Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ _______________________FRETTIR___________ Slitnaði upp úr kjaraviðræðum Sjómannasambandsins og viðsemjenda Strandar á kröfu sjómanna um frjálsa verðmyndun afla Morgunblaðið/Þorkell FYRSTA samningafundi Sjómannasambandsins, Farmanna- og fiskimannasambandsins og Vélsljórafélags Islands við útgerðar- menn var slitið í gær. Ekki hefur verið boðað til annars fundar. Á myndinni eru fulltrúar sjómanna og útgerðarmanna. UPP úr fyrsta samningafundi Sjó- mannasambands íslands, Far- manna- og fiskimannasambands íslands og Vélstjórafélags íslands og útgerðarmanna slitnaði í gær og hefur ríkissáttasemjari ekki boð- að til annars fundar. Sævar Gunnarsson formaður Sjómannasambandsins segir að svo virðist sem óbrúanleg gjá sé á milli samningsaðila og útgerðarmenn hafí lýst því yfír á fundinum að þeir séu ófáanlegir til að ræða meginkröfu Sjómannasambandsins um fijálsa verðmyndun á sjávar- afla. Sævar sér ekkert annað í stöð- unni en að til boðaðs verkfalls komi 25. maí næstkomandi. Hann segir að allt bendi til þess að verkfall skelli á: Sérlgaramálin ekki vandamái Sævar segir að farið hafí verið yfír stöðu mála á fundinum sem stóð í sex klst. og Sjómannasam- bandið hafí kynnt viðsemjendum sínum kröfugerð sína. „Viðsemjendur okkar lýstu því yfir að sérkjaramálin væru ekki neitt vandamál í dag. Fyrsta krafa Mjólkurvinnsla Sólar í Borgarnesi Bæjar- sljórnin skoðar málið BÆJARSTJÓRN Borgarness hef- ur borist beiðni um að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að bærinn taki þátt i stofnun nýs hlutafélags sem tæki yfír rekstur Mjólkursam- lags Borgamess. Óli Jón Gunnars- son, bæjarstjóri Borgamess, segist munu kynna málið á bæjar- stjórnarfundi á morgun. Guðmundur Bjamason, land- búnaðarráðherra, staðfesti samn- ing um úreldingu Mjólkursamlags Borgarness sl. föstudag eins og Morgunblaðið hefur sagt frá. Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Sólar hf., hefur lýst yfir vonbrigð- um með þá niðurstöðu, enda hafí hann átt í viðræðum við stjómar- menn Kaupfélags Borgfirðinga um athugun á stofnun hlutafélags um rekstur mjólkursamlagsins. „Við vildum skoða þann mögu- leika að stofna nýtt hlutafélag sem yrði í helmingseigu Sólar og síðan ætti Kaupfélag Borgfirðinga og mjólkurinnleggjendur helming. Verkefni þessa hlutafélags hefði orðið rekstur fyrirtækis sem ynni úr allri þeirri mjólk sem til fellur á svæðinu auk þess sem Sól hefði flutt safaframleiðslu sína uppeft- ir,“ sagði Páll. Áhugavert „Þetta er stórt mál og þýðingar- mikið,“ sagði Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri. „Hugmynd Sólar er áhugaverð, en það er ljóst að þama er tekist á um umtalsverða hags- muni.“ Óli Jón sagði ennfremur að það sem að bæjaryfirvöldum sneri væri að tryggja sem best atvinnu til frambúðar á svæðinu og menn væru áhyggjufullir yfir stöðunni. okkar, um verðmyndunina, væri hins vegar ekki til viðræðu af þeirra hálfu,“ sagði Sævar. Sjómannasambandið lét bóka á fundinum að það teldi það í verka- hring útgerðarmanna að leysa mál- FULLHLAÐINN olíubfll með tengi- vagni lenti síðdegis í gær utan vegar skammt vestan við Rauðalæk í Holt- um þegar hestur sem unglingsstúlka reið fældist í veg fyrir bílinn. Olíubfllinn var á austurleið en stúlkan var á útreiðum utan vegar og kom úr gagnstæðri átt. Er olíu- bíllinn átti leið hjá fældist hesturinn og snarsnerist upp á veginn og hafn- aði framan á bifreiðinni. Við það kastaðist stúlkan aftur með bílnum og mun hún hafa hlotið lærbrot og fleiri meiðsli en er ekki í lífshættu. Hún var flutt á á Borgarspítala FULLTRÚI lögreglustjórans í Reykjavík hefur sent framkvæmda- nefnd heimsmeistarakeppninnar í handbolta bréf þar sem vakin er at- hygli á reglugerð um bann við áfeng- isauglýsingum. Bréfið er sent í kjölfar athuga- semda áfengisinnflytjenda við aug- lýsingar bjórframleiðandans War- steiner á veggspjöldum í Laugardals- höll. í reglugerðinni, sem vakin er at- hygli á í bréfinu, segir að hvers kon- ar auglýsingar á áfengi og áfengis- ið í samvinnu við sjómenn. „Það er sjónarmið útgerðarmanna að þeir geti ekki samið um þetta þrátt fyr- ir það að í samningum milli okkar standi nú þegar að útgerðarmaður- inn hafi með höndum ráðstöfun þar sem hún gekkst undir aðgerð. Hesturinn drapst samstundis. Við áreksturinn lenti olíubíllinn utan vegar og tengivagninn valt. Við það láku tíu þúsund lítrar af olíu út í skurð við veginn. Brugðist var skjótt við og skurð- urinn stíflaður til þess að forða út- breiðslu olíunnar, en að sögn starfs- manns Olíufélagsins hf. sem vann í gærkvöldi við dælingu upp úr skurð- inum var það lán í óláni að olían lenti öll á mjög afmörkuðu svæði og að mönnum tókst að hefta útbreiðslu hennar strax. tegundum séu bannaðar. Með aug- lýsingu í reglugerðinni sé átt við hvers konar tilkynningar til almenn- ings þar sem sýndar séu í máli eða myndum áfengistegundir eða áfeng- isvöruheiti, á spjöldum eða öðrum svipuðum búnaði eða útstillingum, dreifing prentaðs máls og þess hátt- ar. Að sögn Ómars Smára Ármanns- sonar aðstoðaryfirlögregluþjóns eiga aðstandendur keppninnar á hættu að með brot á ákvæðum þessarar reglugerðar verði farið að hætti opin- aflans og skuli tryggja hæsta gang- verð. Það hefur ekki orðið í fram- kvæmdinni og við viljum setja inn ákvæði sem tryggi að við það sé staðið að hæsta gangverð sé tryggt,“ segir Sævar. Opnað á málamiðlun Hann segir Sjómannasambandið hafa opnað á viðræður um mála- miðlun sem feli í sér að aðeins hluti aflans verði fyrst í stað markaðs- tengdur. Sævar sagði að það hefði hins vegar ekki fengist rætt. „Það er ófrávíkjanleg krafa af okkar hálfu og upp frá þessari kjaradeilu verður ekki staðið nema verðmyndunarmálin verði leyst. Það er stál í stál í dag og ekki útlit fyrir að neitt þokist áfram að neinu marki. Sáttasemjari mat það svo í lok fundar að það væri ekki ástæða til að boða til annars fundar að óbreyttu máli og ég sé ekkert ann- að í stöðunni en að verkfall skelli á,“ sagði Sævar. Ekki náðist í Kristján Ragnars- son, formann Landssambands ís- lenskra útgerðarmanna, í gær- kvöldi. Nýir þing- menn á skólabekk NÝIR alþingismenn fengu í gær leiðsögn um völundarhús þing- mennskunnar en skrifstofa Al- þingis hélt fyrir þá námskeið eins og ávallt er gert í upphafi hvers kjörtímabils. Þar fræddu starfs- menn þingsins nýju þingmennina um það hvernig eigi að leggja fram þingmál, hvar sé hægt að Ieita eftir uppíýsingum og að- stoð, um fundarsköp og siðvenjur í þingsalnum og annað gagnlegt. Einnig sátu formenn þingflokk- anna fyrir svörum. Á eftir bauð Salome Þorkelsdóttir fráfarandi forseti Alþingis til kvöldverðar. berra mála, verði auglýsingarnar ekki fjarlægðar. Þá segir hann að sýslumenn á öðrum stöðum, þar sem HM ’95 fer fram, verði að taka af- stöðu til þess hvernig þeir bregðist við í hverju tilviki, þ.e.a.s. ef um áfengisauglýsingar sé að ræða á þeim stöðum. Forsvarsmenn framkvæmda- nefndar HM 95 sögðu í gær að verið væri að skoða þetta mál enda gæfist frestur til þess að taka niður auglýs- ingarnar til kl. 15 í dag. Yrkja 32.000 plöntur gróður- settar 5-6.000 NEMENDUR úr 70 grunnskólum landsins gróð- ursetja 32 þúsund plöntur í vor og haust á vegum Yrkju, sjóðs sem stofnað var til árið 1990 í tilefni 60 ára afmælis Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands. Stofnfé sjóðs- ins er um 30 milljónir króna og vöxtum af því er varið til plöntukaupa á-hveiju ári til grunnskólanna á landinu, að sögn Brynjólfs Jónssonar, framkvæmdastjóra Skóg- ræktarfélags íslands. Grunnskólar landsins eru rúmlega 200 talsins og 70 skólar sóttu um að taka þátt í verkefninu á þessu ári, sem er svipað og í fyrra. Brynjólf- ur segir að 5-8 plöntum sé að meðaltali úthlutað á hvem nemanda. Gróðursetning fer fram bæði að vori til og hausti. Allir fá viðurkenningu Hver nemandi fær afhent viðurkenningarskjal að aflok- inni gróðursetningu og segir Brynjólfur að eina forsendan fyrir því að skólar fái úthlut- un sé sú að þeir hafi umráð yfir svæði sem er friðað, ýmist í eigu sveitarfélaga eða skógræktarfélaga. Borgin semur um vaxtakjör 50 millj. spar- ast á árinu FIMMTÍU milljóna króna sparnaður næst hjá Reykja- víkurborg á þessu ári vegna lægri vaxtagreiðslna en gert hafði verið ráð fyrir í fjár- hagsáætlun. Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir borgarstjóri segir að náðst hafí samningar við Lands- bankann um lægri vexti á yfírdráttarheimild borgarinn- ar í bankanum. Borgarstjóri segir þá vexti greinilega hafa verið allt of háa í gegnum árin. Þá hafi einnig samist við bankann um skuldbreytingu á lánum og muni þessir samn- ingar skila um fímmtíu millj- óna króna spamaði á þessu ári miðað við það sem ráð var fyrir gert í fjárhagsáætlun. Halldór ræðir við Godal og Korelskíj HALLDÓR Ásgrímsson utan- ríkisráðherra, sem nú er staddur í Noregi vegna hátíða- halda í tilefni þess að hálf öld er frá stríðslokum, mun í dag ræða við Bjorn Tore Godal, utanríkisráðherra Noregs. Búizt er við að ráðherrarnir ræði óformlega deilur Noregs og íslands um þorskveiðar í Barentshafi og sfldveiðar í Síldarsmugunni. Þá var í gær gert ráð fyrir að Halldór ætti fund með Vladímír Korelskíj, sjávarút- vegsráðherra Rússlands, og að þar myndi fiskveiðimál og deilur um veiðirétt bera á góma. Stúlka slasaðist er hún skall á olíubíl 10 þúsund lítrar af olíu láku niður Hellu. Morgnnblaðið. Morgunblaðið/Þorkell Áfengisauglýsingar á HM í handbolta Lögreglustjóri minnir á bann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.