Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SIGUR CHIRACS MEÐ SIGRI Jacques Chiracs í frönsku forsetakosningunum á sunnudag lýkur fjórtán ára valdatíma Francois Mitterr- ands og þar með sósíalista. Þegar Mitterrand, sem á sínum tíma sameinaði franska sósíalista, lætur af völdum verða hægrimenn allsráðandi í franska stjórnkerfinu. Þótt Chirac sé enginn nýgræðingur í frönskum stjórnmálum boðar kjör hans nýja tíma og breyttar áherslur í Frakklandi. Niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna sýna greinilega að þess er þörf. Stór hluti Frakka sniðgekk hin hefðbundnu stjórnmálaöfl til að lýsa örvæntingu sinni og reiði. Fimm milljónir Frakka eru án atvinnu og hundruð þúsunda búa við ótrúlega bág kjör. Það er því kannski ekki undarlegt, að frambjóðendurnir tveir hafi í kosningabaráttunni öðru frem- ur beint sjónum sínum og áherslum að þessum innri vanda. Þótt ofsagt væri, að Frakkland sé á suðupunkti er ljóst, að óánægjan er mikil undir niðri. Frönskum stjórnmálamönnum er enn í fersku minni þegar síðast sauð upp úr, fyrir 27 árum. Margt hefur breyst frá árinu 1968 og slíkir atburðir munu varla endurtaka sig. Eitt mikilvægasta verkefni Chiracs verður þó eftir sem áður að lægja öldurnar og bæta hlutskipti hins al- menna Frakka. Það gæti þó reynst erfitt í ljósi þess hve risavaxinn vandinn er. Jafnvel þó að Chirae og væntanlegri stjórn hans tækist að skapa hundruð þúsunda nýrra starfa á ári, sem er bjartsýn spá, yrðu milljónir Frakka eftir sem áður án atvinnu langt fram á næstu öld. Franskt samfélag á í ákveðinni kreppu og breytinga er þörf. Öðru fremur er nauðsynlegt að auka frelsi i efnahagsmálum, losa tak ríkisins á atvinnulífinu og láta vinda frelsis leika um vinnumarkaðinn. Einungis þannig eru líkur til að fyrir alvöru taki að birta í frönsku samfélagi. Þrátt fyrir að franskir nýgaull- istar hafi ekki alltaf fylgt ftjálslyndri stefnu í áranna rás í efna- hagsmálum vekja áherslur og yfirlýsingar Chiracs á undanförn- um vikum von um að breytingar séu í vændum. Innri vandi Frakklands má þó ekki verða til þess að Frakkar dragi sig inn í skel. Á alþjóðavettvangi bíða Chiracs flóknari verkefni en nokkur annar forseti hefur orðið að horfast í augu við í upphafi kjörtímabils síns. Á næstu árum mun framtíð Evrópusambandsins ráðast og taka verður ákvarðanir um stofn- anir sambandsins, fjölgun aðildarríkja og sameiginlegan gjald- miðil. í Norður-Afríku, fyrst og fremst í Alsír, er á næstu árum veruleg hætta á að íslamskir heittrúarmenn taki völdin. Slíkt hefði mikil áhrif á Evrópu og því brýnt að stefnan sé skýr. Af sögulegum ástæðum munu Frakkar þurfa að gegna forystu í þeirri stefnumótun. Þá eru erfiðir tímar framundan i alþjóðlegum viðskiptamál- um, þrátt fyrir að nýtt GATT-samkomulag sé í höfn. Deila Bandaríkjanna og Japans undanfarnar vikur sýnir glögglega að allra veðra er von. Frakkland hefur ávallt verið eitt helsta forysturíki Evrópu og því skiptir afstaða Frakklandsforseta miklu máli. Chiracs bíður það flókna verkefni að móta nýtt hlutverk Frakklands í heiminum; gagnvart Þýskalandi, gagnvart Evrópusambandinu og veröldinni í heild. STRÍÐ OG FRIÐUR IGÆR VAR þess minnst að hálf öld er liðin frá uppgjöf Þjóð- veija í heimsstyrjöldinni síðari. Lýðræðisþjóðir V-Evrópu og N-Ameríku snéru bökum saman um varnir lýðræðis og þingræð- is. Þær og Sovétríkin, sem börðust við hlið þeirra gegn sameigin- legum óvini, höfðu dýrkeyptan sigur. í annað sinn á öldinni áttu þjóðir N-Ameríku afgerandi þátt í að bjarga lýðræðinu í Evrópu. Friðardagurinn, sem fagnað var árið 1945, færði þjóðum heims þó ekki varanlega lausn á sambúðarvanda þeirra. Við tók kalda stríðið, sem stóð nærri hálfa öld, milli lýðræðisríkja ann- ars vegar og kommúnistaríkja hins vegar. Einnig þar höfðu lýðræðisríkin sigur. Hagkerfi marxismans og þjóðfélagsgerð kommúnismans stóðust ekki dóm reynslunnar; stóðust ekki sam- keppnina við lýðræðisríkin um lífskjör og mannréttindi - og molnuðu innan frá. Hörmungum tveggja heimsstyrjalda á tuttugustu öldinni verð- ur ekki með orðum lýst. Mest er um vert að þjóðir heims læri af reynslunni og temji sér friðsamlegar lausnir á sambúðar- vanda, sem upp kemur. Á það skortir sorglega mikið. Þrátt fyrir allar framfarir, menntun og þekkingu, sem mannkynið býr að í endaða öld tveggja heimsstýrjalda, eru staðbundin, vopnuð átök, með tilheyrandi hörmungum og villimennsku, svo að segja daglegt brauð. Einnig í Evrópu, samanber fyrrum Júgóslavíu. Og þrátt fyrir vaxandi menntun og þekkingu þjóðanna bryddar víða á alræðis- og öfgastefnum, „brúnum“ og „rauðum“, sem voru kveikjan að hörmungum Evrópu á 20. öldinni. Þeir, sem slíkum stefnum fylgja, hafa lítið lært af reynslunni og sögunni. Megi friðardagurinn, sem fagnað var fyrir fimmtíu árum og þjóðir álfunnar minnast nú, skerpa gagnkvæman skilning þjóða í milli; skilning á mikilvægi friðar og sátta í veröldinni. Sjómannasamtökin hafa boðað verkfall 25. maí vegna ágreinings um verðmyndun á fiski Guðjón A. Sævar Helgi Krislján Kristjánsson Gunnarsson Laxdal Ragnarsson Fela ÚA-samn- ingarnir í sér lausn deilunnar? Ágreiningur um verðmyndun á físki gæti leitt til þess að flotinn stöðvist 25. maí. Af samtölum Egils Ólafssonar við forystumenn sjómanna og útvegsmanna má ráða að þrjár lausnir koma helst til greina, að allur afli fari á fískmarkaði, ákveðið verði lágmarks- verð eða að gerðir verði löndunarsamningar með tengingu við verð á fískmörkuðum SAMTÖK sjómanna hafa boðað verkfail 25. maí. Komi það til framkvæmda mun það hafa mikil efnahagsleg áhrif. Sjó- menn hafa verið samningslausir í tvö ár og forystumenn þeirra segja að þeir sætti sig ekki við þetta ástand öllu lengur. Þeir segjast staðráðnir í að knýja fram samninga nú, en það mistókst í verkfalli sjómanna í fyrra. Verkfallsboðun sjómannasamtak- anna nær til 4.000-5.000 sjómanna um allt land utan Vestfjarða. Verkfall- ið er boðað með 21 dags fyrirvara, en það er í samræmi við samninga sjó- mannasamtakanna og útvegsmanna. Þessi langi fýrirvari er hugsaður til að gefa samningsaðilum góðan tíma til að ná samningum, en jafnframt felur hann í sér samkomulag um að skipin hætti veiðum strax og verkfall hefst. Skipin mega þó sigla til er- lendra hafna með aflann eftir að verk- fall hefst. Sjómenn fóru í verkfall 1985, 1987 og 1994. Verkfallsboðunin núna teng- ist verkfalli sjómannasamtakanna á síðasta ári. Sjómenn fóru í verkfall 1. janúar 1994 og stóð það til ______ 14. janúar þegar ríkisstjórn batt enda á það með bráða- birgðalögum. Meginkrafa sjómanna í verkfallinu var að komið yrði í veg fyrir að ■' sjómönnum væri gert að taka þátt í kvótakaupum. Sjómenn telja að samráðs- nefndin hafi engu skilað Samningur var ekki gerður milli sjómanna og útvegsmanna þrátt fyrir að verkfall stæði í 14 daga. Bráða- birgðalögin tóku einungis á einu at- riði, þ.e. deilunni um þátttöku sjó- manna í kvótakaupum. Gerðar voru breytingar á lögum um stjórn fiskveiða sem takmörkuðu framsal veiðiheim- ilda. Jafnframt var sett á stofn úr- skurðarnefnd, skipuð fulltrúum beggja deiluaðila, til að fjalla um mál þar sem grunur leikur á um að verið sé að láta sjómenn taka þátt í kvótakaupum. Aðeins um 8% fiskaflans fer á fiskmarkaði Forystumenn sjómanna segja að þessi nefnd hafí ekki skilað árangri. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Far- manna- og fiskimannasambands ís- lands, sagði að nefndin hefði ekki tekið á málum jafnvel þótt bersýnilegt væri að sjómenn hefðu verið látnir taka þátt í kvótakaupum. Hann sagði að þar að auki hefði mikið vantað á að mál hefðu fengist leiðrétt jafnvel þótt að nefndin hefði úrskurðað sjómönnum í vil. Nefndin gerði ekki annað en að setja fram tilmæli sem í einstökum tilvikum væru hunsuð af útgerðarmönnum. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, er ósammála því að nefndin hafi engu skilað. Hann sagði að allflest mál sem hefði verið vísað til nefndar- innar hefðu verið leyst í sátt við sjó- menn. Þeir hefðu hins vegar tapað einu máli og í kjölfarið hefðu þeir lýst því yfir að þeir myndu ekki vísa þang- að fleiri málum. Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambands íslands, sagði að þau ágreiningsmál sem stefnt hefði verið að því að leysa í verkfallinu í fýrra hefðu ekki verið leyst enn. Enn mætti ________ finna dæmi um að sjómönn- um væru greiddar 20 kr. fyrir þorkskílóið þegar þorskur á fiskmörkuðum væri seldur fyrir 110-120 kr. kílóið. í þessu einstaka dæmi greiðir út- gerðarmaðurinn 110 kr. fyrir þorsk- kílóið, en 90 kr. af því fara í að greiða fyrir kvóta og því koma aðeins 20 krónur til skipta. Hlutur sjómannsins í þessu dæmi er því rýr. Kristján sagð- ist viðurkenna að þarna væri verið að bijóta á sjómönnum og sagðist hafa bent útgerðarmanninum á það. Það væri hins vegar eðlijegt að sjómanna- samtökin vísuðu þessu máli til sam- ráðsnefndarinnar. Krefjast breytinga á verðmyndun Þó að þátttaka sjómanna í kvóta- kaupum sé enn ekki úr sögunni er meginkrafa samtaka sjómanna nú að verðmyndun á fiski verði breytt. Með breyttri verðmyndun telja forystumenn sjómannasamtakanna að auðveldara verði að stemma stigu við kvótabraski. Helgi Laxdal, formaður Vélstjóra- félags íslands, sagði að ófullkomið verðmyndunarkerfi á fiski hefði leitt af sér það kvótabrask sem sjómenn stæðu frammi fyrir. „Ég fullyrði að kvótabraskið hefði aldrei orðið í þeim mæli sem það er í dag ef við hefðum búið við stöðugt og gott verðlags- kerfi." Verðlagsráð endurvakið? Fram til ársins 1991 var verð á afla ákveðið af Verðlagsráði sjávarút- vegsins, en í því sátu fulltrúar sjó- manna, útgerðarmanna og fiskvinnsl- unar. Formaður var skipaður af stjórn- völdum og réð atkvæði hans oftast úrslitum um hvaða verð var ákveðið. í kringum 1988 fóru seljendur og kaupendur að gera samninga um fis- kverð óháð verðákvörðun Verðlags- ráðs. Útflutningur á óunnum afla í gámum stuðlaði að þessari þróun. Á endanum urðu sjómenn og út- vegsmenn sammála um leggja Verð- lagsráð sjávarútvegsins niður og að verð á fiski yrði gefið frjálst. Undir það síðasta fól verðlagsráðsverðið fyrst og fremst í sér lágmarksverð. Margir sjómenn telja nú að í þessu lágmarks- verði hafi falist viss trygging. Með því að endurvekja þessa tryggingu geti þeir varist því að þeir verði látnir taka þátt í kvótakaupum. í kröfugerð sjómannasamtakanna er hvergi að fínna kröfu um að Verð- lagsráðið verði endurvakið. Helgi sagðist ekki útiloka að sú tillaga gæti komið upp í samningaviðræðunum. Deilan snúist um að breyta verðmynd- un á fiskafla. Ein leið til lausnar væri að setja lágmarksverð á físk. Sú leið yrði hins vegar ekki farin nema að samkomulag næðist um hana við út- vegsmenn. Kristján Ragnarsson sagðist telja að Verðlagsráð tilheyrði gömlum tíma. Hann sagði ekki ganga að hafa eitt miðstýrt verð á öllum afla burtséð frá aðstæðum á hveijum stað. Hann sagði að sjómenn hefðu úthrópað þetta kerfi á sínum tíma og útvegsmenn hefðu tekið undir kröfu þeirra um að kerfið yrði Iagt niður. Allur fiskur fari á markað Sú leið sem sjómannasamtökin vilja að farin verði til að breyta verðmynd- un á fiski er að allur afli verði seldur á fiskmörkuðum. Nú fara einungis um 8% af öllum fiski sem landað er hérlendis á fiskmarkaði. Mælt í verð- mætum er hlutfallið nokkuð hærra. Magnið sem selt er á fiskmörkuðum hefur ekki aukist á sfðustu árum. Það eru fyrst og fremst smærri útgerða- raðilar sem selja á mörkuðum. Fyrir- tæki sem eru bæði í útgerð og fisk- vinnslu gera það ekki. Guðjón A. Kristjánsson sagðist telja að kvótabraskið ætti stóran þátt í að koma í veg fyrir eðlilega þróun fiskmarkaða. Útgerðarmenn væru að draga sig út af fiskmörkuðum vegna þess að þeir neyddust til að kaupa aflaheimildir. Guðjón sagði að sjómenn gerðu sér mæta vel Ijóst að það væri ekki hægt að taka ákvörðun um það á einni nóttu að senda allan fisk á markað. Væru útvegsmenn ófáanlegir til að fallast á að ræða kröfu sjómanna um að allur fiskur færi á markað væru þeir tilbúnir til að ræða aðrar leiðir til að breyta verðmyndun á fiski. Kristján sér marga annmarka á að senda allan fisk á fiskmarkað. Hann sagði að menn þyrftu ekki nema að líta til þess veðurlags sem hefði verið í vetur til þess að sjá að hugmyndin um að allur fiskur færi á fiskmarkað væri óframkvæmanleg. Á mörgum stöðum víða um land væru vegir lok- aðir vegna snjóa margar vikur á hveij- um vetri. Þetta hljóti að takmarka veruleg möguleika á fijálsum við- skiptum með afla. Kristján sagði að sá stöðugleiki sem fylgdi föstum viðskiptum skipa við fiskvinnslufyrirtæki væri eftirsóknar- verður, ekki síst fyrir fiskverkafólk. Því fylgdi meiri trygging fyrir því að einstakir útflytjendur, sem framleiða upp í sérsamning á besta tíma, gætu ekki keypt hráefnið á verði sem veik- burða fiskvinnslufyrirtæki á Iands- byggðinni gætu ekki keppt við. Krist- ján sagðist þar að auki telja að LIÚ hefði enga heimild til að semja um að skylda útgerðarmenn til að senda allan fisk á fiskmarkað. Þeir réðu því sjálfir hvar þeir seldu sinn fisk. Sævar hafnar þessum rökum Krist- jáns Ragnarssonar. „Samgöngur eru orðnar það góðar og fiskmarkaðirnir það sterkir að þetta er vel hægt. Það kann að vera að samgöngur á öllu landinu leggist af í 3-4 daga á ári vegna veðurs. Það er verið að flytja afla í stórum stíl af Suðurnesjunum til vinnslu í Þormóði ramma á Siglu- firði og Fiskiðjunni á Sauðárkróki. Við vitum dæmi þess að fiskur hafi verið fluttur frá Snæfellsnesi austur á Fáskrúðsfjörð." Sævar hafnar því einnig að einstak- ar byggðir geti ekki keppt um fiskinn á fiskmörkuðum. Hann sagði að flutn- ingur á fiskinum væri það dýr að sæmilega velrekið fyrirtæki úti á landi ætti að geta keppt við fiskkaupendur í öðrum landshlutum. Hann sagði að það kostaði 15 krónur á kíló að flytja fisk frá Eskifirði til Reykjavíkur. Fisk- kaupandi á Eskifirði hefði því veru- legt forskot á fiskkaupanda í Reykja- vík þegar þeir byðu í afla sem landað væri á Eskifirði. „Menn tala um að það sé erfitt fyrir byggðirnar að selja fiskinn á fiskmörkuðum þegar búið er að veiða hann, en sömu menn sjá ekkert at- hugavert við að selja hann óveiddan á milli landshluta," sagði Guðjón. Þrjár leiðir mögulegar Af viðtölum við formann LÍÚ og forystumenn sjómannasamtakanna virðist Ijóst að þijár leiðir koma helst til grein til að breyta verðmyndun á fiski. I fyrst lagi að selja allan fisk í gegnum fiskmarkað, í öðru lagi að endurvekja Verðlagsráð með einhveij- um hætti og í þriðja lagi að gerðir verði löndunarsamningar milli útgerð- armanna og fískverkenda sem tengdir verði markaðsverði á fiski. Þegar Verðlagsráð var lagt niður var gert ráð fyrir því að kaupendur og seljendur gerðu löndunarsamninga. Helgi Laxdal sagði að aldrei hefði ver- ið mótaður farvegur fyrir þessa samn- inga. Hann sagði að sjómannasamtök- in væru til viðræðu um að leysa deil- una á þann hátt að gerðir yrðu löndun- arsamningar með tengingu við mark- aðsverð. Hann sagðist ekki telja að erfitt yrði að gera slíkt samkomulag ef aðilar yrðu á annað borð sammála um að fara þessa leið. í þeirri samn- ingsgerð þyrfti að koma fram hveijir ættu nákvæmlega að semja, hvernig samþykkt slíks samnings ætti að fara fram, í honum þyrfti að vera upp- sagnarákvæði og aðferð til verðlagn- ingar. Er lausnarinnar að leita í samningum ÚA? Nýlega gerði Útgerðarfélag Akur- eyringa hf. löndunarsamning við sjó- menn á ísfisktogurum félagsins. Samningurinn felur í sér að hluti afla- verðsins miðast við vikulegt meðalverð á Fiskmarkaði Hafnarfjarðar, Fisk- markaði Suðurnesja og ----------- Faxamarkaði. í eldri samn- ingi réðist 15% aflans af þessari viðmiðun, en með nýja samningnum miðast 17% aflans við fiskmark- ' aðsverð. Þetta hlutfall á að hækka stig af stigi og verða 23% um mitt næsta ár. I samningnum er gert ráð fyrir að kannað verði á samningstím- anum hvort hægt verði að tengja fisk- verð við afurðaverð ÚA á erlendum mörkuðum. Andrés Aðalbergsson, sem var í samninganefnd fyrir hönd sjómanna á ÚA-skipunum, sagði að sjómenn gerðu sér grein fyrir að þessi samningur gæti falið í sér að kaup þeirra hækk- aði eða lækkaði. Hann sagði það skoð- un sjómanna að það ætti að tengja fiskverð við verð á fiskmörkuðum í meira mæli en gert hefði verið og að þetta væri rétta leiðin til þess. Kristján Ragnarsson sagðist telja 23% mark- aðstenging verður hjá UA að þessi samningur sjómanna við ÚA væri sú leið sem menn ættu að fara. Hann sagði að markaðurinn ætti að vera þannig að mönnum ætti að vera fijálst að taka ákvörðun um hvort þeir settu aflann á fískmarkað, hvort þeir seldu hann erlendis eða hvort þeir semdu um föst viðskipti. Sævar sagðist alfarið hafna ÚA- samningnum. Hann fæli ekki í sér lausn í málinu. Ástæðan væri sú að markaðstengingin væri svo lítil og kæmi til framkvæmda á of löngum tíma. Sævar sagðist einnig telja útilok- að að fara út í að afurðatengja fisk- verð, eins og boðið er upp á í samn- ingnum. Reynsla sjómanna væri sú að þeir fengju ekki í hendur gögn frá útgerðum til að hægt væri að afurða- tengja fiskverð. LÍÚ segir að kröfurnar beinist að stjórnvöldum Kristján sagðist telja að sjómanna- samtökin hefðu valið þennan tíma til að fara í verkfall til þess að þrýsta á stjórnvöld og vísar til atriðis í stefnu- yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Þar seg- ir: „Verðmyndun á sjávarafla verði tekin til endurskoðunar og m.a. metið hvaða leiðir séu færar til að leiðrétta það misgengi sem orðið hefur innbyrð- is á launakjörum sjómanna“. Kristján sagðist sannfærður um að þetta ákvæði hefði orðið til þess að sjómenn hefðu ákveðið að velja þessa tímasetningu til að boða verkfall. Með því vildu þeir þrýsta á stjómvöld að hrinda þessu stefnumáli í framkvæmd strax á vorþingi. Kristján sagðist þeirr- ar skoðunar að ekki hefði átt að setja þetta ákvæði inn í stjórnarsáttmálann því stjómvöld ættu ekkert að skipta sér að fískverðsákvörðun. Sævar Gunnarsson hafnar því alger- lega að sjómannasamtökin séu með kröfum sínum að þrýsta á Alþingi. _________ „Kröfur sjómannasamtak- anna hafa alltaf beinst að útvegsmönnum og þau gera það núna með alveg sama hætti og áður. Við erum ekki að kalla á neina laga- breytingu. Ef við náum hins vegar samkomulagi við útvegsmenn um að það þurfí að breyta lögum þá tel ég eðlilegt að Alþingi taki það til greina. Okkar stefna er hins vegar að ná samningi við Kristján Ragnarsson,“ sagði Sævar. Kristján sagðist ekki vilja að stjóm- völd hefðu nein afskipti af þessari deilu. Það væri skylda sjómannasamtakanna og útvegsmanna að semja. Það væri hins vegar ljóst að það yrði erfitt. Kristján sagði að LÍÚ myndi leggja fram kröfur í komandi viðræðum, m.a. um að ákvæði um að lækka hluta- skipti þegar mönnum fækkar á skipi en nú fær áhöfn aukinn hlut ef mönn- um fækkar á skipi. Gjaldþrot félaga á íslandi 1985-95 Ár Fjöldi gjaldþrota Eignir í búi Skiptum ólokið Kröfur, þús. kr. áverðiagi 1994 9 Úthiutun, þús. kr. á verðlagi 19942) 1985 76 51 3 6.541.367 3.292.648 1986 136 78 14 2.201.053 561.831 1987 131 79 9 2.153.851 313.905 1988 191 124 17 5.702.440 1.140.962 1989 260 139 23 7.775.388 970.504 1990 372 172 28 9.058.762 1.142.482 1991 318 167 35 11.126.107 378.139 1992 249 60 51 5.054.623 115.765 1993 444 48 149 6.062.302 202.099 1994 418 10 239 1.907.022 17.767 Samtals 2.595 57.582.915 3> 8.136.102 3> 1) Nœr einungis til þeirra titvika þar sem skiptum er lokið (já næsta dálk, skiptum ólokið. 2) Skv. iánskjaravisitðiu. 3) Ekki endanlegar tðlur, vegna óvissu þar sem skiptum er ólokiö. Athugun á gjaldþrotum á íslandi Um 80 millj- arðar tapaðir Árin 1985-1994 urðu 2.595 félög gjaldþrota á Islandi og má ætla að kröfur í þrotabúin hafí numið um það bil 94,2 milljörðum króna en talið er að um 80 milljarðar króna hafí tapast. í SKÝRSLU um lauslega athugun á gjaldþrotum á íslandi frá 1960 kemur þetta fram. Skýrsluna vann Haraldur L. Haraldsson hagfræðingur fyrir Afl- vaka Reykjavíkur. Fleiri gjaldþrot — minna greitt Samkvæmt fýrirliggjandi upplýs- ingum um samþykktar og frágengnar kröfur vegna gjaldþrotanna 2.595 nema þær alls 57,5 milljörðum króna á desemberverðlagi 1994 en þá var ólokið skiptum í 568 þrotabúanna. í skýringum með skýrslunni kemur fram að sé dregin ályktun af þeim u.þ.b. 100 búum sem síðast komu til form- legra skiptaloka sýnist heildarupphæð samþykktra og frágenginna krafna á þessu 10 ára tímabili geta numið um 94,2 milljörðum króna á verðlagi í desember 1994. Þar sem áætla megi að meðaltals- eignir þrotabúa nemi að hámarki 15% krafna megi telja að beint tap vegna gjaldþrotanna geti numið allt að 80 milljörðum. „Er þá ótalið tap vegna nauðasamninga, annarra niðurfellinga skulda, tapaðs hlutafjár og framlaga og umframskuldbindinga rekstraraðil- anna sjálfra, sem hækkar heildartapið til muna,“ segir í skýringunum. Könnun sú sem Haraldur L. Har- aldsson gerði náði frá 1960-1994. Á tveimur fyrri þriðjungum tímabilsins þ.e. frá 1960-1983, voru kveðnir upp 2.380 gjaldþrotaúrskurðir, þar af voru 795 félög tekin til gjaldþrotaskipta, eða að meðaltali 33 félög á ári. Síð- ustu 10 ár, frá 1985-1994 urðu hins vegar 2.595 félög gjaldþrota eða 259 félög ár hvert. í skýrslunni, þar sem nær eingöngu eru sundurliðaðar kröfufjárhæðir og aðrar upplýsingar vegna 1985-1994, segir að samhliða tjölgun þrotabúa eftir árið 1984 hafi kröfur í búin auk- ist verulega en að sama skapi virðist úthlutanir til körfuhafa fara lækkandi hlutfallslega. Af þessu telur skýrsluhöfundur að draga megi þá ályktun að fyrirtæki hafí verið komin í þrot löngu áður en gjaldþroti var lýst yfír. 1991 mesta gjaldþrotaárið Mesta gjaldþrotaár sögunnar virðist vera árið 1991. Þá urðu 318 félög gjaldþrota og lýst í þrotabúin kröfum sem alls námu 11,1 milljarði króna á verðlagi ársins 1994. Skiptum er lokið í 287 þessara þrotabúa og reyndust til eignir í 167 búi. Þær eignir nægðu til að greiða kröfuhöfum 378 milljónir króna á verð- lagi 1994 eða um 3,4% af heildarkröf- unum vegna gjaldþrota árið 1991. Skiptum er enn ólokið í 35 þrotabúum frá árinu 1991. Langtíðust í Reykjavík Sé litið yfir tímabilið frá 1985 til 1994 hafa gjaldþrot verið tíðust í Reykjavík þar sem 1.498 félög urðu gjaldþrota og eru gjaldþrotin 14,5 á hveija þúsund íbúa. Næst hæst hlutfall gjaldþrota miðað við ibúafjölda varð á Vestfjörðum. Þar urðu 111 félög gjaldþrota eða 11,7 gjaldþrota félög á hveija þúsund íbúa. A Austurlandi, þar sem uppbygging atvinnulífs er að flestu leyti sambærileg við Vestfírði urðu hins vegar aðeins 5 gjaldþrot á hveija 1.000 íbúa og urðu gjaldþrot hvergi færri á landinu en þar. 56% þeirra 2.595 félaga sem urðu gjaldþrota frá 1985 til 1994 höfðu starfað skemur en í 5 ár. 22% félag- anna áttu að baki 5-10 ára starfstíma og 22% voru eldri en 10 ára. Sé gjaldþrota félögum skipt niður eftir atvinnugreinum kemur í ljós að heildverslanir eru langflestar, eða 385 talsins. Gjaldþrota fyrirtæki í bygg- ingastarfsemi voru 238 og 193 veit- ingahús urðu gjaldþrota. Sé litið til fjárhæðar krafna er einn- ig mestum kröfum lýst í þrotabú heild- verslana eða um 3,5 milljörðum króna. Ríflega 3 milljarða króna kröfum var lýst í um 110 þrotabú hraðfrystihúsa. Að meðaltali var mestum kröfum lýst í gjaldþrota fyrirtæki í ullariðnaði. Þar urðu gjaldþrot u.þ.b. 10 talsins en þar var lýst kröfum fyrir um 2,7 milljarða króna. Sami formaður í 7 gjaldþrota félögmm í skýrslu Haralds L. Haraldssonar, segir að það sé almennt álit þeirra sem gerst þekkja að íslensk lög um hlutafé- lög séu ágæt og ekki sé hægt að rekja gjaldþrotahrinuna og lágt hlutfall inn- heimtra fjárhæða til ágalla á lögunum. Fremur sé um að ræða ágalla á fram- kvæmd laganna. Þau hafi verið þver- brotin, ársreikningar fyrirtækja oft ekki gerðir og ekki hafí reynt á ábyrgð stjómarmanna í fyrirtækjum. Þá vinni aðilar sig oft og tíðum létt út úr vand- anum með því að stofna ný félög og halda áfram rekstri. Það sé mat endur- skoðenda að mun ítarlegri skoðun og rannsókn þurfi að fara fram á bók- haldi þrotabúa en gert hafí verið. Fram kemur að í 345 skipti hafí sami stjórnarformaður komið við sögu fleiri en eins gjaldþrota félags. Af fé- lögunum 2.595 átti þetta við um alls 819 hlutafélög. í tveimur tilvikum var sami maður stjórnarformaður hjá 7 gjaldþrota fyrirtækjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.