi á
Bessastöðum í gær. Verður nýtt
íbúðarhús fyrir forseta íslands
byggt á grunni þess. Heildar-
kostnaður við nýbygginguna og
aðrar framkvæmdir á staðnum
er 73,4 milljónir króna og á
húsið að vera tilbúið 23. mai
1996.
■ íbúðarhús forseta/4
Kvóti yrði samkvæmt þessum hug-
myndum bundinn nokkrum skilyrðum.
Annars vegar myndu íslendingar fall-
ast á að aðeins yrði um afla í Smug-
unni að ræða og um leið falla frá öllum
kröfum um kvóta á fískvemdarsvæðinu
við Svalbarða. Jafnframt myndu ís-
lendingar falla frá kröfum um máls-
sókn gegn Noregi fyrir Alþjóðadóm-
stólnum í Haag á grundvelli Svalbarða-
sáttmálans. Híns vegar myndu íslend-
ingar viðurkenna norsk-rússnesku físk-
veiðinefndina sem lögmæta stofnun til
að sjá um stjómun á þorskstofninum
í Barentshafí. Island yrði þá skilgreint
sem samningsaðili slíkrar stofnunar, á
svipaðan hátt og Færeyjar eða Evrópu-
sambandið.
Til að liðka fyrir samkomulagi eru
Norðmenn tilbúnir að ganga til við-
ræðna við Islendinga um stjómun á
norsk-íslenzka sfldarstofninum í Sfld-
arsmugunni svokölluðu, ásamt Rússum
og Færeyingum. í Noregi er meðal
annars nokkur ótti við að verði ekki
samið um sfldina fljótlega á milli þjóð-
anna fjögurra, sem hagsmuna eiga að
gæta, komist fleiri ríki í spilið og heimti
hlutdeild í veiðum úr stofninum.
Boð ganga á milli
Á síðasta ári munu norskir embætt-
ismenn hafa komið því óformlega á
framfæri við íslenzk stjómvöld að
semja mætti um 10.000 tonna kvóta
í Smugunni með ákveðnum skilyrðum,
en því höfnuðu íslendingar. Á úthafs-
veiðiráðstefnunni í New York, sem lauk
fyrir skömmu, voru boð aftur látin
ganga á milli, í þetta sinn frá Rússum
og Norðmönnum í sameiningu til ís-
lenzkra fulltrúa.
Rússar og Norðmenn komu því þá
á framfæri að hugsanlegt væri að
semja um 15.000 tonna kvóta í Smug-
unni. Það væri ekki fost tala, heldur
miðaðist við hlutfall af heildarkvóta,
sem nú er 740.000 tonn.
Gagnkvæmnisákvæði
Heimildir Morgunblaðsins herma að
jafnframt hafi verið gefíð í skyn, að
auka mætti við þennan kvóta, jafrivel
allt upp í 20.000 tonn. Slíkt mætti
annars vegar gera með samningum
um kaup á afla yfír borðstokk, en
Norðmenn hafa hagsmuni af að beina
offramboði á afla rússneskra skipa
annað en til Noregs, vegna verðlækk-
unar á físki til norskra sjómanna. Hins
vegar gæti slíkt gerzt með því að sett
yrðu í hugsanlegan samning gagn-
kvæmnisákvæði, um að fari stærð
þorskstofnsins á Islandsmiðum yfír
ákveðið mark, fengju Rússland og
Noregur hér veiðiheimildir, á móti því
að veiðiheimildir íslands í Barentshafí
ykjust ef stofninn þar væri yfír ákveðnu
marki. I þessum hugmyndum mun þó
hafa verið miðað við að á íslandsmiðum
yrði markið sett það hátt að um „papp-
írsfisk" yrði að ræða.
Morgunblaðinu er ekki kunnugt um
viðbrögð íslenzkra stjómvalda við þess-
um hugmyndum. Hins vegar er senni-
legt að bent verði á að hugmyndir
Norðmanna og Rússa samrýmist ekki
ákvæðum væntanlegs úthafsveiðisátt-
mála um svæðisbundnar stofnanir, sem
stjómi veiðum.
Jafnframt er bent á að veiðislóðin í
Smugunni sé óviss, þorskur gangi ekki
þangað ef sjór sé kaldur. Þess vegna
sé hæpið að útiloka Svalbarðasvæðið.
-^ngin viðskipti með spariskírteini í gær
Búist við að vext-
ir banka hækki
ENGIN viðskipti urðu á Verðbréfaþingi íslands í gær með spariskírteini
ríkissjóðs þrátt fyrir að Seðlabankinn hafí hækkað ávöxtunarkröfu kaup-
tilboða um allt að 0,55% á föstudag, í 5,80-5,85% í nýjustu flokka 5 og
10 ára skírteina. Er talið að fjárfestum þyki krafan jafnvel of há og bíði
átekta eftir niðurstöðu útboðs spariskírteina sem fram á að fara á morg-
un, en ekkert útboð á spariskírteinum hefur farið fram frá því í fyrrahaust.
Valur Valsson, bankastjóri ís-
Mandsbanka, segist reikna með
breytingum á útlánsvöxtum bank-
ans um mánaðamótin í kjölfar á
hækkun ávöxtunarkröfu spariskír-
teina. „Það er augljóst að bankar
og sparisjóðir verða að taka tillit
til markaðarins ekkert síður en
ríkissjóður og Seðlabankinn. Við
búumst því við vaxtabreytingum
um mánaðamótin og verðum með
okkar vaxtamál til endurskoðunar
í þessari viku,“ sagði Valur.
Yngvi Örn Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri peningamálasviðs
■^S#ðlabankans, segir að verð-
tryggðir útlánsvextir banka hafi
hækkað um 0,7 prósentustig síð-
ustu 12 mánuði.
Vaxtalækkun
ekki varin lengur
Birgir Isleifur Gunnarsson, for-
maður bankastjórnar Seðlabank-
'ans, sagði á ársfundi bankans í
gær að það væri ljóst að ekki yrði
haldið lengra að sinni á þeirri braut
að verja þá vaxtalækkun sem varð
á íslenskum lánsfjármarkaði síðla
árs 1993.
Finnur Ingólfsson, nýskipaður
iðnaðar- og viðskiptaráðherra,
sagði í ávarpi sínu á ársfundi
Seðlabankans að vaxtalækkun
væri brýn. Við núverandi aðstæð-
ur, þar sem allar hömlur á gjald-
eyrisviðskiptum hefðu verið felldar
brott, væri ekki hægt að halda
föstu bæði gengi og vöxtum. Ríkis-
stjórnin teldi að stöðugleiki í geng-
ismálum væri forsenda stöðug-
leika í launa- og verðlagsmálum
og hagvaxtar til frambúðar. Því
þyrfti vaxtastefna að verá sveigj-
anleg, en það þýddi ekki að engin
leið væri að hafa áhrif á vaxtastig-
ið.
■ Ársfundur/6
■ Ávöxtunarkrafa/30
Morgunblaðið/Halldór
Bóknám í blíðunni
SUMARIÐ boðaði komu sína
sunnanlands í gær og nemend-
ur 6. bekkjar P í Verslunar-
skóla íslands áttu því láni að
fagna að njóta leiðsagnar kenn-
ara síns, Guðrúnar Egilson,
undir berum himni í gærdag
en stúdentspróf hjá 6. bekk eru
ekki langt undan. Settust
krakkarnir niður undir vegg
og fræddust um stefnur og
strauma í íslenskri ljóðagerð.
Meðal annars var farið í ný-
rómantísku stefnuna og
gluggað í Einræður Starkaðar
eftir Einar Benediktsson. Hér
stinga þær Helga Dögg Jó-
hannsdóttir og Svava Krist-
jánsdóttir saman nefjum; þeim
á vinstri hönd er Helga Garð-
arsdóttir og Níels Dungal yst
til hægri.
Mengað
neysluvatn
TALIÐ er að yfirborðsvatn hafi kom-
ist í vatnsból Fáskrúðsfirðinga og
að sögn Hákons Hanssonar heil-
brigðisfulltrúa hefur mælst hækkað
gerlamagn í vatninu.
Hákon sagði að fólk hafi orðið
vart við óbragð og ólykt af vatninu
um páskana. Hann sagði að ekkert
benti til þess að fólki stafaði hætta
af vatninu, en því hefði þó verið ráð-
lagt að sjóða allt neysluvatn.