Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ 4- l VIÐSKIPTI » Lyfjaverslun íslands hf. velti rösklega einum milljarði króna á síðasta ári Falast eftir umboði frá hluthöfum FJÓRIR einstaklingar sem ríkið sem ekki sjá sér fært að mæta skipaði í stjórn Lyfjaverslunar á aðalfundinn á laugardag íslands á síðasta ári ásamt ein- um starfsmanni hafa formlega farið þess á leit við 1.630 hlut- hafa félagsins að fá umboð til áframhaldandi stjórnarsetu. Þetta kemur fram í bréfi sem þau Einar Stefánsson, yfirlækn- ir á Landakoti, Ólafur B. Thors, framkvæmdastjóri Sjóvár- Almennra, Jóhannes Pálmason, ' forstjóri Borgarspítalans, Þór- hallur Arason, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneyti og Rúna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri markaðssviðs Lyfjaverslunar Is- lands sendu hluthöfum í síðustu viku. I bréfinu eru hluthafar hvattir til að veita þessum ein- staklingum skriflegt umboð. Ákveðið hefur verið að hópur undir forystu Jóns Þorsteins Gunnarssonar, rekstrarhag- fræðings bjóði fram fimm menn í stjómarkjörinu. Auk Jóns Þor- steins, munu gefa kost á sér þeir Bolli Héðinsson, hagfræð- ingur í Búnaðarbankanum, Ulf- ur Sigurmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Utflutnings- miðstöðvar iðnaðarins og Dr. Pétur K. Maack, prófessor í verkfræðideild Háskóla Islands. Ekki Iiggur endanlega fyrir hver fimmti maðurinn verður. Hagimður nam 53 milljónum króna I SAMANLAGÐUR hagnaður Lyfjaverslunar Islands hf. og Lyfjaverslunar ríkisins nam alls 53,2 milljónum á síðasta ári sem er svipuð afkoma og árið áður. Fyrirtækinu var breytt í hlutafélag um mitt ár og nam hagnaður á seinni hluta árs- ins um 16 milljónum. Velta ársins nam alls 1.010 milljónum og jókst um tæplega 12% frá árinu áður. Þór Sigþórsson, forstjóri Lyfja- verslunarinnar, segir afkomuna þokkalega ef haft sé í huga að mikl- ar framkvæmdir stóðu yfir á síðasta ári hjá félaginu. „Við höfum endur- byggt lyijaverksmiðju fyrirtækisins og keypt tæki til framleiðslunnar fyrir hátt á þriðja hundrað milljónir króna. Þetta var gert með því að loka einstökum framleiðsluþáttum og endurbyggja þá síðan. Auðvitað felur það í sér mikinn kostnað. Þá var heild- söluálagning á lyf lækkuð úr 13,5% í 13% á miðju síðasta ári sem þýðir tæplega 4% tekjuskerðingu fyrir lyljaheildsöluna." Aðspurður um veltu- aukningu félagsins bendir Þór á að lyfja- Sigþórsson markaðurinn sé alltaf að stækka. „Það fjölgar sífellt í efstu aldurs- þrepum íslensku þjóð- arinnar og sá hópur er stærsti notandi lyfja. Lyljamarkaðurinn hef- ur verið að vaxa um 12-13% á undanförnum árum. Að vísu varð stöðnun á árunum 1992-1993 vegna að- haldsaðgerða heilbrigð- isyfirvalda. Það sem af er árinu hefur verið ívið meiri veltuaukning en í fyrra. Núna eru allar fram- Bílaiðnaður Líklegt að Chrysler standist atlöguna Detroit. Reuter. BÚIST er við, að Chrysler-fyrirtæk- ið standi af sér yfirtökutilraunir auðkýfingsins Kirks Kerkorians en hann ásamt Lee Iacocca, fyrrver- andi forstjóra Chryslers, vill kaupa meirihluta hlutafjárins fyrir 22,8 milljarða dollara. Kerkorian hafði 10 daga til að fjármagna tilboðið en það virðist ætla að verða honum erfitt. Möguleikar Kerkorians minnk- uðu mikið þegar tvö mikilvæg fjár- mögnunarfyrirtæki, Bear Stearns & Co. í Wall Street og Kohlberg, Kra- vis Roberts & Co., kváðust ekki hafa neinn áhuga á að taka þátt í hugsanlegri yfirtöku og ýmsir sér- fræðingar ráðleggja nú Chrysler- stjórninni að bíða og láta á það reyna hvort Kerkorian geti staðið við tilboðið. Reynist hann fær um það geti Chrysler gripið til „eitur- pillunnar" svokölluðu. Hún virkar þannig, að kaupi ein- hver íjárfestir meira en 15% af hlutabréfunum er heimilt að gefa öðrum hluthöfum kost á að kaupa nýútgefin bréf með miklum af- slætti. Með því er hlutur fjárfestis- ins þynntur verulega og hugsanleg yfirtaka verður næstum óviðráðan- lega dýr. Iaeocca orðinn órór Talsmaður Kerkorians sagði um helgina, að verið væri að vinna að fjármögnunarmálunum og hefði verið ákveðinn neinn eindag hvað þau varðaði. Þá er haft eftir öðrum, að Iacocca sé orðinn mjög órór vegna afskipta sinna af málinu þar sem honum finnist hann hafa orðið fyrir mjög neikvæðri umræðu og áiitshnekki. ---------ir----- og ráðstefnur HÓTEL MAND M.kr. 2.500 2.625,4 2.000 1.500 1.00 0 I— I- a g 500 - 23,8% Lyfja- markaðurinn 1994 (óskráð lyf áætl. 400 m.kr.) Velta lyflaverslunar M.kr. íslands 1991-94 1.000 ——------------- 800- INNLEND FRAM- LEIÐSLA 600 400- 6.937 32,7% Aðrir 200 - Lyfja- verslun íslands Annað Rekstrarhagnaður Lyflaverslunar íslands 1991-94 p=a 66,9 m.kr. 46,6 Erlend lyf 55,3 55,7 Eigin fram- leiðsla 1991 1992 1993 1994 1991 1992 1993 1994 * Mikill rekstrarbati hjá Arnesi hf. Tapið um 35 milljónir TAP af rekstri Árness hf. á síðasta ári nam alls um 35 milljónum króna , samanborið við 281 milljóna tap árið áður. Batinn milli ára skýrist annars- vegar af því að mikið gengistap íþyngdi heildarafkomunni árið 1993 vegna gengisfellingar það ár og hins vegar af bættri rekstrarafkomu. Þannig var hagnaður án tillits til afskrifta og fjármagnskostnaðar á síðasta ári um 220 milljónir og jókst um 60% milli ára. sími 687111 Rekstrartekjur félagsins á árinu námu alls 1.338 milljónum og höfðu aukM um 4,7% milli ára. I frysti- húsi Árness í Þorlákshöfn er lögð megináhersla á vinnslu kola ásamt hefðbundinni bolfiskvinnslu. Þá er fyrirtækið allumsvifamikið í vinnslu humars í frystihúsi sínu á Stokks- eyri. Það gerir út fjóra báta en seldi togskipið Jóhann Gíslason ÁR 42 á árinu. Pétur Reimarsson, fram- kvæmdastjóri, segir að fyrirtækið hafi allar klær úti við hráefnisöflun og umsvifin hafi ekkert minnkað þrátt fyrir sölu skipsins. Aðspurður um skýringar á bætt- um rekstri sagði Pétur að á síðasta ári hefði komið í Ijós árangur af hagræðingaraðgerðum sem gripið hefur verið til hjá fyrirtækinu. Tek- ist hefði að framleiða verðmætari vöru en áður með sama hráefnis- magni og laun hefðu verið hlutfalls- lega iægri en árið áður. „Kostnaðarl- iðir hafa ekki hækkað á milli ára og lækkað í mörgum tilfellum," seg- ir Pétur. Veruleg lækkun varð á fjár- magnsgjöldum á síðasta ári frá árinu 1993 og Pétur segist eiga von á því að vaxtakostnaðurinn haldi áfram að lækka. Heildarskuldir félagsins um áramótin voru alls 1.152 milljón- ir og höfðu lækkað um 520 milljónir frá árinu áður. Nettóskuldir voru um 800 milljónir höfðu lækkað um 480 milljónir. Lækkun skulda skýrist af sölu Jóhanns Gíslasonar en einnig hefur bætt afkoma haft þar áhrif. Bókfært eigið fé um áramótin var neikvætt um 27 milijónir. Eiginfjár- staðan gjörbreyttist hins vegar í mars á þessu ári þegar hlutafé var aukið um 126 milljónir. Kaupendur að þessu nýja hlutafé voru Grandi hf., ísfélag Vestmannaeyja hf. Þor- móður rammi hf., Burðarás hf., Sjóvá-Almennar tryggingar og Tryggingamiðstöðin hf. Er Grandi stærsti hluthafi félagsins með 25% hiutafjár. Búist við hagnaði í ár Hjá félaginu störfuðu á síðasta ári að meðaltali um 170 starfsmenn og voru heildarlaunagreiðslur um 372 milljónir. Um helmingur laun- anna er greiddur til starfsfólks í Þorlákshöfn en hinn hluti fólksins kemur víða að af Suðurlandi. Á aðalfundi Árness sem haldinn var á Stokkseyri sl. föstudag voru þeir Árni Vilhjálmsson, prófessor og Sigurður Einarsson, framkvæmda- stjóri í Vestmannaeyjum kjörnir í stjórn í fyrsta sinn en stjórnin er að öðru Ieyti skipuð þeim Jóni Sig- urðarsyni, formanni, Eyþóri Björg- vinssyni og Þorsteini S. Ásmunds- syni: Þá kom frarn á aðalfundinum að búist er við að Árnes skili hagn- aði á árinu 1995. Nátttröllin“ eru vöknuð til lífsins IBM, GM og Sears hafa snúið tugmillj- arða dollara tapi í verulegan hagnað New York. Reuter. FYRIR aðeins fáum árum voru þau kölluð risar á brauðfótum en GM, General Motors, og IBM, stærsti bílaframleiðand- inn og stærsta tölvufyrirtæki í heimi, ráku heldur betur af sér slyðruorðið á fimmtudag þegar ársreikningar fyrir- tækjanna voru birtir. Þau ásamt Sears, Roebuck & Co., þriðju stærstu smásölukeðj- unni í Bandarikjunum, eru nú rekin með verulegum hagnaði. Þessi fyrirtæki þrjú hafa tapað tugmilljörðum dollara á síðustu árum og starfsmönn- um þeirra hefur fækkað um hundruð þúsunda. Þær að- gerðir og aðrar eru nú farnar að skila sér og aukinn hagvöxt- ur hefur síðan bætt um betur. „Þessi fyrirtæki eru komin til heilsu á ný og það má kalla kraftaverk," sagði Allen Sinai, hagfræðingur hjá Boston Co. Mikil eftirspurn er nú eftir móðurtölvum frá IBM, sem flestir töldu dauðadæmdar fyrir tveimur árum, og fyrir- tækið seldi eina milljón einka- tölva aðeins á fyrsta fjórðungi ársins. Hagnaður GM ætti að vera meiri Mestur bati hjá IBM Batinn er hvað mestur hjá IBM. Á nokkrum árum tapaði fyrirtækið 16 milljörðum doll- ara en sneri síðan dæminu við á síðasta ári og hagnaðist um fjóra milljarða. Á fimmtudag var skýrt frá því, að methagn- aður hefði verið á fyrsta árs- fjórðungi nú eða 1,3 milljarðar dollara. Er þessi árangur ekki síst þakkaður Louis Gerstner, sem tók við stjórnartaumunum hjá IBM 1993. Hagnaður GM á fyrsta fjórð- ungi nú var 2,2 milljarðar doll- ara, sá mesti i sögu fyrirtækis- ins á þriggja mánaða tímabili og 1,3 milljörðum dollara meiri en á sama tíma í fyrra. Methagnaður var einnig á síð- asta ári eða 4,9 milljarðar doll- ara en sérfræðingar segja, að miðað við stærð fyrirtækisins ætti hann að vera meiri. Mark- aðshlutdeild GM heldur líka áfram að minnka og fram- leiðslukostnaður hvers bíls er enn verulega hærri en keppi- nautanna. Mikil umskipti hafa einnig orðið hjá Sears, Roebuck & Co. en þar hefur starfsmönn- um verið fækkað um 50.000, útgáfu vörulistans hætt og all- ar verslanir endurskipulagðar. Þá hefur það selt ýmis fyrir- tæki í óskyldum rekstri og ein- beitir sér aðeins að smásöl- unni. Hagnaður Sears á fyrsta fjórðungi nú var 599 milljónir dollara en á sama tíma í fyrra var tapið 98 millj. dollara. i l I kvæmdir að baki hjá okkur og við ætlum að snúa okkur að því að nýta þessar fjárfestingar ennfrekar.“ Heildareignir í árslok voru 818 milljónir.en þar af voru veltufjár- munir 434 milljónir og fastaljár- munir 384 milljónir. Heildarskuldir voru 370 milljónir en þar af voru skammtímaskuldir 194 milljónir. Eigið fé í árslok nam 448 milljónum og hlutafé 300 milljónum. Eiginfjár- hlutfall í árslok var 54,8%. Á aðalfundi félagsins sem haldinn verður nk. laugardag 29. apríl verð- ur lögð fram tillaga um að greiddur verði 4% arður vegna seinni helm- ings ársins. Fyrirtækið greiddi 13,5 milljónir í arð til ríkissjóðs vegna fyrri helmings ársins og mun því greiða samtals 8,5% arð til eigenda vegna ársins 1994. I > w - i í i i í i L l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.