Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 37 ÞORLAKUR SIG URJÓNSSON + Þorlákur Sigur- björn Sigurjóns- son fæddist að Tindum í Svinafells- hreppi A-Húna- vatnssýslu 15. ágúst 1916. Hann andað- ist á hjartadeild Landspítalans 17. apríl sl. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Erlends- dóttir frá Beina- keldu A-Húnavatns- sýslu, f. 28. maí 1886, d. l. júlí 1966, og Siguijón Þor- láksson frá Brenniborg í Skagafirði, f. 17. marz 1877, d. 27. marz 1943. Systkini Þor- láks voru sex, upptalin í aldurs- röð: Ástríður Helga, f. 10. júlí 1909, býr á Selfossi, Erlendur, f. 12. sept. 1911, d. 17. apríl 1988, bjó á Selfossi, Kristín, f. 22. apríl 1915, d. 19. febr. 1922, bjó að Tindum, Sigrún, f. 20. febr. 1920, d. 2. sept. 1938, bjó í föðurhúsum, Ingibjörg, f. 22. maí 1921, d. 19. júlí 1977, bjó á Drangsnesi, og Guðrún, f. 12. marz 1926, býr í Reykjavík. Þorlákur kvæntist 15. okt. 1947 Gróu Bjarneyju Helga- dóttur frá Forsæti V-Landeyjum, f. 11. maí 1926. Eignuð- ust þau fjögur börn. Elst er Sig- rún, f. 1945. Hún á fjögur börn og fjögur barnabörn. Hennar maður er Benedikt Ragnars- son og búa þau í Vestmannaeyjum. Næst elst er María, f. 1946. Hún á eitt barn. Hennar maður er Þór Jóhannsson og búa þau í Kópa- vogi. Næstur í aldursröðinni er Sigurjón, f. 1948. Hann á fimm börn og eitt barnabarn. Kona hans er Svanfríður Magnús- dóttir. Þau búa í Reykjavík. Yngstur er Gunnar, f. 1955. Hann á þrjú börn. Kona hans er Kristín Eyjólfsdóttir og búa þau í Reykjavík. Útför Þorláks fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 25. apríl og hefst athöfnin kl. 13.30. í DAG er tengdafaðir minn, Þorlák- ur Sigurjónsson, til moldar borinn. Með honum er genginn traustur og vandaður maður í alla staði. Þorlákur Sigurbjörn, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur á bæn- um Tindum í Svínavatnshreppi en þar bjuggu foreldrar hans myndar- búi. Með þeim ólst hann upp í hópi sex systkina sinna. Að lokinni barnafræðslu stundaði hann nám m.a. að Reykjum í Hrútafírði. Að því loknu þurfti Þorlákur eins og önnur börn þess tíma að fara að vinna fyrir sér. Snemma beygðist krókurinn hjá Þorláki til þess sem verða vildi, því að ungur keypti hann sér vörubíl og fór að vinna fyrir sér með vörubílaakstri í Reykjavík og víðar. Nokkur sumur starfaði hann á Þingvöllum, m.a. í Valhöll og sigldi þá með gesti hót- elsins um Þingvallavatn. Eftir veru sína á Þingvöllum má segja að sá staður á landinu hafi verið honum kærastur allra staða, e.t.v. að fæð- ingarsveit sinni undanskilinni. Þegar Þorlákur var 26 ára gam- all árið 1942 urðu þáttaskil í lífi hans, en þá réðst hann til starfa á Hvolsvelli, en þar ætlaði hann að vera bróður sínum til aðstoðar við ákveðið verk í tvær vikur en dvöl hans á Hvolsvelli varði í 31 ár. Hann sá Hvolsvöll rísa frá því að vera smáþorp með fáum húsum til þess sem það er í dag, myndarlegt kauptún. Þorlákur var verkstjóri á bifvélaverkstæði Kaupfélagsins á Hvolsvelli í 30 ár, lengst undir stjórn Magnúsar Kristjánssonar kaupfélagsstjóra og var þeim vel til vina. Eftir að Þorlákur kvæntist og 'eignaðist börn settist hann á skólabekk á Selfossi og lauk námi í bifvélavirkjun og rennismíði. Síðar á ævinni fór hann til Englands til frekara náms í sínu fagi. Það eru örugglega margir sem muna eftir Þorláki á bifvélaverkstæðinu á Hvolsvelli, og þeir eru ófáir, sem hafa átt við hann samskipti í gegn- um árin. Hann var einstaklega greiðvikinn og hjálpfús öllum þeim sem til hans leituðu hvort heldur með bilaðan bíl eða heyvinnutæki eftir að búið var að loka verkstæð- inu að loknum venjulegum vinnu- degi. Slökkviliðsstjóri og öryggis- eftirlitsmaður ríkisins var hann á Hvolsvelli til fjölda ára og fórust honum þau störf vel úr hendi eins og annað sem hann gerði. En Þor- láki var fleira til lista lagt, en að gera við bilaða bíla, því hann var mjög tónelskur og spilaði listavel á hljómborð og reyndar fleiri hljóð- færi, enda var hann á sínum yngri árum eftirsóttur að spila fyrir dansi. Þorlákur flyst til Reykjavík- ur 1973 en þar vinnur hann við iðn sína í mörg ár. Seinustu ár vann hann hjá Gunnari syni sínum, en hann rekur ásamt öðrum bygging- arfyrirtæki í Reykjavík. Fyrir nokkrum dögum þegar Gunnar sonur hans var fertugur var Þorlák- ur í afmælisveislunni ásamt fólki sínu. Þar voru einnig mættir marg- ir af hans starfsfélögum úr bygg- ingafélaginu og þá sá ég hversu vel þeir fögnuðu honum, bæði eldri og yngri starfsfélagar. En það duldist heldur engum sem þarna var að tímaglas Þorláks var að renna út eins veikur og hann var orðinn. Eins og að framan greinir var Þorlákur eitt af sjö börnum hjónanna frá Tindum, nú eru tvær systur hans á lífi, sú elsta og yngsta úr hópnum. Ég held að það hafi verið leitun að samheldnari systk- inahópi en þeim. Öll héldu þau mikla tryggð við sína fæðingarveit og enn er bærinn Tindar í eigu eins úr fjölskyldunni. Það leið ekki svo sumar að Þorlákur færi ekki í heimsókn að Tindum og naut ég þess að fara með honum þangað. Ég minnist þess með mikilli ánægju að fara með honum niður að Svína- vatni eða Laxá til veiða. Einnig þegar við fórum hringveginn og dvöldum nokkra daga austur á Mjóafirði hjá frændfólki mínu, eða þær tvær utanlandsferðir sem við fórum með Þorláki og Gróu. Þessar ferðir og allt samneyti við Þorlák verða mér og mínum ógleymanleg. En þegar tímar liða fram, verða e.t.v. beztu minningarnar mínar um Þorák á heimili hans að Fellsmúla 19 sitjandi fyrir framan hljóðfæri sitt, spilandi falleg lög. Nú að leiðarlokum kveð ég kæran tengda- föður minn. Mann sem mátti ekki vamm sitt vita og hafði hreinan skjöld, sáttur við allt og alla. Blessuð sé minning Þorláks Sig- uijónssonar frá Tindum. Benedikt Ragnarsson. Mig langar í fáum línum að minnast hans Þorláks. Ég kynntist Óskari manninum mínum fyrir tæpum níu árum og þá strax talaði hann mikið um hann Þorlák afa. Hann hafði mikið verið hjá Þorláki og Gróu sem krakki og leit mjög upp til afa síns. Þegar ég svo hitti hann fannst mér það ekki skrýtið. Þorlákur var alltaf hress og bros- andi og mér fannst strax að þarna hefði ég eignast hann fyrir afa. Ég sá hann alltaf brosandi og segj- andi sögur af uppátækjum frænd- anna Óskars og Þormars, og þá MINNINGAR var hlegið mikið. Hann var hrókur alls fagnaðar upp í sumarbústað þegar við hittumst, alltaf kom hann manni til að hlæja og gleyma amstri hversdagsins. Það verður tómlegra í Fellsmúl- anum næst þegar við komum þang- að. í vetur er afi búinn að vera mik- ið veikur en hann gæti ekki hafa átt betri konu en hana ömmu Gróu, sem er búin að vera duglegri en nokkur hefði getað ætlast til. Elsku amma Gróa, þú hfeur misst mikið en við munum aldrei gleyma honum afa. Erla Gísladóttir. Við áttum heima á Hvolsvelli í rúmlega tvo áratugi. Kennarafjöl- skylda úti á landi er daglega í mið- depli samskipta fólks en einhvern veginn þróaðist það samt svo að fáir fastir heimilisvinir urðu til þess að koma í heimsókn svona af því bara. Þorlákur og Gróa voru ein af þeim. Þorlákur var brosmildur náungi, vinur vina sinna sem allir í fjöl- skyldunni gátu leitað til, jafnt fjöl- skyldufaðirinn með bilaðan bílsk- ijóð sem strákpjakkurinn sem þurfti að láta líta á hjólið sitt eða langaði bara til að horfa á vinn- andi menn. Sumir hafa mest gaman af því að horfa á aðra mann vinna en Þorlákur var ekki einn af þeim. Hann var maður framkvæmdanna og vinnuþjarkur sem allt lék í hönd- unum á, sama hvort hann hafði séð græjuna áður eða ekki. Enginn hefur lengur tölu á öllum þeim tól- um og tækjum, ýmist splunkunýj- um eða ævafornum, sem fólkið í héraðinu færði honum til lagfær- ingar. Og það var nærri því alveg sama hvað var að, tækið komst aftur í lag. Saga er sögð af bílasmiðnum Ford, sem lagði stolt sitt í að gera við alla Ford-bíla, sama í hvernig ástandi þeir ultu inn á verkstæðið. Einhveiju sinni tók grallari nokkur sig til og fyllti stóran strigapoka af tækjarusli og gömlum varahlut- um, sendi til Ford og sagðist hafa lent í mjög slæmum árekstri. Þrem vikum síðar stóð nýuppgerður Ford-T á hlaðinu og með honum fylgdi miði sem á stóð: „Bíllinn var ónveju illa farinn en af tilviljun áttum við allt sem í hann vantaði." Einhvern veginn gæti Þorlákur hafa verið í sporum beggja, bæði bifreiðasmiðsins og grallarans. Þau hjónin fluttu til Reykjavíkur og okkar fjölskylda í Hveragerði en sambandið hélst samt alltaf. Minnisstæð er okkur öllum síðasta sumarbústaðaferðin í bústað Gunn- ars, þar sem við náðum að njóta indælla samverustunda þrátt fyrir veikindin sem hijáðu Þorlák eins og reyndar svo löngum amjars. Nú er hann allur og við mætum ekki aftur brosinu sem náði jafnt til auganna og inn í sálina en minn- ingin lifir. Sorgin reisir hallir í hafdjúpi þinna augna hafdjúpi hreinu, bláu meðan hljóðlátt þú grætur. Ötlæg verður gleðin sem áður þar bjó. Ekki tjaldar sorgin til einnar nætur. (Hannes Pétursson) Foreldrar mínir, systur og fjöl- skyldur okkar senda Gróu, börnun- um og öðrum aðstandendum inni- legustu samúðar- og vináttukveðj- ur. Matthías Kristiansen. Elskulegur frændi er fallinn frá. Mínar fyrstu minningar um Þor- lák eru frá þeim tíma er ég bjó með foreldrum mínum í sama húsi og afi minn og amma á Víðivöllum á Selfossi. Þorlákur var skemmti- legi bróðirinn hans afa míns. Ég var þá á 5. árinu. Þorlákur kom oft í heimsókn til okkar með Gróu sinni og oftar en ekki laumaði hann 5 krónu seðli í vasa minn sem ég mátti eyða að vild. Ekkert raus um að leggja hann fyrir eða kaupa eitt- hvað skynsamlegt. Nei, þessi gjöf var eingöngu til að gleðja mig. Á þessum árum, kallaði ég frænda minn alltaf Láka fimmkall. Alltaf kom hann til að gleðja mig og allt- af var hann í góðu skapi. Eftir að yngri systur mínar fæddust, fengu þær að njóta gleð- innar frá þessum lífsglaða frænda. Ávallt var hann hrókur alls fagnað- ar hvar sem hann kom. Við systurn- ar minnumst hans spilandi á harm- onikkuna og Gróa syngjandi og dansandi við börnin sem alltaf voru nærri. Og eins lengi og við munum eft- ir, ók hann alltaf Citroen bílum, aðrar tegundir komu ekki til’greina af hans hálfu og ekki þýddi að rökræða um einhveija ókosti við þá bíltegund. Með þessum fátæklegu orð- um.langar okkur systurnar að þakka frænda okkar samfylgdina og þær stundir sem hann gladdi okkur með nærveru sinni. Þorlákur kvaddi þennan heim sama dag og afi okkar gerði fyrir 7 árum. Ég leit til Jesú, ljós mér skein, það ljós er nú mín sól, er lýsir mér um dauðans dal að Drottins náðarstól. (Stef.Thor.) Elsku Gróa og fjölskylda, við sendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Helga, Hjördís Jóna og Hulda. Kær vinur og frændi, Þorlákur Siguijónsson, lést á Landspítalan- um 17. apríl síðastliðinn eftir lang- varandi veikindi. Þorlákur var föðurbróðir minn. Erlendur bróðir Þorláks, faðir minn, lést 17. apríl 1988, sama mánaðar- dag og Þorlákur. Milli þeirra bræðra og fjölskyldna var mjög náið sam- band. Þeir bræður voru fæddir og uppaldir á Tindum í Húnavatns- sýslu. Systkinin á Tindum voru sjö, eftir eru einungis tvær systur, Ástríður elst og Guðrún yngst. Eftir að Þorlákur fór að heiman var hann í vinnu á ýmsum stöðum fyrstu árin, vegavinnu, Bretavinnu og vetrarmaður í Þingvallasveit. Ég held að þar hafi hann unað sér veh í stríðslok settist hann að á Hvolsvelli þar sem hann var næstu þijátíu árin. Þar festi hann ráð sitt, hitti Gróu og börnin uxu úr grasi. Ég held að einlæg vinátta okkar hafi byijað þegar við gengum báðir í skóla á sama tíma á Selfossi um 1948, ég í barnaskóla og hann í Iðnskólann á Selfossi. Þorlákur bjó þá heima hjá foreldrum mínum. Þannig háttaði til að langt var hjá mér að sækja skóla, Þorlákur átti þennan fína bíl, nærri nýjan Citro- én, ég var nú heldúr betur upp með mér að eiga slíkan frænda, sem keyrði mig í skólann á slíkri dross- íu. Síðan hefur okkar samband haldist frekar eins og föður og son- ar en frænda. Þorlákur fór í Iðnskólann til að fá próf sem bifvélavirki, hann varð að fá réttindi þá orðinn yfirmaður verkstæða Kaupfélags Rangæinga. Það lá alveg í augum uppi að lífs- starf Þorláks mundi snúast um vél- ar. Allt sem að þeim hlutum sneri lék hreinlega í höndum hans. Mér var sögð sú saga að þegar þeir strákarnir, hann, pabbi og Sveinn mágur þeirra, sem allir voru miklir vélamenn, voru saman með mótorhjól hafí Þorlákur fyrst verið í essinu sínu þegar hann var búinn að troða hjólinu upp í herbergi hjá sér, rífa vélina í sundur, setja sam- an aftur og heyra hana ganga eins og klukku á eftir. Þeir aftur á móti höfðu meira gaman af að keyra. Upp úr 1970 fór að gæta heilsu- brests hjá Þorláki og varð hann þá að hætta starfi sínu á Hvolsvelli. Fluttust þau hjónin þá til Reykjavík- ur og settust að í Fellsmúlanum. Þessi umskipti urðu Þorláki mjög erfið, bæði hvað varðar heilsuna sem var aldrei söm eftir og ekki síður hitt hvernig að starfslokum hans á Hvolsvelli var staðið. Þorlákur hóf þá störf í nýju um- hverfi og starfaði hann lengst af í Jötni hf. eða þar til hann varð að, hætta fyrir aldurssakir. Ekki lét ' hann staðar numið við svo búið því, þá hóf hann störf hjá Gunnari syni sínum og vann þar fram á síðasta haust eftir því sem heilsa hans leyfði. Það var ekki að hann þyrfti að vinna peninganna vegna heldur vegna þess að eðlisfari var hann svo félagslyndur að erfitt var fyrir hann að hugsa sér að vera heima án samneytis við annað fólk og sérstaklega þá ungt fólk. Á mannamótum var Þorlákur hrókur alls fagnaðar. Hann spilaði á nikuna eða orgelið og söng af hjartans lyst með og ekki dró Gróa úr hvað þetta varðaði. Á milli fjölskyldu minnar og fjöl- skyldu Þorláks hefur alla tíð verið mikið og gott samband og hefur hvor tekið þátt í gleði og sorgum hinnar. Sem betur fer hafa nú gleði- stundirnar verið fleiri og margt gert sér til skemmtunar í gegnum tíðina, farið hefur verið í sumarbú- staðaferðir og á ættarmót að ógleymdum skemmtunum Hún- vetningafélagsins og þá sérstaklega síðasta vetrardag. Ef eitthvað bjátaði á hjá fólki voru Þorlákur og Gróa fyrsta fólkið til að koma og rétta fram hjálpar- hönd. Að leiðarlokum viljum við þakka þér fyrir öll kynnin, tryggðina og ánægjulegu samverustundirnar. Við erum viss um að mesta gæfa í lífi Þorláks var að hitta fyrir sína elskulegu konu Gróu Helgadóttur frá Forsæti, við erum sannfærð um að vandfundin sé betri og heil- steyptari einstaklingur. Það var al- veg einstakt hvernig hún lagði sig fram við hjúkrun og umönnun Þor- láks allt frá því að hann fyrst fékk hjartaáfall. Við sendum þér, elsku Gróa mín, og öllum afkomendum ykkar okkar innilegustu samúðar- kveðjur, megi hinn hæsti höfuð- smiður vera með þér. Blessuð sé minning Þorláks Sig- uijónssonar. Gísli Erlendsson, Jónína Hjartardóttir. Mig langar með örfáum línum að kveðja hann afa minn sem lést úr veikindum sínum annan í páskum sl. Margt kemur upp í hugann á kveðjustund sem þessari. Afi var einstaklega skemmtilegur maður að mínu mati, með ákveðnar skoðanir sem hann lét óspart í ljós. Hann var mjög ungur í anda og talaði við mig sem jafningja og vin en ekki sem eitthvert bam. Hann sagði mér margar sögur af sínum yngri árum og þá skipti hann engu máli þó svo mörg ár skildu okkur að. Hann var mjög myndarlegur og alltaf svo smekklegur til fara að ég var stolt af því að eiga hann sem afa. Þegar ég minnist hans koma upp í hugann ferðalögin sem við fórum í saman og þá sérstaklega Dan- merkurferðin þar sem hann, gamli maðurinn, hjólaði með okkur eins og táningur. Nú er hann afi farinn fyrir fuli og allt, á stað þar sem hann þjáist ekki lengur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku afi, takk fyrir allt það sem þú gafst mér og öðrum, og amma, ég veit að missir þinn er mikill og ég bið guð að styrkja þig í sorg þinni. Iða Brá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.