Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ1995 21 ERLENT Alþjóða herfræðistofnunin Ráðaleysi og óvissa emkennir alþjóðamál Lundúnum. Reuter. ÓVISSA einkennir ástandið í Rúss- landi, Bandaríkjamenn eru að draga úr afskiptum sínum af gangi al- þjóðamála og hætta er á því að friðarþróunin í Mið-Austurlöndum fari út um þúfur. Þessar eru helstu niðurstöður ársskýrslu Alþjóðlegu herfræðistofnunarinnar (IISS) í Lundúnum. Engin forysta í heild er dregin upp sú mynd í skýrslunni að árið 1994 hafi ein- kennst af ráðaleysi á vettvangi al- þjóðamála. Leiðtogar hafi sætt þrýstingi af ýmsum toga og reynt hafi á samstarf ríkja á vettvangi bandalaga þeirra. „Spurningin: Hver er við stjórnvölinn?, hljómaði óhóflega oft. Við henni fékkst ekk- ert svar. í flestum ríkjunum eru leiðtogar sem standa höllum fæti að beijast við að halda völdum sín- um,“ segir í skýrslunni auk þess sem því er bætt við að skortur á forystu einkenni svið alþjóðamála. Höfundar skýrslunnar telja að sú flókna staða sem upp er komin á vettvangi alþjóðmála eftir lok kalda stríðsins hafi orðið til þess að draga úr styrk þjóðríkisins og gert ráða- mönnum erfítt fyrir að segja til um afleiðingar tiltekinnar stefnumót- unar. Viðskipti, glæpastarfsemi og upplýsingastreymi taki ekki lengur mið af landamærum og af þeim sökum reynist sífellt erfiðara fyrir tiltekin stjómvöld að ráða þróun- inni. Afskiptaleysi Bandarikjamanna Hvað Bandaríkin varðar er vísað til sigurs Repúblíkanaflokksins í þingkosningunum á haustmánuðum og sagt að þróunin sé sú að Banda- ríkjamenn muni einungis láta til sín taka á eigin forsendum og í nafni eigin hagsmunavörslu. Litlar líkur verði að teljast á því að Bandaríkin taki á sig fyrra forustuhlutverk á þeim tíma sem eftir lifí af kjörtíma- bili Bills Clintons forseta en kosið verður haustið 1996. Evrópusambandinu hafi ekki auðnast að fylla það skarð sem Bandaríkjamenn hafí skilið eftir sig. Þróun mála í Bosníu sé til vitnis um það. Þá er og vikið að því að Samein- uðu þjóðunum, sem fagna 50 ára afmæli á þessu ári, hafi ekki tekist að tryggja framtíð og afkomu íbúa Sómalíu. Þá hafi samtökin ekki heldur megnað að koma í veg fýrir grimmileg fjöldamorð í Rúanda. Vafasamur stuðningur við Jeltsín Höfundar fullyrða að herför Rússa í Tsjetsjníju kunni að hafa alvarlegar afleiðingar. Hún hafí orðið til þess að ógna þróun Rúss- lands í átt til lýðræðislegs réttarík- is þar sem stöðugleiki ríki. Efa- semdir eru látnar í ljósi um stuðn- ing á alþjóðavettvangi við Borís Jeltsín Rússlandsforseta og því haldið fram að hæpið sé af hálfu Vesturlanda að binda vonir sínar við framgöngu eins manns sem oft- lega hafi sýnt af sér sérkennilega hegðun og gerst sekur um dóm- greindarleysi. Tíminn senn þrotinn? Höfundar sjá blikur á lofti í Mið- Austurlöndum. Friðarþróunin þar nálgist nú ákveðnar krossgötur. Sú skoðun njóti vaxandi fylgis að besta tækifærið til að koma á friði í þess- um heimshluta frá 1949 muni að engu verða, takist ekki að gera út um ágreiningsmál Israela og Pal- estínumanna fyrir lok þessa árs. Minnt er á að kosningar verði í Bandaríkjunum sem og í ísrael á næsta ári. Borga með krítar- korti í strætó Boston. Morgunblaðið. NU ÞURFA íbúar borgarinnar Phoenix í Arizona ekki lengur að burðast með smápeninga í sekkjum til að taka strætó. Þeir geta nú dregið fram krítarkortin, rennt þeim gegnum þar til gert tæki við hlið vagnstjórans og fengið reikn- inginn síðar. Þessu fylgir hvorki umstang með undirskriftir né kvitt- anir. Þetta fyrirkomulag verður til reynslu í eitt ár. Aðeins 78 manns notuðu sér þessa þjónustu fyrstu tvo dagana, en 130 þúsund manns ferðast daglega með almennings- vögnum í Phoenix. Chip Bishop, yfírmaður almenningssamgangna í Bandaríkjunum, er hins vegar þeirr- ar hyggju að hér hafi verið stigið enn eitt skrefið í þá átt að krítar- kortin leysi reiðufé af hólmi í banda- rísku þjóðfélagi og ætlar að fylgj- ast grannt með framvindu þessarar tilraunar. Stendur mikið til? Langtímalán til framkvœmda viö fasteignir íslandsbanki veitir langtímalán til allt ab 12 ára vegna vibamikilla framkvœmda á fasteignum svo sem til vibhalds á húsnæbi, vibbyggingar eba annarra endurbóta. Þessi lán henta vel einstaklingum sem hyggja á slíkar framkvœmdir. • Lánin eru skuldabréfalán, tryggb meö veöi í fasteign • Upphœö láns og vaxtakjör taka miö af greiöslugetu umscekjanda, tryggingum og fyrirhuguöum framkvœmdum • Hámarkslánsfjárhœö er 3.000.000 kr. • Hámarkslánstími er 12 ár • Afborganir eru mánaöarlega Áöur en lán er tekib abstobar starfsfólk bankans vibskiptavini vib ab gera sér grein fyrir greibslubyrbi lánsins og þeim kostnabi sem lánsvibskiptum fylgja og bera saman vib greibslugetuna. Á þann hátt er metib hvort lántakan er innan vibrábanlegra marka. Láttu ekki skynsamlegar framkvœmdir stranda á fjármagninu. Langtímalán íslandsbanka er kostur sem vert er aö athuga. Kynntu þér möguleikana í naesta útibúi bankans. ÍSLANDSBANKI Vikingalottó • Vikingalotto • Vikingalotto • Vikingalottó • Vikingalottó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.