Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Clinton forseti hvetur til baráttu gegn hermdarverkamönnum Vararvið ofstækisfull- um andróðri Oklahomaborg, Washington. Reuter, The Daily Telegraph. Reuter CLINTON forseti og eiginkona hans, Hillary, við minningarathöfnina. Forsetinn heldur um hönd manns sem átti eiginkonu sína í stjórnsýsluhúsinu, hún hefur ekki fundist enn. LEIT var haldið áfram í rústum stjómsýsluhússins í Oklahomaborg í gær en talið er nær vonlaust að fleiri finnist á lífí. Staðfest er að 81 fórst en óttast er að fómarlömbin séu yfír 200. Hjúkrunarfræðingur úr röðum björgunarfólksins lést á sunnudag en brak féll á hana fyrr í vikunni. Bill Clinton forseti tók þátt í minn- ingarathöfn um fómarlömbin á sunnudag í Oklahomaborg og hvatti hann í ávarpi sínu Bandaríkjamenn til að beijast gegn hinum „myrku öflum“ sem staðið Kefðu að tilræðinu. Um 12.000 manns tóku þátt í minningarathöfninni á sunnudag, grátandi ættingjar vom á fremstu bekkjum í salnum. Björgunarmenn við stjómsýsluhúsið gerðu stutt hlé á störfum sínum en héldu síðan áfram leitinni. Margir þeirra segjast vera að bugast vegna tilfínninga- álagsins, þeir lýsa því m.a. hvemig þeir finna örlitlar líkamsleifar af bömum sem sprengingin hefur sundrað. Enn hefur ekki tekist að komast inn í sjálft dagheimilið og þar er talið að mörg barnslík leynist. Alríkislögreglumenn réðust inn í hús í San Bemardino í Kalifomíu á sunnudag og handtóku þar liðhlaupa úr hemum, David Iniguez, sem yfír- völd töldu að tengdist tilræðinu. Eft- ir nokkurra stunda yfírheyrslur var gefíð í skyn að þær grunsemdir hefðu ekki reynst á rökum reistar. Timothy McVeigh, fyrrverandi hermaður, er barðist í Persaflóastríð- inu, er í haldi og talið ljóst að hann hafí átt þátt í hermdarverkinu en stjómvöld gera ráð fyrir að hann hafí ekki verið einn að verki. Að sögn The New York Times er líklegt að tveir bræður frá Michigan, Terry og James Nichols, sem báðir tengd- ust herskáum öfgahreyfingum eins og McVeigh, verði ákærðir fyrir minniháttar afbrot til að hægt verði að hafa þá áfram í varðhaldi en þeir liggja báðir undir grun um aðild. Komið hefur ljós að yfirlýsing á tölvuneti, sem sögð var frá McVeigh komin, var fölsun. Hún var send út eftir að hann var handtekinn. í yfír- lýsingunni var hvatt til stjórnarbylt- ingar. Deilt um ástæður Clinton forseti sagði í viðtali við CBS-sjónvarpsstöðina á sunnudag að hann vildi fá þingið til að sam- þykkja að stofnuð yrði ný deild innan alríkislögreglunnar FBI sem ætti að beijast gegn hryðjuverkum er ættu rætur að rekja innanlands. Einnig yrði að samþykkja framvarp sem lægi fyrir og veitti stjómvöldum meira vald til slíkra aðgerða. FBI, sem var með útibú í húsinu í Oklahomaborg, telur að hryðjuverk- ið hafí verið liður í herferð gegn alrík- isstofnunum og stjómvöldum í Was- hington. Clinton hvatti til þess að menn reyndu að gæta þess að egna ekki til óhæfuverka með öfgafullum áróðri gegn ríkisvaldinu en eitt helsta markmið nýs meirihluta repúblikana á þingi er einmitt að draga úr ríkisaf- skiptum. Newt Gingrich, forseti fulltrúa- deildarinnar, segir „hryllilegt" að gefa í skyn að árásir hans á skrif- ræði stjómvalda hafi átt þátt í að skapa jarðveg fyrir hermdarverkið í Oklahoma. Talsmaður Clintons sagði að forsetinn hefði ekki haft neinn ákveðinn aðila í huga er hann hvatti til varúðar í orðavali. Hyggjast kæra Alan Boesak Kaupmannahðfn, Höfðaborg. Reuter. KIRKJUFÉLÖG á Norðurlöndum ætla að höfða mál á hendur suður- afríska blökkumanninum og prest- inum Allan Boesak. Vísa þau á bug yfirlýsingum Suð- ur-Afríkustjómar um, að hann hafí ekki dregið sér fé úr hjálparsjóðum. Boesak sjálfur krefst þess á móti, að kærar verði látnar niður falla og hann beðinn afsökunar. Christian Balslev-Olesen, fram- kvæmdastjóri DanChurch Aid, hjálp- arstofnunar dönsku kirkjunnar, sagði, að norrænu kirkjufélögin ætl- uðu að stefna Boesak til að end- urheimta féð, sem hann hefði dregið sér, 20 til 30 milljónir fsl. kr. Sagði hann, að rannsókn Suður-Afríku- stjómar hefði aðeins tekið til lítils hluta málsins. -----» ♦ »----- Vaxandi umsvif hópa sem æfa vopnaburð og boða þjóðrækni Gegn ofríki en sakaðir um öfgar og ofbeldisdýrkun Washington, New York. The Daily Telegraph. LEIÐTOGAR þjóðemissinnaðra samtaka er nefna sig Varalið Mic- higan komu saman í aðalstöðvum sínum, John Williams-virki, í grennd við bæinn Bratus á sunnudag og sögðust óttast að stjómvöld myndu láta ráðast á staðinn vegna meintra tengsla tilræðismannanna frá Okla- homaborg við samtökin. Hópar af þessu tagi era dæmi um ólgu og vaxandi uppreisnaranda meðal bandarísks almennings gegn Was- hington-valdinu, ráðandi stéttum og gildismati þeirra. Þeir virðast einnig vera gróðrarstía vopnadýrkunar, of- beldisáráttu og ofsóknarbrjálæðis. Leiðtogamir vísa því á bug að meintir hryðjuverkamenn hafí verið félagar í samtökunum, segja að þeir hafi þó ef til vill sótt einhveija fundi. Félagar í Varaliði Michigans, er leggja áherslu á þjálfun óbreyttra borgara í vopnaburði og rétt þeirra til eiga og bera vopn, eru taldir vera um 30.000 í Michigan sjálfu og sams konar hópar eru í flestum sambands- ríkjum Bandaríkjanna, minnst er um þá í strandhéruðunum. Gömul gildi Umsvifin hafa vaxið hratt undan- farin ár og forsendurnar fyrir þátt- töku eru ólíkar, sumir era einfald- lega helteknir af ást á hver skyns drápstólum og stríðsleikjum. Flestir félagarnir eiga það sameiginlegt að þeir era mjög andvígir afskiptum opinberra yfirvalda af málefnum ein- stakra borgara sem þeim finnst keyra úr hófí. Helstu leiðtogar eru yfirleitt fyrrverandi foringjar úr hemum, af lægstu gráðum, en al- mennir félagar eru ekki síst úr röð- um eigenda smáfyrirtækja, iðnaðar- manna og ófaglærðra verkamanna. Þetta er fólk sem telur sig reyna að halda fast við þau gömlu gildi Reuter KEITH Cameron, stjórnandi einnar deildar Varaliðs Michigan, sýnir rúmlega fimmtugri konu hvern- ig fara skuli með skotvopn. Á litlu myndinni er Norm Olson, yfirmaður Varaliðs Michigan, sem er fyrrverandi liðsforingi í flughernum. frelsis og einstaklingsframtaks sem gert hafi Bandaríkin svo öflug, fólk sem er sannfært um að frá Washing- ton og heimsborgurunum á aust- urströndinni komi fátt gott og mikið illt. Margir eru sanntrúaðir og kirkju- ræknir, oft baptistar eða meþódist- ar, eru á móti fóstureyðingum, þeir hafa andstyggð á kaldrana mennta- manna í fjölmiðlum og víðar. Þeim finnst afskipti stjómvalda í Wash- ington af mennta- og menningar- málum vera endalaus flaumur af andlegu eitri og afsiðun. Sumir hópamir eru tiltölulega hófsamir, með gott samband við lög- reglustjóra í sýslum sínum og reiðu- búnir að gegna hlutverki raunveru- legs varaliðs þegar þörf er á, þrátt fyrir andúð á Washington-valdinu. Þeir vísa á bug öllum tengslum við kynþáttahatara. Stjórnandi þeirrar deildar Varal- iðs Oklahoma sem nær yfír Okla- homaborg er af pakistönskum ætt- um. Hann barði að dyram hjá fulltrú- um alríkislögreglunnar, FBI, í ríkinu á fímmtudag, klæddur einkennis- búningi sínum og bauð aðstoð sinna manna við björgunarstarfið í borg- inni. í Texas bauð annar hópur að- stoð við leita að tilræðismönnunum. Eigin framleiðsla En einnig eru til ofstækissam- stök. Fyrrverandi kapteinn í banda- ríska hernum, Mark Koernke, stjórnar öfgahóp í Michigan. Hann fullyrðir að Bandaríkjastjórn sé að láta reisa fangabúðir fyrir stjórnar- andstæðinga, stefnt sé að því að láta sjálfstæðið af hendi en við taki alheimsstjórn Sameinuðu þjóðanna. Þegar sé búið að senda Gúrka-her- menn til Montana með leynd og eigi þeir að gæta lögregluliðs SÞ. Það hefur verið reiðarslag fyrir marga Bandaríkjamenn að þurfa að horfast í augu við að hryðju- verkamennirnir eru að þessu sinni þeirra eigin landar. Ekki hafa frá- sagnir af starfí og hugmyndum vopnuðu hópanna orðið til að draga úr óttanum. Hvenær hætta þjóðerniskennd og andúð á afskiptasömu ríkisvaldi að vera eðlileg fyrirbrigði, hvenær er farið yfir mörkin? Víða bregður fyr- ir ofsóknarbijálæði í skoðunum Varaliðsmanna og annarra slíkra hópa. Sumir þeirra segja að FBI hafi komið fyrir sinni eigin sprengju, mun öflugri en þeirri sem var í bílnum, fyrir í stjórnsýsluhús- inu í Oklahomaborg og hafi í reynd staðið fyrir tilræðinu. Einn af leið- togum hóps í Texas telur að FBI hafi vitað um tilræðið og viljað nota það sem yfirvarp í nornaveiðum gegn samtökum þjóðrækinna Bandaríkjamanna. Mock úr ráðherra- stóli Vínarborg. Reuter. ALOIS Mock, utanríkisráðherra Austurríkis, sagðist á sunnudag ætla draga sig í hlé og hverfa úr starfi á næstu tveimur vikum. Mock stendur á sextugu og hefur gegnt starfi utanríkisráðherra frá 1987. Verður hann kunnasti ráð- herrann sem hverfur úr starfi við breytingar sem búist er við að gerð- ar verði á ríkisstjórn Austurríkis. Stjórnmálaskýrendur undrast reynd- ar hversu lengi hann hefur haldið starfí vegna lítilla vinsælda sem hann hefur notið, samkvæmt skoð- anakönnunum. -----» ♦ ♦----- Rússar með nýtt vopn RÚSSNESKI herinn hefur smíðað afar hraðskreitt neðansjávarskeyti, sem líkt er við eldingu og kallað „Hviðan“. Fer það svo hratt, að skip eða önnur skotmörk eiga ekki að hafa mikla möguleika á að forðast það. Ekkert sambærilegt vopn er til á Vesturlöndum en sérfræðingar þar telja, að fyrst og fremst sé um að ræða varnarvopn gegn tundurskeyt- um. Unnt væri að búa það lítilli kjarnahleðslu til að tortíma kafbát- um og tundurskeytum frá þeim. „Hviðan" er ekki búin stýrikerfi en búist er við, að svo verði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.