Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 45 FRÉTTIR Samstarfsátakið Öryggi barna - okkar ábyrgð Námskeið í akstri drátt- i arvéla DRÁTTARVÉLANÁMSKEIÐ fyrir unglinga á aldrinum 13 til 15 ára verður haldið í Reykjavík dagana 27. til 30. apríl nk. Áð námskeiðinu standa menntamálaráðuneytið, Reykjavíkurborg, Slysavarnafélag íslands, Umferðarráð, Vinnueftirlit ríkisins og Ökukennarafélag ís- lands. Bókleg kennsla fer fram í Hlíða- I skóla^en þjálfun í akstri á opnu svæði vestan við Öskjuhlíð. Á nám- skeiðinu verður nemendum gerð grein fyrir þeim hættum sem fylgja akstrinum og meðferð dráttarvéla til að gera þeim kleift að takast á við störf tengd þeim til sveita. Að loknu námskeiðinu fá þátttakendur ; viðurkenningarskjal fyrir þátttök- una. Námskeiðin eru ætluð unglingum | sem fæddir eru árin 1980, 1981 og ■ 1982. Námskeiðsgjald er 3500 kr. og fer innritun og greiðsla nám- skeiðsgjalds fram á skrifstofu Um- ferðarráðs í Borgartúni 33 dagana 24.-26. apríl nk. kl. 16-18. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Umferðarráðs. -----+ » +----- Málþing um í gæðatryggingu í heilbrigðis- þjónustu MÁLÞING um gæðatryggingu í heilbrigðisþjónustu á vegum Gæða- stjórnunarfélags íslands verður | haldið fimmtudaginn 27. apríl á Grand Hótel. Markmið málþingsins er að kynna fyrir heilbrigðisstarfsfólki og stjórnendum í heilbrigðiskerfinu hugmyndfræði gæðastjórnunar og mikilvægi gæðatryggingar fyrir heilbrigðiskerfið. Heilbrigðishópur Gæðastjómunarfélags íslands er áhugahópur heilbrigðisstarfsfólks sem starfar á þverfaglegum grunni. Hópurinn hefur starfað í þijú ár og hittist mánaðarlega. Á málþing- inu verða nokkrir þeirra fyrirlestra um gæðamál í heilbrigðisþjónustu sem haldnir hafa verið á fundum hópsins fluttir í formi erinda. Kirsten Staehr Johansen, yfir- maður gæðamála hjá Alþjóðaheil- brigðisstofnuninni (WHO) í Evrópu, mun m.a. skýra frá hvernig Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunin hef- ur unnið í þessum málum. Aðrir fyrirlesarar munu kynna hvað ís- lenskar heilbrigðisstéttir hafa verið að gera í gæðamálum og aðilar utan heilbrigðiskerfisins flytja er- indi. Málþingið er hið fyrsta sem hald- ið er hér á landi um gæðamál á þverfaglegum grunni og stendur frá 8.30-16.30. Skráning/er fram hjá Gæðastjórnunarfélagi íslands og er þátttökugjald 3.000 kr. -------»-♦ ♦-------- ■ MÁLSTOFA í guðfræði verður haldin í dag, þriðjudaginn 25. apríl. Þá heldur Arna Yrr Sigurðardótt- ir stud. theol. erindi sem hún nefn- ir: Lífsiðfræði í ljósi femínista. Fyr- irlesturinn verður haldinn í Skólabæ, Suðurgötu 26, og hefst kl. 16. ÞUMALINA er flutt Af því tilefni gefum viö 19% afslátt af öllum barnafatnaöi þessa viku. Kíktu inn og skoöaðu úrvaliö. ÞUMALÍNA — búðin þín Pósthússtræti 13 (sama hús og Álafossbúbin) s. 551 2136, sb. 562 6536. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Þrír hljóta viður- kenningu SAMSTARFSÁTAKIÐ Öryggi barna - okkar ábyrgð valdi sumardaginn fyrsta til að veita þremur aðilum viðurkenningar fyrir aðgerðir til að bæta aðbún- að og öryggi barna. Að ofan sést Hörður Svavarsson, fulltrúi foreldrasamtaka í dómnefnd, afhenda fulltrúum VÍS viður- kenningu fyrir herferð fyrir öryggi barna í bílum. Aðrar við- urkenningar hlutu Möguleik- húsið fyrir Mókoll og Kópavogs- skóli fyrir skipun fagstjóra í öryggismálum. Dómnefnd skipuðu auk Harð- ar, Jóhannes Gunnarsson frá Neytendasamtökunum, Gunn- hildur Sigurðardóttir frá Rauða krossinum, Óli H. Þórðarson frá Umferðarráði og Ólafur Ólafs- son landlæknir frá Landlæknis- embættinu. Sá síðastnefndi sést hér á tali við Eríku Friðriksson. Samstarfsátakið Öryggi barna - okkar ábyrgð er sam- starfsátak ýmissa aðila um allt land og er meginmarkmiðið að stuðla að bættum aðbúnaði og öryggi barna. VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 al 5 1 8.411.130 o 4a,5fiÍ 4C-PIÚS ^ w~6 113.540 3.4015 147 7.990 4. 3ol 5 6.011 450 Heildarvinningsupphæö: 12.971.850 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTViLLUR 'í.r... j ...... ............. Úr dagbók lögreglunnar Unglingar færðir jafn- óðum í athvarf 21.-24. apríl í DAGBÓK helgarinnar eru 437 færslur. Fjörutíu og sjö sinnum þurfti að hafa afskipti af ölvuðu fólki er ekki kunni fótum sínum forráð. Tilvik vegna hávaða og ónæðis voru 18, þar af 10 innan dyra. 31 útkall var vegna umferðaróhappa og slysa, 31 vegna innbrota og þjófnaða, 6 vegna líkams- meiðinga og 29 vegna rúðubrota og skemmdarverka. Kæra eða áminna þurfti 69 ökumenn fyrir ýmis umferð- arlagabrot. 10 ökumenn, sem lög- reglumenn þurftu að hafa afskipti af, eru grunaðir um ölvunarakstur. 15 sinnum var tilkynnt um lausa elda, þar af 10 vegna íkveikju í sinu. Með gamla peninga Skömmu eftir hádegi á föstudag var tilkynnt um mann vera að reyna að skipta ógjaldgengum frönskum frönkum í banka í Vesturbænum. Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöðina og síðan til yfir- heyrslu hjá RLR. Á laugardagskvöld var tilkynnt um erlendan mann sem var að reyna að skipta ógjaldgengum frönskum frönkum í gestamóttöku Hótels Esju. Maðurinn var handtekinn og færður til yfirheyrslu hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins. Tilkynnt var um eld í íbúð við Fannarfell. Þar hafði pottur gleymst á eldavél og var mikill reykur á staðnum. Kvenmaður var fluttur á slysadeild vegna reykeitrunar og slökkviliðið reyklosaði íbúðina. Aðfaranótt laugardags var til- kynnt um lausan eld í íbúð við Vita- stíg. íbúðin var mannlaus og þurftu björgunaraðilar að bijóta sér leið inn í hana. Eldur reyndist vera í dóti í baðkeri. Ekki urðu teljandi skemmd- ir á íbúðinni. Slagsmál á Frakkastíg Tveir menn voru handteknir þegar þeir voru að reyna að bijótast inn í fyrirtæki við Sæbraut aðfaranótt laugardags. Mennirnir höfðu brotið rúðu til að komast inn. Undir morgun var tilkynnt um slagsmál á Laugavegi við Frakka- stíg. Þar hafði maður verið barinn illa og var hann alblóðugur. Maður- inn var fluttur á slysadeild og skömmu síðar voru tveir menn hand- tekinn í miðborginni. Þeir voru vi- staðir í fangageymslunum. Aðfaranótt sunnudags var margt fólk í miðborginni. Tiltölulega lítil ölvun var á meðal fólks og virtist ástandið þokkalegt miðað við það sem oft áður hefur verið. Unglingar sáust ekki, enda eru gerðar sérstak- ar ráðstafanir til að færa þá jafnóð- um í unglingaathvarfið láti þeir sjá sig á svæðinu. Veður var mjög gott og því eðlilegt að fullorðið fólk fengi sér göngutúr um miðborgina og næsta nágrenni um nóttina. Lögreglan á Suðvesturlandi og Vinnueftirlit ríkisins munu á næst- unni hafa sérstakt eftirlit með ástandi og búnaði vinnuvéla á svæð- inu. Auk þess er ætlunin að huga sérstaklega að réttindum stjómenda vinnuvélanna, bæði á götum úti og við vinnu. Aðgerðir vegna sinuelda Garðyrkjustjóri hélt fund sl. föstu- dag með ýmsum aðilum vegna hinna árstíðabundnu sinubruna innan borg- armarkanna. Ákveðið var að starfs- menn garðyrkjustjóra gerðu ýmsar ráðstafanir á sinusvæðum til að draga úr líkum á að eldar gætu breiðst út, en nokkur áhersla var lögð á að slá sinusvæði sl. haust til að draga úr eldsmat á svæðunum. Starfsmenn borgarinnar og Kópa- vogssbæjar munu fylgjast með Foss- vogsdal frá morgni til kvölds. Starf- menn hverfastöðva garðyrkjustjóra og gatnamálastjóra annast eftirlit með svæðum við Bústaðahverfið, Árbæjarhverfi, Breiðholti, Elliðar- árdal og við Grafarvog. Auk þess verður eftirlit í Heiðmörk í samvinnu við fulltrúa Skógræktarinnar. Slökkviliðið mun bregðast skjótt við ef tilkynnt verður um sinuelda á skógræktarsvæðum. Allir eldar, jafn- vel þá sem starfsmenn borgarinnar slökkva, verða tilkynntir til slökkviði- iðsins í Árbæ svo þá megi kortleggja og nota upplýsingamar til að slá hlutaðeigandi bletti í haust. Lögregl- an mun sinna eftirliti eftir því sem kostur er, bæði á bílum og á bifhjól- um, en auk þess verði fara lögreglu- menn á reiðhjólum um svæðin í Foss- vogi og Elliðaárdal. Fræðsla í skólum Vakin er athygli bama og foreldra á að bannað er að kveikja sinuelda og að slíkt getur á stundum verið hættulegt, bæði vegna þess að lítil börn geta lokast inni í stómm eldum og að veruleg hætta getur orðið á eignarspjöllum, s.s. á húsum og tijá- gróðri. Lögreglan og slökkvilið munu á næstunni hafa samvinnu um að fara í skólana næst sinusvæðunum og koma upplýsingum til nemendanna í samvinnu við skjólastjórnendur. ÍTALSKI BOLTINN 16. leikvika, 22.-23.april 1995 | Nr. Leikur:_______________Rjiðin: 1. Roma - Lazio - - 2 2. Parma - Inter 1 - - 3. Sampdoria - Fiorentina - X - 4. Napoli - Foggia I - - 5. Cremoncse - Genoa 1 - - 6. Cagiiari - Reggiana 1 - - 7. Juventus - Padova - - 2 8. Bari - Brescia 1 - - 9. Verona - Atalanta - X - 10. Lucchese - Ancona - X - 11. Perugia - Ccsena - X - 12. Ascoli - Cosenza - X - 13. Vicenza - Palermo 1 - - Ileildarvinningsupphæöin: 10 milljón krónur 13 réttir: 422.810 | kr. 12 réttir: 5.35<^| kr. 11 réttlr: 360 kr. 10 réttir: kr. 16. leikvika, 22.-23.april 1995 | Nr. Leikur: Röðin: 1. WBA - Derby - X - 2. Notts County - Grimsby - - 2 3. Charlton - Luton 1 - - 4. Oldliam - MUlwaU - - 2 5. Watford - Bristol City 1 - - 6. Stoke - Port Vale - - 2 7. Assyriska - Vasterás - X - 8. Brage - GIF SundsvaU - X - 9. Luleá - Gcfle - - 2 10. Unicá - Sirius 1 - - 11. Landskrona - Falkcnber 1 - - 12. Myresjö - Ilassleholm - X - 13. Skövde - Kaimar FF - X - IleUdarvinningsupphæðin: 70 milljón krónur 13 réttir: | 6.258.580 ] kr. 12 réttir: 67.940 J kr. 11 réttir: 1 5.330 J kr. 10 réttir: | 1.230 J kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.