Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ný ríkissíjórn á Bessastöðum
NÝTT ráðuneyti Davíðs Oddssonar tók við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á sunnudag-
inn. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, situr fyrir enda borðs en henni á hægri
hönd er Davíð Oddsson forsætisráðherra, ráðherra Hagstofu Islands og formaður Sjálf-
stæðisflokksins, og á vinstri hönd Halldór Ásgrimsson utanríkisráðherra og formaður
Framsóknarflokksins. Sætaröð annarra ráðherra fór eftir stafrófsröð en f.v eru Páll
Pétursson félagsmálaráðherra, Halldór Blöndal samgönguráðherra, Friðrik Sophusson
fjármálaráðherra og Björn Bjarnason menntamálaráðherra. F.h. eru Þorsteinn Páls-
son, sjávarútvegsráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir
heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Guðmundur Bjarnason, landbúnaðarráðherra
og umhverfísráðherra og Finnur Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Ríkisstj órnarskipti tveim
viknm eftir kosning’ar
NÝ n'kisstjóm Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forsæti
Davíðs Oddssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, tók við völdum á
ríkisráðsfundi á Bessastöðum kl. 14 á sunnudag, en þá vom tvær
vikur liðnar frá alþingiskosningunum 8. apríl.
Samið við sex
félög* farmanna
VINNUVEITENDASAMBAND
íslands og sex félög farmanna
undirrituðu nýjan kjarasamning í
fyrrinótt og gildir samningurinn
til ársloka 1996. Félögin sem um
ræðir em Skipstjórafélag íslands,
Stýrimannafélag íslands, Vél-
stjórafélag íslands, Félag bryta,
Félag matreiðslumanna og Félag
íslenskra loftskeytamanna.
Að sögn Þórarins V. Þórarins-
sonar, framkvæmdastjóra VSÍ, em
samningamir hliðstæðir þeim
samningum sem VSÍ hefur gert
við aðra hópa launþega. Þeir fela
í sér nokkra rýmkun á reglum um
vaktavinnu og dagvinnutímamörk
og hafa í för með sér svipaðan
launakostnaðarauka og aðrir
samningar sem VSÍ hefur verið
að gera.
Arangurslaus samningafundur
VSÍ og Sjómannafélags Reykjavík-
ur var í gær haldinn hjá sáttasemj-
ara, en nýlokið er sex daga verk-
falli Sjómannaféiagsins. Þórarinn
sagði sjómenn hvergi hafa hvikað
frá kröfu sinni um 23% hækkun á
öllu kaupi fyrir utan ýmsar aðrar
kröfur. Annar samningafundur
hefur ekki verið boðaður.
Fyrir hádegi á sunnudag kom
fráfarandi ríkisstjóm Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðuflokks saman til
síns seinasta ríkisráðsfundar með
forseta íslands. Á þeim fundi gerði
Davíð Oddsson forsætisráðherra og
ráðuneyti hans grein fyrir því, að
stjórnarathafnir hefðu verið af-
greiddar, eins og forseti íslands
hefði óskað eftir þegar ríkisstjórn-
inni var veitt lausn 18. apríl.
Á ríkisráðsfundinum voru end-
urstaðfestar milli 130 og 140 af-
greiðslur, sem fallist hafði verið á
utan ríkisráðsfundar. Samkvæmt
upplýsingum Ólafs Davíðssonar,
ráðuneytisstjóra í forsætisráðu-
neytinu, var þar aðallega um að
ræða endurstaðfestingu laga, auk
milliríkjasamninga og reglugerða-
breytinga.
Einnig var ein embættisskipun
staðfest í ríkisráði en Björgvin Guð-
mundsson, deildarstjóri í utanríkis-
ráðuneytinu, hefur verið skipaður
sendifulltrúi í utanríkisþjónustunni.
Lyklaskipti samdægurs
Að loknum fyrri ríkisráðsfundin-
um hófst hádegisverður á Bessa-
stöðum fyrir alla fráfarandi ráð-
herra ríkisstjómarinanr og maka
þeirra í boði Vigdísar Finnboga-
dóttur, forseta íslands.
Boðað var til annars fundar í
ríkisráði klukkan tvö eftir hádegi
þar sem ráðherrar hinnar nýju rík-
isstjómar undirrituðu eiðstaf sinn
og forseti íslands gaf út úrskurð
um skipun og skiptingu starfa ráð-
herra.
Strax að loknum ríkisráðsfundi
fóru hinir nýju ráðherrar í ráðu-
neyti sín þar sem fráfarandi ráð-
herrar afhentu þeim lykla að ráðu-
neytunum og þeir heilsuðu upp á
starfsfólk sem var viðstatt lyklaaf-
hendinguna.
„Ég er ánægður með þessa nið-
urstöðu. Við framsóknarmenn get-
um verið fullsæmdir af okkar þátt-
töku í þessari ríkisstjóm," sagði
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra eftir að nýja ríkisstjómin
hafði tekið við völdum.
Fyrsti ríkisstjómarfundur ríkis-
stjórnar Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks verður í dag.
■ Ný ríkisstjórn/8/10/11/12
Eldur í ein-
býlishúsi
TALSVERÐAR skemmdir urðu
á einbýlishúsinu númer 33 við
Miðvang í Hafnarfírði í gær
vegna elds sem kviknaði í hús-
inu.
Eldur var mestur í stofu
hússins þar sem talið er að
kviknað hafi í út frá skreytingu
með lifandi ljósi. Eldskemmdir
urðu ekki miklar en reykur fór
um alla íbúðina og urðu
skemmdir vegna hans.
Allt tiltækt lið slökkviliðsins
í Hafnarfirði var kallað út upp
úr klukkan hálf þrjú og gekk
slökkvistarf greiðlega. Slökkvi-
starfí og reykræstingu var að 4
fullu lokið um klukkan fjögur.
Húsið var mannlaust þegar
eldurinn kviknaði en tveir reyk-
kafarar voru sendir inn til að f
ganga úr skugga um það.
Eldsupptök eru í rannsókn
hjá Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins.
Nýir aðilar
í rekstur
••
Ommu Lú
NOKKRIR nýir aðilar hafa
komið inn I rekstrarfélag
Ömmu Lú, Bar hf., og tveir af
fyrri eigendum rekstrarfélags-
ins hafa gengið úr því.
Jón Þorsteinsson, einn eig-
enda Bars hf., vildi ekki skýra
frá því að svo stöddu hveijir
hinir nýju aðilar að rekstrarfé-
laginu væru. Hann sagði að
allur rekstur skemmtistaðarins
yrði óbreyttur frá því sem verið
hefur, og ef eitthvað væri þá
yrði hann öflugri en áður.
Mannabein
rak á land
MANNABEIN fundust rekin á
land í Straumsvík í fyrrakvöld.
Samkvæmt upplýsingum frá
Rannsóknarlögreglu ríkisins
verða beinin rannsökuð og
reynt að fá úr því skorið úr
hveijum þau gætu verið. Enn
er of snemmt að fullyrða nokk-
uð um kyn eða aldur manneskj-
unnar.
Blaðafulltrúi Flugleiða um verkfallsboðun Flugfreyjufélagsins
Verkfall ógnar
FLUGFREYJUFÉLAGIÐ hefur boðað til
vinnustöðvunar dagana 2.,. 3., 4. og 5. maí.
Viðræður flugfreyja og viðsemjenda þeirra
sigldu í strand aðfaranótt laugardags, en nýr
fundur hefur verið boðaður kl. 17 í dag. Einar
Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær, að verkfallið
myndi valda gífurlegum skaða, því það væri
boðað á þeim tíma þegar þúsundir útlendinga
flykktust til landsins vegna Heimsmeistara-
keppninnar í handbolta.
Flugfreyjufélagið sendi frá sér fréttatilkynn-
ingu í gær, þar sem segir að á síðasta samn-
ingafundi hafi félagið talið að leið hefði fund-
ist til lausnar á deilunni, en kl. 3 um nóttina
hafí slitnað upp úr viðræðum. Félagsmenn
lögðu niður vinnu í þijá daga í mars, en nú
hefur félagið boðað fjögurra daga verkfall í
næstu viku.
Erla Hatlemark, formaður Flugfreyjufélags
íslands, vildi í gær ekki gefa upp hver ásteyt-
ingarsteinninn hefði verið. „Móralskt séð er
ekki hægt að ræða það á þessari stundu,“
sagði hún.
Víðtækari afleiðingar nú
Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða,
sagði í gær að verkfallsboðunin kæmi á óvart.
„Verkfall á þessum tíma myndi setja í uppnám
allan undirbúning og þá miklu landkynningu,
sem hlýst af HM ’95 á íslandi. Þriggja daga
verkfall flugfreyja í mars olli tugmilljóna tjóni
fyrir Flugleiðir, en afleiðingar verkfalls í byijun
maí yrðu miklu víðtækari. Við munum að sjálf-
sögðu reyna að halda úti flugi eins og unnt
er, en tjónið verður samt mjög mikið.“
Einar sagði að samningaviðræður hefðu
verið komnar á það stig, að Flugfreyjufélagið
og Flugleiðir hefðu komið sér niður á leið, sem
virtist fær til lausnar deilunni. „Viðræðurnar
HM’95
strönduðu hins vegar á kröfum flugfreyja um
hækkanir umfram það sem samdist um á al-
mennum vinnumarkaði. Kröfur þeirra eru utan
þess ramma, sem settur hefur verið og við lít-
um ekki svo á að flugfreyjur séu illa haldnar
af launum sínum.“
Úrslitatilraun til samninga
Einar sagði að samningafundurinn i dag
yrði úrslitatilraun til að koma í veg fyrir verk-
fallið í næstu viku. „Boðun verkfalls ein sér
veldur skaða. Það sáum við fyrir síðasta verk-
fall, þegar verulega dró úr bókunum. Fjög-
urra daga verkfall myndi hins vegar hafa gíf-
urleg áhrif á alla ferðaþjónustu og rýra mjög
orðspor íslendinga innan ferðaþjónustunnar
og sem þjóðar, sem getur tekið að sér að
halda alþjóðlega stórviðburði á borð við HM
’95.“