Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Guðni Guðjóns- son var fæddur 11. júní 1898 á Brekkum í Hvol- hreppi í Rang- árvallasýsiu. Hann lést á fostudaginn langa, 14. apríl 1995 á St Jósefssp- ítala í Hafnarfirði. Guðni var annar í röðinni af níu börn- um hjónanna Guð- jóns Jóngeirssonar, f. 29.5. 1863, d. 2.2. 1943, og Guðbjarg- ar Guðnadóttur, f. 25.3. 1871, d. 6.8. 1961. Fjögur systkini Guðna iifa hann en þau eru: Anna, f. 13.3. 1907, Björg- vin Kristinn, f. 26.12. 1910, Guðrún, f. 16.3. 1913, og Bogi Pétur, f. 5.11. 1919. Fjögur sytkini Guðna eru látin, en þau voru: Ingigerður, Katrín Jón- ína, Guðjón og Guðný. Guðni kvæntist árið 1922 í Breiðaból- staðarkirkju, Jónínu Guð- mundu Jónsdóttur, f. 5.6. 1902, d. 23.6.1969, frá Austur-Búðar- hólshjáleigu (nú Hólavatn) í Austur-Landeyjum. Guðni og Jónína eignuðust 12 börn. Þau eru: Valgerður, f. 14.6. 1923, Ingólfur, f. 21.2. 1925, Guðni Björgvin, f. 1.4. 1926, Ágústa, f. 20.8. 1927, d. 5.2. 1980, Har- aldur, f. 14.12. 1928, Gunnar, f. 7.3. 1930, Hafsteinn, f. 22.10. 1932, d. 19.2. 1995, Júiíus, f. 16.10. 1933, d.30.10. 1968, Guð- ÞEGAR ég sest niður til að skrifa nokkrar línur um hann Guðna afa fhinn frá Brekkum, þá reikar hugurinn til baka og ég sé fallega bæinn fyrir neðan brekkuna. Afi fæddist á Brekkum 11. júní 1898 og þar ólst hann upp hjá foreldrum sínum. Hann hóf síðan búskap þar ásamt ömmu minni Jónínu. Hann missti hana 1969 eftir langvarandi veikindi og var það mikið áfail. Þau eignuðustu 12 börn, einn dreng misstu þau í æsku. Afi sagði mér að oft hefði lífsbaráttan verið erfið, þar sem marga þurfti að fæða og klæða, en aldrei hefði skort mat né eldivið og allt hefði þetta nú bjargast. Afi var sérlega fróður maður og sagði oft að hann öfund- aði unga fólkið í dag sem hefði tækifæri til að læra og það myndi hann gera ef hann væri ungur maður í dag. Afi var sérstaklega handlaginn og mikill smiður í sér, enda smíðaði hann Brekkurnar að mestu leyti sjálfur, einnig var hann góður söðlasmiður og vann við það eins lengi og hann gat. Afi hafði fallega rithönd og skrifaði oft í blöðin á meðan hann gat og þótti honum það verst þegar höndin gaf sig og hann gat ekki skrifað leng- ur. Ættfróður var hann og gat tal- ið upp ættir manna vítt og breitt um landið. Hann var ákaflega dug- legur, sterkur og vel gerður mað- ur, en ákveðinn og fastur fyrir ef svo bar undir svo maður bar virð- ingu fyrir honum. Heiðarleiki, trú- mennska og snyrtimennska var hans aðalsmerki og þær kröfur gerði hann einnig til bama sinna. A svo langri ævi er eitt víst að ekki kemst neinn hjá því að sjá á eftir ástvinum sínum, en dauðinn er ekki það versta sem Kemur fyrir og er hann oft bestur fyrir þann sem þjáist, en stundum er hann svo grimmur og sár að sárin gróa seint í hjartanu. Það þurfti afi að reyna þegar börnin hans fóru hvert af öðru undanfarin ár og á þann hátt sem maður óskar síst. Um þetta ræddi hann við mig seinast þegar ég heimsótti hann. Hann sagði mér einnig að sorgin hefði verið mikil þegar Anna systir mín sem oft var í sveitinni hjá þeim hefði dáið í bílslysi aðeins þriggja ára og væri það hans heitasta ósk að þurfa eRki að fylgja fleirum af sínum jón Sverrir, f. 30.5. 1935, óskírður son- ur, f. 30.5. 1935, d. 1935, Dagbjört Jóna, f. 1.9. 1939, Þorsteinn, f. 19.6. 1942, d. 25.4. 1990. Barnabörnin voru 30 talsins og eru 3 þeirra látin. Alls eru afkomendur hans 82. Guðni og Jónína bjuggu fyrsta árið á Brekk- um en hófu síðan búskap á Skækli í Austur-Landeyjum árið 1923 og bjuggu þar til árs- ins 1926. Guðni breytti nafni jarðarinnar í Guðnastaðir, sem hún heitir í dag. Árið 1926 fluttu þau Jónína til Vest- mannaeyja og bjuggu þar um eins árs skeið í Bergholti. Árið 1927 fluttu þau að Brekkum og hófu búskap með foreldrum Guðna og síðar Björgvini bróð- ur Guðna. Er Björgvin flutti að Dufþaksholti í sömu sveit, bjó Guðni á jörðinni næsta óslitið til ársins 1971. Flutti hann þá til dóttur sinnar í Kópavogi og vann í trésmiðjunni Víði í Reykjavík. Árið 1973 flutti Guðni á Selfoss og vann þar við söðlasmíði uns hann flutti á Hrafnistu í Hafnarfirði árið 1991. Utför Guðna fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 25. apríl, og hefst athöfnin kl. 13.30. nánustu ættingjum til grafar og er ég þakklát fyrir að svo verður ekki. Ég var svo lánsöm að alast upp hjá afa og ömmu minni fyrstu tíu árin og síðan öll sumur þar til ég var 14 ára. Hjá afa og ömmu lærði ég það er ég tel öllum hollt að læra til að geta farið nokkurn veg- inn með góðu móti í gegnum lífið. Mitt veganesti var að ég skyldi bera virðingu fyrir sjálfum mér ásamt þeim er á vegi mínum yrðu og hvaða starf sem ég myndi taka mér fyrir hendur skyldi unnið af trúmennsku, heiðarleika, snyrti- mennsku og ekki síst að vera alltaf jákvæður. Sýna öðrum ekki yfir- gang eða frekju, en láta samt ekki ganga á sér. Trúin var stór þáttur í uppeldi mínu og hefur það reynst mér oft ljósið í lífinu. Blótsyrði heyrði ég sjaldan og friður ró ríkti ætíð í kringum mig. Amma sagði stundum við mig að barnssálin væri eins og lítil perla, sem auð- velt væri að skemma ef ekki væri hlúð að henni, því perlan myndi vaxa og dafna og þurfa að hlúa að öðrum litlum perlum. Ég er þakklát fyrir að hafa verið ein af þeim períum sem hlúð var að á Brekkum og fékk að vaxa og dafna. Eins og hjá svo mörgum hefur leið mín um veginn í lífinu oft verið erfíð og þungbær, en þar sem allt- af hafði verið hlúð vel að perlunni þá hefur verið svo auðvelt að láta ljósið loga í hjartanu. Afí minn, nú veit ég að þér líður vel að vera kominn til hennar ömmu. Ég lcveð ykkur bæði með þökk fyrir mig. Þar sem gott fólk geng- ur, þar er guð. Hvíl í friði. Anna. í fáeinum orðum langar mig að minnast afa míns, sem lést að morgni föstudagsins langa á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði eftir stutta sjúkrahúslegu. Afí var að upplagi vel gerður, jákvæður og jafnlyndur. Hann sýndi ávallt æðruleysi og átti auð- velt með að aðlagast breytingum eða mæta áföllum. Hann var ótrú- lega minnisgóður og hélt andlegri reisn til þess síðasta. Hann var félagslyndur, fylgdist vel með at- burðum líðandi stundar og þótti vænt um fréttir af vinum og ætt- ingjum. Það var þroskandi að vera í návist hans. Sjónin dapraðist hratt síðustu æviárin. Það hlutskipti fannst honum erfítt að sætta sig við, en hann kvartaði ekki. Afi var fyrst og fremst bóndi og var búskapur ævistarf hans til 70 ára aldurs. Hann sagði þó stundum, að helst hefði hann kosið að verða dýralæknir, en peningaleysi hefði gert slík áform ókleif. Búskapurinn einn dugði ekki alltaf til þess að framfieyta stórri fjölskyldu. Hann fór því nokkrum sinnum á vertíð í Vestmannaeyjum. Þær ferðir tóku oft langan tíma og gátu verið erfið- ar. Draumurinn um dýralækningar rættist á vissan hátt í ævistarfi hans, þar sem tækifæri gafst til þess að aðstoða skepnur í nauðum, eins og eflaust margir bændur urðu að gera á þessum tíma. Þekking fyrri kynslóða kom þá að miklu gagni, auk þess nýttist vel sú reynsla, sem menn áunnu sér. Afi byggði að mestu leyti sjálfur sín hús, eins og tíðkaðist jafnan á þessum tíma. Honum hugkvæmdist einnig að nýta lind í landi Brekkna fyrir neysluvatn. Allir hlutir voru í föstum skorðum á Brekkum og allir höfðu sitt hlutverk. Þessu kynntist ég vel, þegar ég dvaldi þar meðal annars einu sinni sumar- langt. Það var gengið rösklega til verks og hvert verkefni leyst sam- kvæmt ákveðnu skipulagi. Ég man ekki eftir öðru en natni við skepn- ur, vélar og búnað. Hús og vélar voru ávallt vel hirt og séð til þess að allir hlutir væru í góðu lagi sem ganga mátti að á vísum stað. í heimatúninu var staður, sem aldrei var sleginn. Þar var höfð í heiðri gömul trú, sem ekki þótti ástæða til að rengja. Brekkurnar eru land- námsjörð og hétu áður Sumarliða- bær. Fyrsti ábúandinn var Hetjólf- ur. Afi nefndi minjar um búsetu og í brekkunni ofan við bæinn væri jafnvel merki um munna að helli. Hann vildi þó aldrei rjúfa friðhelgi staðarins og fá úr því skorið hvort rétt væri. Eftir að afi brá búi fluttist hann til dóttur sinnar í Kópavogi og hóf störf hjá Guðmundi í Trésmiðjunni Víði. Honum líkaði vel að vinna þar og talaði ávallt hlýlega um Guð- mund. Árið 1973 keypti hann íbúð á Selfossi og settist þar að. Við Jóhanna bjuggum þar fyrstu mán- uðina með honum. Á Selfossi vann hann við söðlasmíðar, fyrst hjá öðrum, en síðar stundaði hann eig- in rekstur allt til 90 ára aldurs. Þá var sjónin farin að daprast og margvíslegt slit gerði vart við sig. Hann fór meðal annars í aðgerð á báðum 'mjöðmum á þessum tíma. Fyrri aðgerðin tókst mjög vel en sú síðari miður og þurfti að endur- taka hana þrisvar. Af þeirri skynsemi, sem ein- kenndi afa varð honum ljóst um þetta leyti, að hann átti erfitt með að búa einn. Hann hafði því frum- kvæði að því að reyna að fá inni, þar sem hann nyti aðstoðar. Um vorið 1991 fluttist hann inn á Hrafnistu í Hafnarfirði og taldi hag sínum vel borgið með allt við hend- ina og nauðsynlega þjónustu. Þetta var nákvæmlega í hans anda að sætta sig við orðinn hlut og óumf- lýjanlegar breytingar samfara hækkandi aldri. Afi kynntist á Hrafnistu ýmsu mætu fólki og naut samvistar við það að því marki, sem aðstæður leyfðu. Hann var sáttur við sinn hlut þau ár, sem hann bjó þar. „Römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til“. (S.E.) Þau orð komu stundum í hugann, þeg- ar landbúnaðarmál og afkomu bænda bar á góma. Hann bar hag þeirra fyrir brjósti og taldi fráleitt að þjóðin gæti verið án eigin fram- leiðslu í landbúnaði, eins og honum fannst sumir álíta. Þess vegna var hann ekki alltaf ánægður með af- skipti stjórnvalda af þeim málum. í eina tíð hvöttu þau bændur til þess að stækka bú og búa stórt, þá var ekki velt fyrir sér framhald- inu um sölu afurða. Síðar komu ráðin um loðdýraræktina, sem leiddi til þess að ýmsir breyttu samsetningu búa og nýir bændur bættust í hópinn og hófu loðdýra- rækt. Afi hélt sínu striki, hafið meðalstórt bú og tók þátt í tækni- breytingum í landbúnaðí af vark- árni fremur en kappi. Hann réðst ekki í fjárfestingar nema að vel athuguðu máli. Afi var alla tíð áhugamaður um þjóðlegan fróðleik og ættfræði stóð honum nærri. Ég missti oftast þráðinn, þegar þessi mál voru rædd og eldmóðurinn við að rekja ættir og söguna náði tökum á honum. Ýmsar tilvitnanir, fleyg orð og setningar íslendingasagna voru höfð eftir. Það eru engar ýkjur að' þær sögur kunni hann mjög vel, Njálu þó sýnu best. Afi átti að flestu leyti góða ævi. Hann var alla tíð heilsuhraustur á sál og líkama. Hann sagði mér þó fyrir stuttu síðan, að hann hefði verið mjög veikburða nýfæddur og móðir hans hefði haft mjög mikið fyrir honum. Hann bar þess þó aldr- ei merki að ég best vissi. Síðustu fjóra sólarhringana lá afí á St. Jósefsspítala í Hafnar- fírði, þar sem hann fékk góða umönnun lækna og hjúkrunarfólks. Ég vil þakka þá alúð, sem honum var auðsýnd. Afi var sáttur við sinn hlut og taldi sig að flestu leyti heppinn, þegar hann leit til baka yfir farinn veg. Ég bið Guð að blessa minning- una um afa minn. Guðjón Skúlason. Nú hefur afi okkar Guðni Guð- jónsson kvatt þennan heim eftir stutt en erfið veikindi og langar okkur að minnast hans með nokkr- um orðum. Á slíkri stund reika um hugann allar þær góðu minningar sem við eigum um afa okkar. Efst í huga okkar eru ferðir sem við fórum með hann í sumarhús for- eldra okkar austur í Fljótshlíð, en sú sveit var honum ákaflega kær, enda skrifaði hann ferðasögu sem bar heitið „Fögur er hlíðin“ og lýs- ir þar vel öllum staðháttum. Afi sagði oft í samtölum við okkur, að hann teldi að Fljótshlíðin og Hvol- hreppur frá ásnum væri ein sveit. Guðni afi var mjög fróður um gamla tímann og sagði okkur sögur frá sínum yngri árum í sveitinni. Hann sagði okkur frá búskapar- háttum fyrri tíma, enda hafði hann svarað ýmsum fyrirspurnum frá Þjóðminjasafni íslands um það. Eftir afa liggja nokkur skrif, m.a. um hella á Suðurlandi og ferðasög- ur. Hann var mjög ættfróður og gat þulið ættir manna langt aftur í fornöld. Hann hafði mjög gaman af að segja frá íslendingasögum og var Brennu-Njálssaga í uppá- haldi. Afi rakti sína eigin ætt til Egils Skallagrímssonar og var mjög hreykinn af, en hann var tuttug- asti og níundi ættliður. Minnisstætt er hvað afi var mikið snyrtimenni. Hann vildi alltaf vera hreinn og vel til fara og ekki mátti gleyma að greiða sér. Guðni afí var fæddur á Brekkum í Hvolhreppi og ólst þar upp og bjó þar um tíma á móti foreldrum sín- um. Hann giftist ömmu okkar, Jón- ínu G. Jónsdóttur, og bjuggu þau lengst af á Brekkum. Afi og amma eignuðust tólf börn og eru sjö á lífi nú þegar hann kveður. Elsku afi, það var mikið á þig lagt. Þú misstir ömmu, fimm börn og þijú barnabörn. Afí bjó um tíma á Sel- fossi og vann við söðlasmíði. Síð- ustu árin bjó hann á Hrafnistu í Hafnarfirði. Alltaf voru heimsóknir til þín á Hrafnistu ánægjulegar og hvað þú gast fylgst vel með öllu sem var að gerast í þjóðfélaginu. í síðustu heimsókninni minntumst við á að fara í Fljótshlíðina í sumar og þá lifnaði yfir afa og hann svar- aði að svo fremur sem heilsan leyfði kæmi hann með. En nú er hann farinn í ferðina löngu. Nú þegar við kveðjum þig, elsku afí, langar okkur til þess að þakka GUÐNI GUÐJÓNSSON þér fyrir þær samverustundir, sem við áttum með þér. Guð blessi þig. Hvíl þú í friði. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Gunnar og Páll Haraldssynir. Þegar Gunnar á Hlíðarenda mælti hin fleygu orð „Fögur er Hlíðin .. .“ átti hann örugglega einnig við Hvolhreppinn, sem að áliti okkar bræðra er fallegasti hluti þessarar myndar. Sérstaklega átti þetta við þegar horft var heim að Brekkum á hvít og snyrtileg húsin með reisulegum rauðum þökum og garðinn hennar ömmu í forgrunni, Tryggur hlaupandi í túninu og „Moskvitsinn“ hans Sverris gljá- fægður í hlaðinu. Þetta var sveita- bær eins og sveitabæir áttu að vera. Nú er búið að mála þökin græn. Afi var sjálfsagt búinn að fyrir- gefa Gunnari fyrir að minnast ekki á Hvolhreppinn í þessum ummæl- um sínum, enda var Njála hans uppáhaldsbók, sem hann kunni nánast utanbókar, en íslendinga- sögurnar voru honum sérlega hjart- fólgnar. Með þessi orð fyrrum sveitunga hans í huga viljum við bræðurnir minnast afa okkar frá Brekkum í Hvolþreppi sem féll frá á föstudag- inn langa á nítugasta og sjöunda aldursári, eftir fjögurra sólarhringa legu á St. Jósefsspítala í Hafnar- firði. Þó aldurinn væri hár og sjón og hreyfigeta skert, kom okkur fráfall hans á óvart, því lífsorka og and- legt atgervi ásamt unglegu yfir- bragði fékk mann til að gleyma að þar færi maður tæplega aldar gam- all. Hann fylgdist vel með fram á síðustu stundu, hvort sem það var pólitíkin eða fréttir af ættingjum og vinum og gott var að leita frétta hjá honum eða ræða við hann um landsins gagn og nauðsynjar. Þeg- ar landbúnaðarmálin bar á góma gat honum hitnað í hamsi er hann viðraði skoðanir sínar, en um þau mál skrifaði hann ágæta blaða- grein. Þrátt fyrir ýmis áföll á langri og strangri ævi sá hann ávallt já- kvæðu hliðar hlutanna og ef til vill var þessi jákvæðni lykillinn að löngum og farsælum starfsdegi. Hann talaði oft um hversu lán- samur hann hefði verið í lífínu og hversu vel væri hugsað um hann síðustu árin á Hrafnistu. Þar naut hann einnig góðrar umhyggju Dag- bjartar dóttur sinnar og fjölskyldu hennar sem býr þar í næsta ná- grenni. Að leiðarlokum viljum við bræð- urnir þakka fyrir allar góðu minn- ingarnar, og kveðjum kæran afa okkar með síðasta erindi úr Sona- torreki Egils. Nú er mér torvelt. Tveggja bága njörva nift á nesi stendr. Skal eg þó glaðr með góðan vilja og óhryggr heljar bíða. Gunnar, Þórólfur og Guðni. I dag kveðjum við hinstu kveðju afa okkar Guðna Guðjónsson, fyrr- um bónda frá Brekkum í Hvol- hreppi. Fyrstu minningar okkar um afa eru frá því við tvíburasysturnar urðum þeirrar gæfu njótandi að fá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.