Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Þorkell Sex fyrrver- andi breskir hermenn minnast stríðsloka NOKKRIR fyrrverandi breskir liermenn komu saman ásamt ættingjum sínum á sunnudags- morguninn í Fossvogskirkju- garði, við minnismerkið um fallna breska hermenn í heims- styrjöldinni, sem gnæfir yfir rúmlega 200 hermannagrafir. í tilefni stríðsloka í Evrópu fyrir 50 árum, lögðu félagarnir sex blómsveig að breska minnis- merkinu.-Hinir sex fyrrverandi hermenn, sem allir eru búsettir í Reylqavík, eru, talið frá vinstri: íslendingurinn Gísli Steinsson, sem var í breska flughernum, í Bretlandi, Frakklandi og í Aust- urlöndum, Ralph Hannan sem var í landhernum, Brian Holt, í flughernum R.A.F., Stanley Ki- ernan fótgönguliði, Leo Munro sem var í flotanum og Alan Boucher sem var í landhernum. Félagarnir tóku fram orður sín- ar og skrýddust þeim á þessum degi. Undirbúningur vorþingsins í fullum gangi Áhersla lögð á GATT-samningana LÖGÐ verður áhersla á að af- greiða frumvarp um framkvæmd GATT-samninganna á vorþinginu sem hefst 16. mai. Stefnt er að því að afgreiða ýmis fleiri mál á þinginu og önnur verða lögð þar fram til kynningar. Viðamesta mál vorþingsins verður framkvæmd GATT-samn- inganna varðandi tollabindingar á innfluttum landbúnaðarvörum, að sögn Ólafs Davíðssonar ráðuneyt- isstjóra forsætisráðuneytis. En ís- land hefur tilkynnt Alþjóðavið- skiptastofnuninni að þessi mál verði komin í framkvæmd 1. júlí í sumar. Undirbúningi að mestu lokið í vikunni Ólafur er formaður ráðuneyta- nefndar sem skila á tillögum í frumvarpsformi um hvernig þess- um málum verði háttað. Sagðist hann gera ráð fyrir að þeim undir- búningi yrði að mestu lokið í vik- unni og þá gæti ríkisstjórnin tekið endanlega ákvörðun í málinu. Þá er einnig stefnt að því að afgreiða nokkur mál sem tengjast Evrópska efnahagssvæðinu. Þar á meðal eru ýrumvörp um afnám á einkarétti ÁTVR á innflutningi og heildsölu á áfengi sem ekki náðu fram að ganga á síðasta þingi en Eftirlitsstofnun EFTA telur einka- réttinn bijóta í bága við EES- samninginn. Einnig á að gera breytingar á lögum um stjórn fisk- veiða varðandi smábáta í samræmi við málefnasáttmála ríkisstjórnar- innar. Togast á um nefndir Á vorþingjnu verða einnig kosn- ir embættismenn þingsins auk þess sem kosið verður í þingnefnd- ir, ráð og stjórnir. Gert er ráð fyrir að Sjálfstæðisflokkur fái 4 fulltrúa í 9 manna nefndir, Fram- sóknarflokkurinn 2 og stjórnar- andstaðan 3 fulltrúa sameiginlega en hún mun hafa samvinnu um skipan fulltrúa í nefndirnar. Stjórnarandstaða fær formennsku í nefndum Að sögn Valgerðar Sverrisdótt- ur þingflokksformanns Framsókn- arflokks liggur fyrir að for- mennska stjórnarflokkanna í nefndum Alþingis mun samsvara þeim málaflokkum sem flokkarnir stýra í stjórnarráðinu utan að Framsóknarflokkur fær for- mennsku í fjárlaganefnd og Sjálf- stæðisflokkur formennsku í utan- ríkismálanefnd. Þá er einnig gert ráð fyrir því að stjómarandstöðuflokkarnir fái formennsku í einhveijum nefnd- anna en á síðasta kjörtímabili átti stjórnarandstaðan formenn þriggja nefnda af 12. Þessi mál hafa verið rædd á sameiginlegum fundi stjómar og stjórnarandstöðu. Af hálfu stjórn- arflokkanna hefur því verið haldið fram að eðlilegt sé að stjórnarand- staðan fái nú formennsku í tveim- ur nefndum þar sem þingstyrkur hennar' hafi minnkað. Stjómar- andstaðan hefur á móti óskað eft- ir að fá í sinn hlut formennsku í fjórum nefndum, eða þriðjungi þeirra, sem sé í samræmi við að stjórnarandstöðuflokkarnir eigi þriðjung þingmanna. Svavar Gestsson formaður þingflokks Alþýðubandalags segir að áður hafí verið að ræða tilraun sem studdist ekki við neitt hlut- fall. Sú tilraun hafi tekist vel og því telji stjómarandstaðan rétt að stíga skrefið til fulls og skipta nefndaformennsku í hlutfalli við þingstyrk. Valgerður sagði að gert væri ráð fyrir öðrum fundi stjómar- og stjórnarandstöðu á miðvikudag þar sem þessi mál verða rædd frekar. íslenskir lífeyrissjóðir Ohjákvæmilegt að sjóðir eigi kost á að fjárfesta erlendis LÍFEYRISSJÓÐIR hér á landi hafa fagnað möguleik- um á fjárfestingum er- lendis, en þær raddir hafa einnig heyrst, að þeir fari of geyst. Birgir ísleifur Gunnarsson, seðlabanka- stjóri, sagði á ársfundi bankans fyrir skömmu að ýmsir lífeyrissjóðir hefðu tapað á fjárfestingum er- lendis og þörf væri á auknu aðhaldi að sjóðun- um. Guðmundur H. Garð- arsson, stjómarmaður Lífeyrissjóðs verslunar- manna, vísar þessu á bug. Hver eru rökin fyrir því að iífeyrissjóðir fjárfesti eriendis? „Það er óhjákvæmilegt að lífeyrissjóðirnir á Is- landi, eins og aðrir spari- fjáreigendur, geti ávaxtað fé sitt á fijálsum alþjóðlegum pen- ingamarkaði. Þannig fáum við arð og eftir því sem eignarstofninn verður meiri gefur fjárfestingin vel af sér og skilar sínu til baka til þjóðarbúsins. Þá er einnig óhjá- kvæmilegt að lífeyrissjóðirnir dreifi áhættunni. Við búum í fá- mennu þjóðfélagi og þótt við vild- um ávaxta allt þetta fé innanlands þá eru því ákveðin takmörk sett. Eignarmyndun í lífeyrissjóðum er gífurlega mikil og verður um ókominn ár vegna aldurssamsetn- ingar þjóðarinnar." Möguleikar tii ijárfestinga hér á landi hafa aukist, því auk hefð- bundinna verðbréfa hafa t.d. sveit- arfélög og fyrirtæki gefið út skuldabréf. Kannt þú einhverja formúlu yfir hvernig æskilegast er að iífeyrissjóðir biandi fjárfest- ingum afþessu tagi með eriendum íjárfestingum? „Það eru til alls konar formúlur um blöndur, en engin formúla er betri en sú forsenda sem hún stendur á. Það liggur í augum uppi að jafnvel íslenska ríkið og sveitarfélögin gætu aldrei komið sér í þær skuldbindingar vegna stóraukins ráðstöfunarfjár lífeyr- issjóðanna að þessir aðilar gætu tekið við allri þeirri aukningu. Það er einnig óæskilegt. Þótt allt gott megi segja um íslenska ríkið stend- ur það á brauðfótum í samanburði við atvinnu- og efnahagslíf háiðnv- æddra og tækniþróaðra samfé- laga, eins og Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu. Þeir sem bera ábyrgð á fjárvörslu lífeyrissjóð- anna á íslandi hljóta að ávaxta peningana erlendis að hluta.“ Fyrir nokkru var skýrt frá því að Lífeyrissjóður verslunarmanna ætlaði að fjárfesta í hiutabréfum hér á landi í ár fyrir 5% af ráðstöf- unarfé sínu. Svipuð áform voru uppi í fyrra, en þá voru hlutaijár- kaupin 1,3%. Komu er- lendar ijárfestingar í veg fyrir að kaupin yrðu meiri? „Nei. Lífeyrissjóður ______ verslunarmanna byijaði ekki að fjárfesta eriendis fyrr en í nóvember 1994. Ástæða þess að ekki var meira keypt af hlutabréf- um var varkár fjárfestingarstefna. Þrátt fyrir að lífeyrissjóður setji sér það markmið að hlutabréf séu ákveðið hlutfall af heildareign, þá eru þær aðstæður ekki alltaf fyrir hendi að hlutafjárkaup séu æski- leg.“ Hverju svarar þú þeim fullyrð- ingum að lífeyrissjóðir þuríi aukið aðhaid þar sem þeir hafi tapað á erlendum fjárfestingum? „Ég tel einhvem misskilning á ferðinni. Sjóðirnir byijuðu ekki að Guðmundur H. Garðarsson ► Guðmundur H. Garðarsson viðskiptafræðingur lauk prófi í frá HI1954 og stundaði fram- haldsnám í hagfræði í Þýska- landi og starfsnám í endur- tryggingum í London, auk náms í markaðsfræðum og alþjóða- viðskiptum. Hann hefur átt áæti í stjórn Lífeyrissjóðs versl- unarmanna frá 1968 og var for- maður stjórnar 1977-1980, 1983-1986 og 1989-1992. Hann hefur umsjón með erlendum fjárfestingum sjóðsins, ásamt Þorgeiri Eyjólfssyni, forstjóra. fjárfesta erlendis fyrr en á síðasta ári og þær fjárfestingar eru yfír- leitt miðaðar við ávöxtun til lengri tíma. Á þessum mörkuðum erlend- is eru sveiflur upp og niður. Þeir sjóðir, sem hófu fyrstir fjárfest- ingu erlendis, byijuðu í raun þegar um niðursveiflu var að ræða. Líf- -eyrissjóður verslunarmanna fór ekki af stað fyrr en sérfræðingar, sem við erum í samstarfí við er- iendis, töldu það hyggilegt. Það er hins vegar ekki rétt að taka tímabundna sveiflu í gengi lang- tímabréfa, reikna hana áfram og álíta að um tap sé að ræða.“ / hve miklar fjárfestingar er- lendis ætlar Lífeyrissjóður versl- unarmanna að ráðast í ár? „Á síðasta ári hófum við form- leg viðskipti við fyrirtæki í Lond- on, Schröder Invest Management, og keyptum bréf í sjóði þess fyrir 5,5 milljónir dollara. Samkvæmt áætlun stjórnar lífeyrissjóðsins er gert ráð fyrir að allt að 10% ráð- stöfunarfjár fari til kaupa á erlend- um verðbréfum í ár, eða um 600 milljónir króna. Auk fyrirtækisins í London erum við til dæmis í góðu sambandi við bandarískt fyrirtæki og dótturfyrirtæki Deutsche Bank í Þýskalandi. Við leitum til traustra fyrirtækja og höfum unnið að undirbúningi fjárfestinga frá 1985, þótt þær hafi ekki hafist fyrr en tíu árum síðar. Við skiptum heimin- þijú meginsvæði, Evrópu, og Asíu, leggjum AAhald að sjóðunum er fullnægjandi um í Bandaríkin áherslu á góð markaðsverðbréf og trausta fjárvörsluaðila. Við höfum langtímasjónarmið í huga og fylgj- umst vel með fjárfestingunum, Lífeyrissjóðir, eins og bankar og aðrar fjármálastofnanir, þurfa að lúta almennum lögum og hafa upplýsingaskyldu um starfsemi sína. Hjá Lífeyrissjóði verslunar- manna eru stjórnarfundir á tveggja vikna fresti og við erum tveir sem berum framkvæmdalega ábyrgð á fjárfestingunum. Aðhald er því fullnægjandi."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.