Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ1995 25 LISTIR Menning og sjálfstæði FYRR í vetur kom út bókin Menning og sjálfstæði eftir Pál Skúlason pró- fessor í heimspeki. í bókinni ræðir Páll ýmsar áleitnar spurningar um menningu og sjálfstæði. I inngangsorðum bókarinnar segir "'höfundur meðal annars: „í hugum Is- lendinga haldast menning og sjálfstæði í hendur. Skilningur þeirra á menningu sinni og menningararfi er samofinn vitundinni um sérstöðu þjóðarinnar og baráttu hennar fyrir sjálfstæði. Þessi skilningur og þessi barátta eru jafn- frámt óijúfanlega tengd leit manna að tilgangi og gildi, fegurð og merkingu mannlífsins. Slík leit er meginþáttur ■ allrar menningar og menningarviðleitni hvers og eins. Hún er hornsteinninn og bindiefnið, hvatinn og stefnumarkið. Þess vegna þarfnast menningin stöð- ugrar yfirvegunar og íhygli, gagnrýni, umræðu og ástundunar sem flestra og sem oftast." Bókin er gefin út af Háskólaútgáf- unni og er til sölu íflestum bókaverslun- um. Hún er 103 bls. og kostar 1.490 kr. LEIKLISTARKLÚBBUR SÁÁ frumsýnir Dyraverðiiia í kvöld Leiklistarklúbb- ur SAA frumsýnir Dyraverðina LEIKLISTARKLÚBBUR SÁÁ frum- sýnir leikritið Dyraverðina eftir John Godber í Tjarnarbíói kl. 20.30 í kvöld. Dyraverðirnir er gráglettin lýsing á föstudagskvöldi í lífi nokkurra ung- menna. Leikendur eru Arnar Heimir Jónsson, Björgvin Stefánsson, Valgerð- ur Stefánsdóttir, Skúli Friðriksson, Svavar Björgvinsson, Thelma Björk Brynjólfsdóttir, Ellen Guðmundsdóttir og Stefanía Thors og skipta þau með sér hátt á þriðja tug hlutverka. Leikstjóri sýningarinnar er Hávar Siguijónsson, hljóðmeistari er Gísli Sveinn Loftsson og lýsing er í höndum Kára Gíslasonar. Þýðing verksins var unnin í samvinnu hópsins og leikstjóra. Önnur sýning verður miðvikudaginn 10. maí kl. 20.30, þriðja sýning fimmtu- daginn 11. maí kl. 20.30 og fjórða og síðasta sýning föstudaginn 12. maí kl. 20.30. Síðasta sögrikvöld vetrarins FIMMTA og síðasta sögukvöld vetrarins í Kaffileikhúsinu verður miðvikudaginn 10. maí í Hlað- varpanum. Sögumenn og -konur fimmta sögukyöldsins verða: Guðrún Pét- ursdóttir, forstöðumaður sjávarút- vegsstofnunar Háskóla íslands, Jón Thoroddsen þýðandi, Jónas Kristjánsson forstöðumaður hand- ritastofnunar, Ólafur Hannibals- son blaðamaður, Sigríður Hall- dórsdóttir frá Jónstóft í Mosfellsd- al, Sveinn Kristinsson kennari óg Valgarður Egilsson læknir og rit- höfundur. Boðið er upp á kaffiveitingar. Sögukvöldið hefst kl. 21 en húsið verður opnað kl. 20. Kvöldin halda áfram í haust. Voces Mirabilae TONLIST Langhol tskirkja KVENNAKÓR REYKJAVÍKUR Islensk leikhúslög, negrasálmar, lög eftir Schubert, Schuymann, Liszt, Stolz og Lehár, syrpa úr Showboat eftir Kern. Kvennakór Reykjavíkur, Signý Sæmundsdóttir sópran, Svana Víkingsdóttir píanó og Tríó Aðalheiður Þorsteinsdóttur (A.Þ. pianó, Ágeir óskarsson slagverk og Gunnar Hrafnsson kontrabassi.) Stjórnandi: Margrét Pálmadóttir. Fimmtudaginn 4. maí. ÞAÐ setti að manni nokkurn ugg á tónleikum Kvennakórs Reykjavík- ur í Langholtskirkju sl. fimmtu- dagskvöld. Tilefnið var áhyggjur af framtíð blandaðra kóra hér á mölinni. Með sama framhaldi gæti nefnilega farið að saxast svo á ijómann af sópran- og altliði hinna höfuðborgarkór- anna, að spyija má hvort þurfí ekki senn að setja kvóta á KKR, áður en hann sogar til sín fleiri úrvals- kvenraddir. Nema — og hér kemur vonar- glætan gagnvart yfirvofandi svart- nætti — skýringin á hinum framúr- skarandi góða hljómi kvennakórsins felist í hnitmiðaðri raddþjálfun og skilvirkri ögun hins drifmikla stjórnanda Margrétar Pálmadóttur. Ef svo er verður aðsteðjandi usli kannski minni en óttast mætti að fyrra bragði. Samt sem áður er erfitt að losa sig alveg við þá tilfinningu, að söng- fuglum KKR sé raddprýðin í blóð borin. Því ekkert kemur úr engu. Alltjent var deginum ljósara, að Kvennakór Reykjavíkur hefur nú sett nýjan viðmiðunarstaðal fyrir íslenska kvennakóra og gott ef ekki samkynja kóra yfirleitt — hvað varðar raddfegurð, jafnvægi og hreinleika. Við höfum eignazt nýtt og glæsilegt hljóðfæri. Nú vantar bara metnaðarfyllra viðfangsefni. Dagskrá KKR um- rædd fimmtudagskvöld var a.m.k. að mestu fislétt sumarprógramm, þar sem tvö númer úr Gesánge Ftir Frauenstimmenn eftir Schumann og Stándchen eftir Schubert mynd- uðu klassískasta kjarnann og jafn- framt hartnær eina efnið sem upp- haflega var samið fyrir kvennakór. Ein af undirdeildum KKR söng Die Capelle úr áðurnefndum Schu- mann-bálki undir nafninu „Vox [ætti sennilega að vera Voces (flt.)] Feminae" mjög snoturlega, en jafn- aðist þó ekki að fullu á við kraft, og einkum hæðaröryggi, stórkórs- ins. Nýr útsetjari KKR, Aðalheiður Þorsteinsdóttir, kvaddi sér hljóðs með ákaflega velhljómandi radd- setningum, m.a. á lögum Atla Heimis Sveinssonar, Afmælisdikt- um og „madrigalettóinu" úr Dans- leik Odds Björnssonar, Við svala lind, þar sem hún afrekaði að þrengja saman blandaðan kórsatz í samkynja án þess að þrengsla yrði vart. Þegar kom að negra- sálmalögunum, átti Aðalheiður einnig heiðurinn af ágætri radd- setningu á Sometimes I feel líke að motherless child og Exodus (úr samnefndri kvikmynd sem má að vísu varla heita negrasálmurj fyrir aðra undirdeild KKR, „Gospel-syst- ur Möggu Pálma“ við undirleik hryntríós, sem bauð upp á (full-lág- væran) trommuleik Ásgeirs Óskars- sonar og (ögn háværan) kontra- bassaleik Gunnars Hrafnssonar [,,úlfur“ Langholtskirkju kallaði fram leiðinda búm á fáeinum tónt- íðnum], auk þokkalegs píanóleiks Aðalheiðar, sem jafnaðist þó ekki á við öruggt slaghörpuspil fastapían- istans, Svönu Víkingsdóttur, í öðr- um lögum dagskrárinnar. Svana brilleraði í lýsingu píanósins á cimb- alom-slætti tatara í Die drei Zigeun- er eftir Franz Liszt. Hinar prýðilegu raddsetningar Egils R. Friðleifssonar á My Lord, what a morning og Joshua fit the battle of Jericho nutu sín mjög vel fyrir Gospel-systur er fóru þó alvar- lega (og líklega með réttu) í að „swinga“ þeldökku sveifluna. Af áðurgengnum íslenzkum leikhús- lögum bar annars hinn gullfallegi Söngur Sólveigar Hjálmars H. Ragnarssonar úr Pétri Gaut, en tón- leikaskráin gaf því miður ekki upp hvort lagið væri frumsamið fyrir kvennakór eða útsett síðar meir og hefði mátt vera greinarbetri í fleiri atriðum, þrátt fyrir fallegt útlit. Einsöngvari kvöldsins, Signý Sæmundsdóttir, gerði góða lukku með eða án undirsöngs kórsins, ekki sízt í þýzku óperettulögunum, þó að undirrituðum fyndist ung- versku czardas-„tiktúrur“ hennar ívið yfirdrifnar. Leynigestur kórs- ins, Szymon Kuran, vakti og mikla ánægju með fiðluleik sínum í Spiel af deine Geige eftir Robert Stolz. Tónleikunum lauk með syrpu af hinum ódauðlegu lögum Jeromes Kerns úr Showboat (1927), sem kórinn söng af mikilli innlifun. Kvennakór Reykjavíkur er komin að næsta þrepi. Nú er að sækja í sig veðrið! Nýtt og stórfenglegt hljóðfæri hefur fest sig í sessi, svo ekki verður um villzt. Þá er bara að vona að íslenzku tónskáldin fari senn að vitja, því engin syfjumerki eru á þessum meyjum. Ríkharður Ö. Pálsson Blómleg ávöxtun! Nú fœröu hœrrí ávöxtun á sparifé þitt í íslandsbanka. Verbtryggb Sparileib 48 Öbundin Sparileib Taktu markvissa stefnu ísparnaöi. Þaö borgar sig aö spara á Sparileiöum íslandsbanka. ISLANDSBANKI - / takt viö nýja tíma!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.