Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 29 AÐSENDAR GREINAR V egur vonar HUGREKKI kær- leikans er háð hæfileika mannsins til að vaxa og tileinka sér skapandi viðhorf. Trúin á að manninum muni geta tekist að mynda fyrir- myndarsamfélag sem stjórnast af jafnrétti, kærleika og réttlæti er einmitt byggð á slíku hugrekki og lífsvið- horfi: í bók sinni „Listin að elska“ færir sál- og félagsfræðingurinn Erich Fromm rök fyrir því að ástin sé innsta og raunverulegasta þörf mannsins: Að hans mati er ástin hið eina heilbrigða og fullnægjandi svar við vandamálum mannlífsins á tækniöld; þrengi þjóð- félagið að vaxtarmöguleikum ástar- innar muni það hrynja til grunna vegna andstöðu sinnár við þessa frumþörf mannsins. Niðurstaða hans er sú að þroskist ástin í lyndisein- kunn hafi það í för með sér gríðar- lega mikla breytingu á félagslegu umhverfi mannsins — því stefnan sé þar með tekin inn á veg samstöðu og vonar: ísland getur farið þennan veg um alla framtíð. Atvinna Ein af aðalundirstöðum mann- legrar reisnar og réttinda er mögu- leikinn á að vinna sér inn fyrir nauð- þurftum. Þegar þessum mikilvægu undirstöðum er kippt undan fótum einhverra félagshópa í fámennu landi eins og Islandi verður ekki hjá því komist að það hafi líka áhrif á hina sem standa traustum fótum í samfélaginu: Mennirnir eru nefni- lega líkt og gangandi útsendingar- og móttökutæki: Þeir sem ekkert skortir skynja því í andrúmsloftinu neyð og örvæntingu þeirra sem hafa of lítið. Séð frá sjónarhóli sálfræð- innar eru það samt „vöruskiptasál- irnar“ og „eignasafnararnir“ sem eru hinir gjörsnauðu fátæklingar til- verunnar — á meðan þeir sem gefa óspart af sjálfum sér teljast til hinna auðugu. í stuttu máli sagt tekst engum að flýja kvöl atvinnuleysis með- bræðra sinna — hún lif- ir meðal þegnanna allra og þrýstir stöðugt á að aðgerðaleysið breytist í jöfnuð og réttlæti. Fj ölskylduvernd Annað málefni sem tengist beint atvinnu og stöðugt knýr fastar á dyr samfélagsins er ijölskyldan og lífsskil- yrði hennar. Öldum saman hefur fjölskyld- an verið helgidómur í samfélagi manna og notið á vissan hátt sérs- takrar verndar og samheldni, og svo lengi sem menn muna hefur það verið einlæg ósk hvers einstaklings að eignast traustan lífsförunaut, heilbrigð börn og fallegt heimili: En fleira skal til eigi dæmið að ganga upp og hamingja að ríkja í fjöl- skylduranninum; lífsskilyrðin þurfa að vera þannig að réttur allra fjöl- skyldumeðlima sé virtur: Þar með er komið að kjarna vanda nútíma- samfélagsins á Islandi; en einmitt vegna þess að mönnum láðist að halda nógu öflugan vörð um fjöl- skylduna er hún í dag fallin niður í sæti hornreku. Samt hafa íslending- ar engu gleymt ennþá — það sannað- ist í snjóflóðinu á Súðavík þegar hinn íslenski kærleikshver gaus um allt land er höggvið var óbætanlegt skarð í helgidóm margra íbúa á Vestfjörðum. Þá rættust líka orð Davíðs frá Fagraskógi, „í sorg er gleðinnar gimsteinn falinn", þegar þjóðin varð sem einn maður í samúð sinni og umhyggju. Launajafnrétti Bjartur í Sumarhúsum í „Sjálf- stæðu fólki“ Laxness ætti ekki uppá pallborðið hjá kvenþjóðinni í dag, enda ein af karlrembum bókmennt- anna eftir fullyrðinguna: “... kven- kynið er nú einusinni aumara en mannkynið...“. Meira að segja fyrrum karlrembur eru núorðið sam- mála því að tímabært sé að stokka upp launakerfið svo launamisrétti kynjanna verði upprætt og kven- menn verði viðurkenndir jafningjar karla á vinnumarkaðinum. Þeir sjá að væru konur með réttmæt laun fyrir sína vinnu myndi pressunni á þá létta til muna og um leið verða öllum til góðs. Einnig er langflestum að verða það ljóst að efnahagslegt sjálfstæði er í raun nauðsynleg for- senda mannréttinda og frelsis. En til þess að ná alla leið í þessu brýna viðfangsefni er ekki nægilegt að konur einar og sér herði baráttuna: Kvenréttindamál þurfa að verða hjartans mál hverrar fjölskyldu og komast á dagskrá allra vinnustaða og stjórnmálaflokka. Þá er vert að gefa gaum að þeim möguleika að .mikil virkni drykkjusýki karla á ís- landi sé hugsanlegur dragbítur á jafnrétti og launajafnrétti kvenna, en eitt höfuðeinkenni drykkjusýkinn- ar er einmitt undirokun, ofríkis- kennd og djúpstæður ótti við breyt- ingar, og áhrifa þessa hlýtur að gæta jafnt á heimilum sem vinnu- stöðum: Stundum þarf að leysa eitt vandamál til að geta leyst annað og flestir eru sammála um ókosti ást- lauss karlaveldis. Virðing - umhyggja Djúptækasta tegund ástar er bróðurástin eða ást jafningja, en í henni skynja menn sameiningu sína við alla menn og hlutdeild sína í umheiminum svo enn sé vitnað í sálfræðina. Þessi tegund kærleika felur í sér fordómaleysi og ósk um að allir fái tækifæri til að njóta lífs- ins eins og þeir eru af Guði gerðir. Prófsteinn hvers þjóðfélags á þroskastig þess hvað þetta varðar hlýtur því að vera meðhöndlun þess á börnum sínum, fötluðum, öldruð- um og öryrkjum: Hvort þessir þjóðfé- lagshópar falli vel inn í heildarskipu- lag samfélagsins, búi við mannsæm- andi afkomukjör og njóti tilskilinnar umhyggju og virðingar, en séu ekki settir út á gaddinn utan girðingar. ísland myndi varla teljast meira en miðlungs þroskað í þessu efni því það lætur hiklaust börnin sín líða fyrir lífskjaramál fullorðna fólksins Páll Björgvinsson Ræktum jafnrétti og kærleika, segir Páll Björgvinsson, sem hér fjallar m.a. um jákvætt hugarfar. á þann hátt að láta þau ganga sjálf- ala á meðan báðir foreldrar vinna úti fulla vinnu eða meira; með því að svipta þau kennslu í skyldu- og framhaldsnámi svo vikum og mán- uðum skiptir á nokkurra ára fresti í kennaraverkföllum; og síðast en ekki síst með því að láta afskipta- laust sakir anna að eiturlyfja- og landasalar eigi greiðan aðgang að þeim utan veggja heimilisins. ísland fengi einnig miðlungseinkunn fyrir meðhöndlun sína á fötluðum, öldruð- um og öryrkjum — því hér híma hundruð fatlaðra á húsnæðisbiðlist- um og margir aldraðir og öryrkjar líta kvíðaaugum til framtíðarinnar vegna lélegrar afkomu sem elli- og örorkulífeyrisþegar. Lífsgleði Þegar gleðin er annars vegar eru sólskinsbörnin aldrei langt undan: Sé heimur þeirra heilbrigður er lífs- gleðin dagleg og náttúruleg • víma þeirra. Menn íslenskra barna eru Hemmi Gunn, Hrói Höttur, Magnús Scheving, Ragnar Reykás og Völ- undur Veraldarverndari! í heilbrigð- um heimi barnanna á íslandi ríkir réttlæti og þar sigra alltaf góðu karlarnir þá vondu. Rökfræði og lífs- sýn barnanna er hrein og bein, og af því að þau eiga svo auðvelt með að bera trúnaðartraust til tilverunn- ar hafa þau lykil frelsisins undir höndum. Það er meira en margt fullorðna fólkið hérlendis getur stát- að sig af, enda sumt hætt að geta fundið fyrir vímulausri gleði eða frelsi: Auralausu helgarnar reynast þá oft erfiðar vegna þess að „allir eru í því nema ég“! Börnin virðast þannig laðast að bjartsýni, gleði og hlýju af einskærri, meðfæddri eðlisá- vísun á meðan fullorðnir hafa ríka tilhneigingu til að fjarlægjast meir og meir þessar raunverulegu, upp- haflegu tilhneigingar sínar. Að breyta heiminum Það er undir hveijum og einum komið hvort hann ræktar garðinn sinn á hinu vindasama íslandi, en að sjálfsögðu krefst það bæði ögun- ar, einbeitingar og þróunar á skap- andi viðhorfi til umhverfisins. Já- kvætt hugarfar með það fyrir augum að persónuleg vandamál séu ekkert annað en óleyst verkefni og spenn- andi áskorun á sjálfan lífskraftinn er jarðvegurinn í mannrækt; allt sem er neikvætt eða íjötrandi og hamlað getur þroska og vexti illgresið sem þarf að uppræta; ástin frækornið og hamingjan eða lífsfyllingin uppskera erfiðisins: Það liggur einfaldlega ljóst fyrir að það breytir enginn heiminum nema vera tilbúinn til að breyta sjálfum sér til hins betra. Niðurstaða Fromm í fyrrnefndri bók er einmitt sú að til þess að geta elsk- að verði maðurinn að setja sjálfan sig í öndvegi — mylla hagkerfisins að þjóna honum fremur en hann henni! Breytingaraflið hér á landi fælist sem sagt í því að íslendingar tileinkuðu sér nýtt hugarfar; brytu af sér þjakandi samkeppni-klafann og hristu af sér vonbrigðin sem alls staðar blasa við vegna mistaka gær- dagsins; hoppuðu af eyðileggjandi neyslu- og tómleikahraðlestinni; og sneru sér að því að sinna frumþörf- um sínum og innsta eðli: í samein- ingu gætu þá landsmenn virkjað hina jákvæðu orku þjóðarinnar til þess að bera fölskvalausa umhyggju fyrir lífi og vexti hvert annars sem Islendinga. Á landi Guðs — íslandi — fyrirfinnst kjörinn akur fyrir ræktun jafnréttis, kærleika og rétt- lætis m.a. sakir fámennis, hreinleika landsins og smæðar: Vegur vonar- innar er sem sagt sá hinn sami er landsmenn gengu þegar hörmung- arnar dundu á Súðavík í janúar sl. og átakið „Samhugur í verki“ er ís- lenska vonarbarnið sem þá fæddist. Höfundur er arkitekt og formaður Lífs oglands. Heilsurækt í dag I Hverjar eru kröfurnar? Mig langar til að velta upp þeirri spurningu hvar og hvernig heilsu- rækt á Islandi stendur í dag. Erum við á réttri braut hvað það varðar eða er gagnrýni þörf? Erum við jafn- ve! að dragast aftur úr öðrum lönd- um hvað varðar kröfur til þeirra er starfí í heilsuræktargeiranum sinna? Sífellt meiri áherslu er farið að leggja á sérhæfðari leiðbeiningu og ráðgjöf í heilsurækt í Bandaríkjun- um í dag og er einkaþjálfun stór þáttur í þeim efnum. Einkaþjálfun sem er ekki endilega algjörlega ein- staklingsbundin, þ.e. einkaþjálfari „tekur að sér“ einstakling í svo og svo langan tíma, heldur og einnig að innan veggja heilsuræktarstöðv- arinnar fær hver og einn meiri og sérhæfðari leiðbeiningu. Alltof lítið hefur verið um það að fólk fái þá þjónustu og faglegu ráð- leggingu sem er svo nauðsynleg inn- an veggja þeirra fyrirtækja sem þessu starfí sinna. í dag er það enn- þá víða þannig að einstaklingur kaupir sér kort í heilsurækt og sæk- ir síðan þá tíma sem þar eru í boði, hjá lærðum jafnt sem viðvaningum. Fólk með misjafna heilsufarslega sögu á bak við sig og misvel undir það búið að takast á við þann hraða og þá keyrslu sem farið er að ein- kenna þolfimiþjálfun í dag. Sem betur fer er sumstaðar boðið uppá námsskeið af ýmsum toga með meiri fræðslu, góðum ráðleggingum og að- haldi og einnig hafa einhveijar stöðvar á sínum snærum fagfólk með góð ráð á reiðum höndum og fylgist að einhveiju leyti með við- skiptavinum stöðvar- innar. En fyrir alla þá sem nýta sér ekki þá þjón- ustu, vissu ekki af henni eða æfa á þeim stöðum þar sem hana vantar er málið annað. Miðað við þann fjölda sem stundar e.k. þjálf- un í dag, eru alltof fáir sem fá ráðleggingar varðandi viðeig- andi æfingar og rétt mataræði. Meir að segja er víða pottur brotinn í þjálfun íþróttafólks. Þjálfarar eru stundum lítið sem ekkert lærðir og þeirra eina reynsla er þeirra eigin (frá fyrri tíð) sem nær skammt þeg- ar á að fara að þjálfa og leiðbeina öðrum. Oft eru unglingar í meistara- eða framhaldsflokkum fengnir til þess að þjálfa börn í yngri flokkum og þið getið ímyndað ykkur þekk- ingu þeirra á þjálfun mannslíkam- ans. Sama má segja um heilsuræktina. Þar eru leiðbeinendur oftar en ekki fólk sem hefur stundað leikfimina í mislangan tíma, er í ágætis formi og nær vel samhæfingu að leið- beina/kenna. Sumir fá tækifæri til þess að komast á námskeið (en þurfa jafnvel að borga það sjálfir) en aðrir ekki og auðvitað hlýtur það að ráðast af fjárhag hvers og eins hve oft hann/hún kemst á slík námskeið ef þau þurfa að standa straum af kostnaði sjálf. Síðan fer það eftir áhuga hvers og eins hve vel hann/hún lærir á bók- ina. Það kemur svo í ljós hvernig leiðbein- andanum ferst úr hendi að taka við fólki af öll- um stærðum og gerðum og byggja það upp, þjálfa, móta og „fitu- skafa“. Það er nefnilega ekki nóg fyrir leiðbeinandann að líta vel út (vera fyrirmynd), hafa nægilegan hávaða, mikinn hraða og hamagang svo fólk svitni eins og í gufubaði, fái fullt af harðsperrum og þar fram eftir götunum. Harðsperrur eru ekki einu sinni af hinu góða! Þolfimi-/leikfimitímar þurfa að vera rétt uppbyggðir, þ.e. jafn og góður stígandi, réttar og uppbyggj- andi/styrkjandi æfingar fyrir alla vöðvahópa, bak verður t.d. oft út- undan sem og rangar æfingar of oft viðhafðar. Gæta þarf einnig að því að hraði sé réttur svo allir geti fylgt eftir og hafi tíma til þess að gera Glódís Gunnarsdóttir æfingarnar rétt og til fullnustu. Leiðbeinendur fylgjast því miður stundum misvel með því fólki sem æfir undir þeirra leiðsögn (uppteknir af sjálfum sér?), og á sú gagnrýni einnig rétt á sér þegar talað er um líkamsræktarstöðvar sem bjóða nær einungis uppá tækjasali. Stóran hluta dags er sumstaðar ekki boðið uppá neina leiðsögn né/eða fyrstu leiðsögn fylgt nægilega vel eftir. Ýmsar spurningar varðandi lík- amsrækt og rétt mataræði brenna Góð heilsa er mikilvæg. Glódís Gunnarsdóttir segir og mikilvægt að gefa sér tíma til að njóta góðrar heilsu. oft á vörum fólks sem stundar eða ætlar að stunda heilsurækt en er því miður oft á tíðum svarað á við- vaningslegan eða jafnvel fáránlegan hátt, því þekking er ekki nægileg eða jafnvel alls engin hjá þeim sem spurningunum svarar. Fullkomin líkamshreysti eða góð heilsa? Margir eru að gera sömu æfínga- rútínuna og þeir hafa gert í mörg ár, t.d. alltaf sama sundferðin, sami hlauparúnturinn, sami þolfimitíminn o.s.frv. en afskaplega mikilvægt er að skipta þessu niður, reyna að fá sem mesta fjölbreytni í heilsurækt- ina. Okkur er öllum nauðsynlegt að gera góðar styrktaræfingar, ekki síður konum en körlum. Erfíðar styrktaræfíngar styrkja ekki einung- is vöðva heldur einnig beinin! Og það er nú ekki ónýtt fyrir t.d. konur á miðjum aldri og uppúr. Þolæfingar eru góðar fyrir alla, aukið úthald kemur sér vel á öllum vígstöðvum og svo má auðvitað ekki gleyma fitu- brennsluæfingum sem eru eitt form- ið enn á æfingarútínunni, fyrir þá sem hafa aukaforða af fitu að glíma við. Sú árátta hjá konum og jafnvel körlum að vera fullkomin/inn hefur vakið athygli ogjafnvel óhug á und- anförnum árum. Við könnumst við þetta úr fyrirsætubransanum og þær afleiðingar sem hin fullkomna ímynd þaðan hefur haft en þessi þróun hefur auðvitað einnig átt sér stað innan heilsuræktarinnar, enda er þangað sótt til þess að öðlast hið „fullkomna útlit“. Það þarf með ein- hveijum ráðum að breyta þessari ímynd úr því að vera „í flottu formi/fullkomnu formi“ og yfir í það að hafa hraustlegt útlit, halda góðri heilsu. Það hafa alltof margir fallið í gröf sjálfsfullkomnunar og líkams- dýrkunar en það er ekki hægt að tileinka líf sitt og líkama þrotlausum æfingum daginn út og daginn inn (þ.e.a.s. hafi maður það ekki að lifi- brauði) en fullt af fólki hefur ein- mitt gert það og útslítur sér beinlín- is í heilsuræktarstöðvum í dag. Lík- aminn þarf alltaf vissan hvíldartíma eftir mikil átök og við verðum að veita honum það. Góð heilsa er mikil- væg en við verðum líka að gefa okkur tíma til þess að njóta hennar. Höfundur er einkaþjálfari og þolfimileiðbeinandi (ACE)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.