Morgunblaðið - 09.05.1995, Síða 42

Morgunblaðið - 09.05.1995, Síða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens ÞflP ER FlAmr'AN MÍHÚTNA BtE> neuhallo. l ^ L EIKÖWJÞA J ( KÖMPU SÆL , LEIKBBÓPA \ > \ LOr/VéR- AP TAKA i - - / Tommi og Jenni A5K YOUR D06 TO COME OUT ANO PLAY., TELL HIM I HAVE A N6W 0ALLOON.. THE 0ALLOON MI6HT 0KEAK ANP EVEK 5INCE HE RETURNEP FROM UUORLP WAR1,5UPDEN N0I5E5 FRI5HTEN HIM.. ¥~K^WSm. Biddu hundinn þinn að koma út að leika... segðu honum að ég eigi nýja blöðru... Blaðran getur sprungið og hann Hvernig afsökun var það? Þegar þú lokað- hræðist skyndilegan hávaða síðan ir dyrunum, hræddi hinn skyndilegi háv- hann kom heim úr seinni heims- aði mig... styrjöldinni... BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 „Skýlaus“ tilvera Frá Maríu Solveigu Héðinsdóttur: ENGINN efast lengur um skað- semi reykinga. Menn getur greint á um hve skaðlegu áhrifín séu mikil og raunar má segja að sí- fellt bætist við nýjar upplýsingar um skaðsemina. Þrátt fyrir þetta lætur nærn að á degi hveijum byiji tveir íslendingar að reykja. Þeir eru ungir að árum íslending- arnir sem byija að reykja, en þeir sitja uppi með afleiðingar þessarar bernsku- ákvörðunar sinnar og veldur hún þeim og öðrum mismiklum erfiðleikum síðar á lífsleiðinni. Mjög margir sigrar hafa unnist í barátt- unni við reykingar. Fjölmargir vinnustað- ir eru reyklausir, Flugleiðir eru með reyklaust flug, kvik- myndahúsin eru reyk- laus og síðast en ekki síst þá eru 42,6% ís- lenskra heimila reyk- laus. Til samanburðar má geta þess að fyrir tuttugu árum, eða árið 1974, voru aðeins 17,3% heimila í landinu reyklaus. Allt þetta er stórkostlegur árang- ur en við viljum setja markið enn hærra og segjum því betur má ef duga skal. Útrýmum reykingum Það er brýnt velferðar- og hagsmunamál allrar þjóðarinnar að útrýma reykingum. Til að okk- ur takist þetta skiptir raunveruleg afstaða okkar til reykinga miklu máli. Það er ekki vænlegt til árangurs í tóbaksvömum, né neinum örðum málum, að vera tvöfaldur í roðinu. Víða í þjóðfé- laginu má sjá himinhrópandi merki þess að við lítum ekki á reykingar sem þann stórhættu- lega skaðvald sem þær eru í raun og veru. Skoðum nokkur dæmi: * Ungu hjónin bíða fæðingar frumburðarins. Hvorugt taldi ástæðu til að hætta að reykja („foreldrar okkar reyktu þegar við vorum í móðurkviði — og það er allt í lagi með okkur!“) en að- spurð segjast þau ekki vilja að barnið þeirra muni byija að reykja á unglingsárunum. * I leik- og grunnskólanum er rætt um skaðsemi reykinga. Einn daginn kemur gestur og ræðir um stórhættuleg efni í tóbaki og kennarinn fylgir þessari fræðslu vel eftir og lætur börnin vinna verkefni um skaðsemi reyking- anna. En viðkomandi skóli er reyklaus, þ.e. það er bannað að reykja í húsnæði skólans, en kennarinn ásamt nokkrum öðrum starfsmönnum skólans fer alltaf í út bíl í frímínútunum til að reykja! * Ungur fimm ára íslendingur hefur verið tíður gestur hjá barna- lækni. Barnið hefur frá fæðingu verið með þrálátan astma og hef- ur á köflum þrifist illa. Á heimili barnsins er reyktur IV2 pakki af sígarettum á dag, barnið lyktar af tóbaksreyk, en læknirinn hefur aldrei nefnt það við aðstandendur barns- ins að reykingarnar valdi barninu örugg- lega óþægindum, að maður minnist nú ekki á skaðsemina. Orð og athafnir verða að fara sanian Dæmi sem þessi segja allt um raun- verulega afstöðu til reykinga. Fyrirlestr- ar um skaðsemi reyk- inga duga lítið ef orð María Solveig og athafnir fara ekki Héðinsdóttir saman. Gott fordæmi er ein besta leiðin til að forða unglingum frá því bernskubreki að byija að reykja. En miklu fleira þarf til. Við þurfum að virða þann rétt ófædds barns að fá að vera reyk- laus í móðurkviði og að fá að al- ast upp án stórfelldra óbeinna reykinga. Viðnyerðum öll; stjörn- völd, íþróttafélög, æskulýðsfélög, kirkjan, skólar, fjölmiðlar, félaga- samtök að leggjast á eitt og vinna gegn reykingum. Við verðum að tryggja með lagasetningu að börn og unglingar njóti verndar þegar stórhættuleg efni eins og tóbak er annars vegar. Horfum til framtíðar Eins og áður sagði hefur mikið áunnist í baráttunni fyrir betra lífi án tóbaks. Við þurfum að horfa til framtíðar og vinna enn stærri sigra í tóbaksvörnunum. Enn hef ég ekki hitt þann reyk- ingamann sem hefur sagt: „Heyrðu María, mig langaði bara að segja þér hvað ég er ánægður með að reykja.“ Reykingámenn eru flestir óánægðir með þann ávana sinn að reykja og ég er sannfærð um það að reykinga- mennirnir sjálfír eiga eftir að lyfta Grettistaki í tóbaksvörnun- um — þegar þeir hafa komist á bragðið með að njóta iífsins án tóbaks. MARÍA SOLVEIG HÉÐINSDÓTTIR, skólastjóri Tjarnarskóla og formaður fræðslun. Krabbameinsf. Rvíkur. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.