Morgunblaðið - 09.05.1995, Page 39

Morgunblaðið - 09.05.1995, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ1995 39 Fyrsti vísindamaður skákarinnar látinn SKÁK MIKHAIL Botvinn- ik, fyrrum heims- meistari í skák, lést í Moskvu á föstudag 83ja ára að aldri. Bot- vinnik var heims- meistari í samtals þrettán ár, lengur en nokkur annar heims- meistari eftir lok seinni heimsstyijald- ar. Hann varð fyrst heimsmeistari árið 1948, er hann sigraði örugglega á heims- meistaramóti fimm skákmanna, sem haldið var til að fylla skarð Alexanders Aljekíns sem féll frá ósigraður árið 1946. Áhrif Botvinniks á þróun skáklist- arinnar á þessari öld voru gífurleg. Hann innleiddi vísindaleg vinnu- brögð í skákina, hóf snemma kerfis- bundnar rannsóknir á skákum and- stæðinganna og sundurgreiningar hans á biðskákum voru frægar. Keppinautar hans urðu að taka upp svipuð vinnubrögð um miðja öldina til að geta staðist honum snúning. Botvinnik stofnaði skákskóla í Moskvu og komu þangað flestir frægustu stórmeistarar Sovétmanna, þ.á m. þeir Karpov og Kasparov. Það er einmitt Gary Ka- sparov sem mest hefur þróað áfram vísindaleg vinnubrögð Botvinniks. Síðustu æviár Botvinn- iks var hann þó svarinn andstæðingur Ka- sparovs og hann stóð með Karpov í hatrömm- um átökum um yfirráð yfir húsi skákfélagsins í miðborg Moskvu, sem m.a. voru í brennidepli á síðasta Ólympíuskák- móti. Þegar Kasparov var hér á Islandi um daginn kallaði hann Botvinnik gamlan stalínista. Með Botvinnik er fallinn í valinn tengiliður skáklistar samtímans við gömlu meistarana. Hann vann skák- ir af þeim Emanúel Lasker (1868- 1941), Jose Raoul Capablanca (1888-1942) og Alexander Aljekín (1892-1946). Botvinnik fæddist 17. ágúst 1911 í finnskum smábæ þar sem foreldrar hans dvöldu í leyfi. Strax á ungl- ingsárum var hann orðinn vel lesinn og öfiugur skákmaður. Hann tefldi fyrst á Vesturlöndum um áramótin Mikhail Botvinnik skólar/námskeið ýmislegt ■ Tréskurðarnámskeið Fáein pláss laus í maí og júrú. Hannes Flosason, sími 554 0123. handavinna ■ Ódýr saumanámskeið Samvinna við Burda. Sparið og saumið fötin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Uppl. hjá Sigríði Péturs dóttur í síma 17356. tölvur STJÓRNUNARFÉLAGS fSLANDS OG NYMEAJA 69 77 69 <Q> 62 1 □ 66 NfHlRJl ■ Tölvuskóli í fararbroddi Öll hagnýt tölvunámskeið. Fáðu senda námsskrána. Itsi ~ ' JH Sjábu í víbara samhcngi! 1934-35 er hann tók þátt í Hastings- mótinu. Fram að heimsstyijöldinni síðari tefidi hann á nokkrum mótum vestra og gat sér góðan orðstír. Stríðið gerði þó að engu fyrirætlanir um heimsmeistaraeinvígi hans og Aljekíns. Hann hreppti titilinn með sigri á heimsmeistaramótinu í Haag og Moskvu árið 1948. Hann varði síðan titilinn á jöfnu, 12-12 í tveimur ein- vígjum, fyrst gegn Davíð Bronstein árið 1951 og síðan Vassilí Smyslov 1954. Smyslov vann loks af honum titilinn árið 1956. En samkvæmt þágildandi reglum átti fallinn heims- meistari rétt á nýju einvígi árið eft- ir og þá sigraði Botvinnik óvænt og endurheimti tignina. Tal sigraði hann 1960 en árið eftir lék Botvinn- ik sama leikinn að nýju og varð heimsmeistari í þriðja sinn. Réttur heimsmeistara á hefndareinvígi var þá felldur úr gildi og Botvinnik tap- aði titlinum í þriðja og síðasta sinn árið 1963 fyrir Tígran Petrosjan. Á næstu árum tók hann þátt á mörgum mótum og stóð sig yfirleitt mjög vel, en árið 1970 hætti hann tafl- mennsku, 59 ára að aldri. Botvinnik varð sex sinnum skák- meistari Sovétríkjanna, eða jafnoft og Mikhail Tal. Enginn skákmaður sigraði oftar en þeir tveir á þessum mótum, sem voru geysilega löng og erfið. Hann var meistari stöðubar- áttunnar og í endataflstækni hafa fáir náð lengra. Ótrúlega sterkur persónuleiki Botvinnik var skilgetið afkvæmi sovéska kerfísins og eftirlæti þess. Hann kom sér snemma vel við hátt- setta ráðamenn í kommúnista- flokknum, sem sáu áróðursgildi þess að eiga bestu skákmenn heims í sín- um röðum. „Ég hef aldrei rekið áróð- ur fyrir neinu nema skák,“ sagði Botvinnik þó sjálfur. Hann hafði mikinn metnað og sjálfsaga til að bera strax í æsku og sterkur persónuleiki hans mótað- ist snemma. Botvinnik tók öll við- fangsefni sín mjög föstum tökum og var afar gagnrýninn á aðra. Urðu samferðamenn hans oft hart úti í slíkum palladómum, en óvægnastur var hann þó við gagnrýni á eigin taflmennsku. Botvinnik var rafmagnsverkfræð- ingur að mennt og starfaði í áratugi að gerð tölvubúnaðar sem tefldi skák. Hann var frumkvöðull á því sviði en verk hans þar byggðust upp á allt öðrum forsendum en þeim sem liggja á bak við nýlegan árangur tölvuforrita. Störf hans að raunvís- indum trufluðu oft skákferil hans. Það liggja mörg ritverk eftir Bot- vinnik, hæst ber þriggja binda verk á rússnesku um skákferil hans. Skrif hans eru merk, bæði vegna mikillar vinnu sem lagðar eru í rannsóknir á skákum og þess að sterkur per- sónuleiki hans skín alls staðar í gegn. Á enskri tungu ber hæst „Tak- markinu náð“ (Achieving the aim), sjálfsævisaga, sem er frábær skemmtun fyrir alla skákáhuga- menn. Lesandinn fellur hreinlega í stafi yfir dugnaði, metnaði og ákveðni höfundarins við að hrinda takmörkum sínum í framkvæmd. Keppinautar hans fá það flestir óþvegið, meira að segja Vasilí Smyslov, en þeir Botvinnik voru þó orðnir nánir vinir síðustu árin. „Skák í hálfa öld“ (Half a century of chess) er vandað safn 90 skáka, með ýtar- legum skýringum og mögnuðum innskotum. í viðtali við hollenska blaðið New in Chess árið 1992 ráðlagði Botvinn- ik ungum skákmönnum að skoða skákir Bobby Fischers, kynna sér skákasafn Aljekíns, lesa kennslubók Capablanca auk eigin þriggja binda ritverks. Frægasta skák Botvinniks er sig- ur hans yfír Capablanca á AVRO mótinu í Hollandi árið 1938: Hvítt: Botvinnik Svart: Capablanca Nimzoindversk vörn 1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rc3 - Bb4 4. e3 - d5 5. a3 - Bxc3+ 6. bxc3 — c5 7. cxd5 — exd5 8. Bd3 - 0-0 9. Re2 - b6 10. 0-0 - Ba6 11. Bxa6 — Rxa6 12. Bb2 — Dd7 13. a4 - Hfe8 14. Dd3 - c4 15. Dc2 - Rb8 16. Hael - Rc6 17. Rg3 - Ra5 18. f3 - Rb3 19. e4 - Dxa4 20. e5 - Rd7 21. Df2 - g6 22. f4 - f5 23. exf6 - Rxf6 24. f5 - Hxel 25. Hxel - He8 Botvinnik telur 25. — Hf8 betri varnarleik. 26. He6 - Hxe6 27. fxe6 - Kg7 28. Df4 - De8 29. De5 - De7 30. Ba3!! - Dxa3 31. Rh5+ - gxh5 32. Dg5+ - Kf8 33. Dxf6+ - Kg8 34. e7 - Dcl+ 35. Kf2 - Dc2+ 36. Kg3 - Dd3+ 37. Kh4 - De4+ 38. Kxh5 - De2+ 39. Kh4 - De4+ 40. g4 - Del+ 41. Kh5 og svartur gafst upp. Átta skákmenn hafa borið heims- meistaranafnbót frá stríðslokum. Þrír eru látnir, þeir Tigran Petrosjan (1929-1984), Mikhail Tal (1936- 1992) og Mikhail Botvinnik (1911- 1995). Hinir fimm eru Vasilí Smyslov (f. 1921), Boris Spasskí (f. 1937), Bobby Fischer (f.1943), Ana- tólí Karpov (f. 1951) og Gary Ka- sparov (f. 1963). Þeir þrír síðast- nefndu líta reyndar allir á sig nú sem hinn eina rétta heimsmeistara. Margeir Pétursson t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SNORRI KRISTJÁNSSON, Gnoðarvogi 18, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í dag, þriðjudaginn 9. maí kl. 13.30 Helga Snorradóttir, Jón Oddur Sigurjónsson, Olafur Snorrason, Jenný Steingri'msdóttir og barnabörn. RAÐAUGÍ YSINGAR Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Lyngási 7-9 - 210 Garðabæ - sími 658800 - fax 651957 Saumanámskeið verður haldið fyrir almenning í Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ. Frábær aðstaða, stór sníðaborð, saumavélar og nýjustu sniðblöð- in. Kennari: Ásdís Jóelsdóttir, textilkennari. Verð kr. 8.000. Innritun og upplýsingar í síma 642419. Skólameistari. Þingvallavatn - Grímsnes Sumarbústaðalóðir Til sölu nokkrar úrvals lóðir í Grímsnesi - meðalstærð 7.000 fm. Tvær lóðir við Þingvallavatn, 5.000 fm hvor, og 24 fm hjólhýsi. Símar 98-64500 og 985-24761. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR Borgartúni 3, 105 Reykjavík, sími 682840, myndsendir 623219 Einarsnes - Bauganes: Breytt deiliskipulag Hér með er auglýst breyting á deiliskipulagi Einarsness á reit 1.67, sem markast af Ein- arsnesi, Skeljanesi og Bauganesi. Deiliskipulagsuppdráttur verður til sýnis á Borgarskipulagi Reykavíkur, Borgartúni 3, 1. hæð, frá kl. 8.30 til 16.00 alla virka daga frá 9. maí til 6. júní nk. Athugasemdum eða ábendingum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur inn- an auglýsts kynningartíma. Borgarskipulag Reykjavíkur, Borgartúni 3, 105 Reykjavík. SUÐAVI K SÚÐAVÍKURHREPPUR Njarðarbraut 14,420 Súðavfk, s. 94-4912, fax 94-4946 Ný Súðavík Gatnagerð og holræsalagnir Súðavíkurhreppur óskar eftir tilboðum í gatna- og holræsagerð vegna uppbyggingar nýrrar Súðavíkur. Verkið er nefnt Gatnagerð í Eyrardalslandi og felst í að leggja nýjar holræsa- og vatnslagnir og gera götur og búa þær undir jöfnunarlag. Helstu verkþættir og magntölur eru eftirfarandi: Götur 2.100 m. Holræsalagnir 5.200 m. Aðveituæð vatns 700 m. Deifilagnirvatns 3.000 m. Verkið er áfangaskipt og skal stærstum hluta þess lokið fyrir 15. september 1995. Útboðsgögn verða afhent 9. maí nk. hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. á ísafirði og í Reykjavík frá kl. 13.00 gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila á skrifstofu Súðavíkur- hrepps, Njarðarbraut 14, 420 Súðavík, og verða þau opnuð þar 24. maí nk. kl. 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Súðavíkurhreppur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.