Morgunblaðið - 09.05.1995, Síða 18

Morgunblaðið - 09.05.1995, Síða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ STYRJALDARLOKA í EVRÓPU MINNST Stríðsloka minnst um allt Bretland STRÍÐSLOKANNA í Evrópu var minnst í flestum borgum Bret- lands og er talið að milljónir manna hafi tekið þátt í athöfnum þeim tengdum. Gífur- legt fjölmenni safnað- ist saman við Bucking- ham-höll í gærdag þar sem fram fór hátíðar- dagskrá auk þess sem breska konungsfjöi- skyldan og þá einkum drottningarmóðirin, var hyllt sérstaklega. í Hyde Park í London komu 150.000 manns saman af þessu tilefni og voru þjóðhöfðingjar 58 ríkja eða fulltrúar þeirra viðstaddir. Kohl og Herzog viðstaddir Æðsti maður ensku biskupa- kirkjunnar, George Carey, erkibis- kup af Kantaraborg, stjórnaði at- höfninni í Pálskirkjunni. Ræddi hann um nauðsyn sátta. „Jafnvel við sem upplifðum nokkuð af stríð- inu gleymum auðveldlega hryllingn- um og ánauðinni sem þjáði svo marga fram að frelsuninni 1945,“ sagði biskupinn en meðal áheyrenda hans voru Helmut Kohl kanslari Þýskalands og Roman Herzog Þýskalandsforseti. Athöfnin í Hyde Park var tileink- uð ungu fólki, þeim sem kynntust hvorki stríðinu né afleiðingum þess. Var æskan rauði þráð- urinn í ræðuhöldum dagsins. í upphafi at- hafnarinnar lögðu börn frá þjóðunum 58 ólífugreinar í stóran hnött og meðan á því stóð var hundruð hvítra dúfna sleppt lausum. Gífurlega heitt var í London um helgina og fengu um 500 manns hitaslag í Hyde Park, að sögn samtaka sem þar sinntu skyndihjálp. Fjölmenni við Buckingham Þúsundir manna hylltu bresku konungsfjölskylduna er hún kom fram á svölum Buckingham-hallar í gær líkt og hún gerði þegar Bretar fögnuðu sigrinum yfir nasistum fýr- ir réttum 50 árum. Elísabetu drottn- ingarmóður, sem er 94 ára, var ákaft Tagnað er hún sté fyrst fram á svalimar, líkt og hún gerði ásamt eiginmanni sínum Georg 6 fýrir hálfri öld. Vera Lynn, ein þekktasta dægurlagasöngkona stríðsáranna, söng fræg lög á borð við „White Cliffs of Dover" og söngvarinn Cliff Richard tók einnig lagið. Gamlar flugvélar úr seinni heimsstyijöld- inni, Swordfish-tvíþekjur og Cata- lina-flugbáta, flugu yfír og tugþús- undir manna luku athöfninni með því að syngja þjóðsönginn. Reuter SÖngkonan Vera Lynn. Reuter Þjóðarleiðtogar í París TUGIR þúsunda Parísarbúa, ævareiðir yfir því að fá ekki að taka þátt I hátíðahöldum í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá styij- aldarlokum í Evrópu, gerðu í gær hróp að þjóðarleiðtogum sem viðstaddir voru hátíðahöldin i borginni. Um 5.000 lögreglu- menn héldu fólki um 500 metra frá, þar sem óttast var að öfga- sinnaðir hægrimenn myndu efna til mótmæla gegn Francois Mit- terrand, fráfarandi forseta Frakklands. Hrópaði fólk „Sa- lauds“ (skíthælar), flautaði og blístraði á leiðtogana er þeir óku eftir Champs Elysee eftir að hafa verið viðstaddir athöfn við Sigur- bogann. Var hrópunum þó ekki sérstaklega beint gegn þeim. Um 7.500 gestir og 2.500 al- mennir borgarar voru viðstaddir hátíðahöldin. Sá hluti hennar sem mest áhrif hafði á gesti var er lest bíla, er hver bar fána þjóða bandamanna og fána rikja Evrópusambandsins, þar á meðal fána Þýskalands og Italíu. Fyrir fóru hermenn með fána Bret- lands, Bandaríkjanna og Rúss- lands og á eftir fylgdu 2.500 hermenn sem er mun færra en á árlegri hersýningu á þjóðhátíð- ardaginn. Að athöfn iokinni sátu leiðtogarnir veislu í forsetahöll- inni áður en flestir þeirra héldu til Moskvu, þar sem tveggja daga hátíðahöld eru í tilefni stríðsloka í Evrópu. A myndinni er Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, fyrir miðju og fyrir framan hana Jacques Chirac, nýkjörinn for- seti, Mitterrand og Edouard Balladur forsætisráðherra. Fyrir aftan hana standa m.a. Abou Diouf, forseti Senegal, Paul Biya, forseti Kamerún og Mary Robin- son, forseti Irlands. > \ i > > > Danmörk Andspyrnu- hreyfing- unni þakkað Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. í DANMÖRKU var stríðslokanna minnst um allt land 4. og 5. maí í blíðskaparveðri og 7. maí var röðin komin að Borgundarhólmi, þar sem stríðslokin urðu með öðrum og sorg- legri hætti en annars staðar. í ávarpi sínu 5. maí tók Margrét Þórhildur Danadrottning eindregna afstöðu með dönsku andspymuhóp- unum er hún sagði að án þeirra framlags hefðu Danir ekkert að halda hátíðlegt þessa dagana. Þann 4. maí heimsótti Dana- drottning minningarlundinn úti í Ryvangen til að minnast and- spyrnumanna sem létu lífið á stríðs- árunum. Minningarlundurinn er á þeim stað, sem Þjóðverjar notuðu sem aftökustað meðan á hemáminu stóð. Drottning minnist sjómanna Ráðhústorgið var nú sem fyrr miðpunktur hátíðahaldanna. Að kvöldi 4. maí mættust þar kyndla- göngur úr ýmsum borgarhverfum. A hádegi næsta dag hélt Margrét Þórhildur drottning ávarp þar sem hún minntist Dana, sem lögðu sitt af mörkum til að beijast gegn Þjóð- veijum eða féllu fyrir föðurlandið, og þá ekki síst danskra sjómanna, sem gengu bandamönnum á hönd og sigldu fyrir þá á stríðsárunum. Stríðslokanna á Borgundarhólmi var minnst á sunnudaginn en þau voru með öðrum hætti en í Dan- mörku. Þýska herliðið á eynni neit- aði að gefast upp nema fyrir bresku herliði en þar sem Bretar komu ekki, héldu þeir formlega völdum. Því gerðu Rússar loftárásir á eyjuna 7. og 8. maí. Tíu eyjarskeggjar lét- ust, en 9. maí gáfust Þjóðveijar upp. Rússar gengu á land og létu ekki eyjuna af hendi fyrr en 5. apríl 1946. Reuter ÞÚSUNDIR Berlínarbúa mótmæltu fasisma á sunnudag . Á borðunum stendur m.a. „Aldrei aftur fasisma" Ikveikja í bænahúsi gyðinga í Llibeck Varpar skugga á hátíðahöldin í Berlín Berlín. Reuter. ÞJÓÐVERJAR voru fremur þung- búnir er þeir minntust þess að hálf öld er liðin frá uppgjöf þeirra í heims- styijöldinni síðari. Þá vörpuðu íkveikja í bænahúsi gyðinga í Liibeck, vanhelgun á grafreitum þeirra í Berlín og handtökur á nýnas- istum um helgina skugga á hátíða- höldin. Minningarathöfnin hófst með því að Eberhard Diepgen, borgarstjóri í Berlín, tilkynnti að nýtt safn um Helförina yrði byggt á þeim stað sem höfuðstöðvar Gestapo og SS-sveit- anna stóðu. „Okkur má ekki leyfast að kveða niður og gleyma hryllingi nasismans, svartasta blettinum í þýskri sögu. Allir Þjóðveijar, einnig þeir sem fæddir eru eftir stríð, bera ábyrgðina sameiginlega,“ sagði Di- epgen. Ignatz Bubis, leiðtogi þýskra gyð- inga, hvatti til þess að ákveðinn dagur yrði helgaður fómarlömbum nasista. Sagði hann vænlegast að velja 27. janúar, daginn sem Banda- menn frelsuðu fangabúðirnar í Ausc- hwitz. Vanhelgaðir grafreitir íkveikjan í Liibeck, aðfaranótt sunnudags, varpaði skugga á hátíða- höldin, ekki síst opnun bænahúss fyðinga I Berlín síðla á sunnudag. Potsdam handtók lögregla sjö ung- menni á tónleikum nýnasískra rokk- sveita. Hrópuðu margir tónleika- gesta nasistakveðjuna „Sieg Heil“ og sungu „SA marsinn“ einkennis- söng stormveita Hitlers. í Treptow-hverfinu í Berlín voru 103 grafreitir gyðinga vanhelgaðir aðfaranótt laugardags. Rita Sússmuth, forseti þýska þingsins, fordæmdi á sunnudag þessa „viðurstyggilegu ögrun" svo skömmu áður en Þjóðveijar minnt- ust uppgjafarinnar í heimsstyijöld- inni síðari. ------------------------------------ > Shevardnadze heiðrar minningn Stalíns Hrósar þætti Stalíns í stríðinu Gorí í Georgíu. Reuter. EDÚARD Shevardnadze, forseti Georgíu, hrósaði á sunnudag þætti landa síns, Jósefs Stalíns, í sigrin- um á nasistaleiðtoganum Adolf Hitler og heijum hans. „Það hefur verið mikið um óréttlæti í matinu á gerðum Stalíns í Föðurlands- stríðinu mikla [heimsstyijöldinni síðari],“ sagði Shevardnadze í ávarpi sem hann flutti í heimabæ Stalíns, Gorí. Georgíuforseti lagði blómsveig við styttu Sovétleiðtog- ans, eina fárra sem eftir eru á stalli. Shevardnadze sagðist ekki ein- vörðungu hafa komið til Gorí sem fulltrúi georgískra stjórnvalda heldur einnig fyrir hönd annarra leiðtoga Samveldis sjálfstæðra ríkja, lauslegs sambands flestra fyrrverandi sovétlýðvelda. „Sagt er að Stalín hafi verið einræðisherra en Napóleon var nú enginn lýðræðissinni heldur. Stalín var maður sem lagði fram mikinn > > I skerf til heimssögunnar,“ sagði Georgíuleiðtoginn. Sagnfræðingar telja að mistök og dómgreindarbrestur Stalíns fyrstu tvö ár stríðsins hafi valdið hrikalegu mannfalli í Rauða hern- um og gert Þjóðveijum margan sigurinn auðveldan. Skömmu áður j en stríðið hófst lét Stalín taka af lífi flesta æðstu hershöfðingja Sovétríkjanna, hann taldi þá vera > föðurlandssvikara. Vinsældir í Georgíu Stalín nýtur enn vinsælda í Georgíu þar sem margir eru búnir að fá sig fullsadda á ringulreið og átökum eftir hrun Sovétríkjanna, láta sig því dreyma um sterkan leiðtoga. Um hundrað manns voru við- I staddir athöfnina við styttuna og ) nokkur hundruð tóku þátt í lands- fundi stalínistaflokks í höfuð- staðnum Tbilisi í liðinni viku. N oregskonungur hvetur til sátta Ósló. Morjjunblaðið. KONUNGSFJÖLSKYLDAN og fyrr- verandi hermenn settu mikinn svip á hátíðahöldin í Noregi í tilefni 50 ára afmælis stríðslokanna í gær. Allt þjóðlífið stöðvaðist á hádegi og landsmenn minntust fórnarlamba stríðsins með tveggja mínútna þögn. Haraldur' konungur hyllti fyrrver- andi hermenn, minntist þeirra sem féllu og hvatti landsmenn til að græða þau sár sem stríðið olli í Noregi. Hann sagði að það væri skylda Norðmanna að sættast. „Það á einnig við um þá sem tóku ranga afstöðu í stríðinu." Minningarathöfn fór einnig fram á þinginu og forseti þess, Kirsti Kolle Grondahl, lagði áherslu á bar- áttuna gegn kynþáttahatri. Hún nefndi einnig illa meðferð á börnum kvislinga sem dæmi um þörfina á sáttum. Haraldur konungur og Gro Harl- em Brundtland forsætisráðherra lögðu blómsveig við minnismerki um norska siglingamenn í stríðinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.