Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.04.1995, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ 5 manna fjölskylda vann 8,4 milljónir EINN miði kom fram með all- ar fimm tölur réttar í Lottói 5/38 á laugardaginn en þá var potturinn þrefaldur. Miðinn var seldur í Hlíðakjöri í Eski- hlíð og var vinningsupphæðin rúmar 8,4 milljónir króna. Vinningurinn fór til fimm manna fjölskyldu í Reykjavík og kom sér mjög vel sam- kvæmt upplýsingum frá ís- lenskri getspá. Sex miðar voru með fjórar tölur réttar og bónustölu og fékk hver þeirra rúmar 113 þúsund krónur í sinn hlut. Heildarupphæð vinninga á laugardag var tæplega 13 milljónir króna. I gæsluvarð- hald í viku EINN maður var á föstudag úrskurðaður í gæsluvarðhald í viku vegna tengsla við innbrot í þrjá gáma við húsgagnaversl- un við Ármúla fyrir um það bil viku. Leðurhúsgögnum að verð- mæti hátt á aðra milljón króna var stolið úr gámunum. Sam- kvæmt upplýsingum frá Rann- sóknarlögreglu ríkisins er stærstur hluti þýfisins kominn fram. Lægsta tilboð 42% af kostn- aðaráætlun SNÆBJÖRN Guðmundssön og Þórður Hansen áttu lægsta tilboð í gerð malarslitlaga á Norðurlandi vestra. Tilboð þeirra hljóðaði upp á tæplega 3,7 milljónir króna og var það 42% af kostnaðaráætlun, sem var tæplega 8,8 milljónir króna. Alls bárust Vegagerðinni níu tilboð í gerð malarslitlaga á Norðurlandi vestra. Næst- lægsta tilboðið var frá Uppfyll- ingu sf. og hljóðaði það upp á 3,9 milljónir króna, og þriðja lægsta tilboðið var frá Rögn- valdi Árnasyni, tæplega 4,4 milljónir króna. Hæsta tilboðið í verkið var frá Firði sf., rúm- lega 6,2 milljónir króna. Mjölnir meö lægsta tilboð VÖRUBÍLSTJÓRAFÉLAGIÐ Mjölnir var með lægst tilboð í gerð Þingvallavegar frá Heið- ará að Steingrímsstöð. Tilboð- ið hljóðaði upp á 20,9 milljónir og er það 66% af kostnaðar- áætlun, sem var tæplega 31,7 milljónir króna. Næstlægsta tilboðið í gerð vegarkaflans var frá Ingileifi Jónssyni, tæplega 21,9 millj- ónir króna^ og þriðja lægsta tilboðið var frá Vélgröfunni hf. á Selfossi, rúmlega 23,1 milljón. Hæsta tilboðið átti Suðurverk hf. á Hvolsvelli og hljóðaði það upp á tæplega 29,6 milljónir króna. Alls bár- ust Vegagerðinni tíu tilboð í verkið. FRÉTTIR Formaður Sérfræðingafélags lækna Uppsagnir gilda uns ljóst er hvað tekur við * Ibúðarhús forseta rís á grunni Ráðsmannshúss „REGLUGERÐ um tilvísanakerfí tekur gildi eftir viku og á því hefur ;nn engin formleg breyting orðið. 'íýr heilbrigðisráðherra hefur nú lýst því yfir að gildistöku tilvísana- kerfis verði frestað og það endur- skoðað, en uppsagnir rúmlega 300 sérfræðinga á samningum við Tryggingastofnun standa þar til við vitum hvað tekur við,“ sagði Sigurð- ur Bjömsson, formaður Sérfræð- ingafélags íslenskra lækna, í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigð- isráðherra, sagði þegar hún tók við embætti um helgina að tilvísana- kerfið yrði endurskoðað frá grunni og það tæki ekki gildi 1. maí, eins og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Sighvatur Björgvinsson, hafði ákveðið. „Ég er mjög ánægður með af- stöðu ráðherra," sagði Sigurður. „Þar sem aðeins er vika til stefnu þarf að hafa snör handtök. Við munum funda með heilbrigðisráð- herra nú í vikunni, líklegast á mið- vikudag, og ég er bjartsýnn á að málið leysist á farsælan hátt. Enn er ekki ljóst hvað ráðherra hefur í huga, hvort gildistökunni verður frestað um einhveijar vikur, mán- uði eða ár.“ Samningar lausir í 2 ár Sigurður var inntur eftir því hvort sérfræðingar myndu standa við fýrri yfirlýsingar um að þeir væru fúsir til viðræðna um aðrar leiðir til sparnaðar í heilbrigðiskerf- inu. „Annars vegar þarf að semja við sérfræðinga, því samningar þeirra hafa verið lausir í tvö ár. Hins vegar þarf að finna sparnaðar- leiðir í kerfinu. Talað var um að skera niður sérfræðikostnaðinn úr 500 milljónum í 300 milljónir, en auka kostnað við heilsugæslu um 100 miHjónir og ná þannig 100 milljóna nettóspamaði. Við höfum sýnt fram á með gildum rökum að þessi útreikningur var rangur. Þetta var því ekki spuminmg um að spara, heldur breyta kerfinu. Við þurfum að heyra hvaða stefnu nýr ráðherra hefur í þessu máli. Fyrr getum við ekki sagt hvað við ger- um.“ HAFNAR eru framkvæmdir við byggjngu íbúðarhúss fyrir for- seta íslands á Bessastöðum. Hús- ið verður byggt á grunni svokall- aðs Ráðsmannshúss sem byggt var árið 1941 en í gær var byijað að rífa húsið sem er mikið skemmt og hefur verið dæmt ónýtt. Ráðsmannshúsið stendur aust- an og sunnan til í bæjarhólnum á Bessastöðum. Húsið er tvílyft með háu risi og stendur á tæp- lega 150 fermetra grunni. Jarðhæð hússins, sem er niður- grafin norðanmegin, er stein- steypt, en efri hæðir hússins eru úr timbri, forskalaðar að utan. Húsið er nú mjög illa farið, timb- urgrind mikið fúin og múrhúðun sprungin af. Samningsupphæð 65,6 millj. Bygging nýs íbúðarhúss fyrir forseta íslands á grunni Ráðs- mannshússins var boðin út I síð- astliðnum mánuði og bárust sjö tilboð. Samið var við Grindina hf. sem átti næstlægsta tilboðið og er samningsupphæðin 65,6 miiyónir kr. í verksamningnum eru aðrar framkvæmdir á staðnum sem ekki tilheyra íbúðarhúsinu að upphæð 7,8 milljónir kr. Áætlun hönnuða, Garðars Halldórssonar húsameistara ríkisins og Þor- steins Gunnarssonar arkitekts, var 69 milljónir kr. Ráðsmannshúsið er friðað samkvæmt svokallaðri B-friðun og til að vernda ásýnd staðarins verður nýtt íbúðarhús forsetans af svipaðri stærð og ytra útliti. Húsið verður steypt í hólf og gólf og verður það í sama stíl og önnur hús staðarins. Á þaki þess verður sams konar steinn og á öðrum húsum staðarins. Það verður tvær hæðir og hátt ris, jarðhæð niðurgrafin að norðanverðu, alls 415 gólffer- metrar að meðtaldri bíla- geymslu. Á aðalhæð er gert ráð fyrir þrem stofum og eldhúsi auk snyrtiherbergis en á rishæð eru svefnherbergi. Á jarðhæð eru nokkur íveruherbergi, geymslur og bílageymslur. í verksamningi er gert ráð fyrir að húsinu verði skilað fullbúnu 23. maí 1996. Morgunblaðið/Rax NYTT íbúðarhús forseta Islands rís á grunni gamla Ráðsmannshússins. Myndin er tekin í gær þegar byrjað var að rífa Ráðsmannshúsið. Tvö íslensk skip eru á leiðinni til síldveiða í Síidarsmugunni Eftir miklu að slægjast TVÖ skip héldu úr höfn í gær til síldveiða í Síldar- smugunni svokölluðu og heyrst hefur að fleiri skip séu að búa sig undir að fara þangað. Eiríkur Sigurðsson, 1. stýrimaður á Júpiter RE, sagði að í raun væru menn að renna blint í sjóinn með þessar veiðar en þó hefðu borist fregnir af norsku rannsóknarskipi sem hefði fundið eitthvað af síld. Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnun- ar, segir þessar fregnir benda til þess að síldin sé að koma á svipaðar slóðir og hún var í fyrra. Jakob segir að norskt hafrannsóknaskip hafí fundið síld í Síldarsmugunni um helgina á 66 gráðum norður og frá 0-1 gráðu vestur. Síldin hefði legið á 300-400 metra dýpi á daginn, komið upp um miðnætti og dreift sér. Síldin var frá 27 sm upp í 39 sm ög mikil áta var í henni. Jakob sé|jr of snemmt að ákveða hvort síldin sé veiðan- leg og sennilega sé hægt að kasta á síldina áður en hún dreifir sér á kvöldin. í gangi eru sameiginlegar rannsóknir íslend- inga, Norðmanna, Færeyinga og Rússa á þessu hafsvæði og er rannsóknaskipið Bjarni Sæmunds- son nú á leiðinni í Síldarsmuguna. Samningavið- ræður hefjast milli íslendinga og Norðmanna í Ósló í næstu viku um nýtingu norsk-íslenska síld- arstofnsins. Júpiter hélt úr höfn í Vestmannaeyjum í gær þar sem skipveijar tóku stærri og dýpri nót um borð. „Það er ekki að neinu öðru að hverfa fyrir okkur og að öðrum kosti væri þetta dauður tími fyrir okkur,“ sagði Eiríkur. Gott að fá veiðireynslu Hann sagði að meðan ósamið væri um nýtingu síldarstofnsins á þessu hafsvæði litu menn þannig á málið að gott væri að ná sér í veiðireynslu og svo væri eftir miklu að slægjast ef veiðin yrði mikil. „Það verður veiði þarna, hvort sem það verður alveg strax eða hvort við þurfum að bíða einhveija daga.“ Siglingin frá Eyjum á miðin er um 500 sjómílur sem tekur nálægt 2l/i sólarhring að sigla. Eiríkur taldi líklegt að landað yrði einhvers staðar á Aust- urlandi en einnig væru aðrir möguleikar í stöð- unni, eins og t.a.m. Færeyjar. Eiríkur kvaðst hafa heyrt af nokkrum bátum sem væru í startholunum, þar á meðal Guðrún Þorkelsdóttir, Börkur, Sunnu- bergið og Kap. Eiríkur átti von á því að íslensku bátamir flykktust á miðin ef fréttist af mikilli veiði. Emil Thorarensen hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarð- ar sagði að Guðrún Þorkelsdóttir væri að leggja úr höfn. Hann sagði að ef fréttir um að Norð- menn hefðu fundið þarna síld á 300-500 metra dýpi væru réttar þá væri sú síld ekki veiðanleg í nót Guðrúnar Þorkelsdóttur. Hann átti von á því að fleiri bátar Hraðfrystihússins færu í Síldar- smuguna ef veiði yrði góð. Isak Valdimarsson skipstjóri á Guðrúnu Þor- kelsdóttur tók undir það að mikil óvissa væri með framgang þessara veiða. „Við vonum að þetta verði betra en að gera ekki neitt,“ sagði Isak. Hann átti von á -því að aflanum yrði landað í heimahöfn á Eskifirði. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.