Morgunblaðið - 09.05.1995, Síða 8

Morgunblaðið - 09.05.1995, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Þorkell Sex fyrrver- andi breskir hermenn minnast stríðsloka NOKKRIR fyrrverandi breskir liermenn komu saman ásamt ættingjum sínum á sunnudags- morguninn í Fossvogskirkju- garði, við minnismerkið um fallna breska hermenn í heims- styrjöldinni, sem gnæfir yfir rúmlega 200 hermannagrafir. í tilefni stríðsloka í Evrópu fyrir 50 árum, lögðu félagarnir sex blómsveig að breska minnis- merkinu.-Hinir sex fyrrverandi hermenn, sem allir eru búsettir í Reylqavík, eru, talið frá vinstri: íslendingurinn Gísli Steinsson, sem var í breska flughernum, í Bretlandi, Frakklandi og í Aust- urlöndum, Ralph Hannan sem var í landhernum, Brian Holt, í flughernum R.A.F., Stanley Ki- ernan fótgönguliði, Leo Munro sem var í flotanum og Alan Boucher sem var í landhernum. Félagarnir tóku fram orður sín- ar og skrýddust þeim á þessum degi. Undirbúningur vorþingsins í fullum gangi Áhersla lögð á GATT-samningana LÖGÐ verður áhersla á að af- greiða frumvarp um framkvæmd GATT-samninganna á vorþinginu sem hefst 16. mai. Stefnt er að því að afgreiða ýmis fleiri mál á þinginu og önnur verða lögð þar fram til kynningar. Viðamesta mál vorþingsins verður framkvæmd GATT-samn- inganna varðandi tollabindingar á innfluttum landbúnaðarvörum, að sögn Ólafs Davíðssonar ráðuneyt- isstjóra forsætisráðuneytis. En ís- land hefur tilkynnt Alþjóðavið- skiptastofnuninni að þessi mál verði komin í framkvæmd 1. júlí í sumar. Undirbúningi að mestu lokið í vikunni Ólafur er formaður ráðuneyta- nefndar sem skila á tillögum í frumvarpsformi um hvernig þess- um málum verði háttað. Sagðist hann gera ráð fyrir að þeim undir- búningi yrði að mestu lokið í vik- unni og þá gæti ríkisstjórnin tekið endanlega ákvörðun í málinu. Þá er einnig stefnt að því að afgreiða nokkur mál sem tengjast Evrópska efnahagssvæðinu. Þar á meðal eru ýrumvörp um afnám á einkarétti ÁTVR á innflutningi og heildsölu á áfengi sem ekki náðu fram að ganga á síðasta þingi en Eftirlitsstofnun EFTA telur einka- réttinn bijóta í bága við EES- samninginn. Einnig á að gera breytingar á lögum um stjórn fisk- veiða varðandi smábáta í samræmi við málefnasáttmála ríkisstjórnar- innar. Togast á um nefndir Á vorþingjnu verða einnig kosn- ir embættismenn þingsins auk þess sem kosið verður í þingnefnd- ir, ráð og stjórnir. Gert er ráð fyrir að Sjálfstæðisflokkur fái 4 fulltrúa í 9 manna nefndir, Fram- sóknarflokkurinn 2 og stjórnar- andstaðan 3 fulltrúa sameiginlega en hún mun hafa samvinnu um skipan fulltrúa í nefndirnar. Stjórnarandstaða fær formennsku í nefndum Að sögn Valgerðar Sverrisdótt- ur þingflokksformanns Framsókn- arflokks liggur fyrir að for- mennska stjórnarflokkanna í nefndum Alþingis mun samsvara þeim málaflokkum sem flokkarnir stýra í stjórnarráðinu utan að Framsóknarflokkur fær for- mennsku í fjárlaganefnd og Sjálf- stæðisflokkur formennsku í utan- ríkismálanefnd. Þá er einnig gert ráð fyrir því að stjómarandstöðuflokkarnir fái formennsku í einhveijum nefnd- anna en á síðasta kjörtímabili átti stjórnarandstaðan formenn þriggja nefnda af 12. Þessi mál hafa verið rædd á sameiginlegum fundi stjómar og stjórnarandstöðu. Af hálfu stjórn- arflokkanna hefur því verið haldið fram að eðlilegt sé að stjórnarand- staðan fái nú formennsku í tveim- ur nefndum þar sem þingstyrkur hennar' hafi minnkað. Stjómar- andstaðan hefur á móti óskað eft- ir að fá í sinn hlut formennsku í fjórum nefndum, eða þriðjungi þeirra, sem sé í samræmi við að stjórnarandstöðuflokkarnir eigi þriðjung þingmanna. Svavar Gestsson formaður þingflokks Alþýðubandalags segir að áður hafí verið að ræða tilraun sem studdist ekki við neitt hlut- fall. Sú tilraun hafi tekist vel og því telji stjómarandstaðan rétt að stíga skrefið til fulls og skipta nefndaformennsku í hlutfalli við þingstyrk. Valgerður sagði að gert væri ráð fyrir öðrum fundi stjómar- og stjórnarandstöðu á miðvikudag þar sem þessi mál verða rædd frekar. íslenskir lífeyrissjóðir Ohjákvæmilegt að sjóðir eigi kost á að fjárfesta erlendis LÍFEYRISSJÓÐIR hér á landi hafa fagnað möguleik- um á fjárfestingum er- lendis, en þær raddir hafa einnig heyrst, að þeir fari of geyst. Birgir ísleifur Gunnarsson, seðlabanka- stjóri, sagði á ársfundi bankans fyrir skömmu að ýmsir lífeyrissjóðir hefðu tapað á fjárfestingum er- lendis og þörf væri á auknu aðhaldi að sjóðun- um. Guðmundur H. Garð- arsson, stjómarmaður Lífeyrissjóðs verslunar- manna, vísar þessu á bug. Hver eru rökin fyrir því að iífeyrissjóðir fjárfesti eriendis? „Það er óhjákvæmilegt að lífeyrissjóðirnir á Is- landi, eins og aðrir spari- fjáreigendur, geti ávaxtað fé sitt á fijálsum alþjóðlegum pen- ingamarkaði. Þannig fáum við arð og eftir því sem eignarstofninn verður meiri gefur fjárfestingin vel af sér og skilar sínu til baka til þjóðarbúsins. Þá er einnig óhjá- kvæmilegt að lífeyrissjóðirnir dreifi áhættunni. Við búum í fá- mennu þjóðfélagi og þótt við vild- um ávaxta allt þetta fé innanlands þá eru því ákveðin takmörk sett. Eignarmyndun í lífeyrissjóðum er gífurlega mikil og verður um ókominn ár vegna aldurssamsetn- ingar þjóðarinnar." Möguleikar tii ijárfestinga hér á landi hafa aukist, því auk hefð- bundinna verðbréfa hafa t.d. sveit- arfélög og fyrirtæki gefið út skuldabréf. Kannt þú einhverja formúlu yfir hvernig æskilegast er að iífeyrissjóðir biandi fjárfest- ingum afþessu tagi með eriendum íjárfestingum? „Það eru til alls konar formúlur um blöndur, en engin formúla er betri en sú forsenda sem hún stendur á. Það liggur í augum uppi að jafnvel íslenska ríkið og sveitarfélögin gætu aldrei komið sér í þær skuldbindingar vegna stóraukins ráðstöfunarfjár lífeyr- issjóðanna að þessir aðilar gætu tekið við allri þeirri aukningu. Það er einnig óæskilegt. Þótt allt gott megi segja um íslenska ríkið stend- ur það á brauðfótum í samanburði við atvinnu- og efnahagslíf háiðnv- æddra og tækniþróaðra samfé- laga, eins og Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu. Þeir sem bera ábyrgð á fjárvörslu lífeyrissjóð- anna á íslandi hljóta að ávaxta peningana erlendis að hluta.“ Fyrir nokkru var skýrt frá því að Lífeyrissjóður verslunarmanna ætlaði að fjárfesta í hiutabréfum hér á landi í ár fyrir 5% af ráðstöf- unarfé sínu. Svipuð áform voru uppi í fyrra, en þá voru hlutaijár- kaupin 1,3%. Komu er- lendar ijárfestingar í veg fyrir að kaupin yrðu meiri? „Nei. Lífeyrissjóður ______ verslunarmanna byijaði ekki að fjárfesta eriendis fyrr en í nóvember 1994. Ástæða þess að ekki var meira keypt af hlutabréf- um var varkár fjárfestingarstefna. Þrátt fyrir að lífeyrissjóður setji sér það markmið að hlutabréf séu ákveðið hlutfall af heildareign, þá eru þær aðstæður ekki alltaf fyrir hendi að hlutafjárkaup séu æski- leg.“ Hverju svarar þú þeim fullyrð- ingum að lífeyrissjóðir þuríi aukið aðhaid þar sem þeir hafi tapað á erlendum fjárfestingum? „Ég tel einhvem misskilning á ferðinni. Sjóðirnir byijuðu ekki að Guðmundur H. Garðarsson ► Guðmundur H. Garðarsson viðskiptafræðingur lauk prófi í frá HI1954 og stundaði fram- haldsnám í hagfræði í Þýska- landi og starfsnám í endur- tryggingum í London, auk náms í markaðsfræðum og alþjóða- viðskiptum. Hann hefur átt áæti í stjórn Lífeyrissjóðs versl- unarmanna frá 1968 og var for- maður stjórnar 1977-1980, 1983-1986 og 1989-1992. Hann hefur umsjón með erlendum fjárfestingum sjóðsins, ásamt Þorgeiri Eyjólfssyni, forstjóra. fjárfesta erlendis fyrr en á síðasta ári og þær fjárfestingar eru yfír- leitt miðaðar við ávöxtun til lengri tíma. Á þessum mörkuðum erlend- is eru sveiflur upp og niður. Þeir sjóðir, sem hófu fyrstir fjárfest- ingu erlendis, byijuðu í raun þegar um niðursveiflu var að ræða. Líf- -eyrissjóður verslunarmanna fór ekki af stað fyrr en sérfræðingar, sem við erum í samstarfí við er- iendis, töldu það hyggilegt. Það er hins vegar ekki rétt að taka tímabundna sveiflu í gengi lang- tímabréfa, reikna hana áfram og álíta að um tap sé að ræða.“ / hve miklar fjárfestingar er- lendis ætlar Lífeyrissjóður versl- unarmanna að ráðast í ár? „Á síðasta ári hófum við form- leg viðskipti við fyrirtæki í Lond- on, Schröder Invest Management, og keyptum bréf í sjóði þess fyrir 5,5 milljónir dollara. Samkvæmt áætlun stjórnar lífeyrissjóðsins er gert ráð fyrir að allt að 10% ráð- stöfunarfjár fari til kaupa á erlend- um verðbréfum í ár, eða um 600 milljónir króna. Auk fyrirtækisins í London erum við til dæmis í góðu sambandi við bandarískt fyrirtæki og dótturfyrirtæki Deutsche Bank í Þýskalandi. Við leitum til traustra fyrirtækja og höfum unnið að undirbúningi fjárfestinga frá 1985, þótt þær hafi ekki hafist fyrr en tíu árum síðar. Við skiptum heimin- þijú meginsvæði, Evrópu, og Asíu, leggjum AAhald að sjóðunum er fullnægjandi um í Bandaríkin áherslu á góð markaðsverðbréf og trausta fjárvörsluaðila. Við höfum langtímasjónarmið í huga og fylgj- umst vel með fjárfestingunum, Lífeyrissjóðir, eins og bankar og aðrar fjármálastofnanir, þurfa að lúta almennum lögum og hafa upplýsingaskyldu um starfsemi sína. Hjá Lífeyrissjóði verslunar- manna eru stjórnarfundir á tveggja vikna fresti og við erum tveir sem berum framkvæmdalega ábyrgð á fjárfestingunum. Aðhald er því fullnægjandi."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.