Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ ÞAU eru 40 ára í ár. F.v. Gunnlaugur Sigfússon, Jón Þorgils- son, Ingibjörg Inga Guðmunsdóttir, Helga Jónasdóttir, Heiðar Jóhannsson og Guðmundur Magnússon. 240 ára afmælis- veisla á Tálknafirði Tálknafirði - Sex Tálknfírðingar héldu sl. helgi sameiginlega upp á 40 ára afmælið, samtals 240 ár, með mikilli veislu í íþrótta- og félagsheim- ilinu þar í bæ. Jón Þorgilsson, Heiðar Jóhannsson, Helga Jónasdóttir, Gunnlaugur Sigfússon, Ingibjörg Inga Guðmunsdóttir og Guðmundur Magnússon eiga það sameiginlegt að ná þeim merka áfanga að vera 40 ára í ár. Öll eru þau vinir og kunningar og ákváðu að halda upp á áfangann sameiginlega. Undirbún- ingur veislunnar stóð í um 2 vikur og sáu gestgjafar alfarið um elda- mennsku og skemmtiatriði. Margar afmælisgjafir bárust gest- gjöfunum og mikið blómahaf prýddi áhorfendapalla í íþrótta- og félags- heimilinu. Var það mál manna að önnur eins veisla hafi ekki verið hald- in á Tálknafirði, þó að þær hafi ver- ið haldnar nokkrar góðar gegnum tíðina. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Gæsimar sem gleymdu sér frjálsar á ný Blönduósi - Fimm grágæsir sem af einhverjum ástæðum flugu ekki suður á bóginn síðastliðið haust og var komið í fóstur á bænum Kleifum við Blönduós, eru fijálsar á ný. Frá þessum gæsum var greint í Morgunblaðinu sl. haust og var óttast mjög um afdrif þeirra. Sæmundur Magnús Krist- insson bóndi á Kleifum hleypti gæsunum út í napurt vorið sl. laugardag eftir sex mánaða húsvist í fjósinu á Kleifum. Sæmundur bóndi sagði að vel hefði gengið að annast gæsirnar í vetur en aldrei hefði honum tekist að gera þær tamar við sig. Ekki voru grágæsirnar að þakka fyrir sig þegar frelsið var fengið heldur héldu þær ra- kleitt austur frá bænum og tvær af gæsunum flugu nær umsvifalaust yfir í Hrútey. Gæsirnar þrjár sem eftir sátu gerðu sér dælt við aðrar grá- gæsir sem nýlega voru komn- ar frá vetrarstöðvum sínum sunnar í veröldinni. Haft var á orði um gæsir þessar að þær hefðu kosið að trúa á heilbrigðiskerfið, í stað þess að fljúga suður á bóginn eins og aðrar grágæsir þegar hausta tekur, vegna þess að þær settust upp á túninu við Héraðssjúkrahúsið á Blöndu- ósi í haust. Niðurstaðan í þessu máli er sú að heilbrigð- iskerfið er traustsins vert. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir ÞÁTTTAKENDUR á námskeiði um vörður og gönguleiðir. Vörður og gönguleiðir Egilsstöðum - Útileikhúsið á Egils- stöðum stóð fyrir námskeiði og kynningu á íslenskum vörðum og fornum gönguleiðum. Námskeiðið var haldið í Valaskjálf á Egilsstöð- um og sóttu það um 50 manns. Síðari hluti námskeiðsins verður haldinn í júlí nk. og verður þá um verklegt nám að ræða. Hvaða vörður er rétt að laga? Fjölmörg erindi voru flutt á nám- skeiðinu, t.d. fjallaði dr. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur um hlutverk varða á íslandi. Eysteinn Tryggvason jarðeðlisfræðingur greindi frá athugunum á gömlum leiðum í Þingeyjarsýslu. Þórarinn Þórarinsson arkitekt fjallaði um vörður sem merktu helga staði í heiðninni. Skarhéðinn Þórisson og Björn Ingvarsson sýndu ljósmyndir um fornar gönguleiðir og vörður. í iokin voru pallborðsumræður um stefnuna: Hvaða vörður væri rétt að laga eða hlaða? AKUREYRI Bændur hella mjólk semjist ekki við mjólkurfræðinga Mjólk að andvirði um 7 milljónir í svelginn VERKFALL mjólkurfræðinga hjá Mjólkursamlagi KEA á Akureyri hófst á miðnætti aðfaranótt mánu- dags og stendur það til miðnættis á miðvikudag semjist ekki fyrir þann tíma. Ekki á að koma til mjólkurskorts í verslunum sökum verkfallsins en tugir bænda munu þurfa að sjá á eftir mjóikinni í svelginn takist samningar ekki. Gera má ráð fyrir að mjólk að verðmæti hátt í 7 milljónir króna verði hellt niður á Eyjafjarðar- svæðinu standi verkfallið í þijá daga. Hólmgeir Karlsson framleiðslu- stjóri hjá Mjólkursamlagi KEA sagði að ekki ætti að koma til mjólkurskorts í verslunum á Akur- eyri þó svo mjólkurfræðingar séu í verkfalli og engin vinnsla hjá samlaginu. Menn hafi verið undir verkfall búnir og því framleitt meira um helgina en vant er. „Ef neytendur fara ekki að hamstra, kaupa mun meira en vant er, á verkfallið ekki að bitna á þeim,“ sagði Hólmgeir. Tugir bænda í vanda Ástandið er hins vegar mun al- varlegra gagnvart bændum, en að sögn Hólmgeirs þurftu nokkrir þeirra að hella niður einhverri mjólk strax í gærmorgun. Sam- lagssvæðinu er skipt í tvo hluta og var mjólk sótt til bænda í öðrum hlutanum á föstudag og hinum á laugardag. Sækja átti mjólk á svæðið sem farið var á síðastliðinn föstudag í gærmorgun, en vegna verkfallsins voru tankbílarnir ekki hreyfðir af stæði mjólkursamlags- ins. Alls átti að sækja um 90 þús- und lítra af mjólk til bændanna sem samlagið greiðir bændum um 2,5 milljónir króna fyrir. Svipað magn var fyrirhugað að sækja í dag, þriðjudag, og um 60 þúsund lítra á miðvikudag. Fyrir þetta magn, um 240 þúsund lítra, hefði samlagið greitt hátt í 7 milljónir króna. „Það má búast við að tugir bænda lendi í vanda, þeir hafa takmarkað tankapláss og það fyll- ist því fljótt. Náist samningar ekki má búast við að þessi mjólk lendi í svelgnum, þannig að málið er mjög alvarlegt fyrir bændur,“ sagði Hólmgeir. Aukafundur í bæjarstjórn vegna bjórsölu Sjö bæjarfulltrúar samþykktu söluna MIKLAR umræður urðu á auka- fundi í Bæjarstjórn Akureyrar sem boðað var til að kröfu fjögurra bæjarfulltrúa í kjölfar þess að bæj- arráð hafnaði á fundi sínum á fímmtudag umsókn um leyfi til bjór- sölu í íþróttahöllinni á Akureyri meðan á HM í handknattleik stend- ur. Samþykkt var á fundinum með sjö atkvæðum gegn þremur að veita leyfið. Einn fulltrúi Framsóknar- flokks sat hjá við atkvæðagreiðsl- una. Sigfríður Þorsteinsdóttir forseti bæjarstjórnar sagði í upphafi fundar að hún hefði kosið að mikilvægt hagsmunamál Akureyringa en ekki vínveitingaleyfi í íþróttahúsi hefði verið ástæða þess að bæjarstjórn væri kölluð saman til aukafundar. Skiptar skoðanir Nær allir bæjarfulitrúar tóku til máls á fundinum sem tók tæpa tvo tíma. Fulltrúar Alþýðubandalags, Sigríður Stefánsdóttir og Heimir Ingimarsson, greiddu atkvæði gegn leyfisveitingunni auk Sigfríðar Þor- steinsdóttur, og bentu m.a. á að ábyrgð bæjarfulltrúa væri mikil, ekki síst í ljósi þess að Áfengisvam- aráð teldi málið strlða gegn áfengis- löggjöf. Vart gætu önnur sjónarmið en peningaleg ráðið ferðinni í þessu máli og benti Sigríður á að farsælla væri fyrir bæjarfélagið að taka á sig eitthvert tap fremur en að fá hluta af gróða af bjórsölunni. Þeir sem töiuðu með bjórsölunni bentu á að um einstæðan viðburð á sviði íþrótta- og ferðamála væri að ræða meginreglan væri sú erlendis þar sem slík mót em haldin að sala á bjór er leyfð. Þá bentu talsmenn bjórsölunnar einnig á að búið væri að samþykkja bjórsölu á öðrum keppnisstöðum á íslandi, J Reykja- vík, Kópavogi og Hafnarfirði. Olsen fær vínveitingaleyfi A fundi bæjarstjórnar í gærmorg- un var einnig til umfjöllunar og afgreiðslu umsókn frá eigendum nýs veitingastaðar, Café Olsen við Ráðhústorg, annars vegar um leyfi til að reka veitingastaðinn og hins vegar um vínveitingaleyfi. Tíu bæjarfulltrúar mæltu með því að veitingastaðurinn fengi leyfi tíma- bundið, frá 6. til 22. maí næstkom-' andi. „ Morgunblaðið/Rúnar Þór SIGRIÐUR Stefánsdóttir, Alþýðubandalagi, mælti eindregið gegn því á aukafundi bæjarstjórnar í gær að bjórsala yrði leyfð á HM í Iþróttahöllinni á Akureyri, en sjálfstæðismennirnir Þórarinn B. Jónsson, Björn Jósef Arnviðarson og Guðmundur Jóhannsson mæltu með að leyfið yrði veitt. Nýr sóknarprestur í Ólafsfjarðarprestakall Séra Sigríður Guð- marsdóttir kjörin SR. SIGRIÐUR Guðmarsdóttir hefur verið kjörin sóknar- prestur í Ólafsfjarðar- prestakalli. Sigríður er fædd 15. mars árið 1965, foreldrar henn- ar eru Ragna Guð- ríður Bjarnadóttir og Guðmar Eyjólfur Magnússon. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1984 og embættisprófí í guðfræði frá Háskóla Islands 1990. Sigríður var sóknarprestur í Staðarprestakalli í Isafjarðarprófastsdæmi frá 1990 til 31. mars 1995. Eiginmaður hennar er Rögnvaldur Guð- mundsson og eiga þau þrjú börn. Sigríður fékk öll greidd atkvæði á fundi sóknarnefndar Ólafsfjarðarpresta- kalls þar sem kjörið var til umfjöllunar. Afgreiðsla sóknar- nefndar verður send til biskups íslands sem formlega skipar í stöðu sóknarprests en búist er við að séra Birgir Snæbjörnsson prófastur setji séra Sigríði inn í embætti 1. júlí við guðsþjónustu á sjómannadag- inn, annan sunnudag í júní. Séra Sigríður Guðmarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.